Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 43
MESSURÁ MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 43
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00.
Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kristján
Sigtryggsson, sem lætur nú af störfum org-
anista. Kirkjukór Áskirkju syngur. Kaffisala
safnaðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn
ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00.
Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum
sínum. Organisti Pálmi Sigurhjartarson.
Guðsþjónusta kl. 14:00. Barna- og ung-
lingakórar kirkjunnar syngja. Messukaffi
Súgfirðinga. Björgvin Þórðarson syngur ein-
söng. Organisti Pálmi Sigurhjartarson.
Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Hjálm-
ar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur.
Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barna-
og fjölskyldusamkoma kl. 13:00.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00.
Guðsþjónusta kl. 11:00. Barnakór Grens-
áskirkju syngur undir stjórn Heiðrúnar Há-
konardóttur og Ástríðar Haraldsdóttur.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs-
þjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafs-
son. Sr. Hreinn S. Hákonarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf
kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magnea
Sverrisdóttir. Félagar úr Mótettukór syngja.
Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður
Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Lárusi Halldórssyni.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og
Guðrún Helga Harðardóttir. Messa kl.
14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr.
Tómas Sveinsson.
LANDSPÍTALI Hringbraut: Guðsþjónusta
kl. 10:30. Sr. Ingileif Malmberg.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Guðsþjónusta og barnastarf kl.
11:00. Fermingarbörnum og foreldrum er
sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar.
Fundur með þeim á eftir. Sr. Petrína Mjöll
Jóhannesdóttir prédikar. Graduale Nobili
syngur. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Org-
anisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í
kirkjunni en síðan fara börnin með Gunnari
og Bryndísi inn í safnaðarheimili.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11:00. Sr. María Ágústsdóttir
þjónar í fjarveru sóknarprests. Kór Laug-
arneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunn-
arsson. Sunnudagaskólinn heldur sínu
striki undir handleiðslu Heimis Haraldsson-
ar, Hildar Eir Bolladóttur og Andra Bjarna-
sonar. Fulltrúar lesarahóps Laugarnes-
kirkju flytja ritningarlestra. Eygló
Bjarnadóttir er meðhjálpari og Sigríður Finn-
bogadóttir annast messukaffið á eftir.
NESKIRKJA: Messa kl. 11:00.Prestur sr.
Halldór Reynisson, sem kveður söfnuðinn
að sinni. Organisti Reynir Jónasson. Mola-
sopi eftir messu. Sunnudagaskólinn kl.
11:00. 8-9 ára starf á sama tíma.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl.
11:00. Sunnudagaskólinn á sama tíma.
Bjóðum börnin sérstaklega velkomin til
skemmtilegrar samveru. Organisti Viera
Manasek. Prestur sr. Ingólfur Guðmunds-
son. Verið öll hjartanlega velkomin.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðs-
þjónusta kl. 11:00. Barnasamvera er sam-
tímis almennu guðsþjónustunni. Börnin eru
með hinum fullorðnu í messubyrjun, en
fara síðan upp í safnaðarheimili og ljúka
samveru sinni þar. Þema dagsins er: Bibl-
ían, bókstafstrúin og sannleikurinn. Að lok-
inni messu verður boðið upp á umræður
um efnið í safnaðarheimilinu.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 ár-
degis. Organisti Pavel Manasek. Báðir
prestarnir þjóna. Foreldrar og fermingar-
börn vorsins 2002 eru sérstaklega boðin til
guðsþjónustunnar. Á eftir verður stuttur
fundur með foreldrum, þar sem rætt verður
um fermingarundirbúninginn. Sunnudaga-
skólinn verður á sama tíma í nýuppgerðu
safnaðarheimili kirkjunnar kl. 11.00. Allir
eru velkomnir að eiga góða og uppbyggj-
andi stund. Árbæjarkirkja beint í hjarta-
stað. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Barnakórinn syngur. Organisti
Sigrún Þórsteinsdóttir. Gísli Jónasson.
