Vísir - 22.12.1979, Qupperneq 17

Vísir - 22.12.1979, Qupperneq 17
Laugardagur 22. desember 1979. 17 ALLDÓR E. ERUM SíIR SÖNGMENN” Jóíaheígarspjall við Vilhjáltn Hjálmarsson fyrrum alþingismann og ráðherra um Framsókn, söngíist og hana Gunnu helgarviðtalið þennan málflutning og þaö gladdi mig sannarlega en mér finnst þó að þingið hafi settniður vegna at- buröanna i fyrravetur. — Hættiröu þess vegna? „Nei, ég er bilinn að vera lengi og við höfum ágæta menn til að taka viö. Svo hugsaöi maður póli- tískt — það hefur meiri áhrif á ungt fólk þegar nýir menn taka við”. „Hef skammað menn á þingi á ca. tiu ára fresti!” — Þú ert þekktur fyrir aö vera viðmótsþýöur. Lifirðu kannski eftir reglunni að halda frið viö alla menn? „Svona í lengstu lög já. Ég hef þó skammað menn á þingi á tlu ára fresti eða svo!” Vilhjálmur glottir nú góðlát- lega og pirir augun: „Vissulega lenti ég llka I árekstrum, þegar ég var mennta- málaráðherra. En mér var það ánægja að geta siöan komiö nokk- uð til móts við þá, sem ég lenti I árekstrum viö”. — Var þá mikið kvabbað I þér sem ráöherra? „Nei, alls ekki. Það er ekki mln reynsla að fólk sé að kvabba, þeg- ar þaö leitar til ráðherra. Það kemur þar I fullum rétti og meö ofureðlileg erindi. Aftur á móti komu þangaö nokkrir þráhyggju- menn sem • ómögulegt var aö liðsinna. Ég tók upp þann sið gagnvart þeim að segja bara góð- látlega aftur og aftur, að þetta eöa hitt væri ekki hægt. Ég þurfti stundum að endurtaka það ansi oft,þeir hlustuöu ekkilengi vel. — Æ, ég vildi helst ekki afgreiöa þetta fólk með þjósti — það átti sin áhugamál”. — Ertu framagjarn- „Það verða aðrir að dæma um en ég. Sjálfum finnst mér þaö ekki. Ég hef fremur lltiö á mig sem starfsmann en brautryðj- anda. Stjórnmálin eru lika mikil hópvinna. En ég held að ég hafi unniö sæmilega að byggðamálum með flokksbræðrum mlnum. Svo hef ég ekki verið við eina fjölina felldur I þingstörfum. Líklega er það aðeins utanrikismálanefndin á Alþingi sem ég hef ekki átt sæti I! Svo varégnúsetturtilaö starfa I menntamálaráðuneytinu og fékk þá tækifæri til að leggja lið ýmsum þörfum málefnum. Af þvl starfi hafði ég mjög mikla ánægju. Ég kveið samt ákaflega fyrir að starfa sem menntamála- ráöherra. Fannstmér ég vera illa istakkbúinn. En svokunni ég vel viö starfiö og var I félagsskap með góðu fólki innan ráðuneytis- ins og utan þess. „Það verður ekkert lag á þessu...” Vilhjálmur fer nú fram I eldhús aðhuga að kaffinu. Hvað sem um kaffisamtöl veröur sagt, skal þvi ekki neitaö að oftast er nokkur hressing að kaffinu, enda varð þaö einhvern veginn til að minna mig áað eitt sinnkom Vilhjálmur fram I sjónvarpinu og söng. — Vilhjálmur þú syngur er þaö ekki? Hann hellir I bollana I skamm- degishúmi kjallarastofunnar eins og segir I bókum... „Nei ég var nú laglaus framan af ævi en þegar á eltist fór ég að geta haldið lagi — en með ærinni fyrirhöfn. Þetta með sjónvarpiö kom nú til vegna þess að ég hef alltaf sagt já viö fjölmiöla. Ég var beöinn um að koma fram ásamt Halldóri E. Sigurðssyni og Matthlasi A. Mathiesen og syngja lag eftir hann. Mér leist nú ekkert á þegar farið var að bollaleggja um það að Matthias léki undir, en við Halldór syngjum dúett! Við Hall- dór erum nefnilega afskaplega hæpnir söngmenn. Þar sem timinn var stuttur sá égekki fram á að ég yrði búinn að læra lagiö. Þvi bað ég Matthias um að láta mig hafa það á spólu. Siðan hlusta ég á spóluna en þeg- ar lagiö er búið þá heyrist tuldur og mannamál. Ég legg við hlustirnar og heyri aö undir- leikarinn, Magnús Ingimarsson segir: Þaö veröur ekkert lag á þessu nema þú syngir með þeim Matthias! — Mér létti stórum”. Vilhjálmi er nú augsýnilega skemmt við tilhugsunina og bætir við aö vörmu spori, kiminn á svip: „Svo fór ég I peysu I upptökuna til að vera nýtfskulegri!” Fékk ritdóm i gegnum sveitarsimann „Viljið þiö ekki jólaköku, strák- ar?” spyr Vilhjálmur okkur Gunnar ljósmyndara: — Jú, svörum við. „Mér list nú ekkert á þetta viö- tal.strákar” segir hann sposkur um leið og hann fer fram I eldhús aö sækja jólakökuna. Viö glott- um. — Ertu ekki skáldmæltur? Þögn Vilhjálmur dregur seiminn, þegar hann loksins svarar og það koma