Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 3
3 vtsm Föstudagur 18. janúar 1980. nóvember 1977. Kvaöst þaö hafa veriö beitt þvingunum viö yfir- heyrslu. Rannsókn fór fram á þessum ásökunum en leiddi ekkert þaö i ljós er rökstuddi þessar fullyrMngar. Forherðing Erlu Þórður Björnsson saksóknari fjallaði nokkuð um hlut Erlu Bolladóttur.HUnfór út Ur bllnum ásamt hinum ákæröu og Geirfinni i Dráttarbrautinni I Keflavik, sá átökin en hljóp siðan burt og faldi sig i mannlausuhúsi þar skammt frá yfir nóttina. Daginn eftir fékk hún far meö bfl til Keflavfkur að afleggjaran- um til Grindavikur og með öðrum bil þaðan og til Hafnarfjarðar. Báðir bflstjórarnir sem tóku hana upp i gáfu sig fram og annar þeirra þekkti hana við sak- bendingu. „Akærða Erla vildi koma Einaribróður sinum i bölvun. Slik var forherðing Erlu að hún nefndi lika nafn Valdimars Olsen til að gera lygina sennilegri” sagði saksóknari. Siðar i ræðu sinni fjallaði hann um þáttErlu I málinu og að henni væri f ákæru gefið að sök hlut- deild I manndrápi, enda hefði hún ekki gert neina tilraun til aö sækja hjálp er félagar hennar réðust á Geirfinn og lömdu hann til dauða. I héraðsdómi hefði hún hins vegar verið sýknuð af þess- um ákærulið. „ÞU ER MESTA MILDI U HÉR SKULI EKKI HAFA OUIR STORSLYS" - segip forstöðumaður Heilbrigðiseftírlits ríkísíns um innflutnlng á hellsuspillandi matvælum „Það er mesta mildi aö hér hafa enn ekki orðið stórslys vegna heilsuspillandi matvæla, en það er hins vegar spurning hvenær af þvi verður”, sagði Hrafn Friðriksson, forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlits rikisins, er Vísir spurðist fyrir um eftirlit með innflutningi á matvælum. Var greint frá þvi i blaðinu i gær, miðvikudag, að hing- að hefðu verið boðnar matvörur, sem teldust ósöluhæfar I Banda- rikjunum. Hrafn sagði, að það virtist einsýnt að hérlendis væri á markaði mikið af vöru frá lönd- um sem gerðu ekki sömu heil- brigðiskröfur og við. Hvað snerti matvælin sem boðin hefðu verið frá Bandarikjunum, sagði hann að hér væru geröar svipaðar kröfur og þar, þannig að ósöluhæf vara á Bandarlkja- markaði væri einnig ósöluhæf hér. Hrafn sagði að innflytjendur matvæla og neysluvara virtust oft á tiðum fákunnandi um þær reglugerðir, er lytu að matvæla- innflutningi og þá einkum þau atriði, sem snertu aukaefni I matvöru og merkingar. Væri mjög sjaldgæft að innflytjendur leituðu til Heilbrigðiseftirlitsins um upplýsingar. Hins vegar hefur það gert samtökum þeirra grein fyrir þeim reglum, sem gilda um matvælainnflutning. Væri eftirlitiö ekki i stakk búið til að fylgjast með öllum þeim vörum, sem kæmu á markað, sökum mannfæðar og fjár- skorts. Til þess aö sinna þessu eftirliti hefði Heilbrigðiseftirlit- ið aðeins eitt stöðugildi, sem hefur verið óbreytt i 10 ár. Taldi Hrafn algjörtlágmark aö stööur sérfræðinga séu þrjár til að ann- ast yfirumsjón með matvæla- eftirliti i landinu. „Ég tel það brýnt, að könnun veröigerðámatvörum,sem eru á markaði hérlendis og hvort þær samrýmast heilbrigöiskröf- um eða ekki” sagði Hrafn Friö- riksson að lokum. —HR Afdráttarlausar játn- ingar Saksóknarisagði að framburöir sakborninga um aðdraganda ferðarinnar til Keflavikur, ferö- ina, átökin viö Geirfinn og dauða hans væru samhljðða i megin- atriðum. Afdráttarlaus játning Kristjáns heföi legiö fyrir I október 1976 og afdráttarlausar játningar Sævars i sama mánuöi. Afdráttarlaus játning Erlu hefði legið fyrir 30. Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar nóvember 1976 og 26. nóvember afdráttarlaus játning Guðjóns. Þessar játningar hefðu verið endurteknar áe ofan i æ. Engin rök lægju fyrir þvi að játningar hefðu fengist með illri meðferð eða hótunum. Breyting- ar ákærðu á fyrri framburðum væru þýðingarlausar að þvi leyti að þær gætu ekki haft áhrif ákærðu i hag og haggi ekki fyrri framburðum. Saksóknari sagði aðalsönn- ungargögn I málinu vera fram- burði ákærðu, vitna og ýmis gögn sem fram hefðu komið. Sævar, Kristján og Guðjón hefðu allirráðistá Geirfinn. Hann hefði verið tekinn hálstaki og bar- inn með hnefum og barefli þar til yfir lauk. Allir þrir hefðu tekið þátt i árásinni ogbæru sameigin- lega ábyrgð á afleiðingunum. „Þetta var manndráp af ásetn- ingi” sagði Þórður Björnsson. Akæran á þremenningana er byggð á 211. grein hegningarlaga en hún fjallar um manndráp. Erlu er gefið að sök hlutdeild i manndrápi. Saksóknari sagði að ef hún yrði sýknuð af þeim ákærulið benti hann á 221. grein, um að koma nauðstöddum ekki til hjálpar, 112. grein, um að tálma rannsókn og 124. gr., um ósæmi- lega meðferð á llki. Brengluð á geði Saksóknari skýrði frá niður- stöðum geðrannsóknar á ákærðu enda hefði sjaldan eða aldrei verið jafn mikil þörf á að afla álits geðlækna. Niðurstööur geð- rannsókna fylla heilt hefti, en i stuttu máli má má segja að allir hinir ákærðu séu taldir haldnir einhverri geðveilu, eða geðvillum eins og það er orðað. Þá taldi Þórður Björnsson það engu breyta þótt lik hefðu ekki fundist. Vitnaöi hann i dóma frá slðustuöldmáli sinu til stuönings svo og norskan dóm og danskan frá þessari öld. Undir lok ræðu sinnar sagði saksóknari að ef benda ætti á eitt- hvað sem gæti leitt til léttari refs- inga hinna ákærðu þá vefðist sér tunga um tönn. Allt athæfi þeirra kallaði frekar á þyngingar. —SG Fjölbreytt blað um hesta og hestamennsku Eiðfaxi er einstætt blað fyrir áhugafólk um íslenska hestinn. Vandað að frágangi og efni. Viðtöl, greinar, frásagnir og mikill fjöldi mynda. Gerist áskrifendur strax í dag. — Með því að póstsenda hjálagða áskriftarbeiðni, — eða taka símann og hringja í síma 91-85111 Blaðið kemur um hæl. Eiðfaxi hóf göngu sína i júlí 1977 og hefur komið ut mánaðarlega siðan. Hvert eintak af eldri blöðum kostar nú kr. 800,- Fyrri hluti 1980, þ. e. janúar-júní, 6 tbl. kostar 5500 krónur. Pósthólf 887 121 Reykjavík Sími 8 5111 Ég undirritaður/undirrituð óska að gerast áskrifandi að Eiðfaxa: □ Það sem tii er af blöðum frá upphafi . □ frá áramótum 78/79. □ frá á áramótum 79/80. □ frá og með næsta tölubiaði. NAFNNUMER HEIMILI PÓSTNLIMER PÓSTSTOÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.