Vísir


Vísir - 02.01.1980, Qupperneq 9

Vísir - 02.01.1980, Qupperneq 9
Miövikudagur 2. janúar 1980. Skál — Það eru bráheiðir dagar i ljóði þinu — nýsánir i rauðan akur mannshjartans. I. Hin póetiska veröld Nú munu liðnir tveir áratugir siðan Matthias Johannessen sendi frá sér sina fyrstu ljóða bók: Borgin hló, 1958. Þá var i höfuðstaðnum nokkur hópur ungra ljóðskálda, sem nefnd voru atómskáld, formbyltingar- skáld voru þau lika nefnd... Matthias Johannessen byrjaði kornungur að yrkja. öll sin ung- dómsljóð orti hann i hefð- bundnum stil. Það var ekki fyrr en kom fram á háskólaár hans, að hann fór að þreifa fyrir sér með óbundin ljóð. I fyrstu taldi hann sig heldur andstæðan þeim, var alls ekki viss um nema að honum þætti þau svik við þjóðlega menningu Islands. Matthias Johannessen er mælskuskáld að þvi marki sem nauðsynlegt er svo skáldskap- urinn verði frjáls i sniðum, en lokist ekki inni i einhverjum þrengslum. Atómljóðið hafði hlotið nokkra viðurkenningu þegar Matthias hóf skáldferil sinn. Annars höfðu þessi skáld átt við mikið andstreymi að striða. Óhætt er að segja, að fá- um skáldum hafi verið ver tek- ið;samanlögð kritikin á Islandi var lengivel einhuga um að for- dæma verk þeirra. Þar kom ekki aðeins til rimleysið. Sum þessara skálda vorumikið gefin fyrir að fara huldu höfði með kjarna ljóðsins, byggöu yfir hann einskonar pýramfda. Matthias Johannessen yrkir op- in ljóð. Má segja að slikt hafi veriðögrun við þá skáldskapar- stefnu, sem hvað mest setti svip sinn á yrkingar ungra manna, þegar Matthias tók fyrir alvöru að tjá sig i óbundnu ljóði. Felu- leikurinn hefur aldrei freistað hans i ljóðagerðinni. Opið ljóð, slikt var Matthiasarljóð — og er. Það þarf ekki að þýða, að skáldskapur hans sé auðveldari til skilnings en lokaða ljóðið, Matthias Johannessen játast játast ekki undir neina eina ákveðna stefnu i skáldtúlkun sinni. Hann kemst svo að orði i bókmenntaskrifum sinum: „Góður skáldskapur kemur með eitthvað nýtt og óvænt inn i lifið”. Þessiorð lýsa vel þvi sem best er um ljóðmál Matthlasar Johannessen. Þar er eitthvað nýtt og óvænt, sem heldur áfram að vera nýtt og óvænt I hugum þeirra sem lesa ljóðin. Matthias Johannessen hefur skrifað talsvert um bókmenntir og samið nokkrar viðtalsbækur, þá eru nýkomnar út frá hans hendi hjá Almenna bókafélag- inu þrjár viðtalsbækur, sýnis- horn af samtölum þeim sem Matthias hefur átt við fólk á förnum vegi á 25 ára starfsferli sinum hjá Morgunblaðinu. Peráónulýsingar hans i þessum skrifum eru oft frábærar — og er stutt leið úr þessari listgrein i leikritun, enda hefur Matthias gefið út nokkur leikrit, sem hafa nokkuð til sins ágætis, að ekki sé meira sagt. Eitt þeirra, „Jón gamli”, komst á filmu i sjón- varpinu, annað á fjalirnar i Þjóðleikhúsinu, „Fjaðrafok”. Hér að framan hefur verið drepið á ljóðagerð Matthiasar Johannessen. Hann stendur nú á fimmtugu (3. jan. nk.). Ljóða- bækur hans eru orðnar margar. Nú verður litillega minnst á ljóð hans, „Sálma á atómöld”, og „Visur við ána”. I báðum þess- um flokkum viröast höfuðein- kenni i ljóðverki hans koma einkar glögglega i ljós, önnur dæmi þar um kann ég ekki öllu skýrari. En að vonum verður margt ósagt um skáldskap hans, þegar upp er staðið frá þessum lestri, þvi góðskáld verður seint lesið niður i kjölinn. 2. Sálmar á atómöld Viö lestur þessa ljóðaflokks verður maður djúpt snortinn af þeirri kennd að i raun og veru sé enginn algjör guðleysingi til i orðsins beinustu merkingu, „Matthias Johannessen byrjaöi kornungur að yrkja. öll sin ungdómsljóð orti hann I heföbundnum stil. Það var ekki fyrr en kom fram á háskólaár hans, að hann fór að þreifa fyrir sér meö óbundin ljóð... Hann stendur nú á fimmtugu <3. jan. nk.). Ljóðabækur hans eru orön- ar margar.” Óskar Aðalsleinn: ASKLOK ER EKKI HIMINN nýjar leiðir i islenskri ljóðlist og fundinn nýr tónn. Hlustum að lokum á sálm nr. 2: Spurðum við ekkioft, börnin: Hvar er sólin um nætur? Þannig höfum við einnig oft spurt hvar þú ert þegar kviðinn fyllir brjóst okkar myrkri. 