Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 18.01.1980, Blaðsíða 2
VÍSIR Föstudagur 18. janúar 1980. 2 Er verið að mismuna mönnum eftir störfum með bjórfyrirkomulag- inu? Brian Pilkington, teiknari: Já. Gf aö ein stétt manna á kost á þvi aö fá bjór þá ættu þaö allir. Alkahólismann hér má aö ein- hverju leyti rekja til þessa. Bryndis Hilmarsdóttir, af- greiöslumær: Já og ég styöDaviö alveg tvimælalaust. Bjarni Jónsson, iönnemi: Þetta er ósanngjarnt, en þaö á samt sem áöur ekki aö leyfa bjór i landinu. Ellert Róbertsson, bilstjóri: Jú, þetta er afar ósanngjarnt. Ég er eindreginn stuöningsmaöur bjórsins. Ingvi Björnsson, þiisundþjala- smiöur: Já, þaö er náttúrulega greinilega veriö aö gera. Ef aö séra Jón fær bjór þá á llka Jón Jónsson aö fá bjór. Málflutningur í Geírfinnsmállnu: „Sævar var frumkvööull feröarinnar til Keflavikur” sagöi saksóknari. Hér er Sævar aö koma frá Hæstarétti i gær i fylga tögreglumanna. (Visism. JA) ÞAB ER FORHERD- HUGANS 99 ,,Þaö væri synd aö segja aö á bak viö hug ákæröu væri iörun. Þaö er siöur en svo. Þaö er forheröing hugans. Þaöerskoöun mín aö þjóöféiagiö sé I vanda statt meöhvaögera eigi viö þessa menn ef þeir veröa sakfelldir, fangelsi eöa öryggisgæsla? En þaö er krafa samfélagsins aö þvi veröi veitt vernd gegn þessum mönnum. Þetta eru hættulegir menn”. A þessa leiö voru lokaorö Þóröar Björnssonar rikissak- sóknara i sóknarræöu hans fyrir Hæstarétti i' gærdag. Hann lauk ræöu sinni um klukkan 16 og haföi þá talaö i' samtals 16 klukku- stundir frá þvi' hann hóf sóknina á mánudagsmorgun. Verjendur sakborninga byrja vörnina i dag og er Páll A. Páls- son hdl, verjandi Kristjáns Viöars, fyrstur á mælendaskrá og er þetta fyrsta prófmál Páls fyrir Hæstarétti. Næstur er Jón Odds- son hrl. verjandi Sævars Marinós Ciesielski, siöan Hilmar Ingi- mundarson hrl, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, þá Orn Clau- sen hrl, verjandi Alberts Klahns Skaftasonar. Næstur honum er Guömundur Ingi Sigurösson hrl. verjandi Erlu Bolladóttur og loks Benedikt Blöndal hrl, verjandi Guöjóns Skarphéöinssonar. Aö loknum ræöum verjenda fær saksóknari tækifæri til stuttra svara. Búist er viö aö málflutn- ingi ljúki á miövikudag eöa fimmtudag I næstu viku. Dómur Hæstaréttar er væntanlegur i febrúar. ,,Hvfldi mjög á sam- visku minni” Saksóknari rakti nokkuö i ræöu sinni I gær framburö og játningar Guöjóns Skarphéöinssonar. Guö- jón var ekki handtekinn fyrr en I nóvember 1976. Þá höföu Sævar og Erla nefnt hann oít viö yfir- heyrslur en rannsóknarlögreglu- menn eflaust veriö tortryggnir á framburö þeirra. Guöjón hefur ekki afturkallaö framburö sinn og hann er ekki bendlaöur viö þær röngu sakar- giftir eru leiddu til handtöku fjór- menninganna er sátu saklausir I gæsluvaröhaldi. Saksóknari vitnabi I framburö Guöjóns frá 8. desember 1976 hjá lögreglu. Þar kvaöst Guöjón ætla aöskýrafrá sannleikanum I mál- inu. Hann sagöi fjórmenninganna saklausa af dauöa Geirfinns Einarssonar og hann ætti enga sök á þeir voru bendlaöir viö máliö. Handtaka þeirra og inni- lokum „hvildi mjög á samvisku minni” sagöi Guöjón. Hann sagöi frá