Vísir - 27.12.1979, Side 4

Vísir - 27.12.1979, Side 4
Fimmtudagur 27. desember 1979 M »’wrr;:rr *'tv 4 REGHÐ06INN JÓLAMYNDIR 4979 PWJÐULEIKARARNIR Skemmtileg og spennandi kínversk teiknimynd Sýnd kl. 3,10 — 5,10 — 7,10. yEVINTÝRI APAKÓNGSINS Spennandi ný dönsk sakamálamynd, sem hlot- iö hef ur mikiö lof. — Islenskur texti — Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 3,15 — 5,15 — 7,15 — 9,15 —11,15 Fróbær skemmtun fyrir alla, með Kermit, Svínku og öllum hinum. Sýndkl.3—5 —7 —9ogll LEYNISKYTTAN Tæplega tuttugu og tvö þúsund fengnar voru látnir lausir ur austur-þýskum fangelsum í tilefni hátíðar- haldanna vegna þrjátíu ára afmælis austur-þýska al- þýðulýðveldisins. Þar á meðal voru 149 útlendingar, sem flestir áttu heima í Vestur-Þýskalandi eða Vestur- Berlín. Þó hafa aðeins fjórir af þessum Austur-bjóðverjum fengið að yfirgefa Austur-þýska Alþýðu- lýðveldið. Þeirra er á meðal er hinn kunni gagnrýnandi austur- þýsku stjórnarinnar, Rudolf Barho, og Nico Hubener, sá sem fangelsaður var fyrir að neita að gegna herþjónustu fyrir austur- þýska rikið. Arið 1972 var gripið til svipaðra umfangsmikilla náðana i Austur- Þýskalandi. Voru þá látnir lausir tuttugu og fimm þúsund fangar. Rúmlega tvö þúsund þeirra fengu leyfi til þess að fara yfir til Vestur-Þýskalands. Nú sem þá voru margir hinna náðuðu sem sótt höfðu um leyfi til þess að flytjast til Vestur-Þýska- lands, meðan þeir voru ennþá i austur-þýsku fangelsi. Viluðu þeir ekki fyrir sér að afsala sér austur-þýskum rikisborgararétti. Yfirvöld hafa hinsvegar ákveð- ið aö þeir skuli vera um kyrrt i Austur-Þýskalandi, ,,þar sem þeir skuli að nýju aölagaðir sam- félaginu”. I Bonn gera menn hinsvegar ráð fyrir þvi, að Austur- Þýskaland muni opna að nýju möguleikann á þvi ,,að kaupa fanga lausa þaðan”, en það var verslun sem upphófst með ,,0st- politik” Willy Brandts, og lagðist svo aftur af siðustu mánuðina fyrir afmæli Austur-Þýska Alþýðulýðveldisins. Um leið gera menn sér vonir um að fleiri fang- ar fái leyfi til þess að fara vestur yfir járntjaldið gegn peninga- greiðslum Bonnstjórnarinnar. Þessi óhugnanlegi verslunar- máti með manneskjur hefur við- gengist i nokkur ár, en ekki farið mjög hátt i fjölmiðlum til þess að spilla ekki einum af fáum mögu- leikum austartjaldsmanna til þess að sleppa til frelsisins i vestri. Fastafulltrui Bonnstjórnarinn- ar i Austur-Þýskalandi, Gunter Gaus, lét nýlega hafa eftir sér á fréttamannafundi að Bonnstjórn- in ræddi siöustu vikurnar fyrir jól við austur-þýsk yfirvöld um að taka að nýju upp þessa verslun með fólk, sem óneitanlega hefur fært Alþýðulýðveldinu umtals- verðar gjaldeyristekjur. Samkvæmt tölum Austur-Þjóð- verja hafa 21.928 fangar verið látnir lausir vegna náðana sam- fara afmælinu. Þar til viðbótar munu 1.200 einstaklingar sleppa við að afplána dóma sina. Vegna afmælisins hafa siðan 130 manns fengiðmildun lifstiðardóma niður i fimmtán ára refsivist. Má svo bæta við 34 þúsund manns, sem dæmdir höfðu verið til fjársektar en eru náðaðir af þeim vegna af- mælisins. Náðun tók þó ekki til alvarlegri afbrota eins og morða, ofbeldis- verka og hernaðarnjósna, og heldur ekki nasistískra afbrota eða glæpa gegn mannkyninu. Einnig voru undanþegnir þessum náðunum einstaklingar sem dæmdir voru á grundvelli alþjóð- legra samninga og annarra þjóðarréttarlegra skuldbindinga. Hið siðarnefnda tekur til manna er starfað hafa á vegum fyrirtækjaer þágu greiðslur fyrir hjálp til flóttatilraunir. Eða með öðrum orðum tóku að sér að smygla Austur-Þjóðverjum vest- ur yfir múrinn gegn hæfilegri þóknun. Þeir eru dæmdir fyrir „rikisfjandsamlegt mannsal” og misnotkun á meðal annars samn- ingum við Vestur-Berlin um feröalög fólks fram og til baka yfir múrinn. Carlos eða Þetta er sá hinn sanni Carlos, „Sjakalinn” svonefndi, alþjóðlegi hryðjuverkamaðurinn, morðing- inn, kvennamaðurinn og skæru- liðinn, sem Vestur-Evrópa hefur leitað lengi að. Þetta er fyrsta ljósmyndin, sem tekin hefur verið af skæruliðanum, siöan hann hóf blóðferil sinn fyrir tiu árum. Fram til þessa hafa ljósmyndir af Carlos venjulega sýnt hann fal- inn á bak viö svört sólgleraugu, sem falið hafa svip hans. Þessi Venezúelaættaði hryðju- verkamaður, sem i fréttum fjöl- miðlanna hefur hlotið sama heiti og flugumaöurinn, sem I skáld- sögunni var sendur til höfuðs De Gaulle, hefur aö sögn látið sér vaxa nýtt Clark Gable-yfirskegg. 1 arabiska Parisartimaritinu „A1 Watan A1 Arabi” birtist nýlega á dögunum viötal viö Carlos, sem sagt er tekið i Beirut. 1 þessu við- „sjakalinn” tali er rætt um unglingsár hans og hvernig hann hraktist inn i pólitik og siöan hryðjuverk. Carlos er sagður upplýsa i viðtalinu, að hann hafi verið i Jórdaniu hinn „svarta september 1970”, þegar hersveitir Husseins konungs réð- ust á og útrýmdu eða hröktu úr landi skæruliða Palestinuaraba. Carlos var svo stálheppinn, að hann hafði veriö settur til vörslu skotfærabirða, sem er sennilega skýringin á þvl, að hann liföi þá Bartólmeusurarmessu. I viðtalinu kemur fram, hvernig Carlos tilfinningalaust gerir grein fyrir þvi, hvernig hann skaut til bana þrjá lögreglu- menn i ibúð einni I Paris, þegar minnstu munaði, að hann kæmist undir manna hendur. Ekkert er vikið i timaritsgrein þessari að þvi, hvaða hlutverk hann lék i árás Palestlnuskæru- liða á ráðherrafund Opecs i Vinarborg, en i frásögnum af þeim atburðum, er hann talinn foringi hryðjuverkamannanna. Hinsvegar er sagt af tilraun hans til þess að taka að lifi Joseph Sieff, forstjóra Marks & Spencer- verslunarkeðjunnar i Bretlandi. Carlos er á lista lögreglu margra landa yfir þá menn, sem henni leikur mestur hugur á að ná.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.