Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 41
ekki var það verra að Brynja hafði
gaman af að leika sér með okkur,
sveifla sér í dráttartauginni, og á
þennan hátt tróðum við heyið og
gerðum gagn, en skemmtum okkur
um leið. Brynja kom stundum með
gítarinn út í hlöðu og þá var sungið
hástöfum og ég held að Nonna hafi
ekki þótt það leiðinlegt.
Nonni var mikill dugnaðarforkur
og féll aldrei verk úr hendi. Hann var
vígur á tré- og járnsmíðar og gerði
við vélar og verkfæri. Á fjöru sótti
hann rekavið sem hann vann, sagaði
m.a. borð sem notuð voru til bygg-
ingar íbúðarhússins. Það var einnig
farið í Fljótið og ég man hvað ég var
stolt af afa og Nonna þegar þeir óðu
ásamt nágrönnum sínum með netið
yfir kolmórautt Kúðafljótið á ullar-
sokkum, föðurlandi og ullarbol. Þetta
lögðu þeir á sig til þess að ná í sjóbirt-
ing, sem á þessum tíma var ekki lífs-
björg en þótti góður, og ef til vill var
þetta líka strákurinn í þeim.
Nálægðin við Kötlu og Mýrdals-
jökul hefur mótað líf Álftveringa í
gegnum tíðina. Nonni hafði eins og
margir aðrir bændur í Verinu brenn-
andi áhuga á sögu og jarðfræði svæð-
isins. Það kom ekki ósjaldan fyrir að
hann gróf niður á öskulag eða annað
áhugavert og þá var umsvifalaust
hringt suður í Sigurð Þórarinsson og
síðar Guðrúnu Larsen, sem voru og
eru sérfræðingar í gossögu Kötlu.
Það var alltaf hugsanlegt að þarna
væri eitthvað á ferðinni sem gæti
varpað ljósi á gossöguna. Afi og
nokkrir aðrir úr Verinu voru upp á
Sandi í smalamennsku þegar hlaupið
úr Kötlu kom niður sandinn 1918,
þeim alveg að óvörum. Nonni vissi, af
frásögn afa, nákvæmlega hvar hver
var staddur þegar þeir sáu hlaupið,
hvað var langt í það og hvaða leið þeir
riðu niður í Ver undan hlaupinu. Fá-
ar sögur hafa mér þótt eins spenn-
andi og þessi sanna ævintýrasaga.
Nonni hafði mikinn áhuga á öllu sem
kom heimabyggð hans við. Þegar ég
valdi að kortleggja og skrifa um ör-
nefni í Álftaveri í lokaritgerð minni í
landafræði við Háskólann, var ekki
að sökum að spyrja, áhugi frænda
míns var óskiptur. Hann fór með mér
um og útskýrði örnefnin og hafði
ódrepandi áhuga á verkefninu. Hann
lánaði mér jeppann, Brynja sendi
mig með nesti handa mér og heim-
ildamönnum mínum öðrum sem fóru
með mér um svæðið. Það er ljóst að
án gestrisni þeirra og hjálpar hefði
ég ekki unnið verkið.
Nonni var trúaður. Kirkjan var
honum kær og hann fór ófáar ferðir
með gesti til að skoða kirkjuna og
klausturhólinn og sagði þá frá kirkju-
og klaustursögu staðarins. Vinir mín-
ir þrír sem komu í Verið í júlí í sumar,
í stórum hópi ferðamanna, sögðu mér
hvað það hefði verið gaman að fá leið-
sögn hans.
Nonni missti heilsuna á tiltölulega
góðum aldri, en vann við búskapinn
meðan heilsan leyfði og meira en það.
Hann missti aldrei áhugann á bú-
skapnum. Það var honum mjög kær-
komið þegar Kidda og Siggi tóku síð-
ar við búskapnum á Klaustri. Frændi
minn var mjög ættrækinn og unni
sínum mjög. Það var honum mikið
gleðiefni þegar stórfjölskyldan fór að
venja komur sínar í ættarreitinn,
sem þau Klaustursfólkið gáfu henni
af miklum höfðingsskap. Við höfum í
ríkum mæli notið gestrisni þeirra
allra og ungviðið geislaði af gleði þeg-
ar Nonni keyrði þau um á dráttarvél
og kerru og áhuginn skein út úr and-
litunum þegar hann lét falla marga
fróðleiksmola um sveitalífið. Þegar
reiturinn fylltist af tjöldum og hús-
vögnum, menn farnir að vinna við
húsbyggingu og garðrækt voru fáir
sælli en hann frændi minn.
