Vísir


Vísir - 30.01.1980, Qupperneq 8

Vísir - 30.01.1980, Qupperneq 8
vísm Miðvikudagur 30. janúar 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastióri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson. Utlil og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. ll innanlands. Verö i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglysingar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Að bjarga pingi eða Þjóð Ótti fulltrúa á Alþingi við skipun utanþingsstjórnar viröastnú ætla aðveröa til þess, að þeir takihöndum saman um myndun rikisstjórnar, sem styðst við þingmeirihluta. En verður vandinn i efnahagsmálunum leystur með þvi? Loksins virðast þingflokkar á Alþingi vera farnir að ræða sam- an í alvöru um myndun ríkis- stjórnar sem þeir stæðu að, og er sannarlega tími til kominn. Það sem sameinar þá eru líkurnar á að forsetinn muni ákveða mynd- un ríkisstjórnar manna, sem eru utan þingsins, og telja alþingis- menn nánast allt til vinnandi að ekki komi til þess að skipuð verði utanþingsstjórn. Um þessar mundir er hvorki meira né minna en heill ársf jórð- ungur liðinn frá því að stjórnar- kreppan skall á, og hefur landið verið stjórnlaust á meðan. Með nokkrum sanni má þó segja að stjórnleysið hafi varað í eitt og hálft ár, þar sem vinstri stjórnin, sem Alþýðuflokksmenn sprengdu,náði aldrei að samein- ast um nein úrræði að gagni í efnahagsmálunum. Ferill þeirrar stjórnar var í raun einn allsherjar viðræðu- fundur um málefnasamning, sem aldrei var gengið frá, og hafa því staðið yfir stjórnar- myndunarviðræður í ein þrjú misseri. Að nafninu tii skall þó stjórnar- kreppan á þegar fulltrúar Al- þýðuflokksins stóðu upp úr vinstri stjórnar stólunum í haust með miklum hamagangi og sögð- ustekki geta setið lengur í stjórn, sem ekki vildi taka vandann föst- um tökum. Þeir lögðu stefnu sína í dóm kjósenda og fengu lélega einkunn, en aftur á móti gafst þeim kostur á að f jölga ráðherra- stólum sínum um helming og vera í ráðherraleik allt fram á þennan dag. I flokkunum verður nú án efa tekist mjög á um ráðherrastól- ana, því að færri fá en vilja, en það sem aðalstyrrinn stendur um og hefur víst staðið um síðustu dagana er hvaða flokkur eigi að fá heiðurinn af því að veita nýju stjórninni forstöðu. Það kom til dæmis vel fram í afstöðu Fram- sóknarflokksins til tillagna Al- þýðuf lokksins og undirtektum hans við stjórnarmyndun undir forystu Benedikts Gröndals, að málefnin réðu ekki úrslitum, heldur það hvort Steingrímur Hermannsson fengi að verða for- sætisráðherra í stjórninni. Nú hafa forystumenn allra þingf lokkanna f jögurra reynt að mynda meirihlutastjórnir án árangurs, og þegar þetta er ritað hefur forseti Islands ekki ákveð- ið næsta skref í stjórnarmynd- unarmálunum. Mestar líkur munu vera á, að hann veiti þing- flokkunum ákveðinn frest til þess að koma sér saman um myndun stjórnar og þá um leið um það, hver eigi að veita henni forstöðu. Þegar slík stjórn kemst á koppinn, mun forsetinn svo formlega fela væntanlegum for- sætisráðherra stjórnarmyndun- ina. Alþingismenn vita að ef þeim tekst ekki að koma sér saman núna verður mynduð utanþings- stjórn, væntanlega undir forsæti Jóhannesar Nordals, en af hljóð- inu í þingmönnum að dæma mega þeir margir hverjir ekki til þess hugsa að slíkt gerist. Þeir eru því komnir í klemmu og verða nú að sýna hvað í þeim býr, en hætt er við að leiðarljós þeirra við þessar stjórnar- myndunartilraunir núna á elleftu stundu verði að bjarga andliti Al- þingis, en málefni þau, sem sam- starfið verði byggt á, skipti minna máli. Ef svo verður og ekki verða ákveðin nein alvöru- úrræði á sviði efnahagsmálanna er léleg lausn að mynda ríkis- stjórn sem á að baki sér meiri- hluta á Alþingi. Það er til lítils að bjarga orðstír Alþingis, ef efna- hagsvandi þjóðarinnar verður ekki leystur. VANDRÆflASAGA Agli Egilssyni hefur tekizt að skrifa skáldsögu, sem ber heitið Sveindómur. Sagan segir minna um ungling, en losaraleg félags- fræðikönnun myndi gera. Samt er sagan ekki forkastanleg. Hún fjallar um hluta mannllfsins, sem er mjög fróðlegur fyrir margra hluta sakir. Það er mjög veröugt verkefniað skrifa góða skáldsögu um unglinga. En I þessari bók er engin ný sannindi að sjá um unglinga og hlutskipti þeirra. Ihenniersagt frá ungum dreng, sem ratar I vandræði og hvernig við þvi er brugðizt i skólanum og á heimili hans. Drengurinn er ósköp geð- þekkur, en aö lestri loknum erum við litlu nær um innviöina i sálarlifi hans. Hann