Morgunblaðið - 11.11.2001, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SJÚKRAHÚS var fyrst reistá Ísafirði í lok 19. aldar ogtaldist fullbúið í ársbyrjun1897. Sjúkrahúsið, sem stóðí Mánagötu 5, rúmaði 20
sjúklinga þegar best lét. Húsið var
nýlega endurnýjað og er þar nú rekið
Gamla gistihúsið.
Vilmundur Jónsson, síðar land-
læknir og alþingismaður, var héraðs-
læknir í Ísafjarðarhéraði 1917-31.
Hann var ekki fyrr kominn til starfa
en hann bar það upp í sjúkrahúss-
nefnd að sjúkrahúsið væri allt of lítið.
Fyrst kynnti hann hugmyndir um
viðbyggingu við gamla sjúkrahúsið en
féll fljótlega frá því og lagði til að
byggt yrði nýtt sjúkrahús. Guðjón
Samúelsson, húsameistari ríkisins,
kom til Ísafjarðar í ágúst 1920 til að
ræða um nýja sjúkrahússbyggingu og
hvar hún yrði best staðsett. Hann
lagði fyrir byggingarnefnd uppdrátt
af væntanlegu ráðhúsi, sjúkrahúsi og
kirkju og götuskipun á sunnanverðu
Eyrartúni. Túnið var þá í útjaðri bæj-
arins og ekki farið að skipuleggja
byggð ofan þess. Byggingarnefndin
féllst á þessar tillögur húsameistar-
ans og ályktaði að leggja til við bæj-
arstjórn að samþykkja þær.
Í ársbyrjun 1921 sendi Guðjón upp-
drátt að nýju 30 rúma sjúkrahúsi sem
áætlað var að mundi kosta 360 þús-
und krónur. Upphæðin óx bæjar-
stjórn í augum og var leitað til sýslu-
nefndar N-Ísafjarðarsýslu um
þátttöku í byggingunni. Sýslunefnd
samþykkti að byggja og reka sjúkra-
húsið í helmingafélagi við kaupstað-
inn. Einnig var leitað til ríkissjóðs um
stuðning.
Það gekk ekki þrautalaust að fá
samþykki fyrir byggingunni. Oddviti
bæjarstjórnar ógilti tvívegis sam-
þykktir bæjarstjórnar um fjárfram-
lög í bygginguna. Í bæði skiptin var
ákvörðun oddvitans áfrýjað til stjórn-
arráðs sem sagði að samþykktir bæj-
arstjórnar skyldu standa. Framlag
fékkst frá Alþingi 1923 og komst mál-
ið þá fyrst á rekspöl. Samþykkt var á
fundi bæjarstjórnar 21. júlí 1923 að
fela fjárhagsnefnd að undirbúa bygg-
ingu sjúkrahúss þannig að framlagið
úr ríkissjóði fengist greitt sem fyrst.
Vilmundur útvegaði lán í Landsbank-
anum til byggingarinnar og bæjar-
stjórnin samþykkti að hefja byggingu
sjúkrahússins eftir teikningum húsa-
meistara ríkisins á fundi 10. október
1923. Sérstök byggingarnefnd var
skipuð undir forystu Vilmundar Jóns-
sonar, héraðslæknis og bæjarfulltrúa.
Honum er þakkað öðrum fremur að
sjúkrahúsið reis og var aðeins tæp
tvö ár í byggingu. Ásamt Vilmundi
sátu í nefndinni Haraldur Guðmunds-
son, bankaritari, og Jón H. Sig-
mundsson, smiður.
Því fer fjarri að Vilmundur hafi
eignað sér einum heiðurinn af sjúkra-
hússbyggingunni. Í grein í Skutli 14.
september 1923 lýsir hann fylgi
margra og skrifar m.a.: „Eg vil ekki
láta þakka mér og mínum flokks-
mönnum einum, að þetta sjúkrahús-
byggingarmál er komið svo vel á veg.
Pólitíska andstæðinga okkar vil eg
ekki láti taka þar undan, úr því að
þeir eiga þær þakkir með okkur. Þyk-
ir mér sérstök ástæða til að taka
þetta fram.“
Myndarlegasta
sjúkrahúsið
Sjúkrahús Ísfirðinga á Eyrartúni
var vígt með viðhöfn 17. júní 1925 og
þótti þá myndarlegasta sjúkrahúss-
bygging á landinu. Það var kjallari og
þrjár hæðir, samtals tæplega 1.000
m2. Við vígsluna voru m.a. Guðmund-
ur Björnsson, landlæknir, sem hélt
aðalræðuna, og Guðjón Samúelsson,
húsameistari.