3. Efinn „Visur við ána”. Svo heitir eitt ljóðið i „Mörg eru dags augu”. Mér kemur ósjálfrátt i hug að þetta kvæði sé ort þá all- ar ár eru á isum. Kvika kvæöis ins er nafnlaust straumþungt fljótið, i nafnlausu umhverfi. manakenndin mæðir manninn löngum, inn ihlustir hans berast þá helst raddir, sem tala um tortryggni þjóða i milli'og gjör- eyðingastrið, sem þá og þegar getur skollið yfir, — þótt upp- hátt sé talað um frið, vitnað um frið, eilifan frið. Litiö er að treysta á slika svardaga. Við geymum i jörðu vopn sem geta tortimt öllu mannkyni á auga- bragði. Þarf ekki mikinn ein- feldning til að trúa þvi aö þessi heimur standi öllu lengur óbrot- inn en orðið er? Reynum að skyggnast ögn dýpra i huga mannsins við ána: Hann vaknar af draumi veröld hans er vatn sem gleymdi sér. Logandi ljósi um lif sitt fer hann Og moldin brosir I blómi sem vex við hvert hans skref. hver maður hljóti á einhvern hátt að kenna guðsneistans i brjósti sinu, jafnvel án þess hann geti gert sér það fullkom- lega ljóst, að ef ekki væri þessi kveiking i innstu innum hans, væri þar með skorið á sjálfan lifsþráðinn, og auðn og tóm rikti yfir djúpunum. Skáldið hefur upp kvæðið með þessari trúar- játningu: Lif mitt bátur gisinn af sól og löngu sumri og hafið biður. An þess að eiga annars kost sigli ég yfir hafiö I þinu nafni. A lifshafinu risa fjallháar öld- ur og blindsker leynast i hafrót- inu. Allt um kring læðist feigðin og dauðinn. Skáldið segir: Við höfum heyrt að togarar fái enn tundurdufl I vörpuna — Þannig kemur liðinn timi sifelldlega inn I lif okkar. Styrkleiki skáldsins fellst i upprunalegum einfaldleika, sem oftar en ekki ber i sér Ivaf af hlýlegri gamansemi. Þessu til staðfestingar gripum við niö- ur i sálminn um „garð guðs”: Við erum börn að leik i garði þínum og þú heldur almáttugri verndarhendi þinni yfir okkur. Samt höfum við fariö illa með garðinn þinn, En þú brosir að kenjum okkar og við finnum kærleika þinn eins og hlýjan andvara i grænu grasi. Þarna horfir Guö á manntafl- ið eins og það hefur staðið um aldir. Þetta er mildur og bros- andi Guð. Það koma ekki hörku- drættir I ásýnd hans þótt maö- urinn leiki margan ljótan leik- inn i garði hans. Þarna vinnur skáldiö umtalsverðan sigur. 1 Sálmum á atómöld eru farnar hann biður þess einn að þögnin nái þreyttum eyrum hans. að áin skoli af augum hans vetrarmyrkursins mor. Kvæðið gerist á mörkum vökuvitundar og draums. Þetta þarf ekki að vera ótryggari veruleiki en sá, sem okkur er oftast skapað að lifa við. Skáld- iö, vitund þess, allt lif þess, hverfur æ dýpra i faöm landsins ogstraumsins, og hefur um sinn dregið flest i efa — um öryggi og varðveislu þeirra lifsgilda, sem mestu ráöa um framtið manns og heims 1 náinni framtlð. Matthias Johannessen er yfir- leitt bjartsýnn i ljóði og lifs- skilningi sinmn, en hann gerir sér fyllilega ljóst að bjartsýnin hefur oft verið i hrópandi mót- sögn við lif mannanna. Menn- irnir eru ekki glaðir nema stopular stundir. Lifið sjálft er ekki ósjaldan eins og ótryggt vað yfir beljandi fljótið. Ein- Skáldinu hefur tekist að hreinsa hug sinn. Hann kemur úr dimmu kafi efans. Sortaskýin á bak og burt. Óttan er björt. Skáldið hefur lengi grunað efann um græsku, veit að heimsflóttinn er efans hugar- fóstur. Efinn er eitthvað sem kemur og fer, „ótti hann bærist i djúpinu bleikur á uggann”. A svipstundu getur maðurinn öðl- ast allan lifsfögnuðinn, — „vatn sem gleymir sér”, og numið skin kristalla i hyldýpinu. Skáldið gerist ekki prédikari i ljóöi sinu, nema ef segja má, að rödd lifsins, sem ljóðið nærist af flytji okkur boðskap. Þarna er allt ljóst, en ekkert leynt. Má hafa það fyrir satt að lok- um, að hér megi upphafið i end- irnum skoöa, að lifssýn skálds- ins markist glögglega af þeim orðum er standa yfir þessu greinarkorni: Asklok er ekki himinn. Reykjanesvita á jólaföstu 1979. Óskar Aðalsteinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.