Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 27. desember 1979 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DavfA Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson. <_i,as Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmunaur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd: ,unnar V Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar T Guöbjornsson Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.000 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Verð í lausasölu 200. kr. eintakið. Auglýsingar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. .Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 linur. MEGINMALIN FYHST Fullvist má nú telja, að forseti íslands muni næst fela Geir Hall- grímssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, að gera tilraun til myndunar meirihlutastjórnar. í samræmi við þá afstöðu Sjálf- stæðisflokksins að útiloka ekki fyrirfram neina stjórnarmynd- unarmöguleika mun Geir sjálf- sagt byrja tilraun sína á viðræð- um við forystumenn allra hinna flokkanna, til þess að kanna horf ur á málefnalegri samvinnu, án þess að binda sig við einhverja sérstaka stjórnarsamsetningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú haft rúmlega þrjár vikur frá kosningum til að átta sig á því i hvaða þáttum efnahagsmálanna hann getur fallist á málamiðlun við hugsanlega samstarfsf lokka. í Ijósi kosningaúrslitanna hlyti Sjálfstæðisflokkurinn t.d. að verða að sætta sig við eitthvað minni lækkun ríkisútgjalda en f lokkurinn lagði til fyrir kosning- arnar. Öbreytt ástand í öryggis- málunum og jöfnun atkvæðis- réttar hljóta hinsvegar að verða meðal hinna sjálfsögðu mála, sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur upp, og í efnahagsmálunum eru nokkur atriði, sem flokkurinn getur ekki annað en sett á oddinn. í fyrsta lagi, að verulega verði Geir Hallgrimsson formaöur Sjálfstæðis- flokksins reynir sjálfsagt næstur myndun meirihlutastjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar haft þrjár vikur til að átta sig á því, hvar hann getur fallist á málamiðl- un við hina flokkana, og hvar ekki. Geir Hallgrimsson ætti þvi að geta orðið snar- ari i snúningum heldur en Steingrimur Hcrmannsson var. dregið úr skattheimtunni. í öðru lagi, að hætt verði gegndarlausum austri úr opin- berum sjóðum til óarðbærra verkefna, en f járf estingum ríkisins verði beint í arðsöm fyrirtæki, eins og t.d. fram- kvæmdir í samgöngumálum og orkumálum — og þeim fram- kvæmdum verði raðað eftir því, hvernig þær borga sig best aftur. i þriðja lagi, að komið verði raunverulegri stjórn á peninga- málin, svo að hætt verði viðstöðu- lausri seðlaprentun til þess að framleiða verðbólgu. ( fjórða lagi, að frelsi í við- skiptalífinu verði aukið. I fimmta lagi engin ný ríkisaf- skipti af atvinnulíf inu. í sjötta lagi, að alveg verði tekið fyrir hina sjálfvirku víxl- verkun launa og verðlags, og vinnulaun og launamismunur verði alfarið samningsatriði milli samtaka atvinnurekenda og launþega og að fullu á ábyrgð þessara aðila. I sjöunda lagi að hef ja þegar i stað undirbúning að nýjum stór- iðjuverkefnum, og þar verður að halda opnum möguleikum til þátttöku erlendra aðila, ef slík þátttaka verður talin hagkvæm i einstökum tilvikum. Þessi atriði eru öll og sem ein heild meginforsendur þess, að verðbólgan verði hamin og á ný verði unnt að leggja á leið til bættra lífskjara í landinu. Sjálf- stæðisf lokkurinn getur ekki sest í ríkisstjórn upp á önnur býti. Hann rís ekki undir endurtekn- ingu á endaleysunni í stjórn ef na- hagsmálanna 1974-1978. Fái formaður Sjálfstæðis- flokksins ekki þegar í byrjunar- viðræðum við fyrirsvarsmenn annarra flokka jákvæð viðbrögð við hugmyndum af því tagi, sem hér hefur verið lýst, er honum áreiðanlega óhætt að skila stjórnarmyndunarumboði sínu til forseta skjótlega aftur, því að það er ekki fyrr en meginstefnu- atriðin hafa verið mörkuð, sem það hefur einhverja