Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 35 Á BAKSÍÐU Morg- unblaðsins hinn 23. þ.m. birtist grein þar sem því er haldið fram að Alþjóðaviðskipta- stofnunin (WTO) dragi í efa forsendur Íslands fyrir útreikningi á inn- anlandsstuðningi við landbúnaðinn. Í því sambandi er vísað til bréfs sem utanríkis- ráðuneytið sendi land- búnaðarráðuneytinu hinn 23. apríl 2001. Hinn 24. þ.m. birtist leiðari í Morgunblaðinu um sama efni undir yf- irskriftinni „Tvískinn- ingur Íslands í WTO“, en þar er m.a. dregin upp þversagna- kennd mynd af hagsmunum Íslands í sjávarútvegi annars vegar og land- búnaði hins vegar. Í umræðum um landbúnaðarmál og WTO hérlendis er stundum kosið að líta fram hjá mikilvægum stað- reyndum um framkvæmd samnings- skuldbindinga Íslands, ekki síst ef stjórnvöld hafa gengið lengra í frjálsræðisátt en skuldbindingarnar kunna að segja til um. Þannig hafa ís- lensk stjórnvöld alls ekki nýtt sér samningsbundnar heimildir til greiðslu útflutningsbóta. Ennfremur eru færri vörur háðar kvótastjórnun en gerist og gengur, samnings- bundnar tollalækkanir hafa í mörg- um tilfellum gengið hraðar fyrir sig en kveðið er á um og rauntollar oft langt innan heimilda. Framkvæmd okkar á þessum flóknu skuldbinding- um hefur um margt gengið mjög vel og því er ekki hægt að sitja hjá þegar hugsanleg samningsbrot eru gefin í skyn. Ég vil sem landbúnaðarráðherra upplýsa að þau álitamál sem fyrr- greint bréf utanríkisráðuneytisins varpar ljósi á eru mér og mínu ráðu- neyti vel kunnug og geri ég engar at- hugasemdir við efni þess. Eins og aðrir samningsaðilar hafa íslensk stjórnvöld gengist und- ir þær skuldbindingar sem landbúnaðarsamn- ingur WTO felur í sér og liggur það ljóst fyrir að ákvæði hans verða að vera höfð að leiðar- ljósi við framkvæmd núgildandi stuðnings- aðgerða og við gerð hugsanlegra breytinga á gildandi stuðnings- fyrirkomulagi. Ómögulegt er að spá hvað framtíðin kann að bera í skauti sér en ef fram fer sem horfir verður að gera ráð fyrir að framleiðslutengdur og markaðstruflandi stuðningur verði áfram háður lækk- andi þaki, sem stuðningsáætlanir stjórnvalda munu þurfa að taka fullt tillit til. Íslensk stjórnvöld hafa að öllu óbreyttu takmarkað svigrúm til að auka stuðning af þessu tagi í heildina frá því sem nú gerist. Hins vegar gildir ekkert hámark um hina svokölluðu grænu styrki, sem eru taldir hafa engin eða hverfandi lítil áhrif er leiða til röskunar á viðskipt- um eða áhrif á framleiðslu. Varðandi beingreiðslur til sauð- fjárbænda sem taldar hafa verið fram í tilkynningum til WTO sem grænar greiðslur vil ég upplýsa að athugasemdir við gildandi fyrir- komulag hafa komið fram af hálfu nokkurra samningsaðila í hefð- bundnu starfi landbúnaðarnefndar WTO þegar tilkynningar Íslands hafa komið til umfjöllunar. Íslensk stjórnvöld hafa á móti kynnt sín sjón- armið og forsendur í málinu og skal undirstrikað að hvorki landbúnaðar- nefnd WTO né stofnunin sem slík hafa fellt nokkurn dóm um þau álita- mál sem til umræðu hafa verið. Nú er það einu sinni svo að ef einn samn- ingsaðili telur annan vera að brjóta ákvæði samningsins hefur hann rétt á að vinna að úrlausn málsins sam- kvæmt samningsbundnu deiluferli. Ísland hefur aldrei verið tilefni slíks kærumáls á vettvangi WTO. Ennfremur var varpað ljósi á þau álitamál sem upp hafa komið um stuðningsfyrirkomulagið í reglu- bundinni athugun WTO á viðskipta- stefnu