Það var ekki að ástæðulausu sem
17. júní var valinn vígsludagur. Af-
mælisdagur Jóns Sigurðssonar hafði
þá verið haldinn sem almennur hátíð-
isdagur á Ísafirði undanfarin ár.
Minning Jóns var m.a. heiðruð með
því að láta allan ágóða af skemmt-
unum dagsins ganga til tækjakaupa
fyrir nýja sjúkrahúsið. Greint er frá
vígsluhátíðinni í Skutli og segir þar
um ræðu landlæknis:
„Vígsluræða landlæknis var að öllu
hin sæmilegasta, eins og vænta mátti;
bar vott um skilning hans á þessu
mikla nytsemdarverki, alúð hans og
hollustu því til handa.
Tjáði hann húsið prýðilegt í alla
staði og enga hættu á, að rekstur
þess yrði bænum tilfinnanlegur út-
gjaldaauki.“
Húsið var tekið í notkun 28. júlí
sama ár og sjúklingar fluttir úr gamla
sjúkrahúsinu. Samkvæmt upphafleg-
um teikningum var gert ráð fyrir að
sjúkrahúsið rúmaði 40 sjúklinga, en
frá upphafi voru rúmin í reynd 50
talsins. Árið 1932 var tveimur rúmum
bætt við og sjúkrarúmin talin 52 á ár-
unum 1932-55. Nýjar þarfir gengu á
sjúkrarýmið og frá árinu 1956 var
sjúkrahúsið talið 42 rúma.
Andstæðingar sjúkrahússbygging-
arinnar fundu henni m.a. það til for-
áttu að hún væri allt of stór. Sagan
segir að einhvern tímann þegar Vil-
mundur læknir var spurður hvað ætti
að gera við allt þetta pláss hafi hann
svarað því til að það mætti þá bara
dansa í því ef það nýttist ekki til ann-
ars!
Sjúkrahúsið reyndist ekki of stórt.
Það þjónaði ekki einungis Vestfirð-
ingum heldur einnig sjómönnum frá
öllum heimshornum sem stunduðu
veiðar úti fyrir Vestfjörðum. Þar var
að jafnaði fjöldi erlendra og innlendra
skipa og oft komið með slasaða og
sjúka sjómenn til Ísafjarðar.
Sjúkrahús Ísfirðinga hlaut viður-
kenningu ráðherra sem fjórðungs-
sjúkrahús hinn 21. maí 1958 og nefnd-
ist eftir það Fjórðungssjúkrahús
Ísafjarðar.
Gagnger endurnýjun
Þar kom að þörf vaknaði fyrir nýtt
sjúkrahús á Ísafirði og var það tekið í
notkun 1989. Á því sama ári fagnaði
Bæjar- og héraðsbókasafn Ísafjarðar
100 ára afmæli. Af því tilefni var safn-
inu afhent sjúkrahúsið frá 1925, nú
nefnt Gamla sjúkrahúsið, til umráða.
Auk bókasafnsins fá héraðsskjala-
safn, ljósmyndasafn og Listasafn Ísa-
fjarðar inni í Gamla sjúkrahúsinu.
Bókasafnið hefur verið til húsa á efri
hæð Sundhallarinnar á Ísafirði og
löngu búið að sprengja það húsnæði
utan af sér.
Þegar ákveðið var að fá Gamla
sjúkrahúsinu nýtt hlutverk varð ljóst
að gera þyrfti nokkrar breytingar
auk lagfæringa á húsinu. Að sögn Jó-
hanns Hinrikssonar, forstöðumanns,
var ákveðið að færa útlit hússins til
upprunalegrar myndar, eftir því sem
kostur væri. Eins þurfti að mæta
breyttum kröfum, til dæmis hvað
varðaði aðgengi fatlaðra, eldvarnir,
hitalagnir, raflagnir og tölvutenging-
ar.
