Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 19                       ÁSDÍS Halla Bragadóttir bæjar- stjóri vísar því á bug að hún hafi farið með rangt mál þegar hún sagði að það væri ekki í samræmi við aðalskipulag að uppbygging Arnarneslandsins hæfist fyrir árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokks, stað- hæfði það í Morgunblaðinu í gær og sagði að árið 2005 ætti uppbygg- ingu að vera lokið. Vísar hún í því sambandi til að- aðalskipulagsins sem gildir fyrir 2005–2015. Umrætt land, sem er í eigu Jóns Ólafssonar, er merkt á skipulagskorti ÍB-15. Í skýringum við reit ÍB-15 segir í aðalskipulag- inu: „2005–2015 2015: 385 íbúðir 2.300 íbúar“. Ásdís Halla segir að fullyrðingar Einars um að uppbyggingu á Arn- arneslandinu eigi að vera lokið árið 2005, séu úr lausu lofti gripnar. „Því miður virðast þær byggjast á vanþekkingu hans á málinu og dap- urlegt er að bæjarfulltrúi skuli fara með slíkar rangfærslur í fjölmiðla. Máli sínu til stuðnings vitnar Einar í aðalskipulag Garðabæjar. Þar segir hins vegar berum orðum að Arnarneshálsinn, sem merktur er ÍB-15 í skipulaginu, eigi að byggj- ast á árunum 2005–2015.“ Bæjarstjórn jákvæð gagnvart hraðari uppbyggingu Á öðrum stað í skipulaginu kem- ur fram að samkvæmt spá aðal- skipulagsins eigi 50 íbúðir að rísa í bæjarfélaginu árlega, og að á ár- unum 2001–2005 muni 68 íbúðir rísa á umræddu landi. Ásdís Halla segir ljóst að spáin geri ráð fyrir því að þessar íbúðir rísi árið 2005. Þegar talað sé um 50 íbúðir árlega sé um meðaltalstölu að ræða og að hafa verði skipulag Arnarhálsreits- ins til hliðsjónar þegar þessar upp- lýsingar eru lesnar. Ásdís segir hins vegar að um- ræður hafi átt sér stað milli land- eigenda og Garðabæjar um að upp- bygging svæðisins verði hraðari en kveðið er á um í aðalskipulagi. „Bæjarstjórn Garðabæjar hefur verið jákvæð gagnvart hraðari upp- byggingu og hún getur tekið þá ákvörðun að uppbygging hefjist fyrr en aðalskipulag gerir ráð fyrir. Hins vegar er málið bæði yfirgripsmikið og flókið og því hefur niðurstaða ekki fengist. Auk þess hafa viðræð- ur landeigenda við ýmsa þriðju að- ila, þar á meðal verktakafyrirtæki tafið viðræður hans við Garðabæ. Á meðan að þessum óformlegu við- ræðum er ekki lokið þá hafa engar aðrar ákvarðanir verið teknar af hálfu bæjarstjórnar. Því eru engin önnur formleg leiðarljós en aðal- skipulagið sem miðar við það að uppbygging hefjist árið 2005.“ Textinn ekki hamlandi Þegar Einar er inntur eftir því hvar finna megi orðum hans stað í aðalskipulaginu segir hann: „Okkur getur greint á um það hvort upp- byggingunni eigi að vera lokið árið 2005 en jafnvel þótt tímasetningin 2005–2015 sem á við þetta hverfi sé í texta aðalskipulagsins þá er þessi texti aðeins viðmiðun, rétt eins og það er miðað við í aðalskipulagi að hefja uppbyggingu á Garðaholti ekki fyrr en árið 2015 þó svo að núna sé verið að ræða um að hefja uppbygginguna miklu fyrr. Bæjar- stjórn getur með einfaldri ákvörð- un ákveðið hvenær skuli farið af stað og þá þarf ekki að breyta að- alskipulaginu vegna tímasetning- anna í texta, textinn er bara við- miðun sem menn leggja upp með og er ekki hamalandi á eitt né neitt.