Morgunblaðið - 07.10.2001, Side 50

Morgunblaðið - 07.10.2001, Side 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VIÐTAL er við Ásthildi Helga-dóttur knattspyrnukonu í nýj- asta hefti tímaritsins Nýtt líf en hún var fyrst íslenskra fótboltakvenna til að fá fullan skólastyrk til háskóla- náms í Bandaríkjunum þar sem hún hefur numið verkfræði síðustu fjög- ur ár. Víkverji er hrifinn af sumu sem hún lætur þar hafa eftir sér, en ekki öðru. Þetta getur Víkverji til að mynda tekið heilshugar undir: „Það er mikið talað um að stelpur eigi ekki að vera í fótbolta, að þær verði hjólbeinóttar og fái sver læri. Þetta er vitleysa. Þótt kynin séu ólík, hentar fótbolti stelpum alveg eins vel og strákum. Kröfur sem gerðar eru til kvenfólks í fótbolta eru þó oft ósanngjarnar. Það er svo mikill mun- ur á líkamsbyggingu kynjanna. Við höfum ekki sama kraft og erum ekki eins sterkbyggðar og strákarnir. Við verðum varar við neikvætt viðhorf og heyrum sagt að við séum ekki eins góðar og þeir. Á móti kemur að við höfum betri fínhreyfingar og tækni heldur en þeir.“ Auðvitað er það rétt hjá Ásthildi að stelpur eiga ekki síður að stunda knattspyrnu en strákar og Víkverji veit fyrir víst að þetta með sveru lærin og að þær verði hjólbeinóttar er tóm vitleysa. Vinkona Víkverja stundaði lengi knattspyrnu og þessi lýsing á a.m.k. ekki við hana. x x x ÁSTHILDUR er spurð að því íáðurnefndu viðtali hvort hún sé femínisti. „Ég hef aldrei litið þannig á. Ég er fylgin mér. Kannski gerir það mig að kvenréttindakonu. Það er misrétti í kvennaboltanum eins og annars staðar. Boltaíþróttir eiga undir högg að sækja í fjölmiðlum og innan KSÍ. Það er sama hvað við stelpurnar leggjum okkur mikið fram, við höfum alltaf minni mögu- leika en strákarnir. Okkur standa hvorki til boða svipuð tilboð í at- vinnumennsku né sambærileg laun. Sumir fótboltastrákar eru með tvær til þrjár milljónir á viku og aðrir með enn meira.“ Þetta er vafalítið rétt hjá Ásthildi en þarna ræður væntanlega lögmálið um framboð og eftirspurn. Líklega er ekki enn markaður fyrir knatt- spyrnukonur á háum launum, hvað sem síðar verður. En svo segir Ásthildur, og þá varð Víkverji undrandi: „Það er látið mik- ið með þessa stráka og þeir gerðir að hálfgerðum stjörnum þó að þeir séu jafnvel ekki með stúdentspróf. Fólk verður að hafa í huga að þótt fótbolti sé skemmtilegur er margt annað sem skiptir máli í lífinu, til dæmis menntun. Stelpur gera sér oft betur grein fyrir gildi menntunar en strák- ar. Kannski af því að þær hafa ekki sömu möguleika og þeir í boltanum.“ Víkverji þykir það óþarfa mennta- hroki hjá knattspyrnukonunni ungu að nefna það að menn séu gerðir að hálfgerðum stjörnum þótt þeir séu jafnvel ekki með stúdentspróf! Hvað kemur það málinu við? Brýst þarna fram einhvers konar menntahroki? Eða eru ummælin bara vanhugsuð? x x x BANDARÍSKI ádeilugrínistinnTom Lehrer hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Víkverja allar götur síðan hann kynntist tónlist háðfugls- ins á menntaskólaárunum fyrir til- stilli eins kennara síns. Full ástæða er til að vekja athygli á þriggja þátta röð Karls Th. Birgissonar á þriðju- dögum á Rás 1, um Lehrer og tónlist hans. Þriðjungi er að vísu lokið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vigri kemur í dag, Tjaldur fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10– 16 púttvöllurinn opinn, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13.30 söngur við píanóið, kl. 13 bútasaumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 9 myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opnuð, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun félagsvist kl. 13.30. Skráning stendur yfir í Óperuna á Töfra- flautuna, 21. okt. Tak- markaður miðafjöldi. Einnig stendur yfir skáning í glerskurð. Á þriðjudag verða saumar og brids. Pútt á vell- inum við Hrafnistu kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda kl. 19 fyrir framhald og byrj- endur kl. 20.30. Þriðju- dagur: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15. Brids- námskeið kl. 19.30. Söngvaka kl. 20.45, um- sjón Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16 s. 588- 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Nýtt nám- skeið. Trésmíði, gert við gamla hluti og smíðaðir nýir, á miðvikudögum kl. 15.30. Innritun í síma 565-6622 eftir há- degi. Mánudagur kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og kl. 13 leikfimi, kl. 13 glerskurður. Les- hringur Bókasafni Garðabæjar kl. 10.30. Tölvunámskeið kl. 15.10. Upplýsingar 565- 6622 e. hádegi sjá www.fag.is. