Vísir - 24.03.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 24.03.1980, Blaðsíða 6
 viaun Mánudagur 24. mars 1980 £ r""SækTp"imleyTi u"ab”péka"úTvarps-'oé siónvárpsstfið \ Reykiávikr" " 1 ! „Aiblððasamningur feiidi | j elnkaréttlnn úr glldl’" j - segir Hðrður Olaísson, hrl. ,,Ég held þvi fram að þessi alþjóðasamningur sem Island hefur fullgilt hafi fellt úr gildi einka- rétt Rikisútvarpsins og hann sé ekki lengur til staðar”, sagði Hörður Ólafsson hæstaréttarlög- maður i samtali við Visi. Höröur hefur ritaö Gunnari Thoroddsen forsætisráöherra bréf þar sem fariö er fram á aö forsætisráöherra hlutist til um aö ríkisstjórnin veiti honum leyfi til aö starfrækja Utvarps- og sjónvarpsstöö í Reykjavík. Jafnframt er tekiö fram aö veröi leyfiö ekki veitt fyrir 10. april veröi ekki komist hjá málshöföun. 1 bréfi sinu vitnar Höröur Ólafsson til 19. greinar Alþjóöa- samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Heimild til aö fullgilda þennan samning var samþykkt á Alþingi 8. mai 1979 og samningurinn síöan full- giltur I New York 22. ágúst sama ár. önnur málsgrein 19. greinar er svohljóöandi: „Allir skulu éiga rétt til aö láta i ljósi skoöanir sinar; i þessum rétti felst frelsi til þess aö leita, taka viö og miöla aiis konar vitneskju og hugmyndum án tillits til landamæra, annaö hvort munnlega, skriflega eöa á prenti, i formi íista, eöa eftir hverjum öörum leiöum aö þeirra vali” (Leturbr. Visis). 1 3. málsgrein 19. greinar seg- ir siöan: „Sérstakar skyldur og ábyrgö felast i þvi aö nota sér réttindi þau, sem um getur i 2. mgr. þessarar greinar. Þvi má tak- marka þessi réttindi aö vissu marki, en þó aöeins aö þvi Höröur ólafsson hrl. marki, sem mælt er i lögum og er nauösynlegt: (a) til þess aö viröa réttindi eöa mannorö annarra: (b) til þess aö vernda þjóöar- öryggi eöa allsherjarreglu (ordre public), eöa heilbrigöi almennings eöa siögæöi.” Höröur Ólafsson sagði aö þaö væri þannig takmarkaö I þess- um greinum, a og b, hvernig þessi réttur veröi takmarkaður meö lögum. „Samkvæmt þeirri reglu aö þaö sem ákveöið er siöast fellir Ur gildi þaö sem ákveöiö var áð- ur, þá hefur Alþingi fellt Ur gildi einkarétt RikisUtvarpsins meö fullgildingu þessa alþjóða- samnings”, sagöi Höröur Ólafs- Húsavík: SKÍDAFÚLK FYLLIR HÚTELIÐ UNI PASKANA „Eins og veðurbliðan er núna gæti fólk veriðhér á skiðum á sundskýlu einni fata, en það mætti að skaðlausu snjóa svolitið meira sagði Ólafur Skúla- son hótelstjóri á Hótel Húsavik i samtali við Visi. Er viö ræddum viö Ólaf i gær- dag var átta stiga hiti á HUsavik og glampandi sólskin. Snjó haföi tekiö upp fyrir nokkru við HUsa- vik og sagöi Ólafur þaö heföi nánast mátt beita fé á grasiö undir skiöalyftunum.Eftir snjó- komu sem geröi á föstudaginn hefur heldur ræst Ur og ef snjóar svolitiö I viöbót veröur ástandiö oröiö mjög gott fyrir skiöafólk. „Þaö eru komnar fjórar skiöa- lyftur i fjalliö hérna viö hótel- dyrnar. Fyrir skömmu var sett upp ný lyfta upp i Löngulaut sem kölluð er og þar er ágætur snjór og þar var fullt af fólki á sklöum I dag. En þaö þyrfti aö fá snjó i neöri lyfturnar lika til aö þetta veröi fullkomnaö” sagöi Ólafur. Hótel HUsavik er með glæsileg- ustu hótelum landsins og þar er nU allt gistirými upppantaö um páskana og hýsir hóteliö þá 80 gesti. Samkomusalir hótelsins rUma nokkur hundruö manns og á páskadagskvöld veröur haldin Italluhátiö meö pompi og prakt. —SG. Mjög gott veöur var viöa um land i gærdag og margir notuðu góöa veðriö til útivistar. t sundlaugunum f Laugardai var margt um mann- inn og á milli þess sem buslaö var I vatninu var hoppaö upp á grasiö og brugöiö á leik. (Visism. GVA) FLUGLEIDIR AÐALFUNDUR FLUGLEIÐA HF verður haldinn mánudaginn 28. apríl í Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðiar verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli frá og með 21. apríl n.k. og lýkur laugardaginn 26. apríl. Athugið að atkvæðaseðlar verða afgreiddir laugardaginn 26. apríl kl. 10:00 til 17:00. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. TEKIÐ SKAL FRAM AÐ FYRRI UMBOÐ TIL AÐ MÆTA Á AÐALFUNDI FLUGLEIÐA HF. ERU FALLIN ÚR GILDI OG ER ÞVÍ NAUÐSYNLEGT AÐ FRAMVÍSA NÝJUM UMBOÐUM HAFI HLUTHAFAR HUG Á AÐ LÁTA AÐRA MÆTA FYRIR SIG A AÐALFUNDINUM. STJÓRN FLUGLEIÐA HF. RÚÐUR RROTNAR OS MARUR SLEGINN Rúöur voru brotnar I þremur verslunum f miöborginni um helgina. Tveir af rúöubrjótunum voru handteknir á staönum. Þágómaöi lögreglan mann sem var aö dunda sér viö aö skemma simtæki i simklefa, en segja má aö simaklefar veröi fyrir stöðug- um árásum skemmdarvarga. Maður var sleginn fyrir utan veitingahUsiö Óöal um klukkan 15 i gær og var fluttur á slysadeild þar sem gert var aö sárum hans. —SG. ÁREKSTUR OG SLYS Tveir bilar skullu saman á veg- inum viö Rauöavatn sfödegis I gær og varö áreksturinn all- haröur. ökumaöur annars bilsins var fluttur á slysadeild. Báöir bílarnir skemmdust talsvert. Laust fyrir klukkan 15 i gær kviknaði i bil á gatnamótum Hjaröarhaga og Dunhaga. Þar var um aö ræða 10 ára fólksbil og skemmdist hann mikið af eldi. -SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.