Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 16
16 vísm Umsjón: Katrin Páls- dóttir Mæögurnar Elsa (Kristin Völundardóttir) og Olga (Saga Jónsdóttir) i „Drottinn blessi heimiliö”. ...bara ef... Drottinn blessi heimiiiö. ts- ienskt sjónvarpsieikrit, 1979. Höfundur handrits: Guðlaugur Arason. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Stjórn Upptöku: Tage Ammendrup. Helstu hlut- verk: Saga Jónsdóttir, Þráinn Karlsson, Sigurveig Jónsdóttir. Frumsýning 26. desember. Lengd: 65 minútur. Sjónvarpiö sjálft lýsir þræöi þessa leikrits þannig: „Leikrit- iö fjallar um Hannes og Olgu. Hannes er á sjó, þegar hann fréttir að sonur hans hefur slas- astilla.Hann veröur að biöa þar til veiöiferö lýkur til aö komast að sjUkrabeöi sonarins. Þau hjónin tengjast á ný vegna sam- eiginlegra vandamála, en nægir það til að þau taki aftur upp samli'f?” En i raun „fjaliar” leikritiö ekki um neitt. Þaö segir sögu af hjónum, sem vita ekki hvort þeim þykir nægilega vænt hvort um annað til aö geta fyrirgefiö öðru að vera ekki sköpuö eftir höföi hinS. Það nefnir lauslega fyrirbæri á borð viö einangrun sjómanna, (hún rennur allt I einu upp fyrir Hannesi eftir 20 ára sjómennsku!), kvenrétt- indi, uppeldi barna og dagvistun (ég vona aö fóstrur geri sér ekki far um að baktala foreldra i eyru leikskólabarna almennt!), verkaskiptinguna i þjóöfélag- inu.allt þetta mjög lauslega og eiginlega aöeins i „forbifarten”. Höfundur tekur aldrei afstööu, gerir ekki tilraun til aö skyggn- ast undir yfirboröiö, skilgreina eöa stinga upp á lausnum. Per- sónur leikritsins eru ekki þaö vel Ur garöi geröar, aö áhorfandanum verði unnt aö kynnast þeim, skilja þær eöa finna til meö þeim þannig að honum standi ekki á sama um afdrif þeirra. En leikrit (eins og raunar allar bókmenntir) hljóta aö eiga aö vera annaö og meira en einhvers konar alsjáandi auga, sem áhorfandi fær að horfa i gegn um. Raunveruleik- inn er allt i kring um okkur hvort eö er. Það heföi veriö auöveldara aö einbeita sér aö þvi aö fylgjast með gangi mála Hannesar og Olgu, ef maöur heföi vitaö út á hvaö þau gengu. Veit höfundur leiklist t.d. hvers vegna Olga vill, að Hannes hætti á sjónum? A égað trúa þvi', að þaö sé aðeins vegna þess aö hún „nennir ekki aö standa I öllu alein”? Og veit höfundurinn, hvers vegna Hannes vill ekki hætta? Er þaö vegna þess, aö hann hefur ekki efni á þvl eöa vegna þess aö hann getur ekki veriö án salt- bragösins og spennunnar? Og hvaö var Hannes aö hugsa, eftir aö hann frétti um slysið? Hvers vegna gat hann ekki sofiö? Var það vegna Olgu? Eða vegna auga sonarins? Ef höfundurinn veit þaö, hvers vegna reynir hann ekki aö gefa þaö f skyn? Eöa má áhorfandinn e.t.v. ráöa þvi sjálfur? Það skiptir tölu- veröu máli. Meira máli en vit- neskjan um að konan i næstu Ibúö flikkar upp á útlitið meö maska áður en hún fer á kalla- far i Glæsibæ. Var ekki hægt að undirbúa rakvélasenuna án þess aö farast á leiöinni? — Vel áminnst, rakvélasenan. Þaö er aö skilja aö Hannes hafi áttaö sig þá fyrst á aö hann elskaði Olgu si'na eftir afbrýöiskastiö. Furöulegt aö mæla ástina I réttu hlutfalli viö afbrýöissemi. Eignartilkalliö varð leiðanum yfirsterkara og allt féll I ljúfa löð! Friöurinn entist þangaö til Olga fór aftur að krefjast þess, aö Hannes hætti á sjónum. Lik- lega hefur þetta háværa „ég” átt aö sýna male-chauvinisma Hannesar. En auövitaö itrekaöi morgunsamtaliö ekki annaö en þaö, sem áöur haföi komiö fram, aö hvorki hún né hann vorureiöubúin til aö viöurkenna skapferli, skoöanir eöa persónu- leikahvort annars. Það er varla von á ööru en upp úr slitni. Ég vona bara aö kveöjustundin á hafnarbakkanum hafi ekki átt að gefa I skyn, aö þau haldi þessu áfram. Annars var mér eiginlega alveg sama. Margar senur voru vel geröar og Guölaugi Arasyni fer vel aö lýsa sambandsleysi á milli fólks. Matarborðið var frábær- lega plnlegt og eftirleikur Glæsibæjar fyndinn. Og vissu- lega var Sigurveig Jónsdóttir Uka fyndin meö maskann — en var ætlunin aö semja skopleik? Drottinn blessi heimiliö varö til á og eftir námskeið sjón- varpsins I leikritun, og er þvl nokkurs konar meistarastykki höfundar aö þvl námi loknu. Guölaugur hefur lært samvisku- samlega aö notfæra sér marga þá möguleika, sem tækni viö kvikmyndun býöur upp á. Og sú hlið, er að tæknimönnum, leik- urum og leikstjórn lýtur