Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 1
 ö.aum 1UWK Fimmtudagur 27. desember 1979, 286. tbl., 69. árg. Friðsælt og óhappalitið hefur verið um allt land nú um jólin. Veður hefur viðast hvar verið með ágætum, en sums staðar hefur færð á landi þó verið all-erfið. Þá hefur kirkjusókn verið mikil um jólin að venju. Visir hafði samband við nokkra staöi úti á landsbyggð- inniog var alls staðar sömu sög- una að segja, friðsæl og óhappa- litil jól. A Vestfjörðum var veður hið besta alla ióladag- ana, en hafði verið slæmt dag- ana fyrir jól. Eitthvað var um það, að Vestfirðingar yrðu strandaglópar i Reykjavik yfir jólin, þvi að ekki var hægt að fljúga á tsafjörð á aöfangadag. Snjólétt er nú fyrir vestan og færð viðast hvar með ágætum. Kirkjusókn var mikil á þeim stöðum, sem Visir hafði sam- band við og sums staðar fengu Fjölmennl í Bláfiöllum ,,bað var góður skiöadagur hjá okkur i gær. Ljómandi veður og gott skiðafæri, enda kom mikið af fólki upp i Bláfjöll”, sagði Þor- steinn Hjaltason, umsjónarmað- ur skiðalandsins i Bláfjöllum, i morgun. Um jólin snjóaði mikið þarna upp frá, en eftir að rutt hafði ver- ið i gærmorgun, var góð færð alla leiðina. Stöðugur straumur fólks var þangað allan daginn og margir lögðu leið sina I Hvera- dali, en i Skálafell var enn ófært. Þar er fyrirhugað að opna lyfturnar um helgina. Þrátt fyrir fólksmergðina i Blá- fjöllum i gær, gekk allt vel, nema hvað ein stúlka fótbrotnaði. —SJ Auglýst eflir 22ja ára manni t útvarpi hefur verið auglýst eftir 22 ára gömlum manni. Baldri Baldurssyni, Torfufelli 24 I Reykjavik. Ekki er vitað um ferð- ir hans siðan fimmtudaginn 20. desember. Leit hefur ekki verið hafin að Baldri ennþá, en itrekaðár til- kynningar verið birtar i útvarpi, þar sem hann er beðinn að hringja heim. _SG Þá er jólakauptfðin yfirstaðin og jóiahaldinu að mestu iokið, en þegar I morgun hófst undirbúningur áramótanna, flugeldasala um allt land. Þessa mynd tók ljósmyndari Visis, Bragi Guðmundsson, i morgun I Volvo-salnum við Suðurlandsbraut, þar sem Hjálparsveit skáta i Reykjavik er með flugelda- sölu. 1 opnu Visis i dag er fjallað um flugeldamarkaðinn og það sem á boðstólum er til þess að kveðja árið 1979. Forsetinn fðl Geir að mynda nýja ríkisstjórn ,,Ég mun veita forseta íslands svar um það fyrir helgi, hvort ég tek að mér að reyna að mynda meiri- hlutastjórn”, sagði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við Visi um ellefu-leytið i morgun, er hann kom af fundi forseta íslands. Geir kvaöst hafa tekið sér stutt- an frest til þess að hugleiða beiðni forsetans. Hann vildi engu spá um, hversu langan tima hugsan- legar stjórnarmyndunarviðræður myndu taka, né viö hverja hann myndi ræða ef hann tæki verkefn- ið að sér. Geir Hallgrimsson kom á fund forseta Islands.dr. Kristjáns Eld- járns, i skrifstofu forsetans I Stjórnarráðshúsinu við Lækiar- torg kl. 10 I morgun. Eins og kunnugt er reyndi Steingrimur Hermannsson, for- maöur Framsóknarflokksins, slika stjórnarmyndun fyrir jólin, en hann varð að skila umboði sinu til forseta Islands að nýju rétt fyrir jól, þar sem honum tókst ekki myndun meirihlutastjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýöubandalags. Eins ogstaðanerá Alþingi get- ur Sjálfstæöisflokkurinn myndað meirihlutastjórn annað hvort með Framsóknarflokki eða Al- þýðubandaiagi, en hefur ekki þingmeirihluta i efri deild með Alþýðuflokki. —ESJ/PM ekki allir kirkjugestir sæti. A Austfjöröum var sömu sögu að segja, nema hvað þar var snjóþyngra en á vestanveröu landinu. Veður var hið besta, en fjallvegir þó viða ófærir. Kirkjusókn var og mikil eins og endranær um jólin. _HR .... ....J I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.