Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 23
vlsm Fimmtudagur 27. desember 1979 Umsjón: Halídór Reynisson lítvarp klukkan 22.35: ópera um ævlntýri Tristan og ísold „Þetta er frægt verk og sögnin um Tristan og tsold er mjög kunn”, sagöi Arni Kristjánsson, pianóleikari, en hann kynnir ó'peruna „Tristan og ísold” eftir Richard Wagner sem er á dag- skrá útvarpsins klukkan 22.35 i kvöld. „Þetta er eldgömul keltnesk sögn og reyndar hafa veriö gerðar margar sögur af henni, einkum þó franskar en sú sem Wagner styöst við er frá Þýska- landi. Og Wagner hefur sjálfur samið leiktexta viö óperuna og tónlist- ina. Þetta er ákaflega heit ástar- saga og Wagner upplifir eitthvaö svipað i nánd við Zurich er hann var þar eftir byltinguna 1848. Hann tók þátt i henni og varö landflótta og settist að um tima i Sviss. Honum var boöiö að búa hjá hjónum nokkrum en Wagner og frúin felldu hugi saman og það varð úr þvi heilmikið ástarævin- týri og hann samdi þetta verk sem sagt i þessu umhverfi i nánd við Ziirich.” Arni sagði, að þessi sögn hefði verið þýdd á islensku á 13. öld af Róberti munki og Sigurður Breið- fjörð orti rimur um Tristan og Isold. Þessiópera var áður á dagskrá útvarpsins i janúar 1969. Flytjendur eru: Einsöngvarar og hátfðarhljómsveitin i Bayreuth. Karl Böhm stjórnar. -KS. Arni Kristjánsson Fimmtudagur 27. desember 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa Léttklassisk tón- list, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóðfæri. 14.45 Til umhugsunar. Karl Helgason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjalla um áfengismál. 15.00 Popp.Páll Pálsson kynn- ir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.}5 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartlmi barnanna Stjórnandi: Egill Friðleifs- son. 16.40 Ctvarpssaga barnanna: „Elídor" eftir Allan Carner. Margrét Ornólfsdóttir les þýðingu slna (12). 17.Ö0 Slödegistónleikar. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Ilaglegt mál. Arni Böövarsson flytur þáttinn. 19.40 lslenskir einsöngvarar og kó.rar syngja. 19.55 Jólaleikrit úrvarpsins: „Konan og hafið” eftir Henrik Ibsen. Þyöandi: Torfey Steinsdóttir. Leik- stjóri Gunnar Eyjólfsson, Andrés Björnsson útvarps- stjóri flytur formálsorð. Persónur og leikendur: Wangel héraðslæknir, Ró- bert Arnfinnsson, Ellida Wangel, kona hans Valgerð- ur Dan, Bolette Tinna Gunnlaugsdóttir, Hilde: Guðrún Þórðardóttir, Arn- holm yfirkennari: Sigurður Karlsson, Lyngstrand: Randver Þorláksson, Balle- sted: Arnar Jónsson. 21.40 Frá tönlistarhátlðinni I Bjö rgvin i vor. Murray Perahia leikur Planósónötu í A-dúr op. 120 eftir Franz Schubert. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Óperukynning. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Afengisvarnarmái veröa til umræðu f dag I þættinum „711 umhugsunar”. Úlvarp klukkan 14.45: Færri útsðluslðir. styttrl sölulfmi hærri aldursmörk er áfengisvarnarstetna Alhiéða- heilbriððisslofnunarinnar „Það verður rætt um áfengis- málastefnu. Við ræðum við Ólaf Hauk Arnason, áfengisvarnar- ráðunaut, og Jóhannes Berg- sveinsson, yfirlækni áfengis- varna”, sagði Karl Helgason, en hann og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son veröa með þáttinn ,,Til um- hugsunar” sem er á dagskrá út- varpsins klukkan 14.45 i dag. „Þarna kemur fram að Al- þjóöaheilbrigðisstofnunin hefur á þessu ári beint þvi til aöildar- rikja, að beitt veröi auknum hömlum, eftir þvi sem við verði komiö, á sölu áfengis. Meðal annars með þvi að stytta þann tima, sem áfengi er selt á, fækka