Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 02.01.1980, Blaðsíða 1
r Ráöist á ■ögreglustöölna á sauðárkrókl: 1 I Rúöur voru örotnar og i i snrengium varpaö inn i Mannf jöldi gerði skyndi árás á lögreglustöðina á Sauðárkróki á gamlárs- kvöld. Margar rúður voru brotnar I húsinu með grjótkasti og siðan fleygt inn rakettum og heimatilbúnum sprengjum ásamt neyðarblysum. Lögreglumenn á vakt urðu að flýja upp á efri hæð og slökkviliðið kom á vettvang. Aö sögn Gunnars JJuöjóns- sonar, fréttaritara Visis á Sauöárkróki, var það 80-100 manna hópur sem safnaðist aö lögreglustööinni um klukkan 21. Mest bar þar á stálpuöum ung- lingum. Byrjað var að brjóta eina rúöu meö grjótkasti og hent rakettum og heimatilbúnum sprengjum inn. Brátt voru einar sjö rúöur brotnar i viðbót og logandi neyðarblysi kastaö inn ásamt fleiri ikveikjutólum og sprengj- um. Tveir lögreglumenn voru á stööinni og hörfuöu þeir upp á efri hæö hússins undan reyk og grjóthriðinni. Slökkviliö kom á vettvang og slökkti i blysum, sem loguöu i lögreglustööinni. Atlagan stóö i um þaö bil klukkustund. Jóhann Salberg Guömunds- son, bæjarfógeti á Króknum, sagði i samtali við Visi i morgun, aö eignatjón hefði oröiö mikiö, gólf og veggir skemmst af eldi og húsgögn sömuleiðis. ,,Þetta veröur allt saman metiö og máliö rannsakaö til aö hægt veröi aö draga hina seku til ábyrgðar. Þeir, sem aö þessu stóöu, eru á aldrinum 13-20 ára, aö ég held”, sagöi fógetinn. Þessi sifelldu ólæti á gamlárs- kvöld væru ljóöur á bæjarlifinu, en ekki væri gott fyrir örfáa lög- reglumenn aö kveöa slik læti niöur. —SG J Fyrsta barniö sem fæddist á nýja árinu var stúlka, 13 merkur og 50 sentimetrar. Hún fæddist 16 minútur yfir tvö á nýársnótt. Foreldrar hennar eru þau Guöjón Gislason og Margrét Lilliendahl, og sjást þau meö litlu dótturina á myndinni. Vfsismynd GVA 70 á slysa- delldina „Þetta voru mest brunasár á höndum og andliti og um þaö bil tiu prósent þeirra, sem hingað komu, þurfti að leggja inn” sagöi Bjarni Torfason á slysadeild Borgarspi'talans, þegar Visir spuröi hann um meiðsl þeirra, sem komu á slysadeildina á ný- ársnótt en þaö voru sjötiu manns. Bjarni sagöi aöþetta heföi mest veriö fullorðiö fólk eöa unglingar og algengustu orsakir heföu veriö aö handblys heföu sprungiö og menn fengiö innihaldiö á hend- urnar. —JM Mlklar Ureiflngar á mllll formanna Miklar þreifingar munu hafa veriö milli forystumanna stjórn- málaflokkanna um hugsanlega st jórnarmyndun undanfarna daga, en óliklegt er taliö, aö þjóö- stjórnarhugmyndin hafi veriö rædd af alvöru. Geir Hallgrims- son, fonmaöur Sjálfstæöisflokks- ins, sem hefur veriö faliö aö reyna aö mynda stjórn. mun hafa talaö viö menn einslega til aö kanna samstarfsgrundvöll, en ekki náöist i neinn af formönnum stjórnmálaflokkannaI morguntil aö fá upplýsingar um gang þess- ara viöræöna. — J.M . „ÁKVÖRDUN MÍN STENDUR ÓHÖGGUД sagði Albert Guðmunússon um (orsetalramboO sltt - AOrlr hugsanlegir tramblóOendur segja fátt „Ég hef áður lýst því yfir að ég byði mig fram til þjónustu og sú ákvörðun stendur óhögguð eftir sem áður“/ sagði Albert Guðmundsson/ alþingismaður, þegar Vísir spurðist fyrir um fyrirætlanir hans í sam- bandi við væntanlegar forsetakosningar í sumar. Núverandi forseti, dr. Kristján Eldjárn, lýsti þvi yítr i áramótaávarpi sinu til þjóöar- innar, aö hann hygöist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og þvi hafði Visir samband viö nokkra þá einstaklinga sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóöendur. Albert Guömundsson hefur áöur greint frá þeirri ákvöröun sinni aö bjóöa sig fram, en sagö- ist i morgun ekki vita meö neinni vissu hverjir yröu keppi- nautar sinir, enda „spilar þaö enga rullu” sagöi Albert og bætti þvi viö aö undirbúningur fyrir kosningarnar yröi aö hefj- ast mjög fljótlega. Ármann Snævarr, hæsta- réttardómari, hafði eftirfarandi aö segja um hugsanlegt fram- boð sitt: „Um þaö hef ég ekkert ákveö- iö, enda þótti mér ótimabært að leiöa hug aö þvi máli fyrr en for- seti lýsti yfir þvi, aö hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Menn hafa að visu komiö aö máli viö mig vegna þessa máls, en á þessu stigi hefur engin ákvörðun veriö tekin”. Pétur Thorsteinsson ráöu- neytisstjóri sagöist litiö hafa hugsaö um þessi mál og heföi engar fyrirætlanir i þeim efn- um. „Ef áskoranir um framboö bærust myndi ég taka þær til at- hugunar þegar þar aö kæmi, en mér finnst hins vegar mjög leitt aö núverandi forseti skuli ekki gefa kost á sér til endurkjörs, þaö er eftirsjá aö honum”, sagöi Pétur. Þeir Guölaugur Þorvaldsson, rikissáttasemjari, og Gylfi Þ. Gislason prófessor voru báöir sem lokuð bók og vildu ekkert um málið segja i morgun. Þrátt fyrir itrekaöar tilraunir tókst ekki aö ná sambandi viö Ólaf Jóhannesson i morgun. — P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.