Vísir - 12.04.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 12.04.1980, Blaðsíða 5
5 VISIR Laugardagur 12. april 1980 Alþingi sér þá að gera ráðstafanir til að takmarka leigu og sölu fall- vatna. Þó hann hefði einatt mikið fé umleikis var fjárhagur hans ekki traustari en svo að áföll fyrirtækja hans snertu hann illa. Nordal segir: „Hann átti sér i rauninni ekki annan bakhjall en trúna á stór- fellda framtiðarmöguleika Is- lands, gáfur sinar og persónu- töfra”. Umsvif og áhugamál Einar Benediktsson mæddist i mörgu. Hann hugði á stórfram- kvæmdir en litið eða ekkert tókst honum. Hann stóð i blaða- mennsku um tima og kostaði ýmis blöð, hann drap niður fæti i pólitik og tók upp merki fööur sins i baráttunni gegn Valtýskunni, og telja má hann einn aðalstofnanda Landvarnarflokksins. Hann barð- ist ötulega fyrir sjálfstæði en mun þó hvorki hafa verið skilnaðar- né lýðveldissinni og þótti nokkuö til um sinn kóng. Þá vildi hann beita sér fyrir þvi að lslendingar tækju upp loftskeytatækni Marconis og fékk stuðning til þess erlendis frá. Að vísu varð Stóra norræna rit- simafélagið ofan á en Sigurður Nordal telur aö öll þessi umsvif og trUnaöur sá og rausn. sem hið auðuga Marconifélag sýndi honum, hafi átt sinn þátt i þvi að koma róti á hann, sannfæra hann um, hverju hann gæti orkað einn sins liös, og ýta svo undir hann að leggja á tæpari vöð. Efalitið er Einar Benediktsson einna kunnastur nU fyrir fossa- málið en linnulaust frá 1906 til 1925 reyndi hann að vekja athygli Islendinga á þeim möguleikum sem i vatnsorkunni fælust og sýndi þar stórhug svo undrum sætir. Hann vildi hefja orkufram- Einar Benediktsson, skáld. Myndin er liklega tekin árið 1925 eða skömmu siöar. liklega óbrotgjarnasti minnis- varöinn um hann. Um þau eru ekki tök á að margræða hér. En gefum nU Siguröi Nordal seint og um siðir orðið: „Einar Benediktsson kvæntist árið 1899, þá tæplega hálffert- ugur, en Valgerður kona hans réttra átján ára. Einar og Val- gerður eignuöust sex börn og liföu fimm þeirra föður sinn. FrU Valgerður var glæsileg kona og sómdi sér vel við hlið manns sins. Þótt Einar væri um- hyggjusamur heimilisfaöir, var staöa hennar oft allerfiö vegna tiðra bUferlaflutninga og mikilla fjarvista hUsbóndans. Annars feröuöust þau hjónin lika talsvert saman, og á utanvistarárunum komu þau stundum meö alla fjöl- skylduna heim til tslands. Um áramótin 1921-22, þegar telja má að Einar væri alkominn heim, settist hann að f ÞrUðvangi við Laufásveg en það hUs átti tengdamóöir hans. Þar stóö heimilið nokkur ár með miklum brag rausnar og hibýlaprýði. En smám saman tóku hagir Einars að þrengjast, og þegar tengda- móöir hans þurfti sjálf á hUsi sfnu að halda haustið 1927, urðu þau Valgeröur í bili aö flytjast i litið leiguhUsnæði. Þau fóru bæði til Noregs undir árslokin, og varð Valgerður þar eftir, þegar Einar hvarf heim til tslands. Voru þau þá skilin að samvistum, þótt lög- skilnaður þeirra væri ekki gerður fyrr en siðar. Herdísar vik Frá 1928 til- 1930 var Einar áfram i Reykjavik og bjó við heldur órifleg kjör. En nU var komin til sögu sU