Íslands, sem fram fór í febr- úar í fyrra. Slíkri athugun er fyrst og fremst ætlað að þjóna gagnsæis- markmiðum og felur hún að engu leyti í sér dóm yfir framkvæmd samningsaðila á skuldbindingum sín- um. Eitt viðamesta viðfangsefni landbúnaðarnefndar WTO síðan hún tók til starfa árið 1995 hefur einmitt verið að fjalla um túlkun á samnings- ákvæðum um grænan stuðning og skilgreiningu samningsaðila á slík- um greiðslum. Álitamálin eru mörg og skera stuðningsaðgerðir íslenskra stjórnvalda sig að engu leyti úr fjöld- anum. Segja má að hið sama gildi um þátt verðbólgu í samanlögðum heild- arstuðningi Íslands, en þar er á ferð- inni mál sem fleiri samningsaðilar hafa þurft að kljást við og landbún- aðarnefndin fer með það sem hnatt- rænt en ekki séríslenskt mál. Sem ráðherra landbúnaðarmála í Ríkisstjórn Íslands geri ég mér fylli- lega grein fyrir þeim hagsmunum sem við og í raun heimsbyggðin öll kann að hafa að gæta í afnámi skil- greindra styrkja í sjávarútvegi. Af- nema verður þá styrki sem stuðla að ofveiði og eyðileggingu sjávarauð- linda og tryggja þarf að nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti. Ennfremur er brýnt að við höldum áfram að reyna að tryggja sem best- an markaðsaðgang fyrir helstu út- flutningsvörur okkar. Hafa verður hugfast að styrkir til sjávarútvegs annars vegar og til landbúnaðar hins vegar geta um margt haft ólík áhrif og falla að afar ólíkum bakgrunni innan hins fjöl- þjóðlega viðskiptakerfis. Á vettvangi WTO hefur sérstaða landbúnaðarins verið undirstrikuð með sérstökum samningi, sem viðurkennir stuðn- ingsaðgerðir við greinina hvort sem um er að ræða framleiðslutengdan, framleiðslutakmarkandi eða ótengd- an stuðning. Aðgerðir þessar eru all- ar háðar reglum og sumar lækkunar- skuldbindingum yfir tíma, eins og um hefur verið samið og um kann að semjast í framtíðinni. Í landbúnaðin- um er verið að takast á við ýmis vandamál er tengjast ríkisstyrkjum, útflutningsbótum og markaðsað- gangi eftir settum leikreglum í skil- greindu samningsferli til lengri tíma. Þar er m.a. viðurkennt að taka þurfi tillit til þátta sem ekki eru viðskipta- legs eðlis í yfirstandandi umbóta- ferli. Ekki er til staðar sambærilegur sérsamningur um sjávarútveg og þurfa hagsmunir okkar og málflutn- ingur á vettvangi WTO að skoðast í því ljósi. Þess skal getið til fróðleiks að WTO fer með fisk og fiskafurðir sem iðnaðarvörur. Ríkisstuðningur í sjáv- arútvegi fellur þannig að skuldbind- ingum samnings WTO um styrki og jöfnunarráðstafanir, sem felur ekki í sér sambærileg ákvæði og landbún- aðarsamningur WTO. Það lagalega umhverfi sem hér um ræðir gerir það að verkum að íslensk stjórnvöld stunda engan þann tvískinnung á vettvangi WTO sem leiðari Morgun- blaðsins vill hafa að sé til staðar. Hins vegar myndi það eflaust vekja óskipta athygli ef íslensk stjórnvöld færu að skera sig úr fylkingu samn- ingsaðila og nýta sér ekki samnings- bundinn rétt til að aðlaga íslenskan landbúnað að breyttum lagalegum og viðskiptalegum veruleika á þeim tíma sem yfirstandandi umbótaferli kann að taka. Gjarnan vill það gleymast að land- búnaðarsamningur WTO setur sér langtíma- en ekki skammtímamark- mið. Það markmið er að draga úr stuðningi og vernd í landbúnaði í þeim tilgangi að leiðrétta og koma í veg fyrir takmarkanir og raskanir á heimsmarkaði fyrir landbúnaðarvör- ur. Íslensk stjórnvöld hafa gerst að- ilar að samningnum