Nonni var gæfusamur að eignast
Brynju. Hún stóð alla tíð við hlið
hans til allra verka. Á síðustu árum
þegar heilsan þvarr reyndist hún
honum einstaklega vel.
Elsku Nonni og afi Brynjólfsson
eins og Freyr kallaði þig. Við þökk-
um þér fyrir allt gott og sanna tryggð
á liðnum árum. Brynja mín, hugurinn
er hjá þér, krökkunum og barna-
börnunum.
Guðrún og Freyr.
Fleiri minningargreinar
um Hilmar Jón Brynjólfsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Elsku Sara mín. Það
er svo ótrúlegt til þess
að vita að þú sért farin
frá okkur, svo alltof
fljótt. Það er sárt til
þess að hugsa að aldrei
framar fái ég að heyra
fallega hláturinn þinn, sjá fallega
brosið þitt eða bara það að geta ver-
ið nálægt þér. Lífið getur verið svo
ósanngjarnt. Þú varst alltaf svo kát,
alltaf brosandi. Þú hafðir þessa lífs-
gleði sem smitaði alla þá sem í
kringum þig voru, það bókstaflega
geislaði af þér. Þú varst besta vin-
kona sem hugsast getur og það líður
ekki sá dagur að ég hugsi ekki um
SARA
ABDELAZIZ
✝ Sara Abdelazizfæddist í Reykja-
vík 6. janúar 1983.
Hún lést af slysför-
um 11. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 22.
ágúst.
þig. Ég man þegar þú
varst nýflutt á Búa-
grundina og ég sá her-
bergið þitt í fyrsta
sinn, mér fannst það
svo fallegt. Þú hafðir
mikið dálæti á englum
og herbergið þitt var
eins og englahöll, engl-
astyttur, englagardín-
ur og myndir af engl-
um. Kannski var það
vegna þess að þú varst
sjálf algjör engill.
Minningarnar streyma
en það er erfitt að
koma þeim öllum á
blað. Þessar minningar eru svo ynd-
islegar og þær á ég alltaf eftir að
geyma í hjarta mínu. Kæra vinkona,
með mikinn söknuð í hjarta kveð ég
að sinni, en ég veit að við eigum eftir
að hittast aftur í himnaríki. Guð
geymi þig elskan mín, ég mun ávallt
sakna þín.
Þín vinkona
Bylgja Mjöll.
Kveðja frá
Tónlistarskóla
Grindavíkur
Þegar Siguróli
Geirsson tók við Tónlistarskóla
Grindavíkur hafði skólinn starfað í
þónokkur ár. Þar hafði þó verið lítil
starfsemi um tíma.
Með miklum dugnaði byggði
hann upp starfsemina með hjálp
kennara skólans. Það spruttu upp
samspilshópar og lúðrasveit. Sigur-
óli var óvenju fjölhæfur tónlistar-
maður. Hæfni hans í að ná tökum á
hinum ýmsu hljóðfærum bjargaði
oft því sem bjarga þurfti. Hann
kenndi á ein 4–5 mismunandi hljóð-
færi, en tréblástursdeildin var hans
sérsvið.
Siguróli var einnig tónlistarstjóri
kirkjunnar, organisti, kórstjóri, út-
setjari og tónskáld.
Hann stofnaði barnakór við
kirkjuna og starfaði eiginkona hans
Vilborg Sigurjónsdóttir lengst af
með honum. Kórinn kom fram við
hin ýmsu tækifæri og gerði garðinn
frægan í Danmerkurför sinni.
Vinnuþrekið var mikið enda mik-
ið til hans leitað. Og aldrei sagði
hann nei. Alltaf var fundin lausn á
vandamálinu.
Grindvísk æska á Siguróla Geirs-
syni mikið að þakka.
Hans er sárt saknað.
Samstarfsfólk T.G.