kona, sem átti eftir að veröa stoð hans og stytta til æviloka, frU Hlin Johnson. HUn haföi um fermingaraldur heyrt og séö Einar Benediktsson fyrir noröan, hann jafnan siðan verið henni hugfólgnari en aðrir menn og skáldskapur hans að sama skapi. En þau hittust ekki að máli fyrr en þvi nær 40 árum siðar. Þá hafði Hlin átt mikil örlög, verið gift og eignast átta börn, misst mann sinn, dvalist nokkur ár i Kanada, tekið sér ferö á hendur til Argentinu og unniö fyrir sér og börnum sínum af óbilandi kjarki og dugnaði. En upp Ur 1930 voru þau uppkomin, og frá þeim tima helgaði hUn Einari lif sitt og starf. 1 árslok 1930 fóru þau Einar og Hlin utan, alla leið suöur til TUnis, og komu Ur þvi feröalagi vorið 1932. Þá réð Einar þvi, að þau settust aö á hinu forna stórbýli, Herdisarvik, sem ásamt Krýsu- vik, var eignarjörð hans. Þar komu þau sér upp litlu og vistiegu hUsi og höfðu nokkurn bUskap. Þó að Einari væri á seinustu Reykja- vikurárum sinum stundum svo fátt skotsilfurs, aö hann seldi smám saman þær bækur sinar, sem honum var ekki fast i hendi með, átti hann lengi nokkrar fast- eignir, og kom það honum i góðar þarfir siðar. Ariö 1935 gaf Einar Háskóla tslands jöröina Her- disarvik, bækur sinar og hUsgögn til minningar um föður sinn. Herdisarvik var á þessum tima mjög afskekkt, langt til næstu bæja og vegir þangað ógreiðfærir. Fyrstu ár sin i Herdisarvik kom Einar stöku sinnum til Reykja- vikur, og um sjötugsafmæli sitt fór hann siðustu utanför sina, til Hafnar, og var þá enn hinn ern- asti. En eftir þetta fór kröftum hans smáhnignandi, án þess að hann þjáðist né legðist rUm- fastur. Mátti heita, að dauöinn, sem honum hafði staöið svo mikill beygur af á fyrri árum, sýndi skáldinu þaö tillæti að nálgast hægt og hljóðlega. Hann andaöist 12. janUar 1940, liðlega hálfátt- ræöur”. (i til Herdísarvíkur FrU Valgerftur, kona Einars. Þessi mynd var tekin um þaft leyti sem þau giftu sig, en þá var Valgerftur afteins 18 ára gömul. — Um skáldið og athafna- manninn Einár Benediktsson, sem fjallað er um i athyglisverðum útvarpsviðtölum þessa dagana leiðslu Ur fallvötnunum og var árið 1914 stofnað hlutafélagiö Titan til virkjunar Þjórsár. Það var gert i samvinnu við Norð- menn og var fyrirtæki þetta þvilikrar stæröar að erfitt er aö henda reiður á, jafnvel nU. Ymissa orsaka vegna fóru öll þessi tröllauknu áform Ut um þUfur, m.a. vegna kreppu sem skall á i Noregi eftir fyrri heims- styrjöldina. Voru það ekki fyrstu vonbrigöi Einars, né hin siðustu. Loks stóð svo Einar um margra ára skeiö i allslags fyrirtækja- makki viö Breta, hann leitaði aö gulli hér á landi og vildi leggja Grænland undir islensk yfirráö. Alls staðar var sama sagan: Von- brigði. Enda má leiða að þvi rök aö hreint og klárt fjármálavit Einars hafi ekki verið nándar nærri ámóta og hugsjónir hans. Feröalok Eins og gefur að skilja fjallar bók Sigurðar Nordals aö miklu leyti um kvæði Einars, enda þau Frú Katrín Einarsdóttir meft þrju barna sinna, frá vinstri er Einar, óiafur Haukur (i kjöltu móftur sinnar) og Kristln.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.