Vísir - 24.03.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 24.03.1980, Blaðsíða 9
riaiit Mánudagur 24. mars 1980 r—■ ------ 1 MILLJtRBlHOLL RlKISFJÖLMMLt Einhvern tima gerOist þaö viö upphaf starfsferils nýrrar rlkis- stjórnar, aö útvarpsmenn svokallaöir löbbuöu sig á fund nýs menntamálaráöherra og gáfu honum skóflu. Þetta þótti merki um aö útvarpsmenn vildu láta byggja hús. Nokkru siöar kom annar menntamálaráöherra, eöa var þaö kannski sá sami, labbaöi sig upp á holt hér f borginni, rak skóflublaöiö i melinn og tilkynnti aö hér ætti aö rfsa hús fyrir rfkisfjölmiölana. Siöan hefur ekkert gerzt I málinu annaö en þaö aö áætlun er komin um kostnaö viö fyrsta áfanga og hljóöar hún upp á nær sex milljaröa. Er þá rei.knaö meö aö upp úr skóflufari hins bláeyga ráöherra risi steinkassinn hér fyrir þennan pening. leg þau húsgögn, sem keypt voru I þá skrifstofu. Minnir hún siöan á tilvist sólkonunga. Þetta mikla rými hjá útvarpsstjóra hefur ekki sýnt sig 1 merkilegri dagskrám, betri rekstri eöa minni afnotagjöldum. Upptöku- herbergin eru mjög sniöin viö hæfi og ekki fæst tækjakostur endurnýjaöur eöa sendistengur, vegna þess aö stjórnendurnir eru aö biöa eftir nýju skrifstofu- húsnæöi i milljaröahöllinni. All- ir góöir hlutir eiga aö blða þang- aö til upp er risin fjölmiöla- stassjón sem ljómar af um öll Haft er á oröi, aö þegar franskir bilahönnuöir geri uppdrætti aö bilum byrji þeir gjarnan á bilstjórasætinu og hanni siðan gripinn út frá þvi. Hefúr stundum þótt þröngt og erfitt aö athafna sig viö viögerð- ir á frönskum bilum, kannski af þessari ástæöu, og mörgum manninum eflaust dottiö I hug aö auöveldasta leiöin til aö komast að kveikjunni væri aö byrja á þvi aö kippa bilstjóra- sætinu I burtu. Eins er þessu variö meö milljaröahöll rikis- fjölmiöla. Þar er vel séö fyrir Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, skrifar hér um fyrirhugað útvarps- hús, en fyrsti áfangi þess á að kosta um 6 milljarða króna, og fullyrðir að útvarpinu sé enginn vandi á höndum í húsnæðismál- um. Grunnurinn aö útvarpshúsinu. „1 milljaröahöll rlkisfjölmiölanna er vel séö fyrir skrifstofu útvarps- stjóra, fjármálastjóra og annarra stjóra sem hafa eins og kunnugt er valdahlutfall samkvæmt gólf- stæröinni.” skrifstofu útvarpsstjóra, fjár- málastjóra og annarra stjóra, sem hafa eins og kunnugt er valdahlutfall samkvæmt gólf- stærðinni, enda ekki til siðs nema I skattplndum einka- rekstri aö forstjórar og fjár- málastjórar sitji I kytrum. Mér er ekki kunnugt um hvert pláss stjóranna er I fermetrum, en þaö er aö líkindum stærra en ráöherraskrifstofur landsins samanlagöar. Viðáttur utan um orð Sjónvarp, og þó útvarp sér- staklega, byggja á oröinu einu saman aö mestum hluta, eöa plötusnúningi, þar sem umbún- aðurinn er aöeins nokkrir tugir sentlmetra á hvora hönd. Þessi grundvallarbúnaður ríkisfjöl- miöla hefur alltaf verið hálfgerö hornreka þegar annaö gólfpláss er haft I huga. Minnisstæöur er hávaðinn, sem varö út af skrif- stofuplássi útvarpsstjóra, þegar útvarpiö flutti I Skúlagötuhúsiö á slnum tlma, eöa I kringum 1960. Og ekki þóttu slöur merki- Noröurlönd og víöar. Þaö er annars einkennilegt hvaö mönn- um er óljóst þaö grundvallar- atriöi aö stofnun eins og útvarp skiptir engu máli fyrir allan þorra fólks, nema þaö sem heyrist I tækjunum á heimilun- um. Ætti aö byggja veglega utan um hiö áþreifanlega útvarp mætti hugsa sér aö þaö yröi gert á heimilunum. Útvarpsstjórar og fjármála- stjórar og annaö polergeist I ríkisfjölmiðli kemur bara mál- inu ekki við. Skrifstofuviöáttur þess liös eru ekki reistar utan um orö eöa hljómlist, heldur utan um barnalegan metnaö, sem stendur ekki I neinu hlut- falli viö þörfina. Skrifstofa á gangi Manni skilst aö sérfræöingar hafi orðiö sér úti um dýrar reis- ur til aö skoöa útvarpshús I út- löndum. Þeir hafa vafalaust haldiö aö skrifstofuliö rlkisfjöl- miöla hjá milljónaþjóðum hafi verið hæfilegur mælikvaröi á umfangið hér húsnæöislega séð. Oöru vlsi veröur varla skiliö hvaöan hönnuöum kemur sú vitneskia aö milljaröahöllin veröi fyrst og fremst aö hýsa skrifstofufólk. Þaö er alveg rétt, aö vlöa er þröngt I húsakynnum útvarps viö Skúlagötu. Jafnvel simi úti á gangi á fimmtu hæö var notaöur eins og hver annar skrifstofusími og hiö