Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 8
Föstudagur 7. mars 1980 i V' 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davló Guómundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jóntna Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.500 á mánuói Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Sióumúla 6. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Veró i lausasölu 230 kr. eintakió. Prentun Blaöaprent h/f. TðFRAFORMÚLUR OG SJÖNHVERFINGAR 1 þessari ritstjórnargrein er fjallaö um vsntanlega reglugerö um róðstafanir i verð- lagsmálum og bent á að hún sé haldlaus.bæði að efni og formi. Verðbólgan verður ekki kveðin niður með slikum reglugerðum. Síðastliðinn mánudag lét ríkis- stjórnin leggja fyrir verðlagsráð drög að reglugerð um ráðstafan- ir í verðlagsmálum. Þar er gert ráð f yrir að verðhækkunum verði sett ákveðin mörk á árinu, svo- kölluð niðurtalning verðlags, sem er nýjasta töfraformúla ráðandi stjórnmálamanna til að kveða niður verðbólgudrauginn. Hér er á ferðinni enn ein ör- væntingarf ull en vita vonlaus til- raun stjórnvalda til að leysa verðbólguna með reglugerð og valdboði, þar sem byrjað er á öf- ugum enda. Þetta fyrsta útspll ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum er gagnslaust plagg, bæði að efni og formi. Samkvæmt verðlagslögum frá 1978 skal taka tillit til þess hvort fyrirtæki séu fjárhagslega og tæknilega vel rekin og nýti fulla afkastagetu. Þetta ákvæði á nú að virða að vettugi með setningu reglugerð- ar, sem brýtur þvert gegn þessu lagaákvæði. Nema þá stjórnar- sáttmálar séu orðnir að lögum. Efnislega er þessi reglugerð einnig dauðvona fædd. Aðalinn- tak hennar er að verðhækkanir megi ekki fara fram úr 8% á tímabilinu 1. mars til 30. apríl, 7% á næstu mánuðum þar á eftir og svo koll af kolli. En jafnframt er tekið fram að í undantekning- artilfellum megi hækkanir verða meiri, í fyrsta lagi ef kostnaðar- tilefni hafa orðið fyrir 1. febr. sL í öðru lagi ef þær stafa af óviðráðanlegum orsökum af er- lendum uppruna, þar með taldar gengisbreytingar og i þriðja lagi ef ekki verður samsvarandi þró- un í helstu þáttum efnahags- mála. Allar þessar rúsínur í pylsu- endanum leiða að sjálfsögðu til þess, að 8% hækkun, 7% eða önn- ur slík verðhækkunarþök reynast haldlaus. Þau eru orðin að undantekn- ingu en ekki aðalreglu. Á Islandi hafa verið í gildi verðstöðvunarlög frá 1970, án þess að nokkur maður viti til þess, að þau hafi haft hin minnstu áhrif. Minna má á, að á síðasta ári var með lagasetningu vinstri stjórnarinnar lagt blátt bann við verðhækkunum, þannig að í gildi hafa verið tvenn verð- stöðvunarlög. Arangurinn hefur orðið sá, að á síðustu 12 mánuð- um hefur verðlag hækkað um 60%, sem mun vera mesta verð- hækkunaralda sem yfir þetta land hefur gengið, svo lengi sem elstu menn muna. Engu að síður er enn verið við sama heygarðshornið. Enn skal verðbólgan leyst með lögum, reglugerðum og stjórnarsáttmál- um. Verðhækkanir eru ekki orsakir heldur afleiðingar efnahags- vandans, og meðan gengið fellur jafnt og þétt og tekur sjálfsagt enn eitt stökkið niður á við á næstunni: meðan kaup hækkar óðfluga og sjálfkrafa og marg- víslegur annar kostnaður, þá eru götóttar reglugerðir sjónhverf- ingar einberar. Það má vera að unnt séað leika á almenning um einhvern tíma með slíku ráðabruggi, en ekki verðbólguna. Hún lætur sér fátt um finnast. Kaupmáttarauknlng I fargiöldum mllll landa: Millilandafarglöld nú hlut- fallsiega ódýrari en áður Enda þótt skoöanakönnun hafi leitt i ljós, aö heldur fáir lesi forystugreinar blaöanna, eru þær þó eigi aö siöur lesnar upp i Utvarpi morgun hvern, og hafa þvi viötæk áhrif til góös eöa ills. Þetta kom i hugann viö lest- ur forystugreinar Visis þriöju- daginn 4. mars, þar sem gerö eru aö umræöuefni opinber og almenn samskipti Norðurlanda- þjóöa. Margt er þar vel sagt, en þar kemur þó fram sá reginmis- skilningur sem ýmsir eru haldn- ir, og þaö er, aö fargjöld milli tslands og annarra