og geta fyrir vik- ið ekki verið annað en sammála þessu markmiði. Að því verður sjálf- sagt unnið með skipulegum hætti á komandi árum og áratugum á vett- vangi WTO, með þátttöku íslenskra stjórnvalda á grundvelli sinna hags- muna eins og þeir kunna að vera skil- greindir á hverjum tíma. Íslenskur landbúnaður og WTO Guðni Ágústsson Landbúnaður Ísland hefur aldrei, segir Guðni Ágústsson, verið tilefni kærumáls á vettvangi WTO. Höfundur er landbúnaðarráðherra. SÖNGURINN dun- aði við undirleik lít- illar hljómsveitar. Ómurinn af honum var sterkur og gleðin mikil. Af líkamstján- ingu fólks mátti sjá að það var úr mörgum og mismunandi kirkjudeildum. Litar- háttur og andlitsfall gaf til kynna að þarna voru fulltrúar allra heimsálfa. Á annað þúsund manns voru saman komin í Holy Trinity Brompton- kirkjunni í London á alþjóðlegri ráðstefnu um hvernig halda á Alfa-námskeið síðastliðið sumar en þetta nám- skeið hefur farið sigurför um heiminn á undanförnum árum. Kirkjan er stór og virðuleg bisk- upakirkja. Saga safnaðarins í kirkjunni síðustu ár er mjög at- hyglisverð. Fyrir um tuttugu árum voru föstu kirkjubekkirnir fjar- lægðir og lausir stólar settir í staðinn þannig að hægt var að nýta hana betur fyrir námskeið og aðra starfsemi utan guðsþjónustu- tíma. Allt sem fram fer fremst í kirkjunni sést á tveimur stórum skjám báðum megin við kórinn og í sjónvarpstækjum víðs vegar um kirkjuna. Þar sjást einnig allir textar sem sungnir eru. Saga Alfa En hvað er Alfa? Það er tíu vikna námskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Áhersla er lögð á það sem sameinar kristna menn en sneitt hjá því sem skiptir þeim í kirkjudeildir. Nám- skeiðið var upphaf- lega ætlað þeim sem voru að taka fyrstu skrefin á braut krist- innar trúar. Nicky Gumbel, prestur við Holy Trinity-kirkj- una, hóf umsjón með því í árslok 1990. Hann gerði það að- gengilegt fyrir efa- hyggjufólk, þá sem hafa litla þekkingu á kristinni trú og fara sjaldan eða aldrei í kirkju. Aðspurður segist Nicky hafa reynt, er hann mótaði námskeiðið, að hafa það með léttu yfirbragði og óformlegt, þannig að fólk gæti komið og farið eins og það vildi. Námskeiðinu var frábærlega vel tekið og þegar árið 1992 var farið að halda slík námskeið utan Holy Trinity-kirkjunnar. Árið 1993 voru haldin 200 Alfa-námskeið og þá þótti ástæða til að efna til ráð- stefnu fyrir þá sem kenndu á nám- skeiðinu eða höfðu í hyggju að gera það. Slíkar ráðstefnur hafa síðan verið haldnar árlega í Lond- on. Fulltrúar frá Íslandi hafa sótt þær frá 1995 og síðan þá hefur námskeiðið verið kennt hér á landi, í samfélögum og söfnuðum innan og utan þjóðkirkjunnar. Í júlí síðastliðnum höfðu verið hald- in um 18.200 Alfa-námskeið víðs- vegar í heiminum með um þremur milljónum þátttakenda í 126 lönd- um. Meira en 1,2 milljónir manna hafa farið á Alfa-námskeið á Bret- landseyjum. Árangur Kannanir í Englandi hafa leitt í ljós að um 20% þeirra sem fara á Alfa-námskeið eignast kristna trú. Enskt tímarit hélt því fram í fyr- irsögn fyrir nokkru að Nicky Gumbel hefði snúið 200.000 manns til kristinnar trúar og að hann væri valdameiri en erkibiskupinn af Kantaraborg. Þekkt dagblað í Englandi spurði í fyrirsögn hvort Alfa markaði nýtt upphaf kristn- innar þar í landi. Um 100 manns starfa nú í Holy Trinity-kirkjunni í London við að styðja framgang námskeiðsins um allan heim. Frumkvöðlar þess eru stöðugt á