veggja- lausa aðsetur kennt viö þekktan leikstjóra af landsbyggöinni. Nú er búiö aö setja veggi utan um simann og þaöan fer fram stjórnun á frægasta þætti útvarpsins, morgunspjalli Páls Heiöars og Sigmars. Þáttur þeirra Páls Heiöars og Sigmars yröi auövitað ekkert betri þótt þeir heföu aösetur I milljaröa- höll, sem væri einskonar út- varpslegur sómi á Noröurlönd- um og vlöar. Þaö eru auövitað starfsmennirnir sjálfir sem skipta mestu fyrir útvarpiö og tæki þau, sem þeir vinna meö, en ekki menningarlegt mónú- ment á skökkum staö og reist af misskilningi. Sex milljaröar i steinkassann einan segja slna sögu um þaö bákn sem fyrir- hugaö er aö reisa. Þýöingar- laust er aö reyna aö framreikna dæmiö vegna veröbólgu. Viðishús — útvarpshús Og um hvaö eru menn svo að tala, þegar þeir eru aö taka skóflustungur og gera áætlanir upp á milljaröa I byggingar- kostnaö. Þeir eru aö tala um sameiginlegt húsnæöi fyrir út- varp og sjónvarp undir einum forstjóra ásamt fylgdarliöi, sem hefur hlutfallslega mestan hluta byggingarinnar fyrir sig. Forstjórinn og lið hans kemur varla nálægt dagskrárgerð. Forstjórinn situr fundi meö útvarpsráöi, sem er samsafn fólks frá flokkunum, og getur svo sem haldiö fundi slna I kjall- aranum undir styttu Ingólfs Arnarsonar, væri hún upphituö, án þess aö nokkur munur sæist á dagskránni. Dagskrárgerð I útvarpi hefur lengi veriö pólitlskur bitlingur aö mestum hluta, og má merkilegt heita hvaö vel hefur tekizt til þrátt fyrir slikan annmarka. Auövelt er aö rýma herbergi útvarps- ráös og skrifstofu útvarpsstjóra og bæta þar viö litlum skrifstof- um eða upptökuherbergjum. Efri hæöir Vlöishússins eru lausar. Þangaö mætti hæglega flytja þaö fólk, sem er ónauö- synlegt fyrir daglegan rekstur útvarpsins, en tekur nú upp mikið pláss I húsinu við Skúla- götu. Þaö mætti jafnvel taka upp I Víöishúsi allt svokallaö niðursoöiö efni og koma þar fyrir geymslum undir efni, sem ekki þarf aö nota I bráö. Þaö mætti jafnvel flytja allt útvarp- iö I Viöishúsiö. Um sjónvarpiö er ekki aö tala. Þeir sjónvarps- menn eru þegar farnir að lýsa yfir aö þeir muni ekki flytja i milljaröahöllina vegna þess aö þar veröi of þröngt um þá. Og svo eru menn aö tala um aö stórveldin séu liöin undir lok. Bólgna út I einangrun Mitt I þessu tali um milljaröa- höll undir útvarp, og þó fyrst og fremst undir útvarpsstjóra og fylgilið hans, hefur ekki einu oröiö veriö vikiö aö útvarpstækn inni, og þeim öru breytingum, sem hún er undirorpin. Útvarp- iö hefur staöiö I staö hvaö tækni snertir I óralangan tlma. Þvi hefur veriö boriö viö, aö endur- nýja ætti tækjakostinn, þegar flutt væri I milljaröahöllina. Þetta er auövitaö ekki annaö en ósvifni viö útvarpshlustendur. Meö þessu móti er veriö að telja landsmönnum trú um, aö ekki veröi hægt aö bæta úr útsend- ingum eöa reisa ný sendimöstur nema áöur sé búiö aö byggja fyrir milljaröa. Milljaröahöllin sjálf gerir ekki ráö fyrir nema einu upptökuherbergi fleira en nú er viö Skúlagötu. Þar eru þau sex, en eiga aö vera sjö I nýja húsinu. Til hvers bendir þetta þegar hiö riflega skrifstofurými er haft I huga? Þannig á ekki einu sinni aö standa skynsam- lega aö upptökunni þrátt fyrir milljaröa byggingu. Þaö er engu llkara en þeir sem þarna ráöa málum, og halda á skófl- unni góöu, séu fyrst og fremst að reisa stássbyggingu yfir sjálfa sig en ekki starfshús, þar sem mestu máli skiptir aö efnið, misgott aö vlsu, komist hindranalaust og óbrenglaö til hlustertda. Útvarpinu er enginn vandi á höndum I húsnæöismálum. Skúlagötuna er hægt aö nota áfram, án þess að byggja nýjar skritstotur a göngum, sé óþarfasti starfsþáttur stofn- unarinnar fluttur eitthvaö ann- aö. Og vilji menn endilega flytja I eitthvert annað húsnæöi, þá hentar Viöihúsiö ágætlega. Milljaröabygging yfir stofnun eins og útvarp er fásinna, sem aöeins þeim er ætlandi er hafa bólgnaö svo út i einangrun sinni I húsakynnum viö Skúlagötu, aö þeir vita ekki hvaö þeir starfa i fábrotnu fyrirtæki. IGÞ mmm sfe'iía’iaii Páll Heibar Jónsson og Sigmar B. Hauksson 1 Morgunpóstinum. „Það eru auðvitaö starfsmennirnir sjálfir sem skipta mestu fyrir útvarpið og tæki þau, sem þeir vinna með, en ekki menningarlegt mónúment á skökkum stað og reist af misskilnlngi”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.