útsölum og hækka aldurs- mark þeirra, sem mega kaupa áfengi. Þetta er heldur annað en þróun þessara mála hér á landi aö undanförnu. Siðan eru þessi mál rædd vitt og breitt”. — KS AB ST0RSTEIKUM LOKNUM Þá eru siðustu jól svonefnds Framsóknaráratugs að baki. Þau hafa liðið með hægu veðri og miklu áti og miklum gjöfum, við bóklestur og plötuspil og stórar viðgerðalotur á barna- leikföngum : Þeir ættingar, sem aldrei mega vera aö þvi aö sjást nema við skirnir, giftingar og jarðarfarir, hittust i jólaboðum, þar sem borð svignuðu undan hnallþórum og rjómakúfum. Magasýrur efldust og krans- æðar fengu sinn skammt af kólestroli. Þannig lfktust þessi jól um margt þeim áratug, sem er að lfða, urðu einskonar punktur yfir i-ið eins og Danir segja, en allt sem við hermum eftir þeim i málfari er taliö menningarskekkja, þótt matar- gerð okkar á jólum sem i annan tima sé mestmegnis dönsk óátalið. Það hefur vakiö athygli að ekki sá ný rikisstjórn jólasteik- ina að þessu sinni. Eftir atrennu Steingrims Hermannssonar lenti máiið að nýju i höndum forsetans, sem frestaöi frekari tilraunum fram yfir jól. Mikinn kviða hefur sett að meiriháttar persónum vegna frestsins, og þeirsem verst eru haldnir segja fuilum fetum, að þessi biðtimi sé ætlaður Ólafi Jóhannessyni til að mynda einhverskonar vinstri stjórn handa Steingrimi. En þetta hlýtur að vera vit- leysa. Jólagjöf Ólafs hefur varla veriö meiri en Chevrolet Blazer 1 Matchboxútgáfu og veröur Steingrfmur að una þvi. Annars var öllu frestað yfir hátiðirnar. Jafnvel veöriö tók sér frest, svo ekkert er til aö moka, þegar fridögum linnir. Það er þá helst á Snæfellsnesi. Vegageröin hefur engar fréttir haft aö segja að færð, enda er nær autt á haröindasvæðinu fyrir noröan, en þar hefur hvorki snjóað eöa rignt um tima, svo hallærisnefndir verða varla kvaddar saman að sinni. Aftur á móti mun fé vera komiö á gjöf fyrir iöngu og ættu þing- menn að athuga það, næst þegar þeir koma saman. Það gæti veriö óeðlilegt. Þeir sem ekki fara til kirkju og liggja bara á meltunni og horfa á sjónvarpiö á milii þess sem þeir eru aö boröa og taka utan af jólagjöfum, urðu siöur en svo fyrir vonbrigðum meö guðsorðið. Biskupinn yfir ls- landi, herra Sigurbjörn Einars- son, flutti predikun. Og þótt flest hafi gengið úrskeiðis I stjórnar- farslegum efnum á síðasta ára- tug, verður þvi ekki á móti mælt, að um þessar mundir er sá biskup vfir landinu, sem siðar meir mun talinn i hópi f ra múrskarandi preláta landsins frá upphafi. Það er hrein hjartans upplyfting aö sjá hann og heyra. Ha mrahliðakór- inn söng við sætlegt orgelspil. Og svo eru áramótin fram- undan meö nýjum frldögunt. Við erum fræg þjóðfyrir fridaga og verkföll, sem að visu hafa ekki verið mörg upp á slökastiö, þökk sé vinstri stjórn. Flestir frldagar okkar eru kirkjudagar. Samt erum viö ekki ýkja trúað fólk siöan lútersk frDiyggja komst á. Við erum aftur á móti áfjáö i aö nota hvert einasta tækifæri I almanaki trúarinnar til aö koma upp frfdegi, og það hefur tekist framar öllum von- um. Samkvæmt þessum fri- dögum ættum viö aö vera trúaö- asta þjóð i heimi. Okkur likar vel aö dorma á hátlöum, eins og í annan tima. Og til eru þeir einstaklingar, sem fara ekki úr rúmi I mesta skammdeginu. Þetta var hér áöur fyrr kallaö skammdegisveiki og byggöist á einskonar næringarskorti. Nú er ekki þvi til aö dreifa lengur. Nú eru það stórsteikurnar, sem setja okkur I rúmiö. Hvorugt er gott, en þá er þess að gæta að löngum hefur veriö vandlifað I heiminum. SvarÚiöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.