Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 13
VÍSIR Föstudagur 18. janúar 1980. bœkur um stjórnmál Bœkurnar fást í helstu bókaverslunum og kosta kr. 4.000 og 3.500 15 nýrra greina um frjáls- hyggjuna HöFUNDAR: Hannes Gissurarson Jón St. Gunnlaugsson Pétur J. Eiríksson Geir H. Haarde Jón Asbergsson Þráinn Eggertsson Baldur Guðlaugsson Halidór Blöndal Bessi Jóhannsdóttir Erna Ragnarsdóttir Þór Whitehead Davið Oddsson Friðrik Sophusson Þorsteinn Pálsson Safn 10 greina um stefnu Sjálf- stæðisflokksins HÖFUNDAR: Jón Þorláksson Jóhann Hafstein Bjarni Benediktsson Gunnar Gunnarsson Birgir Kjaran ólafur Björnsson Benjamfn Eiriksson Geir Hallgrimsson Jónas H. Haralz Gunnar Thoroddsen Dreifingaraðilar: s. 82900 og 23738 LOÐFÓÐRUÐ GIJMMÍSTÍGVÉL gul/blá — stærðir: 22-27.Verð kr. 11.500.- stærðir: 28-35.Verð kr. 11.995.- dökkblá/ljósblá — stærðir: 31-35. Verð kr. 11.995.- Minni númerin komin aftur PÓSTSENDUM STJÖRNUSKÓBÚÐIN Laugavegi 96 (viö hliðina á Stjörnublói). Simi 23795. ÁSKRIFEHDUR! Ef blaðið kemur EKKI með skilum til ykkar, þá vinsamlegast hringið i sima 86611: virka daga til kl. 19.30 laugardaga til kl. 14.00 og mun afgreiðslan þá gera sitt besta til þess að blaðið berist. Afgreiðslo VÍSIS simi 66644 12 VÍSIR Föstudagur 18. janúar 1980. 17 vtstx M 86611 Ve"»íiiS^ ^lsoVo } *»»«)**< H \» K.4VS . i EN ÞETTA ER NU UTSALA Ferðu oft á útsölur? Nina Þórisdóttir húsmóðir: Nei, mjög lftið og þá einungis af forvitni. Bjarngeröur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur:Nei, ég fer aldrei á út- sölur, ég fór bara til að aöstoðaviðval.Það er ekkert sérstakt að sjá hér, en ég hef lika svo sérstæðan smekk. Ég vil kaupa föt sem mig langar i og hef efní á hverju sinni og það þarf ekkert frekar að vera á útsölum en annars staðar. Vinkonurnar Margrét Sigfúsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir, nemar: Nei, mjög litíð. Viö litum réttsem snöggvast inn til aö skoöa hlutina i sam- ciningu. En viö kaupum liklega ekkert, sagði Kolbrún, Margrét er alltaf búin að kaupa þetta áður en þaðdettur úr „móð”. Sú var tiðin að mörg- um þótti ekki nógu fint að fara á útsölur og i raun er það ekki ýkja langt síðan. En nú á sið- ustu og verðbólgnustu timum eru það ekki ein- ungis ,,gömlu konurn- ar” sem grúska eftir vörum á hagstæðu verði og hefur útsöluáhuginn sigið langt niður i ald- ursstigann. Kvenþjóðin er samt sem áður enn í yfirgnæfandi meirihluta á þessum viðskipta markaði og er nánast viðburður að sjá karl- pening bregða þar fyrir. Útsölur virðast þvi i dag vera blessunarlausar við að þykja „lummó og Texti: Hannes Sigurðsson Myndir: Jens Alexanders- son púkó” af yngri kynslóð- inni, þó svo að flestir þeirra reyni að haga fatakaupum i samræmi við boðskap tiskukónga. Fólk sem á leið framhjá útsölu- stöðum staldrar annaðhvort eitt andartak við búðarskjáinn og strunsar svo á braut, eða lætur freistast að líta inn fyrir til að róta i peysu-eða buxnabunkum og um leið og fjárhagurinn i kápu- vasanum er kannaöur. Kunningj- ar hittast og rabba saman, þannig að þrátt fyrir allt ys og þys leikur léttur andblær um sali. Verslunarfólk sagði aö yfirleitt væri útsalan tvisvar á ári, en að minnstakosti einu sinni á ári hjá tfskuvöruverslunum. Astæðan væri að finnna I breytingum á tiskufatnaöi, árstíöabundnum fatnaði og vörum sem ekki njóta hylli kaupenda, þannig að versl- unarmenn sitja uppi með vöruna á lager, en lagerkostnaður mun vera mjög mikill. Ekki voru þeir þó sammála um verslunarhætti fólks. Sumir sögðu aö mikið kaup- æði gripi um sig og að menn keyptu nánast allt milli himins og jarðar, svo framarlega sem buddanleyfði. Oft keypti fólk föt sem það hefði ekkert aö gera við, einungis vegna hins ódýra verðs og all oft svo að segja út I bláinn. Aðrir sögðu að menn igrunduðu hvern varnig vandlega, og snéru honum á alla kanta, áður en þeir festu kaup á honum. Það er þvi mjög sennilegt að báðar þessar kaupaðferðir séu við liði. Vinsælast af útsöluvarningi mun vera buxur og vesti, en að öðru leyti er eftirspurnin jöfn dreifð á allt annaö vöruúrval. Útsöluafslátturinn er að meðal- tali á milli 25-30%, en vinsælustu fötin eins og t.d. buxur geta haft enn meiri afslátt, þannig aö bux- ur sem kostuðu á milli 17.900- 20.000 geta farið allt niöur i 6.900- 9.800. 1 samtali við Magnús E. Finns- son hjá Kaupmannasamtökunum um þær reglugerðir og leyfi sem giltu um útsölur, sagði hann, að þær væru öllum verslunum frjáls- ar hvenær sem væri, svo framar- lega sem um raunverulega verö- lækkun væri að ræða. Það hafi þó veriö til lög frá 1933 sem bundu útsölur við 10. janúar til 10. mars og 20. júli til 5. sept. Best væri samt að útsölurnar mótuðu sér árstlðabundinn far- veg, bæði fyrir verslunarmenn sem þyrftu að losna við gamlan varning til aö fá pláss fyrir þann nýja og neytendur sem þá vissu nokkurn veginn hvenær þeirra væri að vænta. Útsölurnar eru i fullum gangi þessa dagana. Gömlu konurnar og afgreiöslukonan ræða „málin.’ Björgvin Njáll Ingólfsson. neini:Nei-nei aldrei. Bara núna af þviég er „buxnalaus”. Eg hef tvær aðstoðarmanneskjur með mér til þess að valið sé pottþétt. .... dálitið glannalegur, en samt ekki sem verstur, gæti unga mærin verið aö hugsa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.