Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 27. desember 1979 # r€ ■* 9 » * * # 4 W 2 Hvort hlakkarðu meira til jólanna eða gamlárs- kvölds? Bragi Stefánsson: Gamlárskvölds. Edda Eiriksdóttir: Jólanna. Anton Guómundsson: Ég veit ekki, — ég held jólanna. Birgir Þór Bieltvedt: Jafnmikiö. Mér finnst jafngaman á jólum og á gamlárskvöldi. Schumann Dideriksen: Jafnmikiö. Ustrænn sigur! Þjóðleikhúsið: Orfeifur og Evridis. Ópera i þrem þáttum eftir Christoph W. Gluck. Texti eftir: R. Calza- bigi. Þýðing: Þorsteinn Valdimarsson. Leikstjóri: Kenneth Tillson. Kór og hljómsveitar- stjóri: Ragnar Björns- son. Dansar: Kenneth Till- son. Leikmynd og búning- ar: Alistair Powell. Lýsing: Kristinn Dani- elsson. Enganþann, erannogsyrgir, liti guöleg miskunn byrgir,— gakk I friö og fögnuö inn! Evridlsi aftur séröu, aftur þér á höndum beröu Evrfdisi, ástvin þinn. Orfeifur, sonur Appolons og sönggyöju einnar, var söngvari og skáld frá Þrakiu. Fylgdi slik- ur töframáttur söng hans og hörpuleik, aö hann gat laöaö til fylgdar viösigeikurogkletta og tamiö óargadýr til gæföar og spektar. Hann unni mjög Evrldis, konu sinni. Eitt sinn er hún var áskógi, lentihún I útistööum viö Aristeos, guö veiöimanna. Hún vildi hllfa hirti, sem hann haföi augastaö á. Hún flúöi hinn grimma veiöimann og faldi sig. Höggormur kom þar aö sem hún svaf og særöi hana til ólífis. Harmi tostinn hræröi Orfeifur jafnvel steina til viknunar meö harmljóöum slnum. „Mitt hróp til himins ber, harmþrungnir svara mér.stokkar og steinar”. Jafnvel Persefóna, hin grimmúölega undirheima- drottning, fylltist meöaumkun. Leyföi hún skáldinu aö sækja konu sina til undirheima. En hún setti þaö skilyröi, aö hann mætti ekki líta um öxl á leiöinni frá draumheimi til efri byggöa. Orfeifur stóöst ekki þá freist- ingu aö li’ta aftur ástvin sinn heimtan úr helju. Um leiö var Evrldis honum aö eilifu glötuö, samkvæmt goösögninni og hvarf aftur til Hadesar i fylgd meö Hermesi. Eftir þetta reikaöi Orfeifur harmþrunginn um Þrakíu. Meö þvi aö hann lagöi fæö á aörar konur eftirmissi Evridisar, reif hópur trylltra þrakverskra kvenna hann I sundur. Köstuöu þær höföi hans og hörpu á haf út. Báru sjávaröldur hvorttveggja til eyjunnar Lesbos. Þar reis seinna véfrétt Orfeifs, en eyjan varö fræg af söng og skáldskap ibúanna. Þannig er I stuttu máli hin ægifagra grlska goösögn ástar og dauöa. En þar sem ópera Glucks var samin sérstaklega fyrir sklrnardag austurrlkis- keisara og var frumflutt viö hiröina á eftir frönskum gam- anleik 1762, þá þótti ekki sæma aö láta óperuna enda jafn átak- anlega og goösögnina. Gluck og textahöfundurinn Calzabigi, skeyttu þvi nýjum endi viö hina tragísku arfeögn. Astarguðinn Ajor skarst enn í leikinn. Slik ást sem þin hún ber, mitt eillfa llf 1 sér, þinni eldraun lýkur nú! Evridis vakna þú! Þann er einni þér ann, ást þinni krýndu hann. Gluck var bæheimskt 18du aldar tónskáld.sem starfaöi um skeiö I italskri óperu i Mllanó. Orfeifur ogEvrldlser kórónan I sköpunarverki hans og tima- mótaverk I sögu óperunnar. Með henni vildi hann vikja frá innihaldslitlu flúri og hverfa aftur til ósvikinna tilfinninga og einfaldleika aö formi. Þetta tókst honum fullkom- lega. Tónlist hans er undurfög- ur, einlæg og hrlfandi. I tvær aldir hefur hún heillaö óperu- unnendur gömlu Evrópu og alls hins siömenntaöa heims. Hlutverk Orfeifs, hins trega- sjúka elskhuga, yfirgnæfir öll örinur I verkinu. Flutningur óperunnarstendurogfellur með honum. Þaö vekur áreiöanlega furöu margra aö þetta hlutverk skuli faliö konu. A tlö Glucks og slöar var ekki óalgengt að þetta hlutverk færi faliö silfur- tærri geldingsrödd. I öörum geröum er þaö faliö baritón söngvara. En oftast nær er kon- um skipað I öll hlutvetkin: Orf- eifs og Amor auk Evrldisar. 