Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 14
C - » vísm Föstudagur 18. janúar 1980. StaDa neytenda á fslandl siæm mlöað viö USá J.S. Chicago USA skrif- ar: Eftir átta ára búsetu 1 Banda- rfkjunum finn ég mig kniíöa til aöskrifa heim til Islands vegna þess ástands sem rikir i neyt- endamálum heima á Fróni. Að mi'nu mati er staöa neyt- enda i Bandarikjunum og Is- landi eins ólik og dagur og nótt. Égvarheima á Islandi um siö- ustu jól og kynntist þá hvernig þessum málum er háttaö á Is- landi. Satt aö segja skil ég ekki hvernig Islenskar húsmæöur láta bjóöa sér þau verslunarkjör sem heima rikja. Ég fór vitt og breitt um verslanir i Reykjavik og kynnti mér verölag og vöru- gæöi. Sá ég m.a. vörur sem komnar voru langt fram yfir siöasta söludag. Þá varöégþess einnig áskynja að verölag á barnaleikföngum náöi ekki neinni átt, en mér var sagt aö á þeim rikti frjáls álagning. Neytendasam tökin I Bandarlkjunum eru geysilega öflug. Þaö er tekiö mikiö mark á störfum þeirra, bæöi af stjórn- völdum og almenningi. Sem dæmium störfþeirra þá er jafn- vel taliö aö þaö hafi veriö féiag- ar innan þeirra sem hafi átt drjúgan þátt I aö hrinda af staö Watergatemálinu alræmda. Annars hef ég grun um aö hér á Isiandi séu seldar vörur sem ekki standast gæöamat í öörum löndum, t.d. Bandarikjunum. Ég vil þvl hvetja fslenska neyt- endur til aö vera þarna á varö- bergi. Jafnframt hvet ég is- lensku neytendasamtökin til aö taka upp samstarf viö þau bandarfsku á þessu sviöi sem fleirum. Svavar er ábyggilega færasti „reddari” Alþýöubandaiagsins um þessar mundir. Er st jórnarmyndun Svavars brandari? SU ákvöröun Alþýöubanda- lagsins aö fela Svavari Gests- syni stjórnarmyndun er tvi- eggja. Sumir taka þetta sem brandara, endanlega staöfest- ingu á þvi aö Alþýöubandalagiö ætlar ekkert i stjórn fyrr en i fyrsta lagi næsta haust aö af- loknum kosningunum til ASl. Allir samningar opnir, kosn- ingar f verkalýösfélögunum framundan og siöan ASI þingiö. Þá er betra aö standa utan stjórnar fyrir þá, sem kunna aö vilja leiöa vandann hjá sér og losna viö gagnrýni i verkalýðs- félögunum. Einnig má benda á, aö á bak við þessa ákvöröun Alþýöu- bandalagsins gæti legið þaö „mótiv”, að slá bandalagiö til riddara fyrir unga fólkiö. Svavar er jú ungur maöur og meö þessu læst Alþýöubanda- lagiö blása á alla gömlu kerfis- kallana, sem auövitaö standa f dyragættinni, tilbúnir aö kom- ast i hlýjuna, þegar unga fólkiö hefur þyrpst i Alþýöubandalag- iö um hinn nýja leiötoga. Nú er þaö svo aö Svavar er ábyggilega færasti „reddari” Alþýöubandalagsins um þessari mundir. Sjóaöur á ritstjórn Þjóöviljans, þar sem oft hefur þurft aö klóra sig meö lagi út úr hlutunum, og svo aö sjálfsögöu I flokksstarfistærsta flokksfélags Alþýöubandalagsins i höfuö- borginni. Þvi er liklegt aö með þessu sé Alþýöubandalagiö aö „redda” sér út úr þeim vanda aö taka þátt í rikisstjórn. Svavar finnur ábyggilega ein- hver orð og haldreipi, sem þvæla bandalaginu út úr þessari erfiðu stööu. Aölaunum færhann svo sjálf- sagt formennskuna i Alþýöu- bandalaginu og getur ef til vill snúið því fylgistapi viö, sem herjaöi á Alþýöubandalagiö f síöustu kosningum, upp i ein- hverja sókn. Forsendan samt sú, aö Alþýöubandalagiö fái fri'tt spil á næstunni á kjósenda- markaöinum, og tapi engum verkalýösfélögum. Láti öðrum flokkum eftir efnahagsvandann. Sá vandi er auövitaö marg-út- blásinn og miklaður. Þjóöin býr við góöæri, en þarf auövitaö aö heröa sig upp og losa sig viö veröbólguna. Stjórnmálamenn- irnir viröast þó ekki geta þetta ennþá og ekki séö enn aö Svavar fái þar miklu breytt. Hitt vita svo allir, aö taki stjórnmálamennirnir ekki ein- hverja rögg á sig á næstunni og myndi stjórn, þá eru