landa hindri feröalög. Sér i lagi eigi þetta viö feröir Islendinga til Noröur- landa. Nú vill svo til, aö á siöast liönu ári jukust feröir lslend- inga i áætlunarflugi verulega á meöan samdráttur varö i skipu- lögöum hópferöum i leiguflugi. Þetta bendir ekki til þess aö far- gjöldin séu óviöráöanleg, enda hafa þau lækkaö verulega á undanförnum árum. Nú er svo komiö aö þaö tekur hafnar- verkamann á 2. taxta Dags- brúnar helmingi færri vinnu- stundir aö vinna fyrir fari milli Islands og Kaupmannahafnar en þaö tók fyrir 10 árum. Geta ritstjórar VIsis bent á svipaöa kaupmáttaraukningu á öörum sviöum? Fargjöld lækka — gistingar hækka Á ráöstefnu sem nýlega var haldin i Kaupmannahöfn, ræddu feröamálafrömuöir um mögu-- leika Noröurlanda á feröamála- sviöinu og hvaö þyrfti til aö koma, svo þau héldu slnum hlut á þeim vettvangi. Fram kom aö fargjöld hindruöu ekki feröir manna til Skandinaviu heldur verö á gistingu og þjónustu. Einn ræöumanna, sérfræöingur 1 þessum efnum sagöi m.a. efnislega: Flugfargjöld fara hlutfallslega lækkandi og hafa gert þaö um nokkur ár. Hins vegar er annar útgjaldaliöur sem sifellt hækkar og er oröinn feröamönnum litt viöráöanleg- ur, en þaö er gisting á hótelum i Skandinaviu. Gistiaðstaöan hefur hækkaö verulega, meöan þiö, herrar minir og frúr, ætlist til þess aö halda ykkar hlut i feröamálum, aö ekki sé nú talaö um aukningu, veröiö þiö aö gera svo vel og lækka gistiverö hótel- anna, enda þótt þaö kunni aö veröa á kostnaö þjónustu. Svo vikiö sé aftur að fargjöld- um milli íslands og nágranna- landanna skal upplýst, að Flug- leiöir hafa lægstu fargjöld allra félaga, sem fljúga á Evrópu- leiöum. Samkvæmt nýjum upp- lýsingum eru fargjöld Flugleiöa 40% lægri en meðaltal fargjalda innan Evrópu. Meö tilkomu mjög hagstæöra sérfargjalda eru flugferöir til nágrannaland- anna ódýrar. Hófleg fargjalda- stefna félagsins var og viður- kennd á fundi Noröurlandaráös i Reykjavik I gær og sá nefnd sú sem haföi fargjaldamál til meö- feröar ekki ástæöu til aö breyt- inga væri óskað. Greiðar samgöngur til Norðurlanda Þá er annar reginmisskiln- ingur sem fram kemur i leiðar- anum frá 4. mars. Þar segir: „Feröatiöni Flugleiöa til Norðurlandanna hefur orðiö til þess aö skyndiferöir manna til erindreksturs I nágrannalönd- unun. t.d. á sviöi viöskipta, getur tekiö allt aö viku, i staö þess aö menn gátu áöur veriö tvo til þrjá daga i slikum ferö- um”. Hér er alger misskilning- ur á feröinni. Milli Islands og Kaupmannahafnar var flogiö á hverjum degi I allan vetur, fram i siöari hluta janúar, en siöan sex daga vikunnar, þ.e. alla daga nema þriöjudaga. Hafi menn veriö viku I feröinni, er þaö trúlega vegna þess, aö þeir hafa viljáö njóta hinna hag- stæöu sérfargjalda, en skilyröi fyrir þeim er aö feröamaöur sé viku ytra. Ritstjórum VIsis er án efa kunnugt um aö flug yfir Norö- ur-Atlantshaf hefur á undan- förnum árum veriö rekiö meö halla og fargjöld þar óraunhæf. Þrátt fyrir aö Flugleiöir eiga ekki I samkeppni á leiöunum milli tslands og Bandarikjanna þykir forráöamönnum félagsins ekki annaö verjandi en aö neöanmóls Sveinn Sæmundsson, blaöafull- trúi Flugieiöa fjallar hér um flugfargjöld frá tslandi f tilefni ummæla i leiöara Visis á þriöju- daginn var og segir þaö mis- skiining aö fargjöld milli ts- lands og annarra landa hindri feröalög landsmanna. landsmenn njóti sömu lágu far- gjaldanna og aörir á þessum leiöum. Þessa staöreynd sést mörgum yfir sem bera saman fargjöld austur og vestur. Séu hins vegar hjón eöa fjöl- skylda á ferö saman veröa far- gjöld til Noröurlanda og Bret- lands talsvert hagstæöari en til Bandarikjanna. A hitt ber svo aö lita, aö gisting er yfirleitt ó- dýrari I Bandarikjunum en I Evrópu. Svelnn segir fargjöld hafa lækkaö á undanförnum árum milli ts- lands og annarra ianda og taki þaö nú hafnarverkamann helmingi styttri tima aö vinna fyrir fari milli tslands og Kaupmannahafnar en þaö tók fyrir 10 árum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.