Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 6
Steinunn fyrst ð mðti i Sviss Sigraði ð svigmóli i borga-keppni í Les Arcs og keppir I slórsvigi ð sama stað i dag Steinunn Sæmundsdóttir varð sigurvegari i svigi á alþjóöa skiöamóti sem haldió var i Les Arcs í Sviss i vikunni. Mót þetta er kallaö borgarmót eöa CT-mót og eru þau haldin i ýmsum borgum i skiðalöndum Evrópu yfir vetrarmanuðina. Fá þeir sem hafa hlotiö stig i Evrópukeppni eða heimsbikar- keppni á keppnistimabilinu ekki að taka þátt þeim. tslensku stúlkurnar, sem eru með alpagreinalandsliðinu i Sviss um þessar mundir fengu þvi aö taka þátt i þessu móti, enda hafði engin þeirra hlotið stig i öðrum stórmotum i Evrópu á þessum vetri. Auk Steinunnar eru i liðinu systir hennar Ása Hrönn, Nanna Leifsdóttir, og Asdis Alfreðs- dóttir. Gekk þeim ekki eins vel og Steinunni I þessu móti — og keyröu allar Ut úr brautinni. í gær kepptu stúlkurnar i’ móti i Les Gets i Sviss, en viö vitum ekki hvernig þeim vegnaöi þar. I dag verða þær aftur með i' móti i Les Arcs — þá stórsvigsmóti — og ef Steinunn stendur sig vel i þvi, á hún góða möguleika á að sigra i alpatvikeppni —svigi og stórsvigi — á þessu CT-móti þar. í næstu viku veröa stúlkurnar með i fjórum FÍS-mótum á ítaliu og Vestur-Þýskalandi, en það eru mót sem Alþjóða skiöasambandið stendur fyrir og eru þau oft mjög sterk. Okkur tókst ekki að fá f réttir af islenskakarlalandsliðinusem er i Sviþjóð og æfir þar, en það mun væntanlega taka þar þátt i mót- um um næstu helgi og i' næstu viku... -klp- Fullkominn kíöabúnaöur fyrir alla fjölskylduna Þegar hönnun og framleiðsla skiöa er annars vegar standa fáir - ef nokkrir - Austurríkismönnum á sporði. Nú býður Sportval ótrúlegt úrval hinna heimsfrægu skíða þeirra - og allir finna skiöi við sitt hæfi. Fjölskyldur, byrjendur, áhugamenn, keppendur, - leiðin liggur í Sportval. SALOMON 727 Frönsk tækni, byggð á áratuga reynslu, nýtursín til fulls í Salomon öryggisbindingunum, - „öruggustu öryggisbindingunum" Caber. Allir eru sammála um fegurð og gæði ítölsku Caber skónna. Þægilegir en traustir - sannkölluð meistarahönnun og framleiðslfl. SPORTVAL I Vió Hiemmtorg-simar 14390 & 26690 Steinunn Sæmundsdóttir var sú eina i islenska kvennalandsliðinu f alpagreinum á skiðum.sem komst I mark á fyrsta mótinu i Sviss. Vítaskotin rðtuðu ekki rétta leið - En pað gerði ekki lil og Þróitarar unnu sigur gegn Armannl i 2. deildinni i handknailieik Þróttur lagaði all- verulega hjá sér sföðuna i 2. deild íslandsmótsins i handknattleik karla i gærkvöldi með sigri yfir Ármanni. Er Þróttur jnú búinn að tapa fæstum stigum af liðunum | í deildinni, en munurinn er samt ærið litill á þeim og þar alit opið upp á gátt. STAÐAN^ _ Staðan I 2. deiid islandsmótsins i handknattleik eftir leikinn I gær- kvöldi: Þróttur-Armann 26;23 Fylkir .......8 5 1 2 164:145 11 Þróttur........7 5 0 2 157:146 10 Armann.........8 4 2 2 190:174 8 Afturelding ...6 3 1 2 123:115 7 KA............6 3 1 2 90:114 7 Týr...........5 2 1 2 100:99 5 ÞórAk..........6 1 0 5 116:128 2 Þór Ve.........4 0 0 4 72:106 0 Næstu leikir: Afturelding-Þór Ve á laugar- daginn og Fylkir-Þór Ve. á sunnudaginn. Segja má að vörnin hjá liðunum hafi einnig verið opin upp á gátt i leiknum i gærkvöldi. Þar var mikið skotið og skorað á báöa bóga og urðu mörkin i leiknum alls 49. Skoruöu Þróttarar 26 þeirra en Armenningar 23. Þróttur hafði yfir i fyrri hálfleik og leiddi meö 4 mörkum i leikhléi 15:11. í siðari hálfleik náði Ar- mann aö jafna 16:16 og hélst jafnt i 20:18 og siðan 22:19. Þar með var sigurinn orðinn nokkuö ör- uggur, og eftirleikurinn þvi auð- veldur, þrátt fyrir „taugaslapp- leika” hjá ýmsum i lokin. Landsliðsmaðurinn Sigurður Sveinsson skoraöi 11 mörk fyrir Þrótt i þessum leik. Nokkur önnur átti hann aö eiga örugg, þvi aö öll vitaskot hans I leiknum höfnuðu I stöngum eða slá. Þannig fór raunar um öll 5 viti Þróttara i þessum leik. Friörik Jóhannsson fylgdi Siguröi fast eftir i markaskorun I þessum leik, en hann skoraöi 10 af mörkum Armanns. 1 vitaskotun- um gekk Armenningum betur aö skora en Þrótturum — fengu 7 viti og skoruöu úr 5. Sigurður Ragnarsson, markvörður Þróttar, sá um að Armann fengi þar ekki „fullt hús” með þvi að verja tvö vitaskot.... SvK/—klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.