Skipuð var verkefnisstjórn um
endurbyggingu hússins 1997 og í
hana kjörnir bæjarfulltrúarnir Jónas
Ólafsson, Sigurður R. Ólafsson og
Smári Haraldsson. Verkáætlun var
gerð og framkvæmdum skipt í tvo
megin áfanga. Teiknistofa Knúts
Jeppesen og Pétur Örn Björnsson,
arkitekt í Reykjavík, önnuðust hönn-
un breytinga á húsinu en samið var
um hönnun hita- og þrifakerfa við
Tækniþjónustu Vestfjarða hf. á Ísa-
firði um raf- og fjarskiptalagnir við
Verkfræðistofuna Teru sf. í Reykja-
vík og um hönnun og ráðgjöf vegna
burðarvirkja, ásamt ráðgjöf við
steypuviðgerðir við Fjarhitun hf. í
Reykjavík. Kostnaðaráætlun í sept-
ember 1997 gerði ráð fyrir að end-
urbygging hússins, ásamt innrétting-
um, myndi kosta 99 milljónir.
Fyrsti áfangi var boðinn út og til-
boð opnuð 6. janúar 1998. Gengið var
að lægsta tilboði frá Eiríki og Einari
Val hf. Síðari áfangi hefur ekki enn
verið boðinn út vegna skorts á fjár-
magni. Jóhann sagðist vonast til að
það fengist á næsta ári.
Byrjað var á að endurnýja húsið að
utan og gluggar og útihurðir smíð-
aðar eftir upphaflegum teikningum
Guðjóns Samúelssonar. Eini munur-
inn er að glerið er nú haft tvöfalt og
öryggisgler sett í glugga jarðhæðar.
Herbergjaskipan verður að mestu
upprunaleg. Búið er að saga hurðaop
á milli gömlu stofanna á 1. hæð til að
auðvelda umferð um húsið. Aðalinn-
gangur verður að sunnanverðu, eins
og gert var ráð fyrir í upphafi. Við
inngang að norðanverðu hefur verið
steyptur rampur fyrir hjólastóla og
þar sett hjólastólalyfta upp á 1. hæð.
Þaðan er auðvelt að að komast að
lyftu sem gengur milli hæða hússins.
Sambýli safna
Í kjallara verður héraðsskjalasafn-
ið og hluti af því þegar kominn þar
inn. Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagn-
fræðingur og skjalavörður, hefur
vinnuaðstöðu í stofu sem í upphafi var
ætluð fyrir geðsjúka. Hún segir að
flokkuð skjöl fylli nú 700 skjalaöskjur
og aðfanganúmer safnsins séu rúm-
lega 3.600 talsins. Óflokkuð skjöl fylla
30 vörubretti. Reikna má með að eftir
flokkun endi fimmtungur af því í
skjalasafninu.
Í öðru kjallaraherbergi er einnig
geymt safn 120 þúsund ljósmynda,
ýmist á filmum, glerplötum eða papp-
ír. Langmest er af mannamyndum.
Uppistaðan eru myndir ljósmyndara
sem starfað hafa á Ísafirði allt frá
árinu 1889. Þeirra á meðal eru Björn
Pálsson, M. Simson, Jón Aðalbjörn
Bjarnason og Leó Jóhannsson. Einn-
ig eru í safninu ljósmyndir frá Vest-
firska fréttablaðinu og myndasöfn frá
einstaklingum.
Myndir atvinnumanna eru allar
skráðar í þeirra kladda, en eftir er að
tölvuskrá safnið sem mun auðvelda
leit. Að sögn Jóhanns og Jónu berst
mikið af fyrirspurnum um myndir í
safninu. Gjarnan koma þær í tölvu-
pósti og erlendis frá, einkum frá Kan-
ada og Bandaríkjunum. Þá eru af-
komendur fólks sem flutti vestur um
haf að verða sér úti um myndir af for-
feðrunum. Oftast er hægt að verða
við óskum um myndir. „Hér er líka
Gamla sjúkrahúsið mun hýsa bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn Ísfirðinga. Edinborgarhús er menningarmiðstöð sem m.a. hýsir Listaskóla Rögn
Menningar-
húsin á Ísafirði
Búið er að fylla kjallara sjúkrahússins af b
Jóhann virðir fyrir sér hluta bókasafnsins
Myndin sýnir útför erlends sjómanns á Ísa
Sniðmyndin sýnir herbergjaskipan í Gamla sjúkrahúsinu.