Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 14.04.1980, Blaðsíða 22
vtsm Mánudagur 14. april 1980 22 Sðmu myndir dag eftir dag...; sandkorn H *k>,,ar' 1 1 1 I 1 1 i HLUSTENDUR Á KAIWRINUM A vissu aldurskeiöi er börn- um tamt aö tvinna saman öll ljótustu orö tungunnar sem þau hafa lært, séu þau reitt til reiöi. Hefur þetta stundum veriö nefnt kúk og piss máliö, enda lýsir þaö nokkuö til hvaöa oröa er gripiö. Þeir sem hlýddu á leikrits- flutning útvarpsins i fyrri viku heyröu ekki betur en þeir væru leiddir inn I svona kúk og piss timabil fólks sem komiö er af barnsaidri. Efni leikritsins samanstóö einkum af bölvi og klámi og voru hlustendur leiddir inn á kamarinn og læstir þar inni, eins og einu sinni var sagt af ööru tilefni. Leikritiö var valiö, þýtt og flutt af nemendum Leiklistar skóla rikisins og heföu skatt- borgarar eflaust fremur kosiö aö þessum samsetningi heföi veriö haldiö innan skólaveggj- anna. Sjónvarpsáhorfandi skrifar: Val þeirra ljósmynda, sem birt er meö fréttum Sjónvarps- ins, er oröiö svo einstaklega ein- hæft, aö sem ötull áhorfandi sjónvarpsfrétta fæ ég ekki leng- ur oröa bundist. Sömu myndirn- ar eru birtar hvaö eftir annaö, stundum dag eftir dag, aö engu er likara en alltaf sé veriö aö segja sömu fréttirnar. Dæmi: Þegar sagöar eru fréttir af gislunum í bandariska sendiráöinu I Teheran bregst þaö ekki eöa varla, aö slikri frétt fylgi sama ljósmyndin af mannsöfnuöi fyrir utan giröingu sendiráösins og inn I garöi þess. Þegar Alexander Kielland slys- iö var mest I fréttum á dögunum voru oftast nær sýndar flestar sömu myndirnar, t.d. sú, sem sýndi endana á palluppistööun- um ná rétt upp fyrir yfirborö sjávar. Svo er eins og Sjónvarp- iö eigi ekki nema eina mynd af Carter Bandarikjaforseta, mynd, sem sýnir hann i ræöu- stóli, sennilega á Allsherjar- þingi Sameinuöu þjóöanna. Svona mætti lengi halda áfram aö telja dæmin. Ég veit vel, aö þaö er ekki sanngjarnt aö gera þá kröfu til Sjónvarps- Bréfritara finnst sjónvarpiö bjóöa upp á lélega þjónustu hvaö varöar Ijósmyndir af atburöum I fréttum. ins, aö þaö sé alltaf meö nýjar eöa nýlegar sjónvarpskvik- myndir af erlendum og innlend- um fréttaviöburöum. (Ég kæri mig m.a.s. ekki um aö borga minn hlut af aukakostnaöinum, sem slik viöbótarþjónusta kost- aöi). En hitt er ekkert annaö en leti og slóöaskapur aö birta I si- fellu sömu ljósmyndirnar I fréttatimunum, því aö þar hlýt- ur aö vera af nógu aö taka, og reyndar mun skárra aö horfa bara á þulinn segja nýjar fréttir heldur en vera alltaf meö eld- gamlar fréttamyndir fyrir aug- unum. Ég vona, aö þeir sjónvarps- menn taki sig á i þessu efni. Veröur forsetaframbjóöendunum foröaö frá slúöri? SLODRW og forsetaframbjöbendur GENGISSVIO Einn af blaöamönnum Þjóö- viljans skrifaöi skemmtilegan pistil i blaö sitt á dögunum þar sem hann ræddi um þau vand- ræöi sem ráöamenn eru í þeg- ar þeir reyna aö hylma yfir svikin kosningaloforö um aö gengiö skuli ekki fellt. Leggur blaöamaöurinn til aö upp veröi tekiö skiöamál I gengismálum til aö bjarga ráöherrum fyrir horn næst þegar gengiö sigur I einu