Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 5
Guðmundur Pétursson skrifar vísm Föstudagur 18. janúar 1980. ; Paui i yfir- ^jieyrslum Bltillinn Paul McCartney sést hér á myndinni fyrir ofan leidd- ur úr varðhaldinu til yfirheyrslu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar i gær, en einhver aðdáanda hans veifar til hans hughreystandi fyrir framan myndavélina. — 1 föggum McCartneys fundust viö komu hans til Japan 220 grömm af hampjurt, eða hassi, sem hann ætlaði að reykja, meðan hann var i Japan. Lofa Pakistan stuðn- Ingi gegn hæltunni frá Afganlstan Huang Hua, utanrfkisráðherra Klna, kemur til Pakistans f dag i nýjustu viöleitni diplómata til þess að framkalla allsherjar viö- brögð gegn innrás Sovétmanna i Afganistan. Kina er nánasti bandamaður Pakistansog hefuráður lagt lands mönnum I té létta skriðdreka og flugvélar, og er búist við þvi, að Huang muni fullvissa Pakistan um, að Kina muni senda létt ný- tisku vopn til viðbótar við þá hernaðaraðstoð, sem Bandarlkin hafa lofað. Auk þess hafa Banda- rikin lofaö Pakistan efnahagsað- stoð. Carrington lávarður, utanrikis- ráðherra Breta, heimsótti Pakist- an i byrjun vikunnar og fullviss- aði stjórnina I Islamabad um stuöning Bretlands. Bardagar milli Sovétmanna og uppreisnarmanna I Afganistan hafa nú færst nær landamærum Pakistans. Tító tregur tll að leyfa afllmun JUgóslaviustjórn er sögð full kviða yfir horfunum á þvi, að lífi Titós verði bjargaö. Hinn 87 ára gamli forseti er sagður mjög þungt haldinn, og segja læknar hans, að það þurfi að taka af hon- um fótinn til þess að bjarga lifi hans. Embættismen hafa ekki vilj- að staðfesta, að marskálkurinn neiti að leyfa slika aðgerö á sér, en þeir létu á sér skilja, að aðrir leiðtogar kommúnistaflokksins legðu fast að honum -að fara að ráðum læknanna. Kvittur er kominn á kreik um, aðdrep sé hlaupið i fótinn, en að- gerö, sem reynd var um siðustu helgi til þess að fjarlægja blóð- tappa Ur fætinum, tókst ekki. 1 Belgrad er fátt látið uppi um veikindi Titós annaö enblóörásin I vinstrifæti hans sé teppt.Heyrst hefur, að Titó hafi lagst i þung- lyndiog sé svartsýnn á horfurn- ar. Sagt er, að hann neiti að láta taka af sér fótinn, þvf aö það leggst i hann, að með þvi fengist aöeins stuttur frestur. Hann vill ekki lengja h'f sitt, ef þaö kostar örkuml, sem meina honum stjórnarrekstur. Vinir hans eru sagðir hafa reynt að leiöa honum fyrir sjónir, aö þjóðarheill sé i húfi, ef hans "ióti ekki áfram viö. Snjólaust í ólympíu- Porpinu Vetrarólympiuleikarnir 1980 eru ekki nema tæpar fjórar vikur undan, en eitt skortir tilfinnan- lega I ólympiuþorpiö Lake Placid. Það er snjóinn. Adironak-f jöllin, sem um- kringja Lake Placid eru auð. Leifunum af þeim litla snjó, sem fallið hefur i vetur skolaði burt i rigningum um siöustu helgi. Undirbúningsaðilar eru byrjaö- ir að þekja brautirnar meö snjó, geröum af mannahöndum. Kvitt- ur um, aö einhverjar keppnis- greinar verði látnar fara fram annarsstaöar vegna snjóleysis- ins, hefur verið borinn til baka af und ir bú n ings nef ndinni. Þetta er mildasti vetur, sem komið hefur I Lake Placid I 50 ár. íranskeisarl hresslst við Hinn útlægi íranskeisari sagöi i sjónvarpsviötali I gærkvöldi að ásakanir um að stjórn hans og erindrekar hennar hefði drepið um 100.000 manns um dagana væru yfirgengilegar. Þaö var m.a. breski sjónvarps- maðurinn David Frost, sem bar þessar ásakanir á keisarastjórn- ina fyrrverandi en aöspurður um þessar ásakanir sagði keisarinn að útlegöarheimili sinu i Panama: „100.000 manns! Hvenær... við hvaða tækifæri?” „Þetta er yfirgengilegt, fárán- legt. Ég get ekki einu sinni notaö orðið viðurstyggileg lygi, þvl að þetta er svo fáránlegt”. 1 augum sjónvarpsáhorfenda leit keisarinn furöu vel út eftir læknis meöf eröina sem hann gekkst undir á sfðasta ári. Rómurinn var öruggur og skýr. Gulllð hækkar Gull hækkar enn I veröi og var komið í 802 dollara únsan, þegar markaöurinn i Hong Kong var opnaðuri morgun. En það var iviö hærra en á markaðnum í New York í gærkvöldi, þeg- ar lokað var. — Um tima I gær komst gullúnsan I 820 dollara á New York-mark- aðnum. IRISH COFFEE I Sérstoklego folleg Irish coffee krísfolglös og Irish coffee gullskeiðar — skeiðarnar virka einnig sem sogrör. irisK- ISHlfiTlTT -llLtiX^ M./m.tj Mj Laugaveg 15 sími 14320 Kynnið ykkur okkar fallega úrval af glösum, könnum og karöflum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.