Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 26
VIKULOK 26 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ www.lysi.is Hvenær er dagsyfja óeðlileg? SVAR Dagsyfja er ein af algengustuumkvörtunum sem tengjast svefni. Svefnþörf er mjög einstaklings- bundin en flestir þurfa um átta tíma svefn á hverri nóttu. Ef ekki fæst nægur svefn á einni nóttu kemst fólk í nokkurs konar svefnskuld þar sem þörf fyrir djúpan endurnærandi svefni safnast upp að ákveðnu marki. Í okkar samfélagi er algengt að fólk neiti sér um nægan svefn á vinnudögum og bæti sér það síðan upp um helgar. Þessi lífsstíll er hvað algengastur hjá ungu fólk en er- lendar rannsóknir benda til þess að allt að 86% yngra fólks sofi að jafnaði of lítið. Ekki þarf mikið til þess að áhrif svefnleysis geri vart við sig. Það að sofa til dæmis í sex klukkustundir í stað átta í nokkrar nætur getur haft áhrif á skaplyndi, árvekni og við- bragðsflýti. Áhrifanna gætir hvað mest við löng einhæf verkefni en akstur er einmitt af þeim toga. Við langa keyrslu er því talsverð hætta á að syfjaður ökumaður dotti í örfáar sek- úndur sem er nægur tími til þess að valda alvarlegu umferðarslysi. Skert frammistaða vegna dagsyfju getur þannig verið hættuleg heilsu manna og hef- ur án efa verið völd að fjölda umferðar- og vinnuslysa. Ein leið við að meta dagsyfju er að átta sig á líkindum þess að hver einstaklingur sofni yfir daginn. Einn mest notaði spurn- ingarlisti við mat á dagsyfju er Epworth Sleepiness Scale (ESS) sem samanstendur af átta spurningum um líkindi þess að sofna við mismunandi aðstæður. Gerður er greinarmunur á syfju og þreytu. Þreyta er skilgreind sem sljóvgandi tilfinning tilkomin vegna líkamlegs erfiðis eða álags en syfja sljóvgandi tilfinning vegna eðlislægrar þarfar fyrir svefni. Nið- urstaða prófsins fæst með því að leggja saman stig allra spurninga (engar líkur = 0, litlar líkur = 1, nokkrar líkur = 2, miklar líkur = 3). Miðað er við að útkoma hærri en 10 bendi til óeðlilegrar dagsyfju. Tökum sem dæmi þau svör sem búið er að merkja við á listanum. Niðurstaða prófsins er 12 stig sem bendir til mikillar dagsyfju og ætti viðkomandi að skoða svefnvenjur sínar nán- ar. Fyrir það fyrsta þarf að huga að næt- ursvefni en ef dagsyfja er enn til staðar þrátt fyrir nægan svefn er full ástæða til þess að leita til læknis og þá sérstaklega ef sjúkdómseinkenni kæfisvefns eru til staðar (háværar hrotur og öndunarhlé í svefni). Hversu líkleg(ur) ert þú til þess að dotta eða sofna í eftirfarandi aðstæðum, en ekki að verða einungis þreytt(ur). Jafnvel þó að þú hafir ekki gert alla þessa hluti nýlega, reyndu þá að meta hvaða áhrif þeir hefðu haft á þig. Líkur á að ég dotti eða sofni í eftirfarandi aðstæðum: 1. Sit og les: 0 Engar 1 Litlar 2 Talsverðar 3 Miklar 2. Horfi á sjónvarp: 0 Engar 1 Litlar 2 Tals- verðar 3 Miklar 3. Sit aðgerðarlaus og fylgist með (t.d. í leikhúsi eða á fundi); 0 Engar 1 Litlar 2 Talsverðar 3 Miklar 4. Er farþegi í bíl í eina klukkustund án stopps: 0 Engar 1 Litlar 2 Talsverðar 3 Miklar 5. Leggst ég fyrir um eftirmiðdaginn þegar aðstæður leyfa: 0 Engar 1 Litlar 2 Tals- verðar 3 Miklar 6. Sit og spjalla við einhvern: 0 Engar 1 Litlar 2 Talsverðar 3 Miklar 7. Sit í rólegheitum eftir máltíð (án víns): 0 Engar 1 Litlar 2 Talsverðar 3 Miklar 8. Sit í bíl sem er kyrr í nokkrar mínútur vegna umferðar: 0 Engar 1 Litlar 2 Tals- verðar 3 Miklar Dagsyfja getur verið hættuleg heilsu eftir Einar Örn Einarsson ........................................................... persona@persona.is Höfundur er BA í sálfræði og starfar við svefnrannsóknir. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum per- sona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. SIÐAREGLUR, gildi og trúar- brögð vega þyngra í ákvörðun táninga um að hefja kynlíf eða fresta því, en óttinn við kyn- sjúkdóma, ótímabæra þungun eða aðrar ástæður, að því er ný- leg könnun samtakanna Nation- al Campaign to Prevent Teen Pregnancy (þjóðarátak gegn táningaþungunum) leiddi í ljós. Svo virðist sem trúarlegar stofnanir geti verið liðsmenn í baráttunni gegn þungunum ung- lingsstúlkna. Könnunin, sem var gerð með- al bandarískra táninga í byrjun mánaðarins, sýndi m.a. að meiri líkur voru á því að trúræknir táningar seinkuðu því að hefja kynlíf, en þeir sem ekki voru jafn trúaðir. Ef hins vegar trú- ræknu táningarnir fóru á annað borð að stunda kynlíf, voru minni líkur á að þeir notuðu getnaðarvarnir en hinir. Þeir sem að könnuninni stóðu telja að niðurstöður hennar séu ekki nógu skýrar til að byggja á henni einhverja stefnumörkun. Þó er vonast til að hún hvetji til frekari umræðu um hvernig megi draga enn frekar úr þung- unum unglingsstúlkna, en þung- unum þeirra hefur fækkað mjög á síðastliðnum áratug. „Að koma í veg fyrir tán- ingaþunganir snýr jafn mikið að siðferðilegum og trúarlegum gildum og að almannaheilsu,“ segir m.a. í skýrslunni sem kom út sl. þriðjudag. „Gildismat á því hvað er rétt og rangt, viðeig- andi og óviðeigandi, hefur ekki síður áhrif á ákvarðanir táninga um kynhegðun, en hina full- orðnu.“ Helmingur 502 þátttakenda í könnuninni sagði að foreldr- arnir hefðu mest áhrif á afstöðu þeirra til þess að hefja kynlíf, það voru þrefalt fleiri en þeir sem nefndu félaga sína sem sterkustu áhrifavalda á þessu sviði. Trú og þunganir tánings- stúlkna Reuters TENGLAR ..................................................... www.teenpregnancy.org BÖRN í leikskóla sem horfa nokkra klukkutíma á viku á fræðsluefni í sjónvarpi stóðu sig betur á þekking- arprófi en börn sem horfðu á al- menna skemmtidagskrá í sama miðli. Tímaritið Child Development greinir frá rannsókninni en fylgst var með sjónvarpsnotkun 200 barna á aldrinum 2–7 ára í þrjú ár. Á hverju ári var metin geta barnanna í lestri, stærðfræði og hver orðaforði þeirra var. „Það getur verið ávinningur af því fyrir börn að horfa á sjónvarp, en það getur einnig verið þeim skað- legt,“ segir dr. Aletha C. Huston sem starfar við Háskólann í Texas, í Austin, ein af rannsakendunum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að börn á aldrinum 2–3 ára sem horfðu á fræðsluefni í sjón- varpi nokkra klukkutíma á viku stóðu sig betur á þekkingarprófi þrem árum síðar en þau sem ekki höfðu horft á þetta efni. Ung börn sem eyddu mörgum klukkustundum í að horfa á skemmtiefni í sjónvarpi stóðu sig verr á þekkingarprófinu en þau sem horfðu á slíka dagskrá færri stundir á viku. Dr . Huston segir að sú tilhneiging að afgreiða sjónvarp sem ógnvald án þess að skilgreina nánar hvaða inni- hald er um að ræða sé í raun út í hött. „Það að þau horfðu á fræðsluefni í sjónvarpi tengdist betri færni þeirra í skóla og það er jákvætt,“ segir hún. Huston og samverkamenn hennar tóku einnig inn í myndina menntun foreldra barnanna og félagslega og efnalega stöðu þeirra. Stóðu sig betur á þekkingarprófi Sérfræðingar á þessu sviði benda á að könnun sem þessi geti aldrei á óyggjandi hátt sannað að börnin hafi staðið sig betur á þekkingarprófinu vegna þess að þau horfðu á fræðslu- efni í sjónvarpinu. „Það verður að taka fleiri þætti inn í myndina eins og að foreldrar barnanna hafi mismikinn áhuga á að uppfræða þau. Það er ómögulegt að segja til um hvað er orsök og hvað er afleiðing í könnun sem þessari,“ segir dr. Thomas Robinson, prófessor í barnalækningum við Stanford-há- skóla í Kaliforníu. „Niðurstöðurnar eru í samræmi við skammtímarann- sóknir sem sýna ávinning af því fyrir börnin að horfa á fræðsluefni í sjón- varpi. Dr. Huston ráðleggur foreldrum að íhuga kosti þess að horfa á sjón- varp. „Notið sjónvarpið skynsam- lega og fylgist með því sem börnin ykkar horfa á.“ Fræðsluefni í sjón- varpi eflir vitsmunina Morgunblaðið/Arnaldur Það er ávinningur af því fyrir börn að horfa á fræðsluefni í sjónvarpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.