Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR
Föstudagur 18. janúar 1980.
Umsjón:
Katrin Páls-
dóttir
Eilen Gunnarsdóttir og Eyjólfur Bjarnason Ihlutverkum sinum I kvikmyndinni Lilju, sem gerö er eftir
smásögu Halidórs Laxness, Nebukadneser Nebukadneserson.
Lilja fær frabæra
dóma í Horegi
Frá Jóni Einari Guðjóns-
syni fréttaritara Vísis i
Oslo.
„Kvikmynd Hrafns Gunn-
laugssonar, Lilja, var sýnd hér i
sjónvarpi i fyrrakvöld. 1 blööun-
um morgunin eftir sýninguna,
er myndinni hælt á hvert reipi.
Myndin fær frábæra dóma i
þrem blööum, Verdens Gang,
Dagbladed og Arbejderbladet.
Vist geta Islendingar gert
kvikmynd, segir I fyrir-
sögn um kvikmyndina i Verdens
Gang. Þar segir ennfremur:
Leikstjóra Lilju tókst virkilega
að sýna okkur Laxness stemTn-
ingu. Þessa ljóörænu stemn-
ingu, meö beiskum undirtón al-
vörunnar á bak viö.
Gott hjá tslandi, skrifar Dag-
bladet um kvikmyndina. Gagn-
rýnandi þess blaös segir aö
myndin sé upplögö til sýningar i
sjónvarpi. Aöstandendur
hennar hafi gert mynd sem tek-
ist hafi frábærlega og þaö sé
meira en Norömenn eigi aö
venjast frá frændum sinum i
noröri. Tilfinning leikstjóra
fyrir miölinum sé eins og best
veröur á kosiö. í henni náist öll
einkenni þessarar góöu
smásögu Halldórs Laxness.
Arbejderbladet segir aö vist
Kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar Lilju er hæit á hvert reipi i
norskum blööum.
hafi Norömenn oröiö vitni aö þvi
að Islendingar geti gert kvik-
myndir, en aldrei eins örugg-
lega og nú meö verki Hrafns
Gunnlaugssonar. Þá bendir
gagnrýnandinn á hvaö sé mikil-
vægt aö hafa gott efni til aö
byggja á þegar gert er kvik-
myndahandrit.
Blaöið segir aö stuttar sjón-
varpskvikmyndir krefjist góöra
stjórnenda og Hrafni Gunn-
laugssyni hafi tekist mjög vel að
leysa verkefni sitt af hendi. Eins
og menn vita, þá er þaö ein-
falda og sjálfsagða oft erfiöast.
Blööin fara einnig lofsam-
legum oröum um leikarana i
kvikmyndinni. Þeir hafi skilað
hverju smáatriöi vel og á lifandi
hátt”.
Kvikmyndin Lilja var sýnd
hér á kvikmyndahátið Lista-
hátiöar áriö 1978. Byrjaö var á
aö vinna hana sumariö 1976, en
verkiö tók um eitt og hálft ár.
Hrafn Gunnlaugsson og
Snorri Þórisson skrifuöu kvik-
myndahandrit en Hrafn leik-
stýröi myndinni. Snorri Þóris-
son kvikmyndaöi og Jón Þór
Hannesson annaöist hljóöupp-
töku. Þeir þrir vinna nú saman
á nýjan leik viö gerö kvik-
myndarinnar Óöal feöranna,
sem kvikmynduö var í sumar og
er nú veriö aö fullvinna.
Meö hlutverkin f Lilju fara
þau Eyjólfur Bjarnason sem
leikur gamla manninn. Ellen
Gunnarsdóttir sem leikur Lilju,
sem barn, Aróra Halldórsdóttir
sem leikur Lilju fulloröna konu
og Siguröur Sigurjónsson, Viöar
Eggertsson og Ólafur Thorodd-
sen sem leika læknastúdenta.
— KP.
Atriöi úr leikriti Hilmars Jónssonar Utkall i klúbbinn.
Otkall I klúbblnn
- sýnt I Félagshelmlllnu I Kópavogi
Rauðhetta
í Ólafsvík
Leikfélag Ólafsvikur frumsýnir
Rauöhettu eftir Jewgeni Schwarz
i Samkomuhúsinu klukkan 21 i
kvöld. önnur og þriöja sýning
veröa á sunnudag klukkan 15 og
21.
Leikendur eru allir á aldrinum
frá ellefu til sautján ára og er
þetta frumraun þeirra á sviöinu.
Leikstjóri er Ingólfur Björn Sig-
urösson.
Leikmynd og tónlistin I leiknum
eru unnin í hópvinnu leikara og
aöstandenda sýningarinnar.
Aformaö er aö fara meö leikinn
i nágrannabyggðarlög t.d.
Stykkishólm, Grundarfjörö og
Hellissand.
