Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 69

Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 69 Lengd 120 sm. Breidd 60 sm. Hæð 80 sm. Þyngd 23 kg. Kemur ósamsett. Góðar leiðbeiningar. Verð 29.900.- Heildverslun S. V. Sverrisson Langholtsvegur 115 b - 104 Reykjavík sími: 568 3920 - 897 1715 Stórkostlegur leikur fyrir alla fjölskylduna FÓTBOLTASPIL UNGIR jafnaðarmenn boða til opins fundar fullveldisdaginn 1. desember frá kl. 14–16 á efri hæð Húss Mál- arans í Bankastræti um Evrópusam- bandið og fullveldi Íslands. Fjallað verður um spurningar sem tengjast hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu og hvernig full- veldishugtakið hefur breyst undan- farin ár og áratugi. Frummælendur verða Valgerður Bjarnadóttir, Ög- mundur Jónasson, Árni Páll Árna- son og Magnús Árni Magnússon. Fundarstjóri er Ágúst Ólafur Ágústsson. Allir velkomnir. ESB og fullveldi Íslands KONUR úr Kvennadeild Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands selja föndurvörur í Kringlunni laugardag- inn 1. desember frá kl. 13. Á boð- stólum eru handunnir munir sem tengjast jólunum. Konurnar hittast einu sinni í viku og föndra saman og rennur allur ágóði af sölunni til líknarmála og bókakaupa fyrir sjúklingabókasöfn sjúkrahúsanna, sem Kvennadeildin rekur, segir í fréttatilkynningu. Kvennadeild RKÍ selur föndurvörur LAUFABRAUÐSSKURÐUR verð- ur laugardaginn 1. desember kl. 14 í félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Kökurnar verða svo steiktar og seldar á kostnaðarverði. Fólk er beðið að hafa með sér skurð- bretti og hníf. Á sama tíma verður jólamarkaður í Gjábakka þar sem verða til sölu handunnar jólaskreytingar, nytja- og gjafavara. Jólalög verða leikin á harmonikku og súkkulaði með rjóma og bakkelsi verður selt á vægu verði. Allir vel- komnir, segir í fréttatilkynningu. Laufabrauð og jólamarkaður í Gjábakka SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur opinn hádegisverðarfund, í dag, föstudaginn 30. nóvember, kl. 12, í veitingahúsi Iðnó, 2. hæð, með dr. Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni, prófessor í stjórnmálafræði, sem flytur erindi er nefnist „Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?“ Allir velkomnir. Hannes Hólmsteinn ræðir m.a. um hvernig þjóðir verða ríkar, hvers vegna Ísland var í þúsund ár eitt fá- tækasta land í Evrópu, hvers vegna landið varð ríkt þrátt fyrir fremur slaka hagstjórn á tuttugustu öld og hvað Ísland getur gert til þess að verða ríkasta land í heimi. Hann fjallar m.a. um nýjar mælingar á at- vinnufrelsi í einstökum löndum, kvótakerfið í sjávarútvegi, virkjanir á hálendinu og möguleika Íslands á að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð, segir í fréttatilkynningu. SUS með hádeg- isverðarfund Línur féllu niður Vegna mistaka í vinnslu féllu tvær línur niður í minningargrein Guð- mundar Péturssonar um Valgarð Bjarnason á blaðsíðu 51 í Morgun- blaðinu í gær, fimmtudaginn 29. nóv- ember. Málsgreinin sem aflagaðist við þetta er rétt svona: „Hann tók við formennsku Píluvina 1996 og var formaður í tvö ár en lét af for- mennsku þar sem sjúkdómur sá er nú hefur orðið honum að aldurtila hafði gert vart við sig.“ Hlutaðeig- endur eru beðnir afsökunar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT STARFSMANNAFÉLAG Reykja- víkurborgar býður félagsmönnum á menningar- og skemmtikvöld laug- ardaginn 1. desember kl. 20.30 í Fé- lagamiðstöðinni á Grettisgötu 89, 4. hæð. Húsið opnað kl. 20. Á dagskrá verður upplestur úr nýjum jólabókum, þeir sem lesa eru Arnaldur Indriðason og Einar Már Guðmundsson. