Morgunblaðið - 07.10.2001, Page 18

Morgunblaðið - 07.10.2001, Page 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞRIÐJA sunnu- dags-matinée tón- listarhússins Ýmis á þessu starfsári, í dag kl. 16, flytja þau Ingveldur Ýr Jóns- dóttir, mezzósópran, Pétur Jónasson, gít- arleikari, og nokkrir meðlimir úr CAPUT fjölbreytta efnisskrá með íslenskri og er- lendri tónlist frá 20. öldinni. Á efnisskrá verða þjóðlög útsett af Luciano Berio, ljóðasöngvarnir Chansons madécass- es eftir Maurice Ravel, og Dansar dýrðarinnar eftir Atla Heimi Sveins- son. Luciano Berio, sem er þekktasta samtímatónskáld Ítala, gerði frægar útsetningar sínar á þjóðlögum frá ýms- um löndum heimsins, t.d. Armeníu, Az- erbaijan og Sardiníu, árið 1964, og Ingv- eldur flytur lögin á frummálunum. Chansons madécass- es Maurice Ravels er minna þekkt verk; þrjú stemmningsljóð sungin á frönsku. Dansar dýrð- arinnar eftir Atla Sveinsson var samið árið 1983 fyrir gítar, flautu, klarinett, selló og píanó, en Atli samdi það sérstaklega fyrir og í náinni samvinnu við Pétur Jónasson, sem leikur einleik á tón- leikunum. Þetta er ellefu þátta kammer- verk þar sem gítar- inn leikur í öllum þáttunum við undir- leik mismunandi hljóðfæra. Allir þætt- irnir eru stílfærðir dansar, eins og í hin- um sexþættu svítum barokktímans. Verk- ið er, að sögn höf- undar, „einkonar samhverf svíta – runa svipmynda, hugsýnir innblásnar af kyrrð og fegurð hafsins og eyjanna á Breiðafirði“. Nöfn þáttanna má rekja til rithöfunda sem tón- skáldið hefur mætur á – Stendhals, Flau- berts, Joyce, Thors Vilhjálmssonar, Guð- bergs Bergssonar og fleiri. Pétur og CAP- UT hljóðrituðu verk- ið og gáfu út á sam- nefndum geisladiski árið 2000. Á tónleikunum koma fram eftirfar- andi CAPUT-með- limir: Elísabet Waage, harpa, Kolbeinn Bjarna- son, flauta, Guðni Franzson, klarínetta, Guðmundur Krist- mundsson, lágfiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Sigurður Halldórsson, selló, Steef van Oosterhout, slagverk og Daníel Þorsteinsson, píanó. Pétur Jónasson Ingveldur Ýr Jónsdóttir Söngur og gítar í Ými HUGTAKIÐ sjálfbær þróun hefur verið töluvert í umræðunni undan- farin ár og hafa sýnendur í átaks- verkefninu Grasrót í Nýlistasafninu nú tekið það upp á arma sína og breikkað merkinguna. Grasrótin hef- ur það að markmiði að kynna fyrstu verk þeirra listamanna sem Grasrót- in telur efnilega og felst sjálfbæra þróunin hér í því að listamennirnir eru að „stíga sín fyrstu sjálfbæru þróunarskref á sviði listarinnar.“ Öllu hefðbundnari skilningur á sjálfbærri þróun getur þó ekki síður átt vel við verk sumra þeirra sem í Nýlistasafninu sýna, en umtalsverð fjölbreytni einkennir verk listafólks- ins sem virðast leita innblásturs víða. Í verkinu Að byggja sér hús á hækju vinnur Gígja Reynisdóttir þannig með tilfinningalíf manna sem hún leitast við að skilgreina – bæði und- irrót þess og eðli. Verkið er mynd- bandsverk á fjórum sjónvarpsskjám er sýna mannveru leitast við að ná jafnvægi á fjórum hækjum. Tímaröð hvers myndskeiðs fyrir sig er nokkuð sú sama og virðist áhorfanda á stund- um sem hann horfi fjögur mismun- andi tímaskeið myndbyggingarinnar í réttri tímaröð, annars staðar riðlast sú röð síðan enda tíminn ekki mik- ilvægur þáttur verksins heldur, líkt og segir í sýningarskrá, þá er það sá þáttur að mannskepnan leitar jú stöðugt út á við og treystir á aðra í stað þess að vera sjálfbær. Húmorinn er þá ráðandi í Fleka Jóhannesar Atla Hinrikssonar sem kallar ekki síður fram barnið í sýn- ingargestum. Verkið er fleki, líkt og heiti þess gefur til kynna, og hefur Jóhannes Atli byggt hús á flekatré- pallinum sem hvílir á tómum tunn- um. Bekkur