Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. mars 1980 12 Föstudagur 7. mars 1980 : ■ „Mest gaman að leika í hasaratriðum” — Vísir ræöir við þrjá krakka, sem leika islensku kvikmyndinni „Veiöiferö", sem frum sýnd verður á laugardaginn erfeomin! °S svo allt hitt... ... Fréttaljósið/ Fréttagetraunin, Helgarpoppið, Gagnaugað, Ertu í hringnum, Sandkassinn, Hæ krakkar, Líf og list um helgina og margt, margt fleira. „Hef ekki áhuga á að vera formaður ef ég nyt ekki trausts til þess” — segir Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, i Helgarviðtalinu „Ásgrímssafn er eign þjóðarinnar” segir Bjarnveig Bjarnadóttir er Vísir heimsótti Ásgrimssafn ..Öll mín leikrit fjalla um eitthvert fíaskó” — Viðtal við leikritaskáldið Arnold Wesker 17 Nýlokið er fyrsta námskeiðinu i flugmódel- smiði, sem haldið hefur verið fyrir fullorðna hér á landi. Það var Tómstundahúsið s.em stóð fyrir námskeiðinu en leiðbeinendur voru félagar úr Flugmódelfélaginu Þyt. „Þátttakendur voru tiu i þessu námskeiði sem haldið var á mánudögum, sjö kvöld alls”, sagði Jón Pétursson, einn leiðbeinendanna. Jón sagöi, aö á námskeiöinu heföi hver þátttakandi smiöaö eitt módel, og innifaliö i nám- skeiöinu væri kennsla i aö fljúga vélunum. Gjaldiö fyrir nám- skeiöiö er fimmtán þúusund krónur og efniö i módelin kostar frá 8-40 þúsund krónur, allt eftir módelum. Þá kostar vélin um 30 þúsund krónur og fjarstýringin frá 70-190 þúsund krónur. Innifaliö i námskeiösgjaldinu eraöstaöan, allar leiöbeiningar, teikningar og verkfæri, og svo útvegar Tómstundahúsiö efni- viöinn. — Er erfitt að fljúga þessum módelum? ,,Já, þaö þarf vissa hæfni til þess. Þetta er eiginlega það sama og að fljúga venjulegri flugvél nema hvað áhættan er ekki eins mikil”, sagði Guðjón Ólafsson, yfirkennari á nám- skeiðinu. „Viö þurfum aö hjálpa mönn- um í fyrstu skiptin sem þeir fljúga, fleyta þeim yfir byrjun- aröröugleikana. Að þvi loknu ætti mönnum aö vera nokkuð óhætt, ef þeir fara ekki að gera einhverjar kúnstir”. — Eru margir flugmódel- áhugamenn i Reykjavík? „Þetta er frekar litill hópur ennþá, en okkur fjölgar jafnt og þétt. Annars á Flugmódelfélag- ið Þytur tiu ára afm.æli á þessu ári og við finnum aö áhugi fyrir félaginu eykst og fyrirspurnum fjölgar”. Þeir Þytsmenn bentu á, að i júli i fyrra var haldiö á Hvols- velli Noröurlandamót i módel- svifflugi, og var þaö fyrsta fjöl- þjóöa flugmótiö, sem haldiö hef- ur verið á tslandi. I sumar er svo gert ráð fyrir aö keppa i módelvélflugi hér á landi. Þaö yröi fyrsta mótiö sinnar tegundar á Islandi en nokkrir tslendingar hafa fariö utan á hverju ári um nokkurt skeiö til keppni. — Hvar fljúgið þiö þessum vélum? „Við höfum aðallega veriö uppi á Sandskeiöi, en einnig viö Korpúlfsstaöi og á Leirtjörn, sem þornar upp á sumrin. Þaö er mesta furöa hvað vélarnar þola mikinn storm, því við höf- um flogið þeim 15-6 vinstigum”. — Hvað komast vélarnar á mikinn hraða? „Það er mjög misjafnt. Jón samkennari minn Pétursson á til dæmis vél sem kemst á 160 kílómetra hraöa i láréttu flugi. STUKAN hans Gunnars ætti aö komast á 130 kilómetra hraða. En flestar vélarnar fljúga mun hægar. Byrjendavélarnar