Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 5
vísm Föstudagur 7. mars 1980 ■■ úlfUð vegna höfr- UNGADRÁPSí JAPAN Japanskir fiskimenn, sem kall- aö hafa yfir sig gremju víða um heim meö þvi aö drepa fjölda höfrunga, segjast nú hafa veitt um 500 höfrunga til viðbótar og ætla aö slátra þeim einnig. Fiskimenn á eyjunni Iki veiddu i siöustu viku um tvö hundruö höfrunga, sem þeir króuöu af inni i flóa meö fyrirdrætti í flóamynn- inu. — 1 morgun fréttist, að þeir heföu með sama hætti króað af fimm hundruð höfrunga til viö- bótar. fyrst reiði umhverfisverndar- sinna árið 1978, þegar þeir drápu um eitt þúsund höfrunga . Dyrgripir fra 8. öld á írlandl Fundist hefur i mýri á trlandi fjársjóöur frá áttundu öld. Þar á meöal ómetanlegur silfur-og gull- kaleikur. Yfirvöld í Dublin greindu frá þessum fornminjafundi í gær, en ólærður maöur mun hafa fundiö hann meö málmleitartæki fyrir tveim vikum. Dýrgripir þessir eru kaleikur- inn, sía, patina og undirstaöa hennar og stórt bronsfat, sem notað var til þess aö hvolfa yfir hina gripina. — En haldiö er leyndu, hver finnandinn er, eöa fundarstaðurinn, sem á þó aö vera einhvers sfaðar I Tipperary-sýslu miölendis á Ir- landi. Brendan O’Riordain, forsöðu- maöur Þjóðminjasafns Irlands, greindi fréttamönnum frá fundin- um og kallaöimerkilegasta forn- leifafund þessarar aldar á Ir- landi. Vildi hann jafna kaleiknum viö Ardagh-kaleikinn, sem fannst i Limerick-sýslu 1868 og hefur verið rakinn til áttundu eða nlundu aldar. Menn treysta sér ekki enn til aö segja, hvenær þessir dýrgripir hafi veriö faldir I mýrinni, en hugsanlegt þykir, aö munkur eöa prestur hafi faliö þá til þess aö þeir lentu ekki i ræningjahöndum víkinga. Rikið hefur slegið eign sinni á gripina, en finnandinn fær aö lik- indum fundarlaun. Þeir veröa sendir til Breska safnsins til hreinsunar og viögeröar, en þeim veröur ætlaöur sýningarstaður I Irska þjóöminjasafninu. Ætlar Jerry Ford að keppa við Reagan? Gerald Ford, fyrrum Banda- rlkjaforseti, hefur ákveðiö aö taka þátt I forkosningunum um framboösefni Repúbllkanaflokks- ins, eftir þvi sem sagði I morgun I Chicago-blaöinu „Sun-Times”. Tveir dálkahöfundar blaösins segja, aö Ford muni tilkynna framboö sitt 20. mars, en hann hafi látiö þetta uppi I viötali, sem þeir áttu viö hann I bifreið. Æ fleiri munu hafa lagt að Ford aö taka þátt I forkosningunum, þar sem Ronald Reagan virðist á leiö meö aö sigra I þeim. Höfundar „Sun-Times” segja, aö Ford hugsi sér aö tilkynna framboö sitt I tæka tið fyrir for- kosningarnar I Michigan og Ohio, en hann telji þau tvö rlki mjög mikilvæg framboði sinu. — Þeir höföu eftir Ford, aö hann teldi sig þann eina, sem gæti sigraö Cart- er. En i viötallnu kemur fram. aö Ford setji þaö sem skilyröi fyrir framboöi sinu, aö honum veröi áður sýndur stuöningur flokks- leiötoga, ríkisátjóra og þing- manna repúblikana. Hann muni ekki tilkynna framboö sitt, ef honum finnist tregöa I stuðningi flokksins. Hollandsstlðrn stýrir launa- samninoum með lagaboði Launbegasamtðkin grípa til vinnustöðvana i mótmælaskyni Stórar höfrungavöður höfðu neytt þá til þess að forða netum slnum I gær, og fiskveiöar stööv- uðust á meöan. — „Við munum sjá fyrir þeim”, sagöi talsmaður útgerðarinnar á Iki, „Viö vitum vel af þeirri gagnrýni, sem við sætum, en viö getum ekki annaö, þar sem höfrungarnir hafa spillt annarri veiði, en undir henni eig- um viö allt okkar”. Fiskimenn