1 Islensku uppfærslunni eru tvær söngkonur I hverju hlut- verki. Þær Sigrlöur Ella Magn- úsdóttir og Sólveig M. Björling munu skiptast á aö syngja hiö magnaða hlutverk Orfeifs. Elisabet ErMngsdóttir og Ólöf Kolbrún Haröardóttir skipta meö sérhlutverki Evrldisar og Anna Júlfana Sveinsdóttir og Ingveldur Hjaltested syngja hlutverk Amors. A frumsýning- unnifóru þærSigrlöur Ella, Ólöf Kolbrún og Anna Júlíana meö þessi hlutverk. léikfist Þaö gengur vissulega krafta- verki næst aö þessi Btla þjóö skuli eiga áaöskipa söngkonum, sem eru þess umkomnar aö valda þessum hlutverkum. Sannarlega er þaö meira en viö eigum skilið, ef tekiö er miö af þeim Iqörum sem viö búum listafólki okkar i söngvarastétt. Þaö er á fárra færi aö skilja til hlitar, hvilikar kröfur um menntun ,þjálfun og sjálfsaga eru geröar til atvinnusöngvara I óperuhúsum Evrópu. Allar þessar söngkonur okkar eru vel menntaöar hæfileika- manneskjur. Þær hafa sótt sér menntun og reynslu til ná- grannalanda eins og Þýska- lands, Itallu og Sviþjóöar. En tækifærin sem þeim bjóðast hér heima eru sorglega fá. Þeim mun meiri ástæ^ö er til aö fagna yfir þeim listræna sigri sem unninn var á fjölum Þjóö- leikhúsins í gærkvöldi. Djúp alt-rödd Sigriöar Ellu naut sln vel I hlutverki Orfeifs. Rödd hennar innlifun og leikur kom sárum trega I hinni undurfögru arlu, saknaöarhljóöi, þegar Orfeifur hefur brugöist heit- strengingu sinni og Evrídls hverfur honum aftur til undir- heima Hadesar. Ólöf Kolbrún sýnir þaö I hlut- verki Evrldlsar aö hún er vax- andi söngkona, sem býr yfir hæfileikum til aö takast á viö dramatlskt óperuhlutverk. Samleikur og söngur hennar og Sigrlðar Ellu I lofsöngnum til Amors undir lokin var magn- aður og hrífandi. Hlutverk Amors er fyrsta hlutverk Onnu Júliönu á sviöi Þjóðleikhússins. Hún geldur þess að Amor birtist okkur bak- sviðs i statisku gervi, i mikilli fjarlægð frá hljómsveit og á- heyrendum. Hún virtist óörugg og naut sin ekki til fulls. Aö ein- hverju leyti veröur þetta aö skrifast á reikning leikstjórans, sérstaklega þar sem staösetn- ing söngkvennanna var I fleiri tilvikum ekki til þess fallin aö söngur þeirra nyti sin til fulls. Hins vegar virtust þess vand- lega gætt aö kórinn nýtti sviðiö vel og söngur hans kemst vel til skila annars staöar I húsinu. Ég hef varla á annan tima heyrt hann vel æföan, enda skilaöi hann slnu hlutverki meö ágæt- um. Leikstjórinn Tillson er ballettmeistari og dansari þess vegna veldur þaö vonbrigöum aö hann skuli ekki hafa ætlaö dansflokknum stærri hlut I sýn- ingunni, en raun bar vitni. Kóreógraflan var ágæt i 2. atriði I fyrsta þætti þegar vofur, nornir og náttskuggaþýöi ætlar aö æra og færa hinn arma af vegi. I öðrum atriöum var hún lltt markviss og stllvana, enda 16mannaflokkiætlaö allt of h'tiö rými.; Leikmynd Skotans Powells var i hóf stillt og hugkvæmnis- leg, sérstaklega aö þvl er varöar notkun ljósa og léttra hliöartjalda, til aö ná fram æskilegum áhrifum. Hins vegar var ljósastýring umrætt frum- sýningarkvöld fumkennd I meira lagi, hvaö sem valdiö hefur. Plastiskur geislabaugur umhverfis ástarguðinn I loka- atriöinu var þvi miöur út úr stíl. Þýöing Þorsteins heitins Valdimarssonar bar höfundi slnum fagurt vitni, svo sem vænta mátti um þann ljúfling islensks máls. Stjórn Ragnars Björnssonar á hljómsveitinni var örugg og nákvæm. Hann gætti þess vandlega aö yfir- gnæfa hvergi raddir söngkvenn- anna á sviöinu. Eftir dræmar undirtektir I byrjun náöi sýningin stööugt sterkari tökum á áheyrendum, sem aö lokum fögnuöu söngkon- um og hljómsveitarstjóra meö dynjandi lófataki. Bryndls Schram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.