Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 12
vism Fimmtudagur 27. desember 1979 VfSIR KANNRR ELDFÆRA- OG FLUGELDAMARKAOINN Ein gersemis púDurkelling. i þessari eru hvorki meira né minna en tlu EldfjalliD Vulkano gýs á krónur 700. þúsund kinverjar, en — þvl miDur, hún er ekki til sölu. Sennilega munu einar 150 milljónir króna fuðra upp þegar Islendingar sprengja burt gamla árið verðbólgu og stjórnarskipta. Verða flugeldar, blys og sprengjur alls konar notaðar til þessa brúks. Það eru einkum skáta- félög, björgunarsveitir, íþróttafélög og klúbbar alls kon- ar, sem selja þennan varning, en auk þess fæst hann í nokkrum verslunum. Vísir lagði leið sína á flugeldamarkaðinn til að kanna það sem á boðstólum ertil aðsprengja með útgamla árið og naut við það leiðsagnar Thors Eggertssonar, for- manns Hjálparsveitar skáta í Reykjavik, en þeir eru ein- mitt einn af þeim helstu aðilum sem selja flugelda og blys. Taldi hann að eldfæri yrðu seldfyrir a.m.k. 150 milljónir um þessi áramót en í fyrra var salan um 100 milljónir. Thor sagöi aD þaö allra fyrsta sem menn þyrftu aö athuga i sambandi viö þennan varning, væri aö umgangast hann af varúö og fara i einu og öllu eftir þeim notkunarreglum sem undantekn- ingarlaust væri aö finna á öllum flugeldum og blysum. Þannig ætti fólk alls ekki aö halda á blysum eöa öörum hlutum nema á þeim stæöi, aö óhætt væri aö halda á þeim i höndunum. Þá væri einnig varasamt aö vera meö blys og jafnvel stjörnuljós innan dyra, þar sem þau gætu alltaf valdiö brunablettum t.d. á teppum. HurDarsprcngjunar eru alltaf vinsælar, en þar kippir maDur I tvo spotta og — BANG! Það má sprengja upp heil- an her fyrir 18 þúsund Þau félög sem selja flugelda til styrktar starfsemi sinni, gera mikiö af þvi að selja þá i heilum pökkum ásamt alls konar blys- um, gosum og stjörnuljósum. Thor sagði aö Hjálparsveitin hefði á boðstólum fjölskyldu- pakka I þremur mismunandi stæröum og i þeim væri flest þaö aö finna, sem brennt væri um áramót. Pakkar þessir kostuöu 8.000 kr., 12.000 kr., og 18.000 kr. I þeim væru fljúgandi diskar, eld- fjöll og flugeldar, sem kostuöu allt frá 150 kr., og upp i 2-3 þúsund kr. Eldflaugar allt frá 150 og upp í 4.000 krónur. í þessu safni af eldfærum eru þaö flugeldarnir sem vekja mesta athygli. Af þeim er hægt að fá margar geröir, islenskar sem Handblys af ýmsum geröum: Blysiö lengst til vinstri kostar 1450 kr., næsta kostar 400 kr., 220 kr., og jókerblysin kosta 730 kr. og 1200 kr. Visismynd JA. erlendar. ódýrastir eru kin- versku flugeldarnir, en verö á þeim er allt niöur I 40 kr. Dýrustu kinversku eldflaugarnar kosta um 600 kr. og þar fylgir meö fall- hlif ofan i kaupiö. Islenskir flug- eldar eru flestir á bilinu 1400 kr. — 2.500 kr. en dýrastir eru sumir erlendu flugeldanna og kosta þeir upp i 4.000 kr. Fæstum blysum má halda Blys eru fáanleg af mörgum gerðum og stæröum og eru sum þeirra handblys en þó getpr veriö varasamt að halda