Krakkarnir sem taka þátt I sýn-
ingunni hafa lagt á sig mikla
vinnu til aö koma henni upp. Þau
eru öll i skóla, og æfingar hafa
fariö fram á kvöldin og stundum
hafa þær staöiö fram á nótt.
— KP.
Leikféiag Kefla vikur sýnir leik-
rit Hilmars Jónssonar, (Jtkall I
Klúbbinn I Félagsheimili Kópa-
vogs á sunnudaginn klukkan 20.
Leikurinn gerist I herstöö og
segir frá samskiptum litillar
þjóöar viö stórveldi. Sannsögu-
legir atburöir eru uppistaöa i
verkinu, en höfundurinn þekkir
mjög vel til á Keflavikurflugvelli
og starfaöi þar um tima.
Utkall i klúbbinn hefst á þvi aö
þaö er haldiö samkvæmi i klúbb I
herstöðinni. Þar eru fram-
kvæmdastjóri verktakafyrirtækis
og dottir hans gestir eins yfir-
manns I hernum. Samkvæmiö
þróast þannig aö einn gestanna
sér sig tilneyddan til aö kalla á
lögreglu. Siöan greinir leikurinn
frá örlögum lögreglumanns þess
sem kemur á vettvang. —KP.
Myrklr músikdagar:
verk Karðifnu
og Páis frumfiutt
í Búsiaðakirkju
Kammersveit Reykjaikur
heldur tónleika i Bústaðakirkju á
sunnudaginn klukkan 17. Þetta
eru aðrir tónleikarnir á dagskrá
Myrkra músikdaga.
Stjórnandi sveitarinnar er Páll
P. Pálsson. Einleikari Heiga
Ingólfsdóttir og einsöngvari Ruth
L. Magnússon.
A efnisskránni eru verk eftir
Karólinu Eriksdóttur, Brot, Vagn
Holmboe, Zeit op. 94 og i þvi verki
syngur Ruth L. Magnússon ein-
söng.
Þá er konsert fyrir sembal og
kammersveit eftir Miklos Maros.
Einleikari i þvi verki er Helga
Ingólfsdóttir.
Lantao, heitir verk eftir Pál. P.
Pálsson sem hann samdi undir
áhrifum frá heimsókn sinni til
samnefndrar eyjar i Kina, þar
sem hann var nýlega á tónleika-
ferö. Verkiö er ein heild, þrátt
fyrir andstæöur i stil og hraða.
Það er samið fyrir óbó, hörpu og
slagverk. Þetta er frumflutningur
verksins.
Verk Karólinu er einnig frum-
flutt á þessum tónleikum. Hún
samdi það sérstaklega aö til-
hlutan Kammersveitar Reykja-
vikur. Það er i einum kafla, sem
skiptist i smærri einingar, sumar
skýrt afmarkaðir, en sem leiöa
hver i aðra.
Siöast á efnisskránni er verk
Jóns Nordal, Concerto lirico. Þaö
samdi Jón fyrir Kammersveit
Uppsala fyrir styrk frá NOMUS
árið 1975.
— KP.
Kammersveit Reykjavikur á æfingu fyrir tónleikana i Bústaðakirkju á
sunnudag. Visismynd BG.
Leikstjóri myndarinnar, James Ivory.
frafár I Fjalaketllnum:
INDVERSK MVND
SYND IIM HELGINA
Kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanema/ Fjala-
kötfurinn, sýnir þessa helgina myndina írafár vegna
mynda Georgie og Bonnie. Myndin er gerð á Indlandi en
leikstjórinn, James Ivory, er bandarískur.
Ivory er fæddur 1928 og nam viö
kvikmyndaháskólann i Suður-
Kaliforniu. Hann heillaðist
snemma af Indlandi og hefur gert
flestar mynda sinna þar, i sam-
vinnu við framleiðandann Ismail
Merchant og rithöfundinn Ruth
Prawer Jhabvala. Ein þeirra er
Irafáriö, en hún er gerö áriö 1978.
Aöalviöfangsefni Ivorys og
þeirra félaga eru tengsl mismun-
andi menningarheima og
árekstra þeirra. 1 þessari mynd
er sagt frá indverskum systkin-
um Georgie og Bonnie sem eru al
háum stigum. Georgie á safn ind-
verskra listmuna sem eru honum
ómetanlegir þvi þeir eru hluti af
tilveru hans. Systir hans, hins
vegar, litur á munina sem pen-
ingaleg verðmæti sem liggja
undir skemmdum. Lýsir myndin
togstreitunni þeirra á milli og
nálgast um leiö spurninguna um
raunhæft gildi listarinnar. 1
sumarhefti Sight and Sound 1979
fær myndin þrjár stjörnur og
mjög góöa umsögn.
Aöalleikarar eru Peggy
Ashcroft, Victor Banerjee, Jane
Booker, Saeed Jaffrey, Larry
Pine, Aparna Sen. önnur mynd
Ivorys, Savages, var sýnd i
klúbbnum fyrir nokkrum árum og
vakti þá mikla athygli.