faraldsfæti um heiminn til að halda fjölmennar Alfa-ráðstefnur eins og þá sem haldin er árlega í London. Sem dæmi um þá athygli sem Alfa-námskeiðið hefur vakið gerði David Frost, sjónvarpsmaðurinn heimskunni, tíu einnar klukku- stundar langa þætti um þau sem sýndir eru um þessar mundir á ITV, stærstu einkareknu sjón- varpsstöð Englands. Um fimm milljónir manna sáu þrjá fyrstu þættina. Alfa-námskeið eru stöðuglega haldin í Holy Trinity-kirkjunni. Þátttakendur eru um eitt þúsund á hverju þeirra. Kirkjuvöxtur Á sjöunda áratug síðustu aldar voru kirkjugestir Holy Trinity- kirkjunnar sjaldan fleiri en fimm- tíu. Svo margt fólk hefur bæst við söfnuðinn fyrir tilverknað Alfa- námskeiðanna að hún rúmar það ekki. Á hverjum sunnudegi eru fjórar guðsþjónustur, kl. 9 og 11 og kl. 17 og 20. Morgunguðsþjón- ustan klukkan níu er í hefðbundn- um stíl með helgisiðum og sígild- um sálmum sem sungnir eru við undirleik pípuorgels. Um 100 manns sækja hana að staðaldri. Hinar guðsþjónusturnar eru líkari samkomum. Þar eru gítarar, trommur, fiðlur og ýmis önnur hljóðfæri notuð til undirleiks. Stundum er pípuorgelið einnig haft með. Yfirbragðið er létt og nútímalegir söngvar eru í meiri- hluta. Um 1.000 kirkjugestir sækja þessar guðsþjónustur hverja fyrir sig. Segja má að form þeirra sé á forsendum fólks sem er óvant að sækja kirkju. Sóknarnefnd Holy Trinity-safn- aðarins hefur samið við sóknar- nefndir sjö safnaða, þar sem safn- aðarlíf hafði lagst af, um að fá að senda presta þangað til starfa. Í kjölfarið hefur fólkið í Holy Tri- nity-kirkjunni verið beðið um að fylgja prestunum og taka þátt í safnaðarstarfinu á nýju stöðunum. Mörg hundruð manns hafa tekið þátt í uppbyggingarstarfinu. Á þennan hátt hefur vöxturinn í Holy Trinity-kirkjunni getað hald- ið áfram og líf hans fætt af sér nýja söfnuði. Vöxtinn má að miklu leyti rekja til Alfa-námskeiðanna. Söfnuðir í ýmsum öðrum löndum hafa notað Alfa-námskeiðið til að gæða safnaðarstarfið nýju lífi. Vegna velgengni Alfa-nám- skeiðsins hefur efni þess verið að- lagað til notkunar í fangelsum, fyr- ir börn, unglinga og námsmenn. Það hefur gefist sérstaklega vel á meðal fanga og fjöldi þeirra hefur tekið kristna trú. Það er kennt í 120 af 158 fangelsum Bretlands- eyja. Er undirritaður spurði Nicky Gumbel hvernig hann sæi framtíð Alfa fyrir sér svaraði hann bros- andi: „Ég sé fyrir mér að nám- skeiðið muni leiða til meiri kirkju- sóknar og að fangelsin tæmist!“ Alfa á Íslandi Alfa-námskeið hafa nú verið kennd á Íslandi í sex ár og mörg hundruð manns hafa sótt þau. 4.–5. október næstkomandi verður haldin ráðstefna í Grafarvogs- kirkju svipuð þeirri sem haldin er árlega í Holy Trinity-kirkjunni í London þar sem Íslendingum verður kennt að halda Alfa-nám- skeið. Sr. Sandy Miller, yfirprest- ur safnaðarins, verður aðalræðu- maður ásamt Jan Bakker frá Hollandi. Vænst er mikillar þátt- töku Íslendinga, sérstaklega presta, starfsfólks safnaða og sóknarnefndarfólks, auk margra sem hafa farið á Alfa-námskeið. Ráðstefnan er öllum opin. Skyldi Alfa marka nýtt upphaf íslenskrar kristni? Alfa, námskeiðið sem fer sigurför um heiminn Kjartan Jónsson Námskeið Alfa-námskeið hafa nú verið kennd á Íslandi í sex ár, segir Kjartan Jónsson, og mörg hundruð manns hafa sótt þau. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur Hálskremið — hálskremið BIODROGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.