Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 30

Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 30
ERLENT 30 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515. Sprengitilboð á laugardegi Kristalsvasar og -skálar í mörgum litum 2 fyir 1 Laugavegi 25, sími 533 5500 Paris Langur laugardagur 20% afsláttur af silkiblússum Laugavegi 25, sími 551 1135. ÞAR SEM LEIKFÖNGIN FÁST Slagtré, formakassi, talnagrind og púsluspil. Brunabíll og torfærubíll. Brúðarpar og terta, bangsi í stól og bollastell. og önnur farartæki, mikið úrval. Leikföng fyrir yngstu börnin Falleg leikföng Snúrustýrðir bílar Bangsafjölskyldan Bílar, bílar, bílar Bangsar, kisur og mjúk dýr Formvagn, sjónvarp/spiladós og álfur m/ljósi. Tréleikföng KNICKERBOX Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 K N I C K E R B O X Flíssloppur (þessir hlýlegu) Langerma toppur og síðar buxur í stíl Mikið úrval af nærfatnaði, náttfötum og náttkjólum Munið gjafabréfinSendum í póstkröfu HÆTTA er á, að japanskt efnahags- líf sé að sigla inn í meiri kreppu en sögur fara af síðan um og eftir 1930, í Kreppunni miklu, sem kölluð er. Kom þetta fram hjá kunnum, banda- rískum hagfræðingi á miðvikudag. Paul Krugman, prófessor í hag- fræði og alþjóðamálum við Prince- ton-háskóla, sagði á fundi hjá sam- starfsráði Kyrrahafsríkja í Hong Kong í gær, að ástæða væri til að ótt- ast, að mikill, fyrirsjáanlegur sam- dráttur í japanskri iðnframleiðslu og verðhjöðnunin í landinu leiddu til al- varlegrar efnahagskreppu. Sagði hann, að stjórnvöld í Japan hefðu hummað fram af sér óhjákvæmilegar aðgerðir og væru nú að tapa á tíma. „Ég veit ekki hve hratt þetta mun ganga fyrir sig en ástandið minnir ekki á neitt meira en atburði ársins 1931,“ sagði Krugman og benti á, að þjóðarframleiðslan í Japan hefði ver- ið að minnka um 2% á ári. Þar við bættist vaxandi skuldasöfnun vegna verðhjöðnunarinnar. Fjármálasérfræðingar segja, að mjög alvarleg kreppa sé þegar skoll- in á í japanska bankakerfinu. Glímir það við töpuð útlán, sem nema gíf- urlegum upphæðum, og bankarnir verða fyrir nýjum áföllum af því tagi daglega. Djúp kreppa í Japan? Hong Kong, Tókýó. AFP. BRESKA lögreglan ætlar að vera með mikinn viðbúnað í umferðinni í næsta mánuði enda er jafnan meira um ölvun við akstur í kringum jól og áramót en í annan tíma. Hvetur hún fólk til að hringja og láta vita af því ef einhver er drukkinn undir stýri og heitir jafnvel ríflegum verðlaun- um fyrir. Þeim, sem vara lögregluna við, verður umbunað með allt að 75.000 ísl. kr. en þá að því tilskildu, að söku- dólgurinn náist og verði dæmdur. Eru dómar fyrir ölvun við akstur miklu þyngri nú en á árum áður og algengast, að menn missi prófið í eitt ár að minnsta kosti fyrir fyrsta brot. Ef brotið er endurtekið eða er mjög alvarlegt eru menn dæmdir í fang- elsi. Sagði frá þessu í BBC, breska ríkisútvarpinu, í gær. Í Bretlandi er um að ræða sér- stakt símanúmer, sem unnt er að hringja í til að koma upp um af- brotamenn eða vara við fyrirhug- uðum afbrotum, og peningarnir, sem greiddir eru fyrir upplýsing- arnar, koma úr sjóði, sem sér- staklega var stofnaður í því skyni. Greitt fyrir upplýsingar Róðurinn gegn ölvunarakstri hertur PÖNTUNUM á varanlegum neyslu- vörum hjá bandarískum verksmiðjum fjölgaði um 12,8% í október, sem end- urspeglar aukna eftirspurn eftir vörum á borð við bíla og tölvur. Aukn- ingin er sú mesta sem orðið hefur frá því að yfirvöld hófu að fylgjast með pöntunum skv. núverandi kerfi í mars 1992. Þetta er jafnframt fyrsta aukn- ingin sem orðið hefur frá því í maí. Þessar tölur eru góðar fréttir fyrir iðnað í Bandaríkjunum, sem hefur farið illa út úr samdrættinum í efna- hagslífinu en margar verksmiðjur hafa þurft að grípa til uppsagna. Gengi hlutabréfa mjakaðist jafnframt upp á við í kauphöllum í New York. Hafði Dow Jones-vísitalan um miðjan dag hækkað um 16 punkta eða 0,16%. Mjakast upp á við í Banda- ríkjunum New York. AFP. ♦ ♦ ♦ FRÉTTIR mbl.is FJÓRIR hvítir lögreglumenn voru í gær dæmdir í fimm ára fangelsi í S-Afríku fyrir að hafa sigað hundum sínum að þremur blökkumönnum í janúar 1998. Lögreglumennirnir festu atburðinn á filmu og komst sjónvarpsstöð í fyrra yfir mynd- bandið og sýndi opinberlega. Vakti það sterk viðbrögð og varð til þess að lögreglumennirnir voru ákærðir. Reuters Dæmdir í fimm ára fangelsi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.