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 14 félagsvist. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opnuð kl. 9, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl. 13 lomb- er, kl. 13.30 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári Gullsmára 13. Á morgun vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 9.05, brids kl. 13, kl. 11 myndmennt, félagsvist kl. 20.30. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Bingó spilað á þriðju- daginn kl. 17–19. Allir velkomnir á öllum aldri og veitingar seldar á staðnum. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 12 bókasafn. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Fimmtudaginn 11. október verður Þjónustumiðstöðin lok- uð frá kl. 13. vegna undirbúnings haust- fagnaðar sem hefst kl. 17.30. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánu- dögum í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA, Síðu- múla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir alla mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. ITC deildin Harpa í Reykjavík heldur kynn- ingarfund í sal Flug- virkjafélags Íslands í Borgartúni 22, þriðju- daginn 9. október, kl. 20–22. Upplýsingar gef- ur Lilja í s. 581-3737. Safnaðarfélag Áskirkju í tilefni 25 ára afmælis safnaðarfélag Áskirkju verður afmælisfundur miðvikud. 10. okt. í safnaðarheimili Ás- kirkju kl. 20. Þorvaldur Halldórsson skemmtir, happdrætti og kaffiveit- ingar. Kvenfélag Kópavogs vinnukvöld vegna bas- ars mánudag kl. 20 í Hamraborg 10. Kvenfélag Breiðholts. Félagsfundur verður í safnaðarheimili Breið- holtskirkju þriðjudag- inn 9. okt. kl. 20. Gestur fundarins verður með handsaum í flísvörur. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60. Mánudagskvöldið 8. október kl. 20 . Bene- dikt Arnkelsson hefur biblíulestur. Allir karl- menn velkomnir. Munið hina árlegu kaffisölu fé- lagsins sem verður sunnudaginn 14. okt. kl. 14.30. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í Safnaðarheimilinu mánud. 8. október kl. 20. Vetrarstarfið kynnt. Sagt frá sumarferðinni. Upplestur. SVDK Hraunprýði. Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í húsi fé- lagsins, Hjallahrauni 9, þriðjudag kl. 20. Dag- skrá: ferðasaga, kaffi. Konur eru beðnar að mæta með myndir úr ferðalaginu. Kvenfélagið Hrönn heldur fund mánudag- inn 8. okt. kl. 20 í Húnabúð, Skeifunni 11, gestur fundarins Þór- hallur Guðmundsson miðill. Kvenfélag Grens- ássóknar fundur mánudaginn 8. okt. kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Tísku- sýning. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16. 30 vinnust opnar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 15. dans. Myndlist- arsýning Valgarðs Jörgensen opin í dag kl. 13–16 listamaðurinn á staðnum. Þriðjud. 9. okt. kl. 10 kynning á samstarfi við Miðberg, m.a. boðið upp á borð- tennis, innipúttvöll, snóker, stofnun tölvu- klúbbs og aðgang að tölvuveri o.fl. Heitt á könnunni. Allir vel- komnir. Itc-deildin Íris, Hafn- arfirði. Kynning- arfundur mánudginn 7. okt. kl. 20 í safn- aðarheimili Þjóðkirkj- unnar við Strandgötu. Uppl. í s. 555-2821 Hel- ena og 5650456 Auður. Í dag er sunnudagur 7. október, 280. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða. (Orðskv. 16,3.