inni í húsinu gerir flek- ann síðan að hentugu heimili fyrir hvern þann sem vill láta reka um höf- in blá. Verk Darra Lorenz, inní room, eru þó væntanlega með sterkari verkum sýningarinnar og ná þau að njóta sín vel í Gráa sal. Stafli af pappakössum myndar nokkurs konar kassaborg sem lýsist reglubundið upp af ljósi sem hefur verið komið fyrir í bak- grunni. Eins konar landslag líður þá eftir endavegg salarins – grænn og blár flötur sem táknað geta himin og jörð. Róandi áhrif þessa eru hins vegar brotin upp með tilvist haus- lausrar veru sem virðist við það að hverfa úr þrí- víðum veruleika áhorf- andans inn í myndflöt veggjarins. Mannveran við vegginn er sérlega raunveruleg við fyrstu sýn og ekki laust við að sýningargestur líti tvisv- ar til að fullvissa sig um hvers kyns sé. Su turno es tvöhundr- uðtuttuguog níu eftir þau Libia Perez De Siles De Castro og Ólaf Árna Ólafsson kallar síðan fram suðræna stemmn- ingu í Nýlistasafninu. Kassavagn hlaðinn app- elsínum og agúrkum hvíl- ir á sandhrúgu á Pallinum. Þau eru þó margvíslegri og mismunandi skilaboðin sem leitast er við að kalla fram með verkinu og eiga óljósar glansmyndir á veggjum rýmisins og hljóðhluti verksins þannig lítið sam- eiginlegt með kassavagninum. Jón Sæmundur Auðarson virðist hins vegar veita sýningargestum nokkra innsýn í líf sitt í verkinu Andvaka (nær dauða en lífi). Teikningum er dreift um gólf Gryfjunnar, neðan við prentara sem komið hefur verið fyrir á hillu á veggnum. Teikningarnar sem sýna rúm og herbergi, ásamt mynd af Jóni Sæmundi sjálfum og bréfi til LÍN draga fram í hugann mynd af herbergi námsmannsins og ekki laust við að brot úr lífi lista- mannsins sjálfs veiti hér óvenjulega nálgun. Rými Nýlistasafnsins er vel nýtt á þessari sýningu, sem oft áður, og fá verk listamannanna að njóta óskiptr- ar athygli áhorfandans í sölum safns- ins og er það einna helst að hljóð- þáttur annarra verka nái að rjúfa þá athygli. Sjálfbær myndlist Morgunblaðið/Ásdís Inní room eftir Darra Lorenzen. MYNDLIST N ý l i s t a s a f n i ð Sýning á verkum listamannanna Ólafar Helgu Guðmundsdóttur, Bjarkar Guðnadóttur, Gígju Reyn- isdóttur, Libia Perez De Siles De Castro, Ólafs Árna Ólafssonar, Heimis Björgúlfssonar, Darra Lor- enzen, Bjargeyjar Ólafsdóttur, Heimis Björgúlfssonar, Jóhanns Atla Hinrikssonar og Jóns Sæ- mundar Auðarsonar. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Henni lýkur 7. október. SJÁLFBÆR ÞRÓUN Anna Sigríður Einarsdótt ir LANDSLAG er viðfangsefni Helgu Kristmundsdóttur á fyrstu einkasýningu hennar hérlendis þar sem hún sýnir þrjátíu verk. Helga nálgast viðfangsefni sitt með því að staðsetja sig mjög nærri því og skoða það beint af augum líkt og horft væri á vegg. Þetta er ef til vill ekki svo ýkja fjarri Kjarval, sem staðsetti sig nær því sem hann vildi mála en nokkur kollega sinna, nema hvað hann gerði ætíð ráð fyrir mik- illi dýpt eftir því sem ofar dró á flet- inum svo sem horft væri eftir yf- irborði landsins allt til fjalla. Í málverkum Helgu fer lítið fyrir slíkri vídd og því er rýmistilfinn- ingin í myndum hennar ekki mikil. Allt gerist mjög nærri auganu þannig að stundum liggur við að áhorfandanum finnist hann beinlínis ofan í myndefninu. Helga gerir sér nokkuð erfitt fyrir með þessu því að mun meiri útsjónarsemi þarf til að leita uppi burðarása myndbygging- arinnar og skerpa festu þeirra þar sem allt liggur á sama plani. Helga reynir heldur ekki mikið til að draga fram ákveðna byggingu. Hún kýs að láta allt fljóta eftir fletinum með jöfnum og lítt afgerandi áherslum. Það verður til að veikja myndir hennar og gera þær helsti óráðnar og festulausar. Það er synd því sjálf málunin bendir til ágætra takta og töluverðrar tilfinningar fyrir áferð og ryþmísku pensilfari. En hnökr- ana er auðvelt að laga, og þá er við búið að verk Helgu dafni til muna. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Frá sýningu Helgu Kristmundsdóttur í Galleríi Fold. Vatn, grjót og mosi MYNDLIST G a l l e r í F o l d Til 7. október. Opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10–17 og sunnudaga frá kl. 14–17. MÁLVERK HELGA KRISTMUNDS- DÓTTIR Halldór Björn Runólfsson STÖDD var hér á landi á dög-unum í boði Háskóla ÍslandsGianna Chiesa, prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Genúa á Ítalíu. Chiesa hefur um árabil sinnt rannsóknum á norrænum fræðum og eftir hana liggja þýðingar á ítölsku á íslenskum fornsögum svo og fræðirit um norræna goðafræði. Chiesa segir að upphaf þess að hún kynntist íslensku megi rekja til þess að hún veðjaði við kennara sinn á háskólaárunum um að hún gæti lært sænsku reiprennandi á einu ári. „Þetta tókst enda var ég ung og næm og í kjölfarið fór ég til Svþjóð- ar til að leggja stund á frekara nám í sænsku og norrænum bókmenntum. Þar kynntist ég íslenskum fornbók- menntum og heillaðist af þeim.“ Afraksturinn er m.a. fólginn í því að Chiesa hefur þýtt Snorra-Eddu, Gísla sögu Súrssonar, Ynglinga- sögu, Gunnlaugs sögu Ormstungu og Hálfssögu og Hálfrekka. Stærsta verk hennar og þekktasta er þó rit um norræna goðafræði sem út kom 1991 en að baki því lá 12 ára rann- sóknarvinna. „Það kom mér full- komlega á óvart að þessi stóra bók, upp á 750 síður, skyldi verða met- sölubók á Ítalíu. Hún hefur nú kom- ið út í 35 þúsund eintökum í tveimur útgáfum og þriðja útgáfa í vasabroti er væntanlega á næsta ári.“ Titill þessarar bókar er I Miti Nordici og útgefandinn er Longanesi Milano. Chiesa hefur komið nokkrum sinnum til Íslands á undanförnum árum og segir að landið sé rétt eins og hún hafi ímyndað sér. „Lands- lagið er eins og ég sá fyrir mér af lestri Íslendingasagnanna og fólkið er kraftmikið. Það var einstök reynsla að standa á Bergþórshvoli og hlýða á lestur úr Njálu og sam- tímis að hugsa sér að viðburðirnir sem þar er lýst hefðu átt sér stað á jörðinni undir fótum mínum. Það var hugljómun fyrir mig,“ segir Gi- anna Chiesa sem hefur helgað starf sitt kynningu á norrænni menningu í heimalandi sínu. Morgunblaðið/Golli Gianna Chiesa prófessor í norrænum fræðum. Höfundur metsölubókar um norræna goðafræði MÁL OG menning gefur í haust út skáldsögu eftir Stein- unni Jóhannesdóttur byggða á heimildum um ferðir Guðríðar Símonardóttur, er flutt var nauðug til Norður-Afríku eftir Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum 1627. Heimildir um ferðir Guðríðar eru af skornum skammti. Þó er til afrit af einu bréfi sem hún skrifaði manni sínum frá Alsír. Ekki ritað af henni sjálfri held- ur fundið uppskrifað í bréfa- bók. Aðrar heimildir koma ekki frá henni heldur eru það sam- tímaheimildir ritaðar af öðrum. Eftir heimkomuna giftist Guð- ríður ungum presti, sr. Hall- grími Péturssyni, og lést í hárri elli í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Viðurnefni hennar var Tyrkja-Gudda. Steinunn ritaði leikrit um sögu Guðríðar er bar yfirskrift- ina Ferðir Guðríðar og hefur verið leikið víða bæði hér heima og erlendis. Að sögn útgefenda hefur Steinunn unnið að ritun bókar- innar undanfarin sjö ár og setti sig ítarlega inn í sögu Norður- Afríku á þessum tíma. Vitað er hvaða leið var farin með þá Ís- lendinga sem hnepptir voru í þrældóm í Tyrkjaráninu 1627 og Steinunn mun hafa sótt heim flesta þá staði sem koma við sögu. Heimilda- skáld- saga um Tyrkja- Guddu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.