Tómasarmessa kl. 20 við upphaf vetrar-
starfs í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur
sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Kirkjukór Digraneskirkju A-
hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri
hæð á sama tíma. Leiðtogar, Þórunn, Mar-
grét, Anna og sr. Gunnar.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Prestur sr. Hreinn Hjartarson.
Djákni: Lilja G. Hallgrímsdóttir. Organisti
Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hólakirkju
syngur. Í guðsþjónustunni munu ættingjar
fyrrverandi prófastshjóna í Vatnsfirði, sr.
Þorsteins Jóhannessonar og Laufeyjar
Tryggvadóttur, færa kirkjunni ljósrit af Guð-
brandsbiblíu að gjöf. Barnaguðsþjónusta á
sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón El-
ínar Elísabetar Jóhannsdóttur.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti: Hörður Braga-
son. Kór Grafarvogskirkju syngur. Eftir
guðsþjónustuna verður fundur með foreldr-
um og fermingarbörnum úr Rima-, Engja-,
Borgarholts- og Korpuskóla. Rætt verður
um fermingarfræðsluna, ferminguna sjálfa
og því sem henni tengist. Dregið verður um
fermingardagana. Barnaguðsþjónusta kl.
11:00. Prestur: Sr. Bjarni Þór Bjarnason.
Umsjón: Ása Björk. Undirleikari: Guðlaugur
Viktorsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00 í
Engjaskóla. Prestur: Sr. Bjarni Þór Bjarna-
son. Umsjón: Ása Björk. Undirleikari: Guð-
laugur Viktorsson. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Börn
borin til skírnar. Félagar úr kór kirkjunnar
syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti
Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta
í Lindaskóla kl. 11 og í Hjallakirkju kl. 13.
Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir á
þriðjudögum kl. 18. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðar-
heimilinu Borgum kl. 11:00. Messa í Kópa-
vogskirkju kl. 11:00. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og foreldra þeirra. Að lok-
inni messu verður fundur með foreldrum og
fermingarbörnum í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl.
11.00. Nýr límmiði, mikill söngur. Guðs-
þjónusta í Seljakirkju kl. 14:00. Sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Guðsþjónusta í
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ kl. 16:00.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Org-
anisti er Gróa Hreinsdóttir.
KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Guðsþjónusta
kl. 14 í Grensáskirkju. Ræðumaður í tilefni
af degi heyrnarlausra Rudolf Kristinsson.
Táknmálskórinn syngur undir stjórn Rögnu
G. Magnúsdóttur. Miyako Þórðarson.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldusam-
koma kl. 11. Léttur hádegisverður að henni
lokinni. Bænastund kl. 19:30. Samkoma
kl. 20. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð og
fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir.
KLETTURINN: Almenn samkoma sunnudag
kl. 11 fyrir alla fjölskylduna. Mikil lofgjörð
og tilbeiðsla. Allir velkomnir.
FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16:30,
lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng.
Ræðumaður Vörður L. Traustason forstöðu-
maður. Allir hjartanlega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19:30 bæna-
samkoma. Kl. 20 hjálpræðissamkoma.
Kapteinn Trone Are Schelander talar.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma hjá
KFUM og KFUK á Holtavegi á sunnudaginn
kl. 17. Ómar Kristjánsson verður með upp-
hafsorð og bæn. Starf Maríusystra verður
kynnt og verða þær með hugleiðingu.
Barnastarf í þremur deildum á sama tíma.
Kvöldverður á borðum eftir samkomuna á
vægu verði. Kl. 20:30 er vaka á sama stað.
Söngur, lofgjörð, bæn. Allir velkomnir.
Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti:
Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30: Messa á
ensku kl. 18.00. Mánudaginn 1. október kl
20.00 býður séra Jürgen Jamin upp á leið-
sögn til skilnings á helgisiðunum í safn-
aðarheimilinu við Hávallagötu 16. Laugar-
daginn 6. október kl. 14.00: Barnamessa.
Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Einnig
messa kl. 8.00 suma virka daga (sjá nánar
á tilkynningablaði á
sunnudögum).
Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga:
Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga:
Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
17.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00.
Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30.Miðviku-daga: Skriftir kl.
17.30, messa kl. 18.30. Föstudaginn 5.
október: Tilbeiðslustund kl. 17.30, Messa
kl. 18.30.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00.Mánu-
daginn 1. október: Hátíð heilagrar Teresu af
Jesú barni, messa kl. 8.30.
Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtud. 4.
okt. Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.
Grindavík: Sunnudaginn 7. okt: Messa kl.
18 í Kvennó.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga:
Messa kl. 10.
Suðureyri: Messa alla sunnudaga kl. 19.
Bolungarvík: Messa alla sunnudaga kl.
16.
Flateyri: Messa alla laugardaga kl. 18.
Ísafjörður: Messa alla sunnudaga kl. 11.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam-
koma á morgun kl. 16.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi:
Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar
Kristjánsson, sóknarprestur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11
guðsþjónusta með söng, leikriti og mikilli
gleði. Guðsþjónusta eftir hádegi fellur niður
vegna héraðsfundar Kjalarnesprófasts-
dæmis í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.
MOSFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jónas
Þórir. Barnaguðsþjónusta í safnaðarheim-
ilinu kl. 13 í umsjá Þórdísar Ásgeirsdóttur,
djákna, Sylvíu Magnúsdóttur, guðfræði-
nema og Jens Guðjónssonar, menntaskóla-
nema. Jón Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl.11.00. Þórunn Sigþórsdóttir sópran
syngur einsöng. Ræðuefni: Krossferðir og
heilög stríð. Prestur er sr. Þórhallur Heim-
isson. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir safnað-
arsöng undir stjórn Natalíu Chow. Eftir
guðsþjónustuna er kirkjukaffi í safnaðar-
heimilinu. Sunnudagaskóli verður á sama
tíma í safnaðarheimilinu og Hvaleyrar-
skóla. Krakkar, munið kirkjurútuna!
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta sunnudag
kl. 14. Prestur sr. Bragi J. Ingibergsson.
Kirkjukór Víðistaðakirkju syngur undir
stjórn Úlriks Ólasonar.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma
kl. 11:00. Mikill söngur, biblíusaga sögð,
brúðuleikrit, stjórnendur sr. Sigríður Krist-
ín, Edda, Hera og Örn Arnarson gítarleikari.
Stund fyrir börn á öllum aldri, ömmur og afa
og foreldrana einnig. Kvöldvaka kl. 20:00
Þema kvöldsins er umhyggja og virðing.
Dagskrá í tali og tónum. Örn Arnarson og
tónlistarfólk leiðir almennan söng og flytur
fjölbreytt tónlistarefni. Í safnaðarheimili að
lokinni kvöldvöku verður kaffihús og haldið
áfram að rifja upp brekkusöngva sumars-
ins. Einar Eyjólfsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta verður
sunnudaginn 30. september kl. 14:00. Kór
kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng.
Organisti: Jóhann Baldvinsson. Mætum vel
og biðjum fyrir friði í heiminum. Við athöfn-
ina þjónar : Hans Markús Hafsteinsson.
Prestarnir. Sunnudagaskóli á sama tíma í
kirkjunni, yngri og eldri deild.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagskóli kl. 13
í Álftanesskóla. Rúta ekur hringinn.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Barn borið að skírnarlaug.
Prestur sr. Hjörtur Hjartarson. Oganisti Örn
Falkner. Kirkjukór Grindavíkurkirkju leiðir
safnaðarsöng. Guðsþjónustan er upphaf
fermingarfræðslunnar, því eru það vinsam-
leg tilmæli að væntanleg fermingarbörn
mæti í guðsþjónustuna ásamt foreldrum
sínum. Fundur með aðstandendum ferm-
ingarbarnanna verður í safnaðarheimilinu
að lokinni guðsþjónustu. Sóknarnefndin.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 17.