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 útlimir, 4 ánægð, 7 ekki verandi, 8 illvirki, 9 auð, 11 fiska, 13 álka, 14 hagnast, 15 þarmur, 17 renna, 20 málmur, 22 org, 23 heiðursmerkið, 24 veggja, 25 bur. LÓÐRÉTT: 1 jurt, 2 tipl, 3 stillt, 4 guðhrædd, 5 ljóstíra, 6 hafna, 10 skarkali, 12 beita, 13 sjór, 15 skarp- skyggn, 16 votur, 18 fisk- urinn, 19 mannsnafn, 20 baun, 21 storms. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 eldfjörug, 8 urmul, 9 gegna, 10 dóu, 11 dormi, 13 lurks, 15 hross, 18 firra, 21 Týr, 22 glufu, 23 álkan, 24 lundarfar. Lóðrétt: 2 lómur, 3 fældi, 4 öngul, 5 urgur, 6 mund, 7 hass, 12 mús, 14 uni, 15 hægt, 16 otuðu, 17 stund, 18 frá- ar, 19 rækta, 20 agna. K r o s s g á t a Ánægður við- skiptavinur MIG langar að þakka Tryggva Jónassyni, kíró- praktor, eða hnykklækni eins og það heitir á ís- lensku, fyrir frábæran ár- angur af meðferð hans. Ég hafði verið mjög slæm af höfuðverk, svima og verkjum í öxlum um nokkurra mánaða skeið. Ég brást við með heitum bökstrum, teygjuæfingum og nuddi en hafði ekki ár- angur sem erfiði. Líðanin var orðin verulega slæm og ég óttaðist að geta ekki sinnt daglegu amstri enda orðin hálf utan við mig vegna stöðugra verkja. Mér til happs komst ég í hendurnar á Tryggva sem „hnykkti“ mér til meðvit- undar og lífs aftur og er ég ekki lítið undrandi yfir ár- angri þessarar meðferðar sem lætur svo lítið yfir sér. Ég vona að þessar línur geti orðið til þess að hinir fjölmörgu sem þjást af langvinnum verkjum í stoð- kerfi eins og ég gerði eygi von um bata. Halldóra. Eyðum í annað HVERNIG stendur á því að ríkisstjórnin eyðir 700 milljónum í nýtt sendiráð í Japan? Væri ekki hægt að hafa einfalda skrifstofu í mörgum löndum þar sem við höfum sendiráð? Ég er ekki viss um að það sé vilji þjóðarinnar að peningum hennar sé eytt í svona óþarfa, sendiráð, risnu o.s.frv. Væri ekki nær að pen- ingunum yrði varið í heil- brigðismál, í málefni geð- fatlaðra og bætt kjör sjúkraliða? 310129-4619. Góð þjónusta í Aðalskoðun ÉG vil þakka fyrir góða þjónustu hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði. Vil ég benda fólki á að nýta sér þjónustu þeirra, þar er almennilegt starfsfólk með gott viðmót. Ánægður viðskiptavinur. Fyrirspurn SIGURÐUR spyr hvort ekki sé hægt að hafa sam- eiginlegan fréttapakka hjá ríkisútvarpinu/sjónvarpi, svipað og Stöð2 og Bylgjan eru með. Þakklæti ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til verslun- arinnar Betra bak. Við hjónin keyptum hjá þeim rúm og erum öll önnur á eftir, okkur líður mikið bet- ur. Vil ég benda fólki sem á við bakerfiðleika að etja að versla hjá þeim. Sérstakar þakkir til Gauta og annarra starfsmanna. Ragnheiður Garðarsd., Hrísmóum 4, Gbæ. Tapað/fundið Silfurkross í óskilum SILFURKROSS, gamall, fannst í Kirkjugarðinum í Fossvogi. Upplýsingar í síma 692-0123. Dýrahald Pési er týndur PÉSI pjakkur, blíðlyndur og geltur fress, hvítur á kvið og afturfótum en bröndóttur á baki, týndist í Þverbrekku í Kópavogi. Pési er nýfluttur í Kópavog og er því líklega villtur. Hann er ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 554- 2163 eða 690-5292. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is GARÐBÆINGUR skrifar í Velvakanda 4. október og spyrt hvar græna kortið fáist í Garðabæ. Því miður kom upp sú staða að miðasalan hjá Bitabæ stöðvaðist um tíma, vegna óviðráð- anlegra ástæðna. Nú hafa mál fengið farsæla úr- lausn, svo sala farmiða er hafin að nýju hjá Bitabæ. Garðbæingar geta því aftur keypt græna kortið, gula kortið og afslátt- armiða í Bitabæ. Það er rétt munað hjá Garðbæingi að meðal markmiða með stofnun Strætó bs. var að efla al- menningssamgöngur og bæta þjónustuna. Með því að sameina SVR og AV í Strætó bs. sköpuðust möguleikar á að ná þess- um markmiðum. Það er ásetningur okkar hjá Strætó bs. að vinna að því að efla almennings- samgöngur og bæta þjón- ustuna, og von okkar er að það takist bæði fljótt og vel. Bestu kveðjur frá Strætó, Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri. Svar frá Strætó bs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.