Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 1
r~Rafmagnsveitur ríkisins leggja iram áætlun um frekari boranir við Kröflun
TALSMENN ALLRA FLOKKA
Nð FYLGJANDI BORUNUMI
Talsmenn stjórnmálaflokkanna fjögurra, sem
Visir talaði við i morgun, eru á þeirri skoðun, að
rétt sé að bora við Kröflu i sumar, nema til ótið-
inda dragi þar nyðra.
I nýútkominni framkvæmda-
áætlun Rafmagnsveitna rlkisins
er lagt til, aB boraðar veröi
þrjár vinnsluholur 1980 og aö
minnsta kosti tvær þeirra
tengdar á þessu ári. Minnt er á,
að þrátt fyrir Itrekaöar tilraunir
hafi ekki tekist að útvega fjár-
magn til að bora tvær vinnslu-
holur við Kröflu á siðasta ári.
Vfsir ræddi við forystumenn
flokkanna til að kanna, hvort
pólitiskur vilji væri fyrir hendi
til að bora I ár. Hjörleifur Gutt-
ormsson sagðist hafa barist fyr-
ir að fá fé til að bora á slöasta
ári, en árangurslaust og Al-
þýöubandalagiö myndi styðja
borun við Kröflu á þessu ári.
Þörf fyrir orku færi vaxandi og
þetta fyrirtæki hefði staöið I
sömu sporum I langan tfma.
Hinsvegar yröu menn alltaf aö
vera viöbúnir að endurmeta
áætlanir og hægja á eða hraða
eftir aðstæðum.
Benedikt Gröndal sagöi, að
gerðust ekki einhver ótiöindi af
náttúrunnar hendi og ekki væri
augljós ástæða til aö ætla að svo
yröi, væri óhjákvæmilegt að
bora.
Geir Hallgrimsson sagði það
sitt mat.að þaö ætti aö bora þótt
hann vildi ekki fullyrða um,
hvort það ætti að vera einni hol-
unni fleira eöa færra, enda lægi
fyrir álit vlsindamanna áður,
og ekki heföi dregið til voveif
legra tiöinda.
Halldór Asgrlmsson sagði, aö
þegar menn væru með 20-30
milljarða fjárfestingu, sem ekk-
ert gagn væri að og vextir á
þessu ári væru 5-6 milljarðar,
hlytu þeir aö reyna að koma
h.enni I arð. Vlsindamenn mæltu
með þvi að það yrði boraö og á
þvl áliti hlytu stjórnmálamenn
aö byggja. Tvær holur kostuöu
litiö miðaö við það, sem búið
væri aö leggja I Kröflu.
Veröiagsráö fær fresi I Driöla slnn:
TVO FRUMVÖRP TIL
ATHUGUNAR A ÞINGI
„Þetta átti að liggja fyrir 1.
janúar eins og vanalega, síðan
báðu þeir um átta daga frest til 8.
þessamánaðar.siðanaftur til 18.,
og enn báðu þeir um frest til
næsta föstudags og er búið að
veita þeim hann”, sagöi Björn
Dagbjartsson i sjávarútvegs-
ráðuneytinu I samtali við Visi i
morgun, vegna þess frests sem
Verðlagsráð sjávarútvegsins
hefur verið veittur til aö ákvarða
fiskverðið.
„Þaö hefur aö sjálfsögðu veriö
veittur frestur áður, en ég man
ekki til þess, að það hafi verið
svona oft. Það er ekkert bundiö I
lögum hversuoftmegiveita frest.
Frumvörpin tvö, sem lögð voru
fram I gær, voru sett fram af
verðlagsráöi til aö vita hvaða við-
tökur þau fengju. Voru þau lögð
fyrir flokkana I gær og fyrradag.
HS
SambandlD I byggingahugleiðingum:
VIII reisa 8 hæöa
hús við Holtagarða
Sambandið hefur sótt um að fá
aö byggja átta hæða skrifstofu-
húsnæði inni I Holtagörðum, þar
sem vöruskemmur SIS eru. Enn
þá hefur þö ekki veriö ákveðið
hvort bygging þessa húsnæðis
verður leyfð.
Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur,
forstöðumanns borgarskipulags
mun umsókn Sambandsins enn
vera óafgreidd, en væntanlega
veröur ákvörðun um þaö hvort
bygging þessa skrifstofuhúsnæðis
verður leyfö eða ekki, tekin mjög
skjótlega.
—HR
varöskipsmaður siasast
Skipverji á varöskipinu Þór
slasaöist nokkuð, þegar honum
skrikaði fótur I hálu bjargi við
Kópanesvita I gærkvöldi. Hann
var þar ásamt öðrum varðskips-
mönnum að koma gashylkjum
upp I vitann. Varöskipið fór með
manninn til Patreksfjarðar, þar
sem gert var að meiðslum hans.
Hann mun hafa brákast á Ulnliö
og skrámaðist og marðist.
—AB, Patreksfiröi/—PM.
Bræðsla á loðnu er nú i fullum gangi I Fiskimjölsverksmiðjunni að Kletti I Reykjavlk. Myndin var tekin I
morgun I verksmiðjunni, þar sem brædd eru um 300 tonn á dag. Vlsismynd: BG
„Styö Albert mjög elndregiö”
- segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins
„Já, það er rétt, að af þeim
frambjóöendum sem komnir
eru, styð ég Albert mjög ein-
dregiö”, sagöi Guðmundur J.
Guðmundsson, alþingismaður
og formaður Verkamannasam-
bandsins, þegar Visir spurðist
fyrir um stuðning hans við Al-
bert Guðmundsson I væntanleg-
um forsetakosningum.
— Hyggurðu á beina aðstoð
við Albert I þeirri kosningabar-
áttu, sem nú er aö hefjast?
„Ég hef ákaflega ákveðna
sannfæringu fyrir þessu, og það
má vel vera að maður leggi sig
fram um að berjast fyrir
henni”.
Þess má geta aö Halldór Lax-
ness rithöfundur hefur lýst yfir
stuöningi við Pétur Thorsteins-
son I komandi kosningum.
—PM