Fermingarbörnin kynnt fyrir söfnuðinum og
beðið fyrir þeim. Boðið upp á Suðurnesja-
kaffi eftir guðsþjónustu. Kór Útskálakirkju
syngur. Organisti Pálína Fanney Skúladótt-
ir.
SAFNAÐARHEIMILIÐ í Sandgerði: Guðs-
þjónusta kl. 20:30. Fermingarbörnin kynnt
fyrir söfnuðinum og beðið fyrir þeim. Boðið
upp á Suðurnesjakaffi eftir guðsþjónustu.
Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Pálína
Fanney Skúladóttir.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta sunnudaginn 30. september
kl.11. árd. og markar hún upphaf barna-
starfsins í Innri- og Ytri-Njarðvíkursókn. For-
eldrar hvattir til að mæta með börnum sín-
um og taka frá upphafi þátt í barnastarfinu.
Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. árd. undirleikari í sunnudagaskóla
Helgi Már Hannesson. Messa kl. 14. Alt-
arisganga. Prestur sr. Ólafur Oddur Jóns-
son. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Org-
anisti Hákon Leifsson. Meðhjálpari
Björgvin Skarphéðinsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnudaga-
skóli snnudag kl. 11. Súpa og brauð eftir
messu. Morguntíð sungin þriðjudaga til
föstudaga kl. 10. Kaffi og brauð að henni
lokinni. Krakkaklúbbur 1.-3. bekkjar kl.
16:10-17 þriðjudaga. Septembertónleikar
á þriðjudagskvöldi kl. 20:30. Foreldrasam-
vera miðvikudaga kl. 11. Krakkaklúbbur 4.
bekkur og eldri kl. 16:10 miðvikudaga.
ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Kór
Þykkvabæjarkirkju leiðir söng. Organisti
Nína María Morávek. Fundur sóknarprests
með fermingarbörnum næsta vors og for-
eldrum þeirra að loknu embætti. Sóknar-
prestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 11. Sóknarprestur.
TORFASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Sóknarprestur.
BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgar-
neskirkju kl 11, við upphaf héraðsfundar
Borgarfjarðarprófastsdæmis. Séra Geir
Waage prédikar. Séra Kristinn Jens Sigur-
þórsson þjónar fyrir altari ásamt sóknar-
presti. Kór Borgarneskirkju syngur undir
stjórn Jóns Þ. Björnssonar. Prófastur.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa fyrir eldri
borgara sunnudag kl. 14 á Hlíf. Sóknar-
prestur.
EIÐAKIRKJA: Messa kl. 11 við upphaf hér-
aðsfunda Múla- og Austfjarðaprófasts-
dæma. Sr Gunnlaugur Stefánsson prédik-
ar. Sr Sjöfn Jóhannesdóttir og sr. Jóhanna
I. Sigmarsdóttir þjóna fyrir altari. Organisti
Kristján Gissurarson. Allir velkomnir.
Guðspjall dagsins:
Sonur ekkjunnar í Nain.
(Lúk. 7).
Á þessum vikum er dagskrá Dóm-
kirkjunnar að fá á sig vetrarbúning-
inn. Framundan er fjölbreytt vetr-
arstarf í kirkjunni okkar, sem okkur
er ánægja að kynna með nokkrum
orðum.
Helgihald
Messað er kl. 11 hvern helgan dag
í Dómkirkjunni. Í vetur verða
barnasamkomur alla sunnudaga
sem hefjast kl. 13.00. Hádegisbænir
eru á miðvikudögum kl. 12:10 og er
boðið upp á léttan málsverð á
kirkjuloftinu á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænarefnum. Æðruleys-
ismessur verða þriðja sunnudag
hvers mánaðar kl. 20:30. Þær eru
tileinkaðar því fólki sem leitar bata
og framfara eftir „tólfsporakerf-
inu.“ Aðrar guðsþjónustur og sam-
komur verða kynntar sérstaklega.
Þjónusta
Opið hús er á fimmtudögum kl.