á þeim flest- um. Verö á handblysum er allt frá 220 kr og upp i 1500 kr. Þessi blys eru sérstaklega merkt i þá veru, að þaö megi halda á þeim en aö öörum kosti gildir reglan aö varast skal að halda á blysum. Þau geta nefnilega sprungiö þegar minnst varir. Af þeim blysum sem ætlast er til aö látin séu standa á jörö, má nefna kinversku kúlublysin, en þau skjóta upp marglitum kúlum. Þau kosta frá 120 kr. og upp i 3-400 kr., allt eftir þvi hversu margar kúlur eru i þeim. Gömlu góðu stjörnuljósin Af eldfærum þeim, sem menn brúka um áramót, eru stjörnu- ljósin einna hættuminnst, enda venjulega fengin börnum. Logi þeirra er fremur kaldur þannig að litil hætta ætti að vera af brunasárum, en hins vegar geta þau orsakaö brunabletti á tepp- ,um, ef notuð eru innan dyra. Pakkinn af stjörnuljósum kostar frá 150 kr. og upp i 2000 kr. en þaö eru svokallaöir skýjaklúfar Innisprengjur og kampa- vínsf löskur Loks er þess aö geta aö hægt er aö kaupa ýsmar „sprengjur” sem nota má innan dyra. Þetta eru yfirleitt litil hylki með ofurveikri hleöslu sem spýta út úr sér alls kyns drasli úr pappir' og plasti. Af þessum innisprengj- um eru Tcannski kampavins- flöskurnar mikilfenglegastar en þaö eru hylki i flöskuliki sem þeyta kynstrum af drasli hátt i loft. Þær kosta 1400 krónur. -HR Nokkrar varúðarreglur Beinið eldfærum aldrei að öðru fólki. Flugeldum má aðeins skjóta af stöðugri undirstöðu. Vikið vel frá. Skorðið standblys vel á jörðina. Kveikið á þeim og víkið vel frá. Standið þannig, að vindur beri ekki neista i föt ykkar. Beinið handblysum vei frá likamanum og gætið þess að kúlur eða neistar lendi ekki á öðrum nærstöddum. Festið sólir og önnur blys, sem snúast, ekki á eldnæmt efni. Víkið vel frá. Notið ullar- eða skinnhanska þegar þið kveikið á blysum eða flugeldum. 13 fráokkur Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM ÚTSÖLUSTAÐIR: KÓPAVOGUR: Skeifan, Smiðjuvegi 6 Skátaheimilinu, Borgarholtsbraut 7 Toyota, Nýbýlavegi 8 Reiðhjólaverkstæðið Hjólið, Hamraborg 9 VESTMANNAEYJAR: Drífandi Hótelið REYKJAVIK: Skátabúðin, Snorrabraut Volvósalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Við Bernhöftstorfuna Seglagerðin Ægir, Grandagarði GARÐABÆR: í íþróttahúsinu Ásgarður Við Blómabúðina Fjólu AKUREYRI: Alþýðuhúsið Söluskúrvið Hrísalund Söluskúr í Glerárhverfi ÍSAFJÖRÐUR: Skátaheimilinu, ísafirði AÐALDALUR: Hjálparsveit skáta, Aðaldal BLÖNDUÓS: Hjálparsveitskáta, Blönduósi HVERGERÐI: í Hjálparsveitarhúsinu, Hveragerði NJARÐVÍK: Bílasölunni við Reykjanesbraut Kaupfélagshúsinu, Njarðvík Og í bíl í Vogunum laugardags- kvöldið 29/12 79 FLJÓTSDALSHÉRAÐ: Kaupvangi 1, Egilsstöðum Fjöiskyldupakkarnir eru 10% ódýrari. Þeir kosta 8000 kr. ,12000 kr.,18000 kr. og 25000 kr. í hverjum pakka er leiðarvísir um meðferð skotelda. Styðjið okkur — stuðlið að eigin öryggi. OPIÐ TIL KL. 10 Á HVERJU KVÖLDI FlugeldamarkaÓir Hjálparsveita skáta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.