Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 15
veitt heilmikil ættfræðiþjónusta. Við eigum kirkjubækur og það er óskað eftir upplýsingum úr þeim,“ segir Jó- hann. Þrátt fyrir skjöl og ljósmyndir taka bækur mest rými í kjallaranum. Gamla eldhúsið og borðstofan geyma bækur, sömuleiðis þar sem áður voru þvottahús og straustofa. Þar sem áð- ur var líkhús er nú bókasafn Lestr- arfélags Grunnavíkurhrepps. „Þetta safn verður geymt í heild sinni eins og hver önnur mubla. Það er skemmtilegt að margar bækurnar eru bundnar í roð af steinbít og hlýra,“ segir Jóhann. Líklegast er að roðið hafi verið sútað norður í Grunnavík. Segir Jóhann roðið kjörið bókbandsefni. Mestu dýrgripir safnsins eru þar sem áður var sótthreinsun og eitur- geymsla. Eiturskápurinn geymir afrit af öllum skrám safnsins, þarna eru einnig fágætir gripir, kort, uppdrætt- ir og ljósmyndir á pappír. Bækur og myndlist á öllum hæðum Á 1. hæð verður bókasafnið, útlána- salur og lesaðstaða. Á 2. hæð verður m.a. lestrarsalur og sýningarsalur listasafnsins. Á 3. hæð verða skrif- stofur, íbúð, sem lánuð verður lista- mönnum og fólki sem ætlar að stunda rannsóknir í safninu, aðstaða lista- safns og fundarherbergi sem jafn- framt verður minningarstofa Guð- mundar G. Hagalíns, rithöfundar. Guðmundur var bæjarbókavörður á Ísafirði 1929-45 og lagði grunninn að því sem bókasafnið er nú, en það er annað stærsta bókasafn landsins utan Reykjavíkur. „Guðmundur byggði upp safnnotendur með markvissri safnkennslu á sínum tíma,“ segir Jó- hann og vitnar í frásagnir aldraðra Ísfirðinga um safnkennsluna. Uppi á hanabjálka verða svo geymslur. Búið er að styrkja þak hússins eftir nýj- ustu kröfum og endurbyggja að hluta. „Við ætlum ekki að troðfylla húsið af bókum, heldur hafa hér það sem er í notkun hverju sinni“ sagði Jóhann. „Grófvinnsla og flokkun bóka verður annars staðar. Skjalasafnið er mikið bákn og fer ört vaxandi. Það er skylt að afhenda skjöl þrotabúa skjalasöfn- um. Áðan hringdi lögfræðingur og sagðist vera með þrjú þrotabú!“ Breiður og rúmgóður stigi á milli hæða þykir til marks um framsýni Guðjóns Samúelssonar. Hugmyndin er að nýta veggi stigahússins fyrir listsýningar. Stigaþrepin og gólfin voru í upphafi lögð marmara. Ekkert verður við honum hróflað þótt stiga- þrepin næst handriðinu séu orðin slit- in eftir óteljandi fótspor genginna kynslóða. „Þetta er eitt af fáum húsum Guð- jóns heitins Samúelssonar frá þessum tíma sem er nær óbreytt,“ segir Jó- hann. „Eftir að gluggum var breytt til upprunalegrar myndar er það að ytra útliti eins og Guðjón teiknaði það.“ Byrjað var á að laga kjallarann. Þangað voru svo fluttar aðrar bækur bóksafnsins en rúmuðust í útlánssaln- um í Sundhöllinni. Sjö gömul hrepps- bókasöfn eru deildir í Bókasafni Ísa- fjarðar og virka söfnin á Þingeyri og Suðureyri sem útibú frá aðalsafninu. Þessi söfn voru á Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ingjaldssandi, í Hnífsdal, Holti (Mosvallahreppur) og Mýrar- hreppi. Jóhann segir að öll söfnin séu í einni skrá. „Við skráum skólasöfnin og höfum þau einnig í okkar skrá,“ segir Jó- hann. „Þar er um að ræða bæði bóka- safn Grunnskólans á Ísafirði og kennslugagnasafn sem tilheyrði Skólaskrifstofu Vestfjarða. Kennslu- gagnaskráin er aðgengileg á Netinu sem er þægilegt. Þannig geta kenn- arar á Patreksfirði séð hvaða kennslugögn eru inni og pantað þau með tölvupósti. Gögnin eru send um hæl til þeirra.