Vísir - 14.02.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 14.02.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. febrúar 1980 11 „Komlö var a elleflu slundu að taka ákvörðun” segir Stelngrímur Hermannsson. sjávarútvegsráðherra, um hannlð við frekari loðnuveiðum „Þegar ég tók við störfum hér i ráðuneyt- inu fyrir nokkrum dögum voru menn sem óðast að ná þvi há- marki upp á 250 þúsund tonn, sem ákveðið hafði verið um loðnuveiðar til bræðslu. Það var þvi komið fram á elleftu stundu með að taka ákvörðun um stöðvun veiða”. ‘ Þannig mæltist Steingrfmi Hermannssyni, sjávarútvegs- ráðherra, á blaðamannafundi i gær þar sem hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að stööva loðnuveiðar. Reglugerð- in tók gildi á hádegi i gær, en bátum var þó heimilað að fara i einn túr og fylla sig eftir þau timamörk. „Þegar svona ákvörðun er tekin eru það einkum fjögur atriði sem hafa verður i huga, æskilegt heildar veiðimagn, hvernig skipta eigi, aflanum milli vinnsluaðferða, hags- munir sjómanna og loks hags- munir einstakra byggðarlaga. Alla þessa þætti verður að taka með I reikninginn”, sagði Stein- grimur. Hann rakti slðan aðdragand- ann að þessari stöðvun veiöa, sem var i stórum dráttum þessi: Upphaflega gert ráð fyrir 280 þúsund tonn- um. Þegar sjávarútvegsráðu- neytið tók ákvöröun um loðnu- Á blaöamannafundi hjá Steingrimi Hermannssyni sjávarútvegsráðherra, þar sem hann gerði grein fyrir ákvörðun sinni um stöðvun loðnuveiða. Visismynd: GVA. veiðarnar á þessari vertið um miðjan desember á siðasta ári, var gert ráð fyrir þvi að veidd yröu 100 þúsund tonn til bræðslu og siðan yröu leyfðar veiöar á 150 þúsund tonnum til hrogna- töku i lok febrúar og i mars- mánuði. Loks átti siöan að veiða 30 þúsund lestir til frystingar skömmu áður en hrogr.ataka hæfist. Þarna er sem sagt um að ræða 280 þúsund tonn saman- lagt. Vegna óvissra markaðsaö- stæðna hefur siðan sá hluti heildaraflans, sem ætlaður var til frystingar og hrognatöku, farið smá minnkandi en það sem á að fara i bræðslu hefur aukist að sama skapi. Allt umfram 300 þús- und tonn utan skyn- samlegra marka. Aætlanir ráöuneytisins frá þvi i byrjun febrúar gerðu ráð fyrir að 250 þúsund tonn yrðu veidd til bræðslu, en 50 þúsund tonn færu I frystingu og hrognatöku. Há- markiö var sett við 300 þúsund tonn með tilliti til bréfs frá Haf- rannsóknastofnun þar sem segir meðal annars: „Ef miöaö er við að hrygningastofninn 1980 veröi a.m.k. 2/3 þess sem hrygndi 1979 má leyfilegur afli mestur verða 300 þús. tonn á timabilinu 1. janúar til vertiðarloka. Frekari skeröingu hrygningar- stofnsins veröur aö telja utan skynsamlegra marka”. Að sögn Steingrims veröur það magn sem fer I bræöslu um 290 þúsund lestir og þar sem enn er reiknað með 50 þúsund tonn- um I frystingu og hrognatöku, veröur heildarveiðin um 40 þús- und tonn fram yfir ráöleggingar fiskifræðinga. „Ég treysti mér ekki til þess á minum fyrstu dögum i þessu starfi, að fara meira fram úr ráðleggingum þeirra manna sem best eiga að þekkja til þess- ara mála”, sagði Steingrimur. „Það vissu allir hvert stefndi”. Þegar Steingrimur var spuröur álits á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þau vinnubrögð sem viðhöfö voru i sambandi við veiðibannið, sagði hann að hún væri aö mörgu leyti óréttmæt. „Það vissu allir hvert stefndi i þessum málum og hvert afla- magnið var oröið. Þessi ákvörðun þurfti þvi ekki að koma neinum á óvart og allra sist þeim sem best fylgjast meö þessum málum. 1 sjálfu sér get ég fallist á aö ég hefði átt aö kalla fulltrúa sjómanna og út- gerðarmanna á minn fund áður en tilkynnt var um ákvöröunina, en þaö hefði nánast verið til þess eins að tilkynna þeim að fyrri ákvaröanir stæðu óbreyttar”, sagði Steingrimur. _____P.M. OPIÐ: Mánudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga k/. 10-14 Sunnudaga kl. 14-22 O oj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.