er eiginlega þolandi alls, sem fyrir kemur, en gerir litið sjálfur. Ég veit ekki, hvort ætlazt er til, að dregnar séu stórar ályktanir af þessu um samfélagiö og hlut- skipti unglinga. Þaö er miklu nær að segja, að þetta sé ein- faldlega galli á sögunni en ekki á samfélaginu. En það er ekki viö þvl aö bú- ast, að allir veröi sammála um aðhalda samfélagi og skáldsög- um aðskildum. Sá, sem ritar á kápu Sveindóms tekur sam- bandið bersýnilega mjög alvar- lega. Hann spyr: „Hvernig eru uppeldis- og þroskaskilyröi sem samfélagiö býður honum? Hvernig er heimilislifi háttað I streituþjökuðu samkeppnis- þjóðfélagi?” Og hann svarar: „Vi'ster sú þjóðfélagsmynd sem hér er brugðið upp æöi dökk, en umfram allt er hún svo rauntrú og ágeng aö henni verður ekki visað á bug.” En kannski er hún dapurleg vegna þess, að hún hefur ekki tekizt sem skyldi. Og varla er það þjóðfélagsmein- semd. Bull af þessu tæi nægir til að hver viti borinn maður glatar öllum áhuga til aö lesa söguna og skiptir ekki máli, hverju hann trúir um samfélagið eða skákisögurnar. Sveinn Þór, unglingurinn i sögu Egils, býr hjá foreldrum sinum, eldri bróöur og yngri systur I blokk. Llfið hefur geng- ið áfallalaust fram að þessu. Það fer litiö fyrir honum, og honum gengur bærilega I skól- anum, sérstaklega I reikningi. Bókin segir frá þvi, er Sveinn lendir i útistöðum við skólayfir- völdin, skólafélaga sfna og lög- regluna. Sveinn og vinir hans tveir, Haraldur og Valgeir eiga leyni- stað uppi undir þaki i pakkhUsi. Þeir ætluðu að koma sér upp heilli ibúð á skammbitunum úti við gaflinn. Þeir höfðu brotizt þarna inn, losað plötu á þakinu og komið sér fyrir, án þess aö nokkur yrði þeirra var. En það kemst upp um þá einn daginn, þegar þeirmissa hamar niður á bilrúðu, sem mölbrotnar. 1 það skiptið sleppa þeir með skrekk- inn. Hálfum mánuði síðar kviknar I skemmunni, og þeim er kennt um. Málinu lýkur þannig, að Valgeir er talinn hafa játað og er sendur I sveit. Þaö er berlega gefið i skyn i sögunni, að Valgeir sé sakfelld- ur vegna þess, að hann á ein- stæða móður að foreldri, sem lifir óreglusömu lifi. Hinir tveir komast hjá refsingu. Nú byrja vandræði Sveins fyrir alvöru, en Haraldur dettur eiginlega út Ur sögunni. Sveinn er talinn bera ábyrgð á flestu, sem aflaga fer i kennslustund- um, skólafélagar hans niðast á honum, hæða hann og lemja hann. Að lokum er hann sendur til geðlæknis. Hann segir Svein veikan og tilgreinir veikindin svo: „Organiskar breytingar liklega fyrir hendi. óvist frá hvenær. Náms- og atferliserfið- leikar gætu stafaö hér af. Þetta er kjarni málsins: að lærdóms- og atferliserfiöleikar stafa lik- lega af organiskum breytingum. Og aggressíft at- ferli er hægt að komast fyrir með meðferö. Maður finnur þetta stundum hjá börnum sem eiga erfitt með að hemja sig.” Sveinn vikur úr skólanum og læknirinn lætur hann éta valíum til að gera hann heilbrigðan. Um svipað leyti ákveða foreldr- arnir aö kaupa sér hús á Flötun- um, selja blokkaribúðina og flytja I kjallara á meöan verið er að byggja. En sagan endar vel eins og vera ber. Faðirinn tekur að veita syni sinum athygli, hvetur hann til aö hætta pilluátinu, sem hann og gerir. Þeir eru sælir saman feðgarnir i lok sögunnar. Egill Egilsson bókmenntir Guðmundur Heiöar Frfmannssön skrifar: Það er sumt snoturlega gert I þessari sögu. Lýsingarnar á lif- inu i kennslustundum takast á- gætlega. Hardi er hnyttileg per- sóna og raunar sennileg lika. Það kannast eflaust flestir við gagnfræðaskólakennara af svipaðri gerö Þaö er svolitið ó- dýrt, hvernig farið er með geð- lækninn. Bullinu úr honum má snúa upp á sálfræðinga, ef sett er „félagslegar” i stað „organiskar”. Hafi menn lesið læknabréf geðlækna eða skýrsl- ur frá sálfræöingum um skjól- stæðinga þeirra, þá er texti, eins og sá, sem vitnað er til hér að ofan, nánast bókmenntaafrek. Þaö hefði mátt þjarma mun harkalegar að þessum stéttum og hlutverki þeirra I meðferö á unglingum. Helzti löstur þess- arar bókar er stillinn, sem er gjarna mjög flatneskjulegur og svæfandi. Eitt sinn hefur Sveinn enga leikfélaga. Viðbrögðum hans er lýst svo: „Strákur reyndi að koma sér inn á strák- anahans Halldórsfyrir ofan. En þeir hugsuöu ekki um annað en pfanóspil, fugla og bækur.” Ein ráðlegging, sem islenzkukennap ar gefa nemendum sinum, er að hefja ekki setningar á samteng- ingu, ef mögulegt er. Höfundur Sveindóms mætti hugleiða það. Guömundur HeiðarFrímanns- son.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.