“ Í heild telur bókasafnið nú 107 þús- und bindi. Þar af eru 40 þúsund bindi komin í Gamla sjúkrahúsið og 25 þús- und bindi eru í útlánssalnum í Sund- höllinni. Safnið er með geymslu á Þingeyri þar sem geymd eru 60 vöru- bretti. Helmingurinn geymir bækur og hinn helmingurinn skjöl. „Það er slæmt að geyma svona mikið á brett- um, því þá kemst enginn í efnið. Það er því brýnt að komast hér inn svo nvaldar Ólafssonar. Til stendur að innrétta þar leikhús og kaffihús. Húsmæðraskólinn Ósk er nú orðinn tónlistarskóli og við hann hefur verið byggður sérhannaður tónleikasalur. bókum, skjölum og ljósmyndum. s. Morgunblaðið/RAX Jóna Símonía Bjarnadóttir skjalavörður og Jóhann Hinriksson forstöðumaður á svölum Gamla sjúkrahússins. afirði. SJÁ SÍÐU 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 B 15 VIÐ höfum talað um þrjúmenningarhús, sem eruGamla sjúkrahúsið, Ed-inborgarhúsið og tónlist- arhúsið, eða gamla húsmæðraskól- ann sem breytt var í tónlistarhús,“ sagði Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri, um menningarhúsin á Ísa- firði. Gamla sjúkrahúsið er í eigu bæjarins, en Edinborgarhúsið í eigu hlutafélags einkaaðila. Að tónlistarhúsinu standa bærinn og Tónlistarfélag Ísafjarðar. Tónlist- arhúsið var áður Húsmæðraskól- inn Ósk. Guðjón Samúelsson teikn- aði húsið á sínum tíma. Búið er að byggja við húsið sérstaklega hann- aðan tónleikasal þar sem einnig verður aðstaða til hljóðritunar. Samkvæmt kostnaðaráætlun, sem gerð var í september 1999, um endurbyggingu þessara þriggja húsa vantaði samtals 282 milljónir til að ljúka framkvæmdum. Heild- arkostnaðurinn við endurbygg- inguna hljóðaði upp á 409 millj- ónir. Búið var að framkvæma fyrir 127 milljónir, þar af hafði bæj- arsjóður lagt 104 milljónir í tónlist- arhúsið og Gamla sjúkrahúsið. Að sögn Halldórs lagði bærinn til hús- ið sem hýsir tónlistarskólann og 35 milljónir til endurgerðar hússins og byggingar tónlistarsalar. Þá segir Halldór að Endurbótasjóður menningarbygginga hafi lagt um 30 milljónir króna í Edinborg- arhúsið. „Þess vegna leggjum við aðaláherslu á Gamla sjúkrahúsið núna og höfum lagt slíkt erindi fyr- ir fjárlaganefnd,“ sagði Halldór. Í því sem ólokið var 1999 vó Ed- inborgarhúsið þyngst með 170 milljónir en þá var búið að fram- kvæma þar fyrir 25 milljónir. Vegna Gamla sjúkrahússins vant- aði 65 milljónir og til tónlistarhúss- ins 57 milljónir. Halldór segir að lítið hafi gerst frá því að kostnaðaráætlunin var gerð. „Við höfum frestað þessu al- veg á þessu kjörtímabili. Við höf- um lagt áherslu á að ná tökum á fjárhag sveitarfélagsins eftir sam- eininguna 1996.“ Hann segir að ytra borð Gamla sjúkrahússins hafi verið friðað, að tillögu Húsafrið- unarnefndar ríkisins, 15. desember 1999. Það hafi sett heilmiklar kvaðir á bæjarfélagið. Halldór tel- ur raunhæft að áætla að það kosti 70-80 milljónir að ljúka við Gamla sjúkrahúsið, því töluverðar kostn- aðarhækkanir hafi orðið frá 1999. Embættismenn Ísafjarðarbæjar hafa ítrekað gengið með málefni menningarhúsanna fyrir fjár- laganefnd Alþingis. Þeir hafa einn- ig skrifað menntamálaráðherra eftir fjárframlagi. „Við höfum horft til menningarhúsaverkefn- isins til að ljúka þessu. Við höfum sagt að hér þurfi ekki að byggja neitt. Hér eru þessi hús sem sam- félagið er búið að leggja verulega í, en það þarf meira til. Það hefur í raun verið vel tekið í erindi okkar – en bara ekkert gerst. Ef ekkert fer að gerast verður að leita ann- arra leiða. Það er þó ekki búið að afskrifa menningarhúsaleiðina. Ég vil leggja áherslu á að mennta- málaráðherra hefur tekið erindi okkar mjög vel. Þetta er einfald- lega ferli sem tekur nokkurn tíma,“ sagði Halldór, bæjarstjóri. Horfum til menning- arhúsaverkefnisins Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að haustið 1999 hafi verið áætlað að 282 milljónir vantaði til að ljúka framkvæmdum við menningar- húsin þrjú í bænum. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir að samfélagið sé búið að leggja mikið í menningarhúsin þrjú, en það þurfi meira til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.