Vísir - 24.03.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 24.03.1980, Blaðsíða 14
Mánudagur 24. mars 1980 TJX_____ 14 Landslelkurlnn I körluknamelk: Engin mitni og öao kosiaðl okkur slgur - Sovéimenn unnu ísiand 67:64.1 fyrsia landslelk blóðanna I körfuknattieik. á Selfossl I gær „Sóknarleikurinn var langt frá þvi aö vera nógu beittur hjá okk- ur. Menn hittu ekki nærri nógu vel, en i vörninni börðust menn mjög vel og spiluðu sérstaklega sterk- an leikV sagði Steinn Sveinsson, einn af landsliðsnefndarmönnun- um i körfuknattleik, eftir að islenska landsliðið hafði tapað fyrir þvi sovéska i iþróttahúsinu á Selfossi i gær með 64 stigum gegn 67. Með venjulegri hittni hefði ísland átt að vinna sigur i þessum leik. En það var nánast sama hveráttiihlut, enginn hitti vel, ó- hittnin varö liðinu að falli. I vörn- inni börðust menn hinsvegar og liðið lék gifurlega sterka maður gegn-manni vörn. Þaö er greini- legt aö takist að láta þetta tvennt haldastí hendur, sterkan varnar- leik og „normal” sóknarleik. er- um við komnir meö landslið sem á aö geta gert það gott. Sovétmennirnir léku nú mun betur en gegn bandarisku leik- mönnunum á föstudagskvöldið. Þeim tókst þó li'tiö að komast á- leiöis gegn vörninni inniá miðj- unni og miðherjar þeirra skoruöu litiö. Hinsvegar hittu þeir vel fyrir utan bakverörnir og skoruöu drjúgt þannig. Sovétmenn tóku forustuna m strax i sinar hendur i leiknum, komust i' 2:0, 18:12, 31:25 og höfðu yfir i hálfleik 41:32. Þessimunur hélst litið breyttur frameftiröllum siðari hálfleik, en þá saxaöiIslenska liðiö verul. á. Munaði einu stigLer tvær minútur voru til leiksloka 65:64 en Sovét- menn skoruðu næstu körfu og breyttu stöðunni i 67:64. Jón Sigurðsson fékk siðan vitaskot þegar 40 sekúndur voru eftir, en aldrei þessu vant brást honum bogalistin og brenndi af. Þeir sovésku héldu siöan boltanum þaö sem eftir var leiksins. Enginn islensku leikmannanna skar sig verulega úr i þessum leik, en þeir sem hvíldu úr 15 manna landsliðshópnum voru Július Valgeirsson, Birgir Guð- björnsson og Geir Þorsteinsson. Stigin fyrir ísland skoruðu Pétur Guðmundsson 22, Simon Olafsson 9, Gunnar Þorvarðarson 7, Torfi Magnússon 6, Kristinn Jörunds- son 5, Guðsteinn Ingimarsson 4, og þeir Rikharður Hrafnkelsson, Jón Sigurðsson, Jónas Jóhannes- son og Flosi Sigurösson 2 hver, en Flosi fór svo að segja beint i leik- inn af flugvellinum er hann kom til landsins i gærmorgun frá Bandarikjunum. Fyrri leikir sovéska iiðsins hér á landi voru gegn bandarisku leikmönnunum á föstudagskvöld- ið, og þá unnu þeir bandarisku 87:78 og gegn Val á laugardag og sigruðu þá þeir sovésku 96:93. Ekki er hægt að skilja við frá- sögn af þessari heimsókn án þess Ekki tókst HK mönnum að stöðva Viking á sigurgöngu liös- ins i 1. deildinni I handknatt- leiknum er liðin léku aö Varmá i gær. Islandsmeistararnir bættu enn einum sigrinum i safnið, þeir unnu 19:13 og hafa nú sigraöi i 13 leikjum sinum i mótinu. Þeir eiga nú aðeins eftir að mæta IR-ing- um, og bendir þvi allt til þess að þeir komu með „fullt hús” stiga úr mótinu eins og við spáðum reyndar I haust. En þaö hefur ekki gengið eins vel hjá HK sem rambar nú á barmi falls I 2. deild. Liðið er neðst með 6 stig og á eftir að leika gegn Fram. HK getur þvi bjargað sér ennþá, en það er ansi lang- sóttur möguleiki. Til þess þarf liðið að sigra Fram, Haukar siðan að tapa báðum sinum leikjum, gegn FH og KR, og HK siðan aö sigra Hauka i aukaleik. Ekki er allt búið enn, þvi þá ætti HK eftir aukaleiki gegn þvi liöi sem verður næst efst i 2, deild um sæti I 1. deild að ári. Vikingarnir byrjuðu leikinn gegn HK með miklum látum, þeir komust i 6:2,en þá fóru HK-menn i gang og voru búnir að jafna I hálf- leik 8:8. En Vikingarnir voru sterkari, Standard áfram I Blkarnum Standard Liege tryggöi sér i gær rétt til aö leika i undanúrslit- um belgisku bikarkeppninnar, er liðið sigraði Anderlecht 1:0 I Liege. 