stökki. Þá yröi talaö um gengissvig, gengisgöngu, gengisstökk og gengisbrun. t lokin segir aö nýyröanefnd hafi á takteinum feluorö sem eigi aö nota næst þegar gengiö tekur undir sig stökk — nefni- lega gengis khan. Nú viröist sem undirbúningur aö forsetakosningum fari harönandi. Má þaö merkja ekki sist af þvi aö flestir þeirra eru búnir aö koma sér upp kosn- ingaskrifstofum og held ég aö þaö sé i fyrsta skipti á tslandi sem slikt er gert af þvi tilefni. Eitt er þaö sem ég vil leiöa hugann aö I sambandi viö for- setakosningarnar. Þaö er slúör- iö. Eftir þvi sem nær dregur og mönnum hitnar i hamsi, eykst hættan á aö fariö veröi aö bera um borg og bý alls konar sögur af dáöum eöa ódáöum fram- bjóöendanna — oftast lognum. 1 fæstum tilvikjum koma þessar sögur á kreik fyrir tilstilli stuön- ingsmanna sem næstir fram- bjóöendunum standa, heldur meöal „kjaftgleiöra út i bæ”. Ég ætla aö vona aö okkur tak- ist að þessu sinni aö halda kosn- íngar þar sem kjaftháttur og slúöur veröi i lágmarki og er þaö sama aö hverjum forseta- frambjóöendanna slikur ósiöur beinist. 3597-1327 GEGNUMTEEKKUR OG VARMATAP Þiö skrifiö um ýmislegt á Visi og ég get svo sem byrjaö til- skrifin meö þvi aö segja, aö mér finnst Visir mjög gott blað. Efnismikiö, fjölbreytt og um- brotiö frábært. Þaö sem er aö bögglast fyrir brjóstinu á mér er þaö, aö I allri þessari orku- og sparnaöar um- ræöu, sem nú á sér staö, viröist mér, aö viö íslendingar gleym- um mjög mikilvægum hlut. Þ.e. aö einn af megin orkunotkunar- þáttum okkar er húshitun. Aö visu erum viö meö tvöfalt gelr og vel stilltar oliukynding- ar, en þegar kemur aö sjálfum varmaskiptunum, þá viröumst viö oft gleyma öllum orkumál- um. tsland er vindasamt land en samt hef ég oft séö fólk lofta út hjá sér meö þvi aö opna allt uppá gátt og láta blása I gegn. Þetta er hinn mesti misskilning- ur. Gott loft og gegnumtrekkur á fátt sameiginlegt i húshitun- armálum, svo ekki sé minnst á orkueyölsuna, þegar suöaustan- áttin er látin blása i gegnum húsiö og miöstööin er á fullu. Nei, kalda loftiö á aö koma inn um glugga ofarlega i herberg- inu og falla þar niöur. Um leiö ryöur þaö gamla loftinu frá og út. Þannig á loft aö endurnýjast. Sumir eru alltaf að kvarta undan brækju heima hjá sér, en loka t.d. aldrei eldhúsdyrunum þegar veriö er aö steikja. Siöan er allt opnaö uppá gátt, og brækjunni venjulega blásiö um alla ibúöina áöur en hún kemst út og þá venjulega meö ibúöar- hitann meö sér. Blæs suö-austanáttin dýrmætri orkunni út úr húsum okkar? J ISLENSKUR RLAÐAMAÐUR TIL ÍRAN Iran hefur veriö mikiö i fréttum siöan vitleysingurinn Khomeini og hans fylgifiskar hrifsuöu til sfn völdin. Hafa frásagnir erlendra frétta- manna af atburöum I Iran tek- iö mikiö rúm I fslenskum fjöl- miölum mánuöum saman. Nú má búast viö þvi aö Is lenskur blaöamaöur birti greinar um hvernig Iran kem- ur honum fyrir sjónir áöur en langt um lföur. Guölaugar Bergmundsson blaöamaöur á Helgarpóstinum er á ferö f landinu um þessar mundir og mun eflaust reyna aö kynna sér ástandiö sem best.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.