“ Bæjarstjóri um ummæli Einars Sveinbjörnssonar í gær „Byggjast á vanþekk- ingu hans á málinu“ Garðabær HÚN Eyrún gylta í Húsdýragarð- inum hefur í nógu að snúast þessa dagana en í vikunni gaut hún hvorki meira né minna en 14 grís- um. Einn grísinn lifði ekki af en hin- ir 13 eru í fullu fjöri og því er mikill hamagangur í stíunni hjá hinni ný- bökuðu fjölskyldu. Þetta er í fyrsta sinn sem Eyrún gýtur en sjálf er hún aðeins árs- gömul því hún fæddist í Hrísey í fyrra. Hún er blanda af íslensku landkyni og norsku kyni sem kallast Duroc en svín af því kyni eru brún- leit og hafa þann eiginleika að vaxa tvöfalt hraðar en íslenska kynið. Grísapabbi er hins vegar af hreinræktuðu landkyni. Þó að systkinahópurinn sé því aðeins með örlítið brot af Duroc kyninu í sér má glöggt sjá að það blundar í þeim af brúna litnum sem prýðir grísina, misjafnlega mikið þó. Ætla má að gríslingarnir verði fljótir að vaxa úr grasi, ekki bara vegna vaxtarhraða Duroc svínanna heldur er ekki annað að sjá en þeir svolgri í sig móðurmjólkina af mik- illi áfergju. Að sögn Stellu Krist- jánsdóttur dýrahirðis í Hús- dýragarðinum þarf þó að hafa vit fyrir hinni nýbökuðu móður og passa upp á að hún kremji ekki af- kvæmi sín því hún er svoddan brussa og því hætta á að hún leggist ofan á grísabörnin. Morgunblaðið/Ásdís Gráðugir gríslingar Laugardalur ársvöxtum til að veita einum til þrem- ur nemendum Tónlistarskólans viður- kenningu við skólaslit á hverju vori. Við athöfnina í Tónlistarskólanum á fimmtudag léku og sungu nemend- ur við skólann auk þess sem Gunnar ÞAÐ var hátíðarstemmning í Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar á fimmtudag þegar Gunnlaugur Jón Ingason af- henti skólanum formlega gjafabréf fyrir fimm milljónum króna, en eins og Morgunblaðið hefur greint frá eiga þær að renna í minningarsjóð um Helgu Guðmundsdóttur konu hans. Helga starfaði um árabil sem ritari við skólann. Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans, tók við gjafabréfinu en sjóðnum er ætlað að styrkja efni- lega nemendur skólans í námi. Segir í gjafabréfinu að höfuðstóllinn skuli vera óskertur en verja skuli 90% af skólastjóri, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Guð- rún Ingibjörg Gunnlaugsdóttir héldu tölu, en Guðrún er dóttir Gunnlaugs og mun sitja í stjórn sjóðsins fyrir hönd fjölskyldunnar. Minning- arsjóður afhentur Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gunnar skólastjóri þakkar Gunnlaugi höfðinglega gjöf. Hafnarfjörður SÝNING um sögu Garðabæjar verð- ur opnuð í Kirkjuhvoli klukkan 11 í dag. Meðal þess sem þar verður að sjá eru munir, myndir og textar tengdir sögu bæjarins. Á sýningunni gera ýmis félög og samtök í Garðabæ einnig grein fyrir sögu sinni og félög- in kynna starfsemi sína. Sýningin verður opin til kl. 17 á laugardag og á milli kl. 12 og 17 á sunnudag. Sögusýning í Kirkjuhvoli Garðabær SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur samþykkt deili- skipulag Suðurhlíðar 38 og vísað því til borgarráðs. Morgunblaðið greindi frá því í síð- ustu viku að umrædd deiliskipulags- tillaga hefði velkst í borgarkerfinu í hátt á annað ár. Til stendur að reisa fjölbýlishús á lóðinni sem áður var í eigu Landgræðslusjóðs. Deiliskipulag Suðurhlíðar samþykkt Suðurhlíð BORGARRÁÐ hefur samþykkt aukafjárveitingu að upphæð 16.570.629 krónur vegna kostnaðar við ráðningu á skólanemum í sum- arvinnu umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun borgarinnar. Verð- ur fjárveitingin tekin af liðnum ófyr- irséð útgjöld í fjárhagsáætlun borg- arinnar. Tæpar 17 milljónir auka- lega í unglinga- vinnuna Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.