á Iki bökuðu sér Efri deild hollenska þingsins samþykkti I gærkvöldi lög sem heimila stjórninni að hafa hemil á launahækkunum meö sérstökum aögeröum til þess ■ aö rétta af efnahagslif landsins. Frumvarpiö, sem afgreitt var I. neðri deild á miövikudag, gerir einnig ráö fyrir, aö opinber út- gjöld veröi skorin niöur um 3 milljaröa gyllina á þessu ári. Þessi lög sem samþykkt voru I efri deild meö 37 atkvæöum gegn 28, geta gilt til loka næsta árs. Félagsmálaráöherrann, Will- em Albeda, sagöi I umræöum um frumvarpiö, aö tveggja mánaöa frysting launa, sem enda átti næsta mánudag, veröi framlengd um einn mánuö. Meö þvi fæst frestur til viöræöna við láunþega- samtökin og atvinnurekendur um samkomulag varöandi stefnuna I félags- pg efnahagsmálum 1980, en fyrri viöræður hafa runnið úti sandinn. Launþegasamtökin efndu til verkfalla, þegar frumvarpið var til umræöu I þinginu á þriðjudag. Stöövuöust þá almenningsvagnar og járnbrautir, og afgreiösla I höfnum og ýmsum iðngreinum. Boöaöar hafa veriö fleiri vinnu- stöövanir til þess að andmæla stefnu stjórnarinnar I launamál- um. Helmsókn Schmldts lll Randarlklanna: Spáir samstððu vestur- landa, pegar nær dreg- ur Moskvuleikunum Helmut Schmidt, kanslari V-Þýskalands, lýkur I dag opin- berri heimsókn sinni til Banda- rlkjanna, en I henni hefur hann marglýst yfir stuöningi sinum viö stefnu Bandarfkjamanna gagn- vart Afganistan, en þó undir- strikaö sérstööu V-Þýskalands og sérþarfir fyrir áframhaldandi slökunarstefnu gagnvart Sovét- ríkjunum. Schmidt hefur lagt áherslu á það Lræöum sinum, að ekki mætti skapa spennu, þar sem hennar gætti ekki fyrir. En hann hefur tekið undir kröfur um, að ályktun Sameinuöu þjóðanna um, að er- lent herlið verði á brott frá Afganistan, veröi tekin til greina. NauOsyn góOrar sambúOar Kanslarinn sagöi jafnframt i USA-heimsókn sinni, að vestur- landamenn yröu þó aö setja sig „I spor Sovétmanna til þess að skilja áhyggjur þeirra og vandamál”. — Hann sagöi þvi viðvikjandi: „Viö getum ekki vonað fyrir al- vöru, aö Sovétmenn hafi sig á brott frá Afganistan, ef þeim skilst að vesturlandamenn flytji þangaö strax inn, um leið og þeir eru farnir”. 1 annan staö lagði hann áherslu á nauðsyn V-Þjóöverja á góöri sambúö við Sovétrikin. — „Viö skulum ekki gleyma, að greitt hefur veriö fyrir samgöngum til og frá Berlin, og aö hundruöum Þjóöverja úr kommúnistarlkjun- um I Austur-Evrópu hefur verið leyft aö sameinast fjölskyldum sinum og ættmennum I sam- bandslýöveldinu á siöustu fimm árum”. Ól-lelkarnir óviOelgandi Hann ávitaöi Bandarikjamenn fyrir tilhneigingu til þess að Helmut Schmidt kanslari varar viö þvl aö styggja Sovétmenn um of. halda, að þeir tækju ávallt á sig allar áhætturnar, og benti á, aö V-Þjóöverjar heföu leyft þúsundir kjarnorkuvopna á slnu landi I fjölda ára, en þar byggju 60 milljónir manna á landrými, sem iafna mætti til Oregonfylkis I USA. Eftir viðræöur Schmidts við Carter forseta I Washington var gefin út sameiginleg yfirlýsing, þar sem sagði, aö þeir heföu oröiö sammála um, „aö þátttaka I Ölympíuleikunum I Moskvu væri óviöeigandi á meöan Afganistan væri hernumið af Sovétrlkjun- um”. Aöspuröur um afstööu V-Þýskalands til áskorunar Carters um, aö Iþróttamenn heims sniögangi Ólympiuleikana, spáöi Schmidt: „Þegar aö þvl rekur, býst ég við að Vesturlönd, Noröur-Amerika og Evrópa, muni standa saman”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.