Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIFUR Agnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Kassa- gerðar Reykjavíkur, lést fimmtudaginn 27. september sl., 53 ára að aldri. Leifur var fæddur í Reykjavík 12. apríl 1948. Foreldrar hans voru Agnar Kristjáns- son, forstjóri Kassa- gerðar Reykjavíkur, og Unnur Símonar. Leifur varð stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1969 og lauk BA-prófi í ensku og stjórnmála- fræði frá Háskóla Íslands 1975. Hann helgaði Kassagerð Reykja- víkur starfskrafta sína til dauðadags. Leifur sat í stjórn Vinnuveitenda- sambands Íslands, Sam- taka atvinnulífsins, í var- astjórn Iðnaðarbankans, samninganefnd Félags prentsmiðjueigenda og í varastjórn Verðbréfa- markaðs Íslandsbanka. Hann tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja í Reykjavík. Hann sat í stjórn prentsmiðjunnar Ísafoldar og var stjórn- arformaður Frystihúss Hellissands um árabil. Einnig tók hann þátt í uppbyggingu Vestur- farasetursins á Hofsósi og var stjórnarformaður Snorra Þorfinnssonar ehf. Leifur lætur eftir sig eiginkonu, Margréti Kolka Haraldsdóttur, fjög- ur uppkomin börn og tvö barnabörn. Andlát LEIFUR AGNARSSON FRAMKVÆMDIR við skálabygg- ingu við Alþingishúsið eru hafnar á ný en framkvæmdum við skálann var frestað á sínum tíma þegar stjórnvöld drógu úr fram- kvæmdum á þess vegum vegna mikillar þenslu á byggingamark- aði. Að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis er áætlað að þessum áfanga verði lokið seint í ágúst á næsta ári. „Þegar því verður skilað á eftir að ganga frá ýmsum lausabúnaði og kerfum og slíku þannig að skálinn gæti hugs- anlega komist í gagnið seint um haustið. Það tekur tíma að ganga frá en það verður reynt að gera það eins hratt og mögulegt er.“ Friðrik segir kostnaðaráætlun fyrir þennan áfanga vera tæpar 600 milljónir króna en byggingin eigi að létta á Alþingishúsinu. Í henni verði til dæmis veit- ingaaðstaða, fundaraðstaða, sýn- ingaraðstaða fyrir gesti og mót- tökuaðstaða fyrir þingmenn. Hann segir orðið aðkallandi að fá þessa aðstöðu. „Það er allt of mikil um- ferð um Alþingishúsið. Með skál- anum verður nánast lokað fyrir þá umferð nema þá í sérstökum til- vikum.“ Hönnun skálans var í höndum Batterísins en Íslenskir að- alverktakar sjá um framkvæmdina. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rúnar Magnússon og Ólafur Ingólfsson voru önnum kafnir á byggingasvæðinu við Alþingi á dögunum. Haldið áfram við Alþingisskálann STJÓRN Norðurmjólkur ehf. hefur samþykkt að hætta mjólkurvinnslu á Húsavík í áföngum á árinu 2002. Öll mjólkurvinnsla félagsins mun í framhaldinu fara fram í mjólkur- samlaginu á Akureyri. Frá þessu var greint í tilkynn- ingu frá KEA á Verðbréfaþingi Ís- lands í gær. Þar segir að með þess- ari breytingu sé mögulegt að lækka rekstrarkostnað Norðurmjólkur um 35–40 milljónir króna á ári en tap hefur verið á rekstri félagsins. Við framleiðsluna á Húsavík hafa starf- að 13 manns og verður þeim boðinn forgangur að störfum í starfsstöð- inni á Akureyri. Jafnframt hefur stjórn félagsins lýst sig reiðubúna til að koma til liðs við heimamenn á Húsavík í að byggja upp arðbæra starfsemi í fasteign fyrirtækisins. Norðurmjólk ehf., sem var form- lega stofnað í lok árs 2000, er að 68% í eigu KEA og 32% í eigu bænda í Eyjafirði og Suður-Þing- eyjarsýslu. Hægt að vinna alla mjólkina á einum stað Helgi Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Norðurmjólkur, segir í tilkynningu KEA á VÞÍ, að í upp- hafi hafi engar hugmyndir verið uppi um að hætta vinnslu á Húsavík heldur hafi áætlanir frekar miðast við að færa framleiðslu á einstökum vörutegundum á milli starfsstöðv- anna og hagræða með þeim hætti. Sú staða sé hins vegar komin upp að hægt sé að vinna alla þá mjólk sem til fellur á félagssvæði Norð- urmjólkur á einum stað, þ.e. í sam- laginu á Akureyri. „Að reka tvær starfsstöðvar þeg- ar ein getur annað framleiðslunni er óhagkvæmt. Reksturinn hefur ekki skilað okkur þeim árangri sem við væntum og nauðsynlegur er til að viðhalda frekari vexti og uppbygg- ingu fyrirtækisins,“ segir Helgi. Á yfirstandandi ári verður mjólk- urframleiðslan á félagssvæði Norð- urmjólkur um 26,5 milljónir lítra, þar af um 6,4 milljónir lítra á svæði samlagsins á Húsavík. Af þeim eru um 2,4 milljónir lítra fluttar til vinnslu á Akureyri þannig að sam- lagið vinnur úr um 4 milljónum lítra. Fram kemur í tilkynningu KEA að það sé samdóma álit stjórnar fyrirtækisins að með þessum breyt- ingum sé Norðurmjólk að styrkja stöðu sína til þess að geta betur staðið við bakið á framleiðendum á samlagssvæðinu sem og neytendum sem hafi uppi óskir um góðar vörur á hagstæðu verði. Mjólkurvinnsla frá Húsavík til Akureyrar SVEITARFÉLÖG á Vestfjörðum