14-16. Allir eru velkomnir, sem vilja
eiga notalega stund í góðum og
glöðum vinahópi. Dagskrá fer eftir
tilefnum hverju sinni. Guðsþjón-
ustur verða í Félagsmiðstöð aldr-
aðra á Vesturgötu 7 fyrsta og þriðja
fimmtudag í mánuði. Matarbúr er
rekið eins og verið hefur og fjár-
hagsaðstoð og fyrirgreiðsla veitt
eftir ástæðum.
Æskulýðsstarf
Barnastarf. Samvera fyrir 6, 7 og
8 ára börn er í Vesturbæjarskóla
alla föstudaga. Samvera í Safn-
aðarheimilinu fyrir 9-10 ára börn er
kl. 16 á miðvikudögum og sama dag
kl. 17:30 er samvera 11 og 12 ára
barna. Umsjón með barnastarfinu í
vetur hafa guðfræðingarnir Bolli
Pétur Bollason og Þorvaldur Víði-
sson. Unglingastarf. Æskulýðshóp-
arnir NEDÓ eru í Neskirkju. NEDÓ
er samstarfsverkefni Dómkirkj-
unnar og Neskirkju. Samverustund-
ir eru á fimmtudögum kl. 17 fyrir 8.
bekkinga en fyrir 9. bekkinga kl. 20
á sunnudagskvöldum.
Tónlistarstarf
Dómkórinn undir stjórn Marteins
H. Friðrikssonar dómorganista
syngur við messurnar. Hafnar eru
æfingar fyrir tónlistardaga kirkj-
unnar sem verða um mánaðamótin
okt./nóv. Æfingar Barnakórs Dóm-
kirkjunnar eru á þriðjudögum og
fimmtudögum á kirkjuloftinu. Kór-
stjóri er Kristín Valsdóttir. Enn er
hægt að bjóða nokkrum börnum í
kórinn. Innritun er í síma 552 0967.
Kór Menntaskólans í Reykjavík æfir
á kirkjuloftinu undir stjórn dóm-
organistans. 70 MR-ingar eru nú í
kórnum, og hafa aldrei verið fleiri.
Félagsstarf
Á vettvangi safnaðarins starfa tvö
félög. Kirkjunefnd kvenna Dóm-
kirkjunnar hefur líknarmálefni og
fegrun Dómkirkjunnar á stefnuskrá
sinni. Formaður er Ásta Ein-
arsdóttir. Safnaðarfélag Dómkirkj-
unnar er vettvangur þeirra sem
starfa vilja að málefnum safnaðar-
ins hvort sem þeir búa innan sóknar
eða utan. Félagið heldur fundi eftir
messu 2. sunnudag hvers mánuðar.
Formaður þess er Málfríður Finn-
bogadóttir. AA-fundir eru á fimmtu-
dögum í Safnaðarheimilinu kl. 17:30
og kl. 21 og OA fundur kl. 21.
Heimasíða
Heimasíða Dómkirkjunnar
www.domkirkjan.is <http://
www.domkirkjan.is> er helsti upp-
lýsingamiðillinn um safnaðarstarf-
ið. Þar er birt saga Dómkirkjunnar
og er leitarvél tengd henni svo auð-
velt er að nálgast upplýsingar úr
henni. Þar er samankominn mikill
fróðleikur. Þeir sem vilja fá tilkynn-
ingar um það sem efst er á baugi
geta skráð sig þar á netfangalista.
Sóknarnefnd
Sóknarnefndin stýrir kirkjuhald-
inu og heldur fundi jafnaðarlega
fyrsta þriðjudag í mánuði. Formað-
ur er Auður Garðarsdóttir og vara-
formaður er Marinó Þorsteinsson.
Kirkjuhaldari og framkv.stjóri
sóknarnefndar er Ástbjörn Eg-
ilsson.
Velkomin
Öll við, sem störfum við Dóm-
kirkjuna í Reykjavík, bjóðum þá
sem áhuga hafa á safnaðarlífinu vel-
komna til að kynna sér það og eiga
svo með þátttöku sinni hlut að því að
gera það ánægjulegt, fjölbreytt og
fjölmennt á komandi vetri.