þýðingu að setjast yf ir hina endalausu taina- dálka frá Þjóðhagsstofnun. Öljós eða neikvæð viðbrögð vinstri flokkanna við spurningum um grundvallaratriðin eru örugg vís- bending um skort á samstarfs- vilja eða samstarfsgetu. Það er því þýðingarmikið, að Geir Hall- grímsson verði snarari í snún- ingum heldur en Steingrímur Hermannsson var. Jóhannes Björn, höfundur bókarinnar „Faliö vald”, skrifar hér svar við ýmsum fullyrðingum, sem fram voru settar i ritdómi Hreins Loftssonar um bókina i VIsi fyrir skömmu. Aðlokum mágeta þess, aðþvi Nurnberg sönnuöu greiðslur á er ekki „haldið fram” i bókinni 2.6 milljónum rikismarka i að alþjóðlegt auðvald hafi stutt kosningasjóö Hitlers 1933. Hitler til valda. Réttarhöldin i Jóhannes Björn „Samsærið mikla” heitir grein, sem frjálshyggjumaðurinn HreinnLoftsson skrifar um bók- ina Falið vald i VIsi þann 9.12. í þessari grein kemur fram ákaf- lega þokukenndur þanka- gangur, sem ekki verður komist hjá að gera nokkrar athuga- semdir við. Rauði þráðurinn i gagnrýni Hreins á Falið valder að bókin boði samsæri, sem ekki eigi sér stoð I raunveruleikanum. Hreinn heldur þvi nefnilega fram, að öll leynifélög, innlend sem erlend, séu einhvers konar saumaklúbbar. Hann segir orð- rétt: „1 raun þarf til dæmis ekk- ert aö vera óeðlilegt við það að félag eins og Bilderberg sé leynilegt. Fjöldi leynifélaga er starfandi á tslandi, þótt ekkert séóeðlilegt viö starfsemi þeirra og það þarf ekki að vera grun- samlegt, þótt valdamenn I heiminum myndi meðsér félag. Getur tilgangur þess ekki ein- faldlega verið sá að skapa grundvöll fyrir hreinskilnum og opinskáum umræðum?” (Þetta síöasta er haft orðrétt eftir Geir Hallgrímssyni i viötali við Helgarpóstinn.) Einhvern veginn er ákaflega erfitt að sjá hvernig þessi rök- færsla samræmist hugmynda- fræöi frjálshyggjumanns. Undir hvaöa tegund lýðræðis flokkast þetta leynimakk? Eða öllu heldur, hvernig lýðræöi er þaö, sem þolir ekki opna umræöu. Eru „hreinskilnar og opinskáar umræður” aöeins fyrir fáa út- valda? Gaman væri að sjá eitthvað fylgist með — að Nelson lenti i' frægu skilnaðar- máli árið 1962, sem útilokaði hann frá allri baráttu um þetta embætti, þegar aldurinn var honum hagstæður. Völd og auður ættarinnar hafa lika haft öfug áhrif I þessu sambandi, þar sem flestum þykir nóg, svo að ekki sé forsetaembættinu bætt við. Rússland Hreinn fer með beina rang- túlkun, þegar hann heldur þvi fram að Falið vald segi, að Bandarlkjamenn hafi ekki skipt sér af innrásinni I Ungverja- land 1956 og innrásinni I Tékkó- slóvakiu 1968. Falið vald segir að Bandarikjamenn hafi hvatt til innrásanna. Þeir gáfu grænt ljós, sem er allt annað en að standa hjá til aö forðast heims- styrjöld. Enn bregður þoku yfir skrif frjálshyggjumannsins, er hann fjallar um efnahagsleg sam- skipti austurs og vesturs. Hvað er svona sjálfsagt við aö Banda- rikin flytji iðnaöarþekkingu til Russlands og hamist viö að byggja þaö upp? Rússland er stærsta fangelsi heimsins. Þar lifir fámenn klika stjórnmála- manna I vellystingum á meðan þorri almennings llöur skort. TugmiUjónirhafa verið drepnar heimafyrir og kllkan virðist reiðubúin aö ganga á mUli bols og höfuðs á Vesturlandabúum við fyrsta tækifæri. Eru þeir aðilar, sem byggja upp þetta riki, ekki samsekir? fræðilegar útskýringar á þessu leyni-lýðræði. Það er heldur ekki rétt, að fjöldi leynifélaga sé starfandi á tslandi. Þau eru örfá. Og hvernigveit Hreinn aö ekkert sé óeðlilegt við starfsemi þeirra? Við vitum það ekki svo lengi sem þau eru leynileg. Eða hvað? Nelson Rockefeller Hreinn varpar fram þeirri spurningu, hvers vegna Nelson RockefeUer tókst aldrei, þrátt fyrir mikil völd RockefeUer- ættarinnar.að verða forseti. Þvl ertilaðsvara — ogætti reyndar ekki aðþurfa aðsegja fólki sem „Nelson Rockefeller lenti i frægu skilnaðarmáii, sem úti- lokaði hann frá allri baráttu um forsetaembættiö”. Lýöræöi í leyni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.