hláturviprur I kringum munnvikin á honum: „Lltið... þó hef ég gaman af kveðskap... Ég fékk einu sinni ritdóm I gegnum sveitarsimann. Ég hafði sett saman gamanvisur sem Jóhann Svendsen frændkona mln, söng á samkomu I Mjóafirðinum og varveriö að ræða þessa skemmtun I simanum. Þar kom aö sagt var: — Svo komu nú gamanvisur... — Var ekki gaman að þeim? — Jú, jú, en annars fannst mér vfeurnar ósköp lélegar. En þær mega nú vera lélegar svo aö ekki sé gaman aö þeim þegar hún Jóhann fer með þær. Égheld aö það vanti neistann I vfeurnar mlnar.” — Viltu ekki láta eina flakka? Vilhjálmur færist undan og það er ekki fyrr en eftir nokkrar for- tölur og brýningar aö hann f æst til ab koma með eina. Hana sagðist hann hafa kveðiö þegar hann var eitt sinn I þingmannserindum að farayfir Fjaröarheiði ilestinni á mjólkursnjóbll. Sá var nýyfir- byggöur og höfðu smiðirnir gert það axarskaft að setja hljóökút- innupp I gegnum lestina, þannig aðhitinn þar varð óbærilegur! En vlsan er á þessa leið: Þó örg sé tlöin og Illt til jarðar og ófært nærri á heiðinni, Þá senda þeir nýmjólk til Seyöisfjarðar og sjóða hana á leiðinni. Af meistara Jóni og öðrum góðum Jón Vidalln er næstur á dag- skrá. Eftir rabb um blööin sem Vilhjálmur segir að hafi reynst sér vel förum við aö spjalla um öfugsnúið gildismat þeirra.. Slæmar fréttir eru taldar „góöar” fréttir, hrýtur þá af vör- um Vilhjálms. „Eyrun klæjar illt aö heyra sagði Jón Vldalln.” Talið berst nú að llfi og lffs- skoðun en Vilhjálmur hefur átt sæti I kirkjuráði. Hann er spurður um trúarafstöðu: „Ég vil ekki segja aö ég hafi veriö hlutlaus I þeim efnum — en ekkert sérstaklega heittrúaður heldur. En ótrúlegt þykir mér að við hér á þessari jarðarkringlu gjörþekkjum mannllfið, hvað þá alla tilveruna. Ég hef veriö nokk- ur misseri I kirkjuráöi og finnst mér þar margt vel unniö og við- leitni góð. Kirkjanhefurt.d. tekið sér fyrir hendur að vinna að sjó- mannastarfi en á þvl er gifurleg þörf. Svo'var það mjög þarft verk að reisa lýöskólann I Skál- holti, svo aö dæmi séu nefnd um einstök viöfangsefni þjóð- kirkjunnar um þessar mundir. „Þá situr þú lika uppi með mig!” — Eftirminnileg jól? „Þvlerekkigottaðsvara. Jólin heima á Brekku voru hver öörum llk. En þegar ég fer að hugsa um jólin, þá er mér ein persóna sér- staklega minnisstæð, allan þann langa tima sem ég hef haldiö jólin heima á Brekku. Það er vegna þess aö hún var svo óumbreytan- leg. Þaö er hvorki faöir minn mé móöir, kona eða börn, heldur var þetta systir afa mlns. Guðrún aö nafni, köllub Gunna. Hún var ekki alvegeins og fólk er flest ogdállt- iö mikið barn, en hafði þó allgóða greind. Viö Gunna vorum samtlða á Brekku I meira en hálfa öld og alltaf var hún eins! Alltaf spiluö- um við púkk við hana á jólunum og I seinasta skiptiö þegar hún var 91 árs. Oft sagði ég við hana: „þú veröur áreiöanlega 115 ára, Gunna mln!” Hún baðstþó jafnan vægöar! En einu sinni gerði hún sig hrekkjalega I framan og svaraði að bragði: „Ætlarðu þá ekki aö hafa mig allan tímann?” Það er kátina I svip Vilhjálms og hann pírir augun. Þennan svip kannast vlst flestir við. — Ætlaröu heim á Brekku um þessi jól? „Já, það hef ég ævinlega gert og við hjónin bæöi, eftir að Margét kona mln gat fariö að vera með mér hér syðra.” — Hvaö tekur viö? „Ég veit það ekki gjörla.” — Búskapur? „Nei, etóci alvörubúskapur. Eg hef oftar en einu sinni reynt að snúa mér að búskapnum. En ég tolldi ekki viö hann. Var ýmist settur i kennslu eða sendur á þing! Nú er ný kynslóö komin til starfa á Brekku en þar er Iög- heimili okkar Margrétar. Og þaö er gaman aö koma heim og geta gengiö aö störfum sem fyrr, ef þvl er að skipta — meö unga fólkinu. En I sannleika sagt: Aætlanir okkar gömlu hjónanna eru dálltiö óljósar um þessar mundir!” Vilhjálmur ásamt konu sinni, Margréti Þorkelsdóttur: „Við erum alls óráðin I þvi hvað við ætlum nú að taka okkur fyrir hendurt' t sjónvarpssal ásamt Halldóri E. og Matthiasl A. Mathiesen, en Magnús Ingimarsson er við hijóðfærið. Að þessu sinni barg fhaldið Framsókn. Vilhjálmur á heimasióðum f Mjóafirðl að fræða skólanemendur um stað- hætti.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.