Fyrir hönd Dómkirkjunnar,
Jakob Ágúst Hjálmarsson,
Hjálmar Jónsson.
Vetrardagskrá
Dómkirkjunnar
Kirkjustarf
Morgunblaðið/Jim Smart
Dómkirkjan.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa, heldur
lifandi steinar, manneskjur af holdi
og blóði. Þess vegna er hægt að fara
út úr kirkjubyggingum með helgi-
hald og fagnaðarerindið og mæta
fólki í dagsins önn. Í tilefni af því
bjóðum við til messu í Kolaportinu
sunnudaginn 30. september kl.
14:00 Sr. Kjartan Jónsson, fram-
kvæmdastjóri KFUM og K, predik-
ar og þjónar ásamt Ragnheiði
Sverrisdóttur djákna og guðfræð-
ingunum Karítas Kristjánsdóttur
og Ingólfi Jónssyni. Hjónin Þorvald-
ur Halldórsson og Margrét Schev-
ing leiða lofgjörðina. Áður en Kola-
portsmessan hefst, kl. 13:40, mun
Þorvaldur Halldórsson flytja þekkt-
ar dægurperlur. Þá er hægt að
leggja inn fyrirbænarefni til þeirra
sem þjóna í messunni.
Í lok stundarinnar verður fyr-
irbæn og blessun með olíu. Messan
fer fram í kaffistofunni hennar
Jónu í Kolaportinu sem ber heitið
Kaffi port. Þar er hægt að kaupa
kaffi og dýrindis meðlæti og eiga
gott samfélag við Guð og menn. Í
leiðinni er hægt að skoða þann fjöl-
breytta varning sem seldur er á
mannlífstorginu í Kolaportinu. Það
eru allir velkomnir.
Miðborgarstarf KFUM og K.
„Krossferðir og heilög stríð“
í Hafnarfjarðarkirkju
Á MORGUN, sunnudag, verður
guðsþjónusta Hafnarfjarðarkirkju
helguð íhugun um ástand mála í
heiminum í dag og hinni stóru
spurningu hver boðskapur Jesú
Krists er gagnvart kröfu samtímans
um auga fyrir auga og tönn fyrir
tönn. Í guðsþjónustunni syngur
Þórunn Sigþórsdóttir sópran tvö
lög, „Allsherjar drottinn“ og „Ich
weiss, dass mein Erlöser lebet“ eftir
Händel. Kór kirkjunnar leiðir safn-
aðarsöng undir stjórn Natalíu
Chow. Prestur er sr. Þórhallur
Heimisson. Eftir guðsþjónustuna
verður boðið upp á kirkjukaffi í
safnaðarheimilinu þar sem tækifæri
gefst til samtals um þema dagsins.
Umhyggja og
virðing á kvöldvöku
Á kvöldvöku í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði sunnudagskvöld kl. 20:00
verður þemað umhyggja og virðing
aðalumræðuefni í tali og tónum.
Örn Arnarsson tónlistarmaður og
hans fjölhæfa söng- og tónlistarfólk
leiðir almennan söng og flytur ým-
islegt tónlistarefni. Á kvöldvökum í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði, sem eru
haldnar eitt sunnudagskvöld í mán-
uði, ríkir yfirbragð léttleika í tónlist
en jafnframt er dagskráin helguð
ákveðnu málefni hverju sinni.
Að lokinni kvöldvöku er haldið í
safnaðarheimilið þar sem sönn
kaffihúsastemmning ríkir um leið
og kvöldvökugestir halda áfram að
rifja upp brekkusöngva sumarsins.
Allir eru velkomnir til þátttöku.
Einar Eyjólfsson, safnaðarpr.
Keflavíkurkirkja. Héraðsfundur Kjalarnespró-
fastsdæmis í Víðistaðakirkju kl. 8.30–15.30.
Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskól-
inn kl. 11.
Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl.
14.
Safnaðarstarf