ýmsir til- búnir tíl aö gera þaö fyrir þá, t.d. er aöalbankastjóri Seðla- bankans, dr. Jóhannes Nordal ekki svo fjarri rdsmarkinu. Kjósandi. Tímlnn er íélagslegt hugtak - ekki stærðfræði- legt Borgþór Kjæmested hringdi: „Ég er ekki einn um aö sakna þess aö menn skiiji aö áratugur- inn er liöinn og vil ég þar taka undir orö JG I VIsi sl. miöviku- dag. Timatal á ekkert skyit viö stæröfræöi, heldur er þaö miklu frekar félagsfræöilegt hugtak. Þaö sagöi mér forstööumaöur finnska almanaksins og sýnir , þaö kannski aö fleiri hafa feng- ist viö þetta vandamál en viö Is- lendingar. Alls staöar annars staöar er þó talaö um aö áttundi áratugurinn sé tíöinn. Sem dæmi um þennan félags- lega skilning á timatalinu nægir aö benda á aö það er venja aö segja aö áttræöur maður sé kominn á niræöisaldur og einnig tölum viö hér i Reykjavík um aö klukkan sé t.d. 12 þótt hún ætti i rauninni aö vera rúmlega 13 samkvæmt stööu Reykjavikur á hnettinum”. Gamli Gullfoss. Bréfritari viil aö Eimskip kaupi nýjan til farþegaflutninga, og þaö strax á þessu ári. Nýjan Gullfoss strax á Dessu ári Nú þegar Flugleiöir draga óöum úr starfsemi sinni t.d. meö leigu á DC-10 þotu sinni til tveggja ára, þá hljóta margir aö hugsa hvaö veröur næst? Von- andi tekst Flugleiöum aö sigrast á þessum erfiöleikum og einu má stjórn félagsins ekki gleyma, aö þjóöin treystir á þá, þvi vissulega eru Flugleiöir lif- æð okkar tíi annarra landa og sannarlega óska ég Flugleiðum alls þess besta um alla framtíð. En ég vil aö viö Islendingar getum valiö og hafnaö eins og aörir og þvf er þaö einu sinni enn, aöég skora á forráðamenn Eimskips aö kaupa nýjan Gull- foss og þaö núna á þessu ári. öruggt er aö öll þjóöin mundi fagna nýjum Gullfossi, og einnig væri öryggi okkar betur borgiö meö komu nýs Gullfoss til landsins. Stjórnvöld ættu lfka aö vera hvetjandi i þessu máli. ömurlegt væri ef Islendingar ættu þess aöeins kost aö fljúga meö erlendum flugvélum eöa sigia meö erlendum skipum, en sá timi getur komiö, ef ekki er stutt viö bakiö á Flugjeiöum. Viröingarfyllst V.S. sandkom Jónfna Michaelsdóttir skrifar Allir jafnir Þá er þaö upplýst! Svavar vann stjórnarmyndunarum- boðiö á htutkesti. Þingflokkur Alþýðubandalagsins var með hverja atkvæðagreiðsluna á fætur annarri og alltaf voru Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson jafnir. Það er stundum verið að brigsla hugsjónamönnum á vinstri jaðrinum um aö hjá þeim séu sumir jafnari en aör- ir en ég sé ekki betur en jöfnuðurinn f Alþýðubanda- laginu sé alveg skotheldur. Indriöi G. íslenskar kvikmyndir Kvikmyndin Land og synir, eftir sögu Indriöa G. Þor- steinssonar verður frumsýnd i kvikmyndahúsum I næstu viku og er hennar beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Siöasttiðiö ár hefur vakið með tslending- um hugmyndir aö þeir væru kannski gjatdgengir á þessu sviði og þó aldrei standi á niðurrifinu, leynir það sér ekki að nokkurs metnaðar gætir hjá almenningi fyrir hönd listamanna sinna f fag- inu. Vonandi var gróska i kvik- myndun á siðasta ári aðeins vfsir að þvi sem koma skal, en ekki undantekning frá mol- búareglunni. Tekjulindin Þegar frumvarp um greiðsiu opinberra gjaida var til umræðu á alþingi, vakti Al- bert Guðmundsson athygli á því að dráttarvextir væru orðnir umtalsverð tekjulind hins opinbera. 1 fjárhags- áætlun Reykjavikurborgar væri gert ráð fyrir 1,9 mill- jarði i dráttarvexti og ef miðað væri viö sama hlutfail hjá rikinu gætu dráttarvextir orðið um fimm milljaröar króna. Þarna er sem sé reiknaö með fé i fjárhagsáætlun — og þaö i verulegum mæli, sem er til komiö vegna vanskila al- mennings. Hvað gerist ef allir fara aö standa f skilum?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.