hafa flest hver tekið tilboði ríkisins í eignarhlut þeirra í Orkubúi Vest- fjarða, nema Vesturbyggð sem hef- ur lengri frest en hin sveitarfélögin til að taka afstöðu til tilboðsins, en framlengdur frestur til að taka af- stöðu til þess rann út í gær. Tilboðið lýtur að kaupum á 60% eignarhlut sveitarfélaganna á Vest- fjörðum í Orkubúinu fyrir 2,7-2,8 milljarða króna. Ríkisvaldið setti fram nýtt tilboð í þessum efnum á föstudaginn fyrir viku og felur það í sér að í stað þess að frá kaupverð- inu dragist skuldir sveitarfélag- anna við Íbúðalánasjóð verði fjár- upphæð lögð inn á biðreikning til tryggingar þeim skuldbindingum þar til gengið hefur verið frá heild- arendurskipulagningu á félagslega íbúðalánakerfinu fyrir landið í heild. Sum sveitarfélögin setja skilyrði fyrir töku tilboðsins. Í bæjarstjórn Ísafjarðar var samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans gegn fjór- um atkvæðum minnihlutans að taka tilboðinu með fyrirvara um að end- urreikna þurfi vanskilalið tilboðs- ins, sem sé rangt reiknaður af hálfu ríkisvaldsins. Einnig að útfærsla samkvæmt öðrum liðum verði í nánu samstarfi við bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar og að endanlegur kaupsamningur verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Reykhólahreppur setur fyrirvara varðandi skuldastöðu sveitarfé- lagsins við Íbúðalánasjóð og einnig hvað varðar hjúkrunarheimilið Barmahlíð. Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir, sveitarstjóri, segir að fyrri fyrirvarinn snúi að því að sveitarfélaginu séu reiknaðir drátt- arvextir og vanskil hjá Íbúðalána- sjóði sem sé ekki rétt þar sem þau lán séu öll fryst fram til næstu ára- móta. Hinn liðurinn snúi að fjár- hagsvanda hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar, sem tengist meðal annars þeim lánum sem fryst hafi verið hjá Íbúðalánasjóði, og þau setji þann fyrirvara að lokið verði heildarendurskipulagningu á fjár- málum hjúkrunarheimilisins með þessu og fleiri ráðstöfnunum. Taka tilboði ríkisins í Orkubú Vestfjarða NÝR tækjabúnaður til hjarta- þræðinga og annarra æðarann- sókna og innanæðaaðgerða var tekinn í notkun á Landspítala við Hringbraut í gær. Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísla- dóttur, ekkju Pálma Jónssonar í Hagkaupum, gerði kleift að ráð- ast í kaup á búnaðinum. Sjóð- urinn leggur fram 40 milljónir króna vegna kaupanna en tækið kostar um 100 milljónir. Í fyrra færði sjóðurinn Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 200 milljónir króna að gjöf til að efla hjarta- lækningar á sjúkrahúsinu og er hluti þess framlags nýttur til þessara tækjakaupa. Morgunblaðið/Golli Kristján Eyjólfsson, sérfræðing- ur í hjartasjúkdómum, við nýja hjartaþræðingatækið. Nýtt hjarta- þræðinga- tæki tekið í notkun ALDRAÐUR maður í Reykjavík sem afhenti konu á sjötugsaldri rúmar 23 milljónir króna á nokkurra ára tímabili, en konan sætir ákæru ríkislögreglustjóra fyrir að hafa blekkt féð út úr manninum, sagðist í gær aldrei hafa skilið hvað hún gerði við allt féð. Upplýst hefur verið að allt féð og meira til er uppurið og því eytt í „hitt og þetta“ og ýmsar skuldir konunnar. Maðurinn er í hópi tíu manna sem konan er ákærð fyrir að hafa blekkt fé út úr með skipulögð- um hætti, samtals um 56 milljónir króna. Maðurinn kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og lýsti kynnum sínum af konunni. Mun hún hafa hringt í hann árið 1996 og boðið honum heimilisaðstoð sem hann þáði. Hann sagði að greiðslur til henn- ar hefðu bæði verið launagreiðslur og lán. Hún hafi annast þvotta og þrif auk þess að færa honum mat. Maðurinn, sem er ellilífeyrisþegi, sagði að konan hefði sýnt ágengni þegar hún bað hann um peninga en lýsti því að það hefði verið „happa- fengur“ að fá hana til að aðstoða sig við rekstur heimilisins. Hann sagð- ist hins vegar ekki myndu hafa hleypt henni nærri sér ef hann hefði vitað að hún væri einnig að fá pen- inga frá öðrum mönnum og taldi að hún hefði brotið á sér. Hann sagði að hún hefði minnst á veikindi barna sinna, sem hefði reynst lygi og þá hefði hún sagt sér að hún færi á göt- una ef hún fengi ekki fjárhagsaðstoð frá honum. Nurlaði saman stórfé með yfirgengilegri sparsemi Fram kom í máli nokkurra vitna sem undruðust mikil fjárútlát mannsins í ljósi þess að hann hafði „nurlað“ saman stórfé um ævina með yfirgengilegri sparsemi. Þau voru beðin um að lýsa manninum og aðstæðum hans og kom fram að hann væri „einfari“ og „aðsjálasti maður sem [eitt vitnið] hefði komist í kynni við“. Málið verður dómtekið að loknum munnlegum málflutningi 3. október. Skildi aldrei hvað kon- an gerði við allt féð Aldraður einfari sem kona er ákærð um að hafa blekkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.