Siguróla og hans góðu konu, Vil-
borgu Sigurjónsdóttur, kynntumst
við í ágúst l992, þar sem heimili
okkar voru hlið við hlið, Víkurbraut
34 og 36. Sterk tengsl mynduðust
milli heimilanna og notalegur sam-
gangur, það var hægt að hringja að
kveldi og segjast vera búin að hella
á könnunna og biðja þau að koma í
kaffi, þau alltaf jafn yndisleg og
SIGURÓLI
GEIRSSON
✝ Siguróli Geirs-son fæddist í
Keflavík 19. maí
1950. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 20. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Keflavíkur-
kirkju 28. septem-
ber.
samhent, komu hald-
andi hönd í hönd bros-
andi af hamingju. Það
koma svo margar
minningar upp í hug-
ann, fermingarveislan
hans Ernis fósturson-
ar Siguróla t.d. Ernir
er yngstur þriggja
yndislegra sona Vil-
borgar, gekk Siguróli
honum í föðurstað og
vart hægt að hugsa sér
betri föður, og ávallt
mjög kært með þeim
og traust milli þeirra.
Eldri synirnir, Stein-
grímur og Úlfar, sem voru flognir
úr hreiðrinu, en mjög kært var á
milli þeirra og Siguróla. Þá kemur
upp í hugann skemmtileg helgi er
þau komu til mín vestur í Lamba-
nes, þá var Ernir með í ferðinni og
á ég myndir frá þeim tíma, þar var
borðað saman og skrafað og haft
gaman af samfundum. Þá kemur
upp í hugann kóramót í Vestmanna-
eyjum, það var ánægjuleg ferð,
þetta var í sjómannaverkfallinu og
kórarnir fengu ferð með varðskip-
inu Óðni. Þar var glatt á hjalla og
mikið sungið. Þá æfðu kórarnir með
sínum söngstjórum, og var síðan
skipt upp í hópa undir stjórn ann-
arra stjórnenda, lauk svo mótinu
með sameiginlegu borðhaldi og
dansi fram á nótt með miklu fjöri.
Það var mikill húmor á heimilinu
ykkar, tekið var á móti gestum út-
breiddum örmum af kærleika og
hjartahlýju, heimilið ykkar svo ynd-
islega fallegt, boðið til stofu, lagt á
borð með sparistellinu og silfurte-
skeið og gafli, alltaf servétta, og
gott með kaffinu. Að koma til ykkar
þegar verið var að laga mat var sér-
lega skemmtilegt, þið stóðuð við
eldavélina, hún að hræra í pottun-
um og þú með skeið í hendi að
smakka, og þegar rétta bragðinu
var náð settir þú í hring þumalfing-
ur og vísifingur sem þýddi fullkom-
ið.
Sumarbústaðurinn ykkar,
„Geirshús,“ sem þið voruð nýbúin
að byggja, er ákaflega fallegur og
allt, innanhús sem utandyra, vel
gert, þangað var gott að koma, þið
komuð á móti okkur Jónsa fagnandi
og alltaf veisla þegar gesti bar að
garði.
Þegar ég rita þessi orð um þig,
kæri vinur, er ég að hlusta á Ólöfu
Kolbrúnu syngja Allsherjar Drott-
in, af Lofsöngsdiski kórs Lang-
holtskirkju. Tónlistin af þessum
diski minnir mig á þig, eitthvað svo
hreint og fallegt.
Ég minnist litlu jólanna okkar
starfsfólks kirkjunnar, á Hafur-
birninum og á Vörinni, hjá Ómari
og séra Jónu Kristínu, og síðustu
tvö árin, sem við vorum öll saman,
vorum við með litlu jólin á Hótelinu
við Bláa lónið. Þetta eru ljúfar
minningar og til á myndum, sem
okkur þykir ákaflega vænt um að
eiga. Þú varst glæsilegur í kjól og
hvítt, þegar þú bjóst þig upp til að
fara á fundi. Ég man þig á notalegu
kvöldi eftir annasaman dag, sitja í
hægra horni sófans í stofunni ykkar
með reykjarpípuna þína með boga-
dregnu munnstykki. Á sex ára gift-
ingarafmæli ykkar Vilborgar og
stúdentsveislu hans Ernis, þennan
dag vorum við með ykkur og fjöl-
skyldum ykkar að gleðjast saman
og Ernir spilaði fyrir gesti sína á
flygilinn, undur fallega, og þar lékst
þú líka fallega, hljómfagra tónlist,
þetta var í síðasta sinn sem við
heyrðum þig leika á hljóðfærið, því
um nóttina, aðfaranótt 20. desem-
ber 1998, varð þetta hræðilega slys,
og litli bærinn okkar sat hljóður
þessi jól og ástvinir þínir og vina-
hópurinn horfði á jólaljósin sem í
þoku.