1 fyrri leik liðanna varð jafn- tefli án þess að mark væri skorað og þvi nægði markiö sem Plessers skoraði i gær Standard til að kom- ast áfram. Asgeir Sigurvinsson lék aö sjálfsögöu með Standard og átti stórleik, en hann hefur átt hvern leikinn öðrum betri upp á siökastið. Ólafur bróðir hans leikur með Seraing i 3. deild og hefur liðinu gengið mjög vel. Seraing hefur nú 9 stiga forskot i sinum riöli og er öruggt meö sæti i 2. deild næsta vetur. G. Sigf. Eyjum/gk-. aö minnast á frammistööu sovéska dómarans, sem er hér meðliðinu. Hann er svo hlutdræg- ur að furðu sætir og vægast sagt furöulegt aö sjá, hvernig hann dæmdi t.d. i Laugardalshöll á föstudagskvöld, og ekki var hann betri á Selfossi I gær. gk-. það fór ekki á milli mála. Þeir sigu framúr aftur, og 6 marka sigur þeirra var sanngjarn. Leikur liðanna var ekki góður handknattleikslega séð, en mikið var barist á báða bóga og hart tekist á i vörninni. Dómararnir þeir Arni Tómasson og Jón Frið- steinsson dæmdu ekki nærri Iþróttakennaranemarnir frá Laugarvatnitryggðu sér Islands- meistaratitilinn i 1. deild karla i blaki á laugardaginn, þegar þeir sigruðu Þrótt I spennandi leik i Hagaskólanum 3:0. Fyrsta hrinan var fjörlega leik- in af báöum en lokatölurnar þar uröu 15:13 Laugdælum i vil. Þau ilrslit hafa trúlega orðiö eitthvað áfall fyrir Þróttarana, þvi þeir náðu sér ekki á strik i annarri hrinu fyrr en Laugdælir voru komnir i 14:1 og þurftu þá ekki nema eitt stig- það fimmtánda — til að sigra. En þá var eins og Þróttararnir vöknuðu af dvalanum. Þeir skor- uðu hvert stigið á fætur öðru, og við það fór allt I baklás hjá Laugarvatnsliðinu. Þróttararnir minnkuðu bilið niöur I eitt stig — 13:14 — en þá höföu Laugdælir það loks af að klóra i bakkann og ná þessu eina stigi sem vantaði til sigurs. 1 þriðju hrinunni gekk einnig mikið á. Þar var jafnt á öllum tölum i 15:15 og bæöi liöin áttu þá hvert tækifæriö á fætur öðru til aö hrifsa sigurinn. En það voru Laugdælir sem höföu af aö kom- asttveim stigum yfir og sigra þar með I hrinunni 17:15.. Með þvl var sigurinn i leiknum þeirra og Islandsmeistaratitillinn einnig og þaö annað árið i röð. Einn annar leikur var i 1. deild- innium helgina. Lið UMSE tapaöi fyrirVikingi 3:0 15:3,15:5og 15:4. EkKen leikié I kvðid „Sovétmennirnir hreinlega treystu sér ekki tii aö leika fimm leiki á jafnmörgum dögum svo við uröum að breyta dagskránni örlitið”, sagði Steinn Sveinsson landsliðsnefndarmaður I körfu- knattleik er við ræddum við hann eftir landsleik Islands. og Sovét- rikjanna I gær. Breytingin veröur sú að i kvöld verður enginn leikur, en lands- leikur i Njarðvik á þriðjudags- kvöld. Siðasti leikur heimsóknar- innar verður siöan háður á mið- vikudag, þá fer fram landsleikur i Laugardalshöll, og verður hann jafnframt 100. landsleikur Islands i körfuknattleik. gk-. nógu mikið og varö allt of mikil harka látin viðgangast. Markhæstu menn Vikings voru Páll Björgvinsson, Sigurður Gunnarsson og Ólafur Jónsson meö 4 mörk hver, en hjá HK Bergsveinn Þórarinsson meö 4, Ragnar ólafsson og Hilmar Sigurgislason með 3 hvor. k/gk-. Eyfirðingarnir áttu einnig aö leika við ÍS um helgina.en mættu ekki til leiks og var leikurinn flautaður af og á og stúdentum dæmdur sigurinn. í 1. deild kvenna fengust úrslit um helgina þegar Víkingur sigr- aði IMA 3:0 og þar með var Islandsmeistaratitillinn Vikings- stúlknanna. IMAlék þrjá leiki um helgina, og með sigrii' þeim öllum átti liðið möguleika á aukaleik um titilinn. En þeir töpuðust allir og þar með fauk möguleikinn á aukaleiknum, og um leið mögu- leikinn á tslandsmeistaratitl- inum til Akureyrar... —klp— „STAÐA_N__ Staðan i 1. deild íslandsmótsins I blaki karla er nú þessi: ÍS — UMSE ..............3:0 Vik.— UMSE..............3:0 Þróttur —-UMFL..........0:3 UMFL...........15 12 3 40:16 24 Þróttur........16 11 5 36:21 22 ÍS.............15 9 6 33:28 18 Vikingur....... 16 6 10 29:35 12 UMSE........... 16 1 15 9:47 2 Siðasti leikurinn i 1. deild karla fer fram á miövikudagskvöld og leika þá á Laugarvatni nýbakaðir tslandsmeistarar UMFL gegn tS. Pétur Guömundsson sem sést hér skora flandsieik gegn Norðmönnum var stigahæstur á Selfossi I gær, skoraði 22 stig. VÍKINGM HALDA ENN SIHU STHIKI - en staða HK11. delld islandsmótslns I handknattlelk er orðln mlðg erflð UMFL HIRTI TITILINN - varð íslandsmeistarl I blakl annað árlð I rðð eltlr 3:0 slgur gegn Þrðltl um helglna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.