Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 24
síminn er86611 Veöurspá dagslns Yfir hafinu umhverfis Island er allviðáttumikijj lægðar- svæði, sem er samsett úr nokkrum smálægðum og ganga þær sólarsinnis um- hverfis landið. Þeirra helst i bili er 978 mb djúp um 150 km ANA af Melrakkasléttu á hreyfingu VNV, en lægðar- svæðið i heild þokast ofurhægt austur á bóginn. Kalt verður til landsins, en viða frostlaust við sjóinn. Suðvesturmiö: Sunnan gola eða kaldi, rlydduél. Suðvesturiand, Faxaflói. Faxafióamið: Hægviðri eða austan suðaustan gola, viða léttskýjaö en þó hætt við éljum á stöku stað, einkum á miðum og við sjóinn. Breiöafjöröur Breiöafjarðar- miö:Hægviðri og siðan vestan gola eöa kaldi, viöa dálitil él, einkum er liður i daginn. Vestfiröir og Vestfjaröamiö: Sunnan gola og síðan vestan kaldi eða stinningskaldi, viöa dálitil él, einkum er liður á daginn. Noöurmiö og Norðausturmið: Vestan kaldi eða stinnings- kaldi, viða dálitil él, sum- staðar allhvasst eða hvasst um tíma framan af degi. Austfiröir og Austfjaröarmiö: Norðan kaldi eða stinnings- kaldi á miðum og él um tima. Suöurland og suöausturmið: Hæg breytileg átt viða létt- ský jað til landsins, en smá él á miöum. veörlö hérog har Kiukkan sex i morgun: Akureyri skýjaö 4-4, Bergen rigning 4, Helsingi skýjað 1, Kaupmannahöfn skýjað 2, Oslórigning 2, Reykjavíklétt- skýjað 4, Stokkhólmur skýjað 0 Klukkan 18 i gær. Aþena skýjað 7, Berlin þoku- móða 2, Chicaco. þokumóða -rl, Feneyjar heiðskirt 5, Frankfurt heiðskirt -5-1, Nuuk léttskýjað 4-9, London alskýjaö 7, Luxemburg þoku- móöa 4-2, Las Palmas létt- skýjað 18, Mallorka léttskýjað 7, Montrealsnjókoma 4-1 New Yorkskýjað 8, Paris alskýjað 4-1, Róm rigning 10, Malaga heiðskirt 13, Vin súld 2, Winnipeg léttskýjað 4-10. LOKI seglr Best skrifuöu kaflarnir i jóla- leikriti sjónvarpsins — „Drottinn blessi heimiliö” — voru aö minu mati þeir, sem ekki voru skrifaðir — þ.e. þagnirnar. Átta hestar brunnu inní í Kðpavogi: KTTA VAR MIKW AFALL FYRIR FJOLSKYLDUHA - seglr Asgelr Guðmundsson, sem átli sex heslanna Átta hestar brunnu inni í Kópavogi aðfaranótt jóladags. Tilkynnt var um eldinn til lögreglunnar í Kópavogi um klukkan hálf fjögur, en er lögregla og slökkvilið komu á staðinn voru allir hestarnir dauðir. „Það var ekið á einn hest fjöl- skyldunnar i haust, en hann er að ná sér núna og er það eini hesturinn, sem fjölskyldan á eftir.” Asgeir sagðist ekki vita, út frá hverju hefði kviknað en til- „Þetta var áfall fyrir fjöl- skylduna og allir hafa verið niðurdregnir um jólin”, sagði Asgeir Guðmundsson, hús- gagnasmiður, en hann og fjöl- skylda hans áttu sex þeirra hesta, sem brunnu inni. hneiging væri til að halda að kviknað hefði i út frá rafmagns- ofni. Hesthúsið stendur i þyrpingu hesthúsa við Smárahvamm, milli Kópavogs og Garðabæjar. Ibúar i húsi við Hrauntungu i Kópavogi sáu er eldurinn var kominn upp um þak hesthússins og létu þá lögregluna þegar vita. Mikil ófærð tafði nokkuð fyrir lögreglu og slökkviliði en þegar á staðinn kom var hest- húsið alelda og eldur i áfastri hlöðu. — ATA — SG Jóhannes Páll páfi annar flutti þjóöum heims jólaboöskap sinn á jóladag en meöal þeirra, sem fengu áheyrn hjá honum um hátiöarnar var þessi hópur vietnamskra flóttamanna, sem hér sést ræöa viö páf- ann i páfagaröi I Rómarborg. Kona Deiö öana í höröum árekstri Banaslys varð i Reykjavik á Þorláksmessu, er 62 ára gömul kona lést I umferðarslysi. Maður- inn hennar slasaðist og liggur á sjúkrahúsi. Slysið varö um klukkan hálf þrjú i Sætúni, vestan Laugalækj- ar gegnt Kirkjusandi. Hjónin komu akandi noröur Sætúnið, i átt frá bæhum, þegar bill þeirra snerist skyndilega þvert á göt- unni. t sömu svifum kom bill úr gagnstæðri átt og skali hann á hægri hlið hans. Konan, sem beið bana, sat i framsætinu og varð þvi fyrir aðalhögginu með fyrrgreindum afleiðingum. Maður hennar mun meöal annars hafa hlotið innvort- is meiðsl og hefur ekki verið hægt að taka af honum skýrslu um at- burðinn. Okumaöur hins bilsins slapp ó- meiddur, en kona, sem með hon- um var nefbrotnaði. Snjór og hálka var er slysiö varð. —SG. Fannst l höfnlnnl Bill Magnúsar Gunnarssonar frá Keflavik fannst i höfninni á Þoriákshöfn á laugardaginn og var lik Magnúsar i honum. Leit hafði staðið yfir að Magn- úsi á aðra viku og náði hún viða. Fólk i Þorlákshöfn hafði talið sig hafa séð bil Magnúsar og var þvi gerð mjög nákvæm leit I höfninni þar, en fyrri leit hafði ekki borið árangur. - SG Góð nfkoma saumastofunnar Prýðl á Húsavfk: Starfsmenn fengu allt að 700 Þúsund í uppbðt „Stjórn fyrirtækisins tók þá ákvöröun fyrir nokkrum dögum að greiða 30% uppbót á laun- in fyrir þetta ár", sagði Guðmundur Hákonarson, framkvæmdastjóri saumastofunnar Prýði á Húsavík í samtali við Vísi. Stjórn fyrirtækisins hefur haft þá stefnu að greiða starfsfólkinu launauppbót eftir þvi sem af- koma fyrirtækisins leyfði og hefur það verið gert, þótt upp- hæðin sé mishá. „Það má segja að þetta sé hliðstætt við bónuskerfi”, sagði Guömundur. „Taxti þessa fólks hljóðar upp á lægsta kaup, sem borgað er i þjóðfélaginu, og þvi finnst okkur eðlilegt, aö fólkið njóti þess, ef það skilar góöu starfi”. Uppbótin, sem greidd var núna fyrir jólin, var samtals á 10. milljón króna og fékk hver starfsmaöur I fullu starfi rúmar 700 þúsund krónur I viðbót við launin sin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.