Siguróli var flinkur að fara hönd-
um um hljóðfærin, ég held sama
hvert hljóðfærið var, orgel, flygill,
harmonikka eða blásturshljóðfæri.
Hann var skólastjóri Tónlistarskóla
Grindavíkur og afar vel liðinn hvar
sem hann kom, samdi fallega tónlist
og var mikill útsetjari og mörg lög
urðu afar falleg í höndum hans. Við
eigum hljómplötu áritaða af Sigur-
óla sem hann gaf okkur, þar sem
gamli kórinn hans, kór Keflavíkur-
kirkju, söng undir hans stjórn, þar
á hann sjálfur eitt lag, Gleðihöllina.
Fyrsta barnabarn Vilborgar, hún
Soffía, dóttir Stínu og Denna, er
fædd á 50 ára afmælisdegi Siguróla,
19. maí 2000. Við sátum við borð í
býtibúri Sjúkrahúss Suðurnesja og
drukkum afmæliskaffi þegar við
fengum að vita að hún væri fædd,
litla prinsessan ykkar.
Góði vinur, við þökkum þér vin-
áttu og ljúfar stundir og biðjum
góðan Guð að geyma vininn okkar
kæra.
Elsku hjartans Vilborg mín, Ern-
ir, Merlín, Denni, Stína, Soffía, Úlf-
ar, Lotta og aðrir ástvinir, góður
Guð gefi ykkur styrk og sendi ljós-
geisla sína til að lýsa upp veginn
framundan.
Guð blessi og gæti Siguróla.
Anna og Jón í Hlíð.
Einn af þeim fyrstu til að stofna
barnakór við kirkju var Siguróli,
við kirkjuna í Grindavík.
Þar störfuðu þau saman hann og
Vilborg og kórinn þeirra náði glæsi-
legum árangri enda voru þau bæði
hæfileikarík og samhent. Þau komu
á fyrsta námskeiðið sem ég sá um í
Skálholti 1993 og Siguróli var þar
gleðigjafi eins og annars staðar þar
sem hann kom. Hann útsetti milli
kennslustunda lögin sem alla lang-
aði að fá fyrir kórana sína, hann
spilaði á harmónikkuna og píanóið á
kvöldvökum og á tveim námskeið-
um leiðbeindi hann öðrum kórstjór-
um í harmónikkuleik. Sue Ellen
sem kenndi árið 1993 mundi Sig-
uróla og hans töfrandi viðmót þegar
hún kom 7 árum síðar, en þá var
hann í fjötrum þess heilsubrests
sem slysið 1998 lagði á hann. Nú
hefur hann verið leystur frá þraut-
um sínum og englarnir bera hann
með söng til Paradísar eins og Laz-
arus forðum. Við sem vorum svo
lánsöm að kynnast honum og starfa
með honum minnumst hans með
gleði og virðingu. Vilborgu, sem af
fágætri reisn og umhyggju stóð við
hlið hans, biðjum við blessunar
Guðs.
Með kveðju frá stjórnendum
barnakóra við kirkjur,
Margrét Bóasdóttir.
Enn þynnist hópurinn er mynd-
aði samfélag organista og kórfélaga
á námskeiðum Söngmálastjórans í
Skálholti á liðnum áratugum. Sig-
uróli var einn mesti ljúflingurinn í
þeim hópi og sátu þó margir á palli
fyrir.
Glaðlyndi og lítillæti samfara ein-
beitni og mikilli tækni og reynslu í
kórstjórn voru þeir eiginleikar sem
einkenndu þennan Reyknesing,
Suðurnesjabúann, sem unni heima-
byggð sinni ekki síður en við norð-
lenskir dölum okkar og djásna-
hnjúkum. Það glaðnaði yfir okkur
félögum hans þegar hann birtist á
námskeiðinu, oft með snjalla ein-
söngvara úr heimabyggð sinni á
söngpallinn til að bæta enn við
blómi í hin söngglöðu síðsumar-
kvöld sem okkur gáfust þar í Ara-
tungusal og Skálholtskirku.
Ingi Heiðmar Jónsson.
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minningargreina
!
" !"
" # $% & ' ( !"
)*#& !"
( &
" & )( ' !"
) )* &#) ) )* +
#
', -.
/ !0
$
%!
"
& '
(! " !)(!(*!
##( !" 1" / &
- #( & ' 1& !"
1" #( & 1&)*#1& !"
#)*##( !" 2 # 3# &
)* &# # )* +