fljúga venjulega á 10-20 kilómetra hraða, en komast liklega mest i 60 kilómetra hraöa, ef þær eru á niöurleiö — og fljúga beint niö- ur!”, sagöi Guöjón Ólafsson. Þess má geta, aö nýtt nám- skeiö hefst á þriöjudaginn 11. mars, ef nægileg þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Tómstundahúsiö hf„ Laugavegi 164, eöa i sima 21901. —ATA Á: ,w y> - Jóhann Þór Jóhannsson er hér gifurlega niöursokkinn i smfðina. Visismyndir: JA „Ég hef lengi haft áhuga á flugvélum og mig langar til aö veröa flugmaöur þegar ég er orðinn stór”, sagöi Jóhann Þór Jóhannsson, 12 ára gamall, en hann var yngsti þátttakandinn I námskeiöinu. „Ég er aö smiöa flugvél sem heitir WINDY. Þetta er eins konar byrjendavél og við erum þrir á námskeiöinu, sem erum aö smiöa slika vél. Ég er búinn að kaupa vél i módelið og ætla aö fá mér fjarstýringu. Ég ætla örugglega að taka þátt i næsta námskeiöi, þvi þetta er miklu skemmtilegra en i smiöinni i skólanum. Þar fær maöur ekki svona erfiö og skemmtileg verkefni”, sagöi Jóhann Þór. Vænghafið á WINDY er um 120 sentimetrar og venjulegur flughraöi vélarinnar er um 20 kilómetrar. Vélin lætur vel aö stjórn og er jafnvel hægt að láta hana fljúga á gönguhraöa. —ATA „Nei, heyröu! A vængurinn örugglega aö snúa svona?” Tveir þátt- takendanna íbyggnir yfir módeli. Guöjón ólafsson (meö gleraugu) leiðbeinir einum þátttakendanna, sem er aö smföa módelsvifflugu. - seoir Gunnar Jónsson. sem er að smlða sér moflei af STUKA, orrustuvéllnnl frægu „Ég hef haft áhuga á módelsmiði frá þvi ég var unglingur”, sagði Gunnar Jónsson, en hann var elsti þátttak- andinn i námskeiðinu. „Ég hef smiðað nokkur módel sjálfur, en bara til skrauts þvi ég hef aldrei flogiö þeim. Svo smitaðist ég aftur af syni min- um, sem einnig er á námskeiö- inu. Og áhuginn er svo mikill, að ég var t.d. aö smiöa til klukkan hálf sex I morgun. Ég var nefni- lega svo stutt kominn, byrjaöi ekki á námskeiöinu fyrr en I næstsföasta tima. Ég hef haft mikið gagn af þessu námskeiði og fengiö ýms- ar tæknilegar ráöleggingar, enda hefur ýmislegt breyst á þeim 25 árum sem liðin eru siö- an ég gekk i flugmódelklúbbinn, sem Ólafur Magnússon stofnaöi á sinum tima”. Gunnar er aö smiða módel af kunnri þýskri orustuflugvél úr seinni heimsstyrjöldinni. Hún heitir Junkers JU 87D-5, betur þekkt undir nafninu STUKA. Sú vél geröi mikinn usla i seinni heimsstyrjöldinni og hræddi liftóruna úr fjölda manns meö háskalegu ýlfrinu sem heyrðist þegar hún steypti sér. „Ég klára vélina örugglega ekki fyrr en einhvern tima á næsta ári”, sagöi Gunnar og hló, „en ég ætla örugglega á næsta námskeiö til aö fá frekari ráö- leggingar. Þaö er maöur á námskeiöinu sem er aö smiöa bandarisku or- ustuvélina MUSTANG, svo hér gæti orðiö mikill loftbardagi”. —ATA „HÉR GÆTI 0RBIÐ MIKILL LOFTBARDAGI" Fyrsta námskelðinu í fluomédelsmíði lokið: VAXANDI AHUGI FYRIR FLUG- Allt i röö og reglu. Teikningin fremst á boröinu, þá vængirnir og búkur inn og fyrir endanum sést flugvélin eins og hún á aö veröa. Js aaia að verða flugmaður” - segir Jóbann Þór Jóhannsson. yngsll bátttakandlnn I námskelðlnu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.