er nær aðfinnslulaus. Lárus Ýmir Óskarsson kann sitt fag og Tage getur veriöstoltur af sér og sín- um mönnum. Leikararnir stóöu sigmeöprýði, og þaö var gam- an aö sjá ný andlit á skermin- um. Það er auösýnt, að sjón- varpið sjálft og leikarar eru fullkomlega hæfir til aö búa til góða kvikmynd, bara ef gæði handritanna eru líka fyrir hendi. Ms Þá mætti fðlK á öllum aldri I Hollywood - Uegar Hús 09 Hýöýli hélt reisugilllö Jólasveinarnir skemmta krökkunum. Foringi þeirra Askasleikir segir, aöþeir búil stórum helli I Skála- felli. Vlsismynd JA. „VIB ERUNI HVORKI NfU EÐA ÞRETTAN, HELDUR TUTTUCU” - seglr forlngl Jólasvelnanna sem varö 306 ára I sumar „Nei, nei.viö erum hvorki 9 eöa 13. Þetta er mesti misskiiningur, viö erum 20 jólasveinarnir”, sagöi Askasleikir, foringi jóla- sveinanna, þegar viö báöum hann aö segja okkur nii sannleikann I þessu máli, sem menn hafa veriö aö velta fyrir sér siöustu ára- tugina. „Þaö er búiö aö vera mikiö aö gerahjá okkur undanfarna daga. Fyrir jóiin vorum viö á þönum viö aö setja „gott” í skóinn hjá krökkunum, svo aö ég tali nú ekki um allar jtílagjafirnar sem viö höfum búiö til. En viö erum vel undirbúnir, þvi aö viö höfum hvfit okkur vel I sumar”, sagöi Aska- sleikir. „Klaufar að keyra bfl”. Nú koma jólasveinarnir I bæinn á jeppa og vélsleöum. „Viö fáum bíla lánaöa hjá vinum okkar, en við erum mestu klaufar aö keyra, þaö bilar svo oft hjá okkur. Annars koma sumir okkar gang- andi og Bjúgnakrækir er ennþá meö hreindýrasleöann sinn”, sagöi foringi jólasveinanna. En hvaö skyldu jólasveinarnir vera gamlir? „Ég skal nú segja þér, hvort sem þú trúir þvl eöa ekki, aö ég varö 306 ára I sumar. Giljagaur er elstur, hann er 400 ára, en hinir jólasveinarnir eru yngri en viö”, sagöi Askasleikir. Búa I helli i Skálahelli. Jólasveinarnir búa I stórum helli I Skálafelli. Askasleikir sagöi aö þaö kæmi fyrir, aö krakkar sæu þá þegar þeir væru á skiðum í fjallinu. Þarna búa ailir jólasveinarnir saman, en hvað skyldi hafa oröiö um mömmu þeirraog pabba, Grýlu og Leppa- lúöa? „Þaö erlangt slöan viö sá- um þau. Viö höfum heyrt sögur um það aö þau séu dauö, en ekki fengið þær staöfestar.” „Hvort krakkar séu þægir núna, já, já, blessuö vertu, þeir eru þaö. Gluggagægir er iönastur viö aö segja okkur frá óþekkum krökkum. Foreldrarnir láta okk- ur stundum vita. En þaö er eng- inn vandi aö lækna óþægöina I þeim. Þaö geri ég meö stórum galdralurk.sem ég á. Meö honum lækna ég líka gigtina I bræörum minum”, sagði Askasleikir. Á flugskíðum til Akureyrar. Jólasveinar þurfa aö komast til krakka um land allt, en hvernig komast þeir svona hratt yfir? „Viö eigum þessi forláta flug- sklöi og þegar viö erum á þeim erum viö ósýnilegir. Viö fljúgum á þeim t.d. til Akureyrar, en svo fáum viölíka aö sitja i flugvélum, þegar laust pláss er.” Stekkjastaur er sá, sem mest hefur gaman af tónlist. Hann læröi upp á sitt eindæmi aö spila á harmónikku. Þá hefur hann einnig gert mikið af því aö semja vlsur. Hann segist finna þær I pokahorninu sinu, upplýsir Aska- sleikir okkur. -KP.- Þaö var tívenjulegt kvöld I Hollywood, mánudagskvöidiö fyrir rdmri viku. Yfirleitt er þaö ftílk af yngri kynslóöinni, sem leggur undir sig staöinn, en þvi var heldur betur ööru vlsi fariö aö þessu sinni. Tímaritiö Hús og Hlbýli hélt þar heljarinnar samkvæmi og bauö fólki á öllum aldri i gleö- skapinn, en þó aöaliega eldra fólki. Má segja aö meöalaldurinn hafi verið 35 ár. Þeir voru þvi margir sem litu Hollywood auga I fyrsta sinni. Edda Andrésdóttir, ritstjóri og Ólafúr Laufdal, eigandi Holly- wood, höföu sent boðskort út um allar trissur, og þegar á staöinn varkomiö.var margttil skemmt- unar. Vörukynningar ýmissa fyrirtækja, töframaöur, tiskusýn- ing, blóm i barm kvennanna og aö sjálfsögöu hressing. Edda Andrésdóttir, ritstjóri timaritsins Hús og Hibýli, flutti stutt ávarp, þegar gestir voru mættir I Hollywood. Tilgangurinn var einfaldlega sá aö halda reisugilli blaösins, og bjóöá þeim sem vinna á einhvern hátt aö því sem viökemur fjöl- skyldu og heimili á staðinn. -KP Ýmsir þekktir menn úr þjóöfélaginu voru meöal gesta. Hér rabba þau samanf.v. Maria Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, blaöamaöur, Sveinn Sæmundsson, blaöafulltrúi Flugleiöa og Hrafn Gunnlaugsson, rithöf- undur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.