feröinni til Keflavikur semhann fóraö beiöni Sævars. Guöjón ók bilaleigubil þangaö, Sævar sat I framsæti en Kristján Viöar og Erla i aftursæti á leiöinni. Guöjón segir sig ráma i sendi- feröabil á leiöinni og man eftir aö komiö var vib i Hafnarbúöinni þar sem einn fór út aö hringja og siöan bættist ókunnur maður i' bil- inn. Siðar hafi sér oröiö ljóst aö þessi maöur var Geirfinnur Einarsson. Siöan segir Guðjón frá átökun- um i Dráttarbrautinni og segir að sér hafi oröiö mikið um þaö er þar skeði. A leibinni til Keflavikur afturkvaðstGuðjónhaldaað likiö hafi verið i bilnum og Sævar hafi sagt að nú væri hann, Guöjón, samsekur um morð. Talaö hefði verið um hvaö ætti aö gera við likið. Saksóknari sagði aö þegar Guöjón kom fyrir dóm hafi brugðiö fyrir minnisleysi og framburður oröið óskýr. - sagði ríkissak- sóknari i lok ræðu sínnar fyrir Hæstarétti og sagði hlna ákærðu ekki sýna nein merki iðrunar ,,Tregða gleymska” en ekki Um þetta minnisleysi Guöjóns sagöi saksóknari: „Þaö er tregða en ekki gleymska”. Þegar at- burðurinn I Keflavik var svið- settur var notaöur sami sendibill- inn og fór i ferðina til Keflavikur. Nú var hins vegar búiö aö skipta um númerá bflnum, setja á hann Y númer og mála á hann raiföar rendur. Þegar Guöjón sá bilinn viö sviö- setninguna sagði hann: „Þessi bill er meö Y númer. Þaö var R númer á bilnum sem var i Dráttarbrautinni. Þaö voruengar rendur á hinum bilnum en rauöar á þessum”. Saksóknari sagöi aö Guðjón hefði i desember 1976 skrifaö skýrslu um atburöinn i Keflavik er Geirfinnur lést. Þetta væri sjálfstæö frásögn, skrifuö i ein- rúmi. Ekki vitnaöi hann i' þá skýrslu. Sendibillinn Samkvæmt framburöum ákæröu var feröin til Keflavlkur farin á tveimur bilum. Þau fjögur fóru i bilaleigubílnum sem Guö- jón ók, en auk þess fór sendibill til að flytja góssiö sem Geirfinnur átti aö visa þeim á og ætlunin var að stela. Lengi var þaö á huldu hver heföi ekið sendibilnum og það var ekki fyrr mjög leið á rannsóknina sem nafn bilstjórans kom upp. Hann var kallaður fyrir en neitaði öllu i fyrstu. Daginn eftir, þann 14. desember 1976 lýsti hann þvi yfir að hann ætlaði aö segja sann- leikann og skýrði frá feröinni suöureftir sem hann fór aö beiðni Kristjáns Viðars. Hann lagöi bflnum i Dráttar- brautinni eins og fyrir hann var lagt og beið. Heyröi mannamál, þóttist kenna raddir Sævars og Kristjáns og fannst vera rifrildi. Kristján kom sföan hlaupandi til hans og sagöi honum aö ekkert hefði orðið úr þessu og hann skyldi bara aka aftur i bæinn. Saksóknari sagðist viss um aö þetta væri sannleikurinn og ekkert væri aö marka er þetta vitni dró framburð sinn til baka eftir málflutning i sakadómi i Eria segist hafa faliö sig i þessu herbergi mannlauss húss I Keflavik nóttina eftir átökin. ( Ljósm. Rannsóknarlögregian) Atburöurinn i Dráttarbrautinni sviösettur. Geirfinnur fallinn en spjöld- in tákna stööu árásarmannanna. Guöjón og Kristján til hliöar viö Geir- finn en Sævar viö höfuöiö. Þetta er sviösetning samkvæmt framburöi Erlu og biiarnir sjást f baksýn. (Ljósm. Rannsóknarlögreglan)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.