Morgunblaðið - 11.11.2001, Qupperneq 17
Nýr Polo frum-
kynntur á Sardiníu
Stærri og
betur búinn
en á svip-
uðu verði.
BUGATTI Type 41 Royale Kellner Coach árgerð
1930 er dýrasti bíll sem selst hefur á uppboði. Árið
1987 fengust fyrir hann 5,5 milljónir sterlings-
punda, um 830 milljónir ÍSK. Nú er allt útlit fyrir að
þetta met verði slegið og það af sama bílnum, því
til stendur að bíllinn verði boðinn upp af Bonhams
& Brooks í London. Bíllinn var í eigu Ettore Bugatti
og aðeins sex slíkir bílar voru smíðaðir. Hann er sex
metra langur og fílamerkið á vélarhlífinni er í axl-
arhæð meðalmanns. Undirvagninn var smíðaður í
verksmiðju Bugatti í Molsheim en bílasmiðurinn
Kellner smíðaði yfirbygginguna. Búist er við að bíll-
inn seljist á um 7 milljónir sterlingspunda, um 1.060
milljónir ÍSK.
Dýrasti bíll heims?
SKÖMMU áður en blaðamannafundur Nissan
hófst á bílasýningunni í Tókýó var afhjúpaður
splunkunýr GT-R sportbíll, sem enginn, nema inn-
vígðir Nissan-menn, vissi að til stóð að frumsýna á
sýningunni. Carlos Ghosn, stjórnarformaður Niss-
an, afhjúpaði bílinn sem er í hugmyndaútfærslu enn
sem komið er. Öruggt er að bíllinn verður smíðaður
og hann verður líklega fáanlegur í Evrópu innan
tveggja ára. Eins og fyrri gerðir GT-R er bíllinn með
stórum loftinntökum að framan og stóru grilli og
afturljós sem minna mest á Ferrari. Nissan gaf ekki
mikið upp um hvaða búnaður væri í bílnum. Heyrst
hefur að Nissan hafi uppi áform um að hafa auk afl-
mikillar bensínvélar í bílnum litla og létta rafmótora
við hvert hjól, sem auka enn frekar á aflið og bæta
auk þess veggripið. Með þessu móti kemst Nissan
ennfremur framhjá japönskum reglugerðum sem
kveða á um hámarksafl frá bensínvélum. Hugs-
anlegt er talið að GT-R verði með aflmeiri útgáfu af
3,6 lítra V6 vélinni í Z-bílnum, með tveimur for-
þjöppum og yfir 400 hestafla. Bíllinn verður með
tölvustýrðu fjórhjóladrifi eins og núverandi gerð og
ráðgert er að hann verði með sjö hraða CVT-
reimskiptingu.
Nýr GT-R afhjúpaður í Tókýó
ELYSIUM er
svar Honda við
BMW C1. Þetta
nýja vélhjól er með
750 rúmsenti-
metra vél og var
hannað með það í huga að veita alla kosti vélhjóls-
ins í þungri borgarumferðinni en um leið öryggi
fólksbílsins. Aftasta hluta þaksins er hægt að fella
niður í þar til gerða rauf aftan við farþegasætið.
Þar er einnig að finna hirslu sem tekur tvo örygg-
ishjálma. Elysium er með cvt-reimskiptingu.
Svar Honda
við BMW C1
LAND Rover hefur sent frá sér fyrstu mynd-
irnar af nýjum Range Rover sem kemur á
markað í Bretlandi í febrúar á næsta ári. Þeg-
ar hafa borist pantanir í bílinn hér á landi en
velbúinn bíll með V8 vél mun líklega kosta á
bilinu 12-13 milljónir kr.
Meðan BMW hélt um stjórnartauma hjá
Land Rover hófst endurhönnun flaggskipsins
Range Rover. Þegar Ford síðan keypti Land
Rover á síðasta ári var gerður samningur um
að BMW lyki hönnun bílsins. Hann verður
boðinn með tveimur nýjum BMW-vélum, þ.e.
3ja lítra, sex strokka dísilvél með forþjöppu,
184 hestafla, og 4,4 lítra V8 bensínvél, 288
hestafla með 440 Nm togi, þeirri sömu og í
BMW X5. Ford hefur lagt á hilluna áform um
fleiri vélarkosti frá BMW og ætlar sér þess í
stað að þróa sínar eigin vélar fyrir bílinn.
Þeirra er þó ekki að vænta í nánustu framtíð.
Bíllinn er sjálfskiptur og með millikassa,
sem gerir hann betur í stakk búinn að kljást
við vegleysur og þungan drátt. Sjálfskiptingin
er með steptronic-handskiptingu og HDC-
búnaði sem kallaður hefur verið hallaviðhald.
Einnig er í bílnum stöðugleikastýring sem
hægt er að taka úr sambandi. Athygli vekur að
bíllinn er ekki byggður á sjálfstæðri grind en
tilgangurinn er líklega fyrst og fremst sá að að
halda niðri þyngdinni og auka fólksbílaeigin-
leikana. Loftpúðafjöðrunin er eitt af stóru
trompum þessa bíls. Hún gefur bílnum mjúka
og þægilega fjöðrun eins og í dýrustu lúxus-
fólksbílum en um leið er hægt að hækka bílinn
svo hann getur betur tekist á við vegleysur.
Fjöðrunin lækkar sig sjálfkrafa þegar bíllinn
kemst á þjóðvegahraða. Sömuleiðis lækkar
bíllinn sig sjálfkrafa þegar dyr eru opnaðar
sem auðveldar allan umgang um hann. Meðal
búnaðar er t.d. upphitun í stýri.
Bob Dover, aðalframkvæmdastjóri Land
Rover, segir að nýi bíllinn verði einhver magn-
aðasti fólksbíll sem um getur þar sem mætast
góðir eiginleikar í utanvegaakstri og fólks-
bílaeiginleikar í borgarakstri.
Lengri, þyngri og aflmeiri
Nýr Ranger Rover er einungis þriðja kynslóðin í 31
árs sögu bílsins. Að utanverðu minnir hann í einu og
öllu á fyrri gerðir þrátt fyrir að allir hlutir yfirbygg-
ingar séu nýir. Hann er 4,95 m á lengd, 291 mm lengri
en fyrri gerð, 46 mm hærri en nokkru mjórri, sem ætti
að gera hann þægilegri í borgarumferðinni.
Bíllinn er sömuleiðis þyngri en áður. V8-gerðin, sem
áður var 2.220 kg, fer upp í 2.440 kg. Sömuleiðis er
hjólhafið meira en áður, 2.880 mm í stað 2.745 mm.
Fyrir vikið er innanrýmið meira, sérstaklega í aftur-
sætum og farangursrýmið er einnig stærra en áður.
Nýr Range Rover verður þó seint valkostur venju-
legra launþega því búist er við að verðið verði a.m.k. 40
þúsund pund fyrir grunngerðina, sem er jafngildi um
sex milljóna ÍSK. Með fullum búnaði og V8 vélinni get-
ur verðið hæglega farið upp í 15 milljónir kr.
Nýr Range Rover
– jeppi og lúxusbíll
Nýr Range Rover er
ekki á grind en er með
háu og lágu drifi.
Öllu hefur
verið breytt í
innanrýminu.
Hönnuðir höfðu upprunalega bílinn til hlið-
sjónar þegar þeir teiknuðu þriðju kynslóðina.