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir mun kynna geisladisk sinn. Strætókórinn syngur og söng- hópurinn Veirurnar flytur nokkur lög. Í lokin mun Dúettinn 1656 sjá um fjörið. Ögmundur Jónasson verð- ur kynnir. Léttar veitingar verða seldar á vægu verði, segir í frétta- tilkynningu. Menningar- og skemmtikvöld FULLTRÚI Rúmfatalagersins mun afhenda styrk að upphæð þrjár millj- ónir króna til starfsemi Íþróttasam- bands fatlaðra laugardaginn 1. des- ember 14, en Rúmfatalagerinn er stærsti styrktaraðili Íþróttasam- bands fatlaðra fyrir Ólympíumót fatlaðra sem haldið verður í Aþenu 2004. Styrkveitingin fer fram í verslun Rúmfatalagersins á Smáratorgi. Í tengslum við styrkveitinguna standa Íþróttasamband fatlaðra og Rúmfatalagerinn fyrir uppákomu á Smáratorgi frá kl. 13.30 þar sem m.a. hljómsveitin Buttercup mun spila lag sitt „Desember“, frumsamið jólalag af jólageisladiski sambandsins, „Jól- in eru að koma“, auk fleiri laga sinna. Jólageisladiskur þessi er gefinn út til eflingar íþróttastarfs fatlaðra hér á landi. Á honum er að finna gömul og sígild jólalög í bland við nýrri auk þess sem á honum eru tvö ný frum- samin jólalög frá hljómsveitunum „Í svörtum fötum“ og „Buttercup“, en báðar hljómsveitirnar gáfu lögin og vinnu sína til sambandsins, segir í fréttatilkynningu. Gefa 3 milljónir til Íþróttasam- bands fatlaðra OPIÐ verður í húsakynnum Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, Hafnarstræti 20, við Lækjartorg, laugardaginn 1. desember, kl. 11. Þar mun Ragnar Arnalds fyrrver- andi alþingismaður hafa framsögu um Evrópusambandið og þróun þess. Að framsögu lokinni verða fyr- irspurnir og umræður. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. VG fundar um Evrópu- sambandið VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð á Vesturlandi efnir til fund- ar á Hótel Borgarnesi laugardaginn 1. desember kl. 14. Á fundinum verða stofnaðar tvær félagsdeildir vinstri- grænna í héraðinu, Borgarfjarðar- deild og Borgarbyggðardeild, segir í frétt frá stjórn VG á Vesturlandi. VG stofna deildir á Vesturlandi HIN árlega jólahlutavelta og kaffi- sala Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, verður laugar- daginn 1. og sunnudaginn 2. desem- ber í félagsheimilinu í Hátúni 12 kl. 14-17 báða dagana. Margir góðir vinningar í boði. Allir velkomnir. Jólahlutavelta Sjálfsbjargar HIÐ íslenska biblíufélag hefur gef- ið út jólamerki fyrir árið 2001 með mynd eftir listakonuna Ingrid Ros- enfeldt. Jólamerkin notar félagið til fjáröflunar. Í ár er safnað til styrktar Biblíu- félaginu í Úsbekistan sem vinnur að þýðingu Biblíunnar í fyrsta sinn og að útgáfu barnabiblíu sem dreift verður til barna í skólum, barna- heimilum og sumarbúðum. Um tvær milljónir Úsbeka eru kristnar. Hið íslenska biblíufélag sendir jólamerkin hverjum sem þau vilja og ræður fólk hve mikið það gefur í söfnunina, segir í fréttatilkynn- ingu. Jólamerki Biblíufélagsins HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Norðurlandanna samþykktu á fundi sínum síðdegis á miðvikudag að þjóð- irnar ynnu saman og aðstoðuðu hverjar aðra ef hermdarverkamenn beittu kjarnorku-, sýkla- eða efna- vopnum eða öðrum stríðstólum á Norðurlöndunum. Heilbrigðismálaráðherrarnir sam- þykktu sömuleiðis að efla þá sam- vinnu sem þegar er hafin á þessum sviðum og hjálpast að á þeim sviðum þar sem löndin eru þegar farin að vinna saman. Þessi samvinna gæti tekið til: samvinnu á sviði lyfjamála, bólusetningar, rannsókna og sér- fræðiaðstoðar. „Norðurlöndin vinna nú þegar saman á þessu sviði og voru fyrstu skrefin stigin í september þegar Danir, Svíar og Norðmenn efndu til óformlegra viðræðna um málið. Norrænu heilbrigðisráðherrarnir telja að Norðurlöndin hafa sameig- inlega alla burði til að tryggja öryggi íbúa sinna svo sem best verður gert á grundvelli þeirrar áætlunar um sam- vinnu sem samþykkt var á fundi í Haga Slott í Svíþjóð síðdegis. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, situr fund- inn í Haga, en með honum í för eru Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri og Haraldur Briem sóttvarna- læknir. Á fundinum í dag kom fram að dönsk heilbrigðisyfirvöld og Statens Seruminstitut hafa í framhaldi af fyr- irspurn frá Íslandi ákveðið að gefa Íslendingum 10 þúsund skammta af bóluefni við bólusótt og verður bólu- efnið afhent strax í desember. Á Norðurlöndum hafa framlög vegna efna- og sýklavopnavár verið aukin umtalsvert. Fram kom á fund- inum að Norðmenn hyggjast auka framlög til málaflokksins um rúmar 700 milljónir íslenskra króna til við- bótar því fé sem þegar er varið til efna- og sýklavarna,“ segir í frétt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Norræn samvinna um viðbúnað gegn hryðjuverkum STOFNFUNDUR Iðnskólafélagsins var haldinn á miðvikudag en til- gangur þess er að vera bakhjarl iðnmenntunar á Íslandi og iðn- og verkmenntaskóla á Íslandi. Til- ganginum skal náð með því að styrkja starfsemi Iðnskólans í Reykjavík og annara iðn- og verk- menntaskóla og koma óskum iðn- greina á framfæri við yfirvöld skóla og menntamála. Fulltrúar Félags bókagerðar- manna, Félags íslenskra gullsmiða, Félags meistara og sveina í fataiðn, Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík, Iðnskólans í Reykjavík, Mál- arameistarafélags Reykjavíkur, Meistarafélags í hárgreiðslu, Múr- arafélags Reykjavíkur, Múr- arameistarafélags Reykjavíkur, Samtaka iðnaðarins, Sveinafélags pípulagningarmanna og Veggfóðr- arafélags Reykjavíkur skrifuðu undir stofnsamþykktina en Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra var vottur að undirrituninni. Morgunblaðið/Þorkell Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, Valgerður Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra, Örn Guðmundsson, formaður Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, og Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, virða fyrir sér stofnsamþykktina. Iðnskólafélagið á að vera bakhjarl iðnmenntunar ÍSLANDSPÓSTUR hefur tekið í notkun nýja og öfluga póstflokk- unarvél, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í frétta- tilkynningu segir að póstflokk- unarvélin, sem er 21 m að lengd og 1,5 m að breidd, geti flokkað 10 bréf á sekúndu eða 36 þúsund bréf á klukkustund. Hún kostar um 100 milljónir og er gert ráð fyrir að fjárfestingin skili sér á tveimur árum. Markar þáttaskil Alls fara um 250 þúsund bréf um Póstmiðstöðina á sólarhring, en þau eru ekki öll véltæk vegna lög- unar. Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts segir að póstflokk- unarvélin marki kaflaskil í póst- málum á Íslandi, sem líkja má við það þegar vélknúin skip komu í stað seglskipa. Í fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Með fjárfesting- unni er Íslandspóstur að taka stórt skref í tækniþróun fyrirtækisins. Það er að tileinka sér nýja tækni og fá stöðugri gæði. Áætla má að líf- tími nýju flokkunarvélarinnar sé 7 til 10 ár. Að jafnaði má reikna með að 3 starfsmenn vinni við vélina.“ Vélin flokkar póstinn eftir póst- númerum í 96 hólf. Hún tekur mynd af bréfinu, les utanáskriftina og raðar bréfinu í hólf samkvæmt því. Hún les aðeins vélritaðar áletranir, ekki handskrift, og ræður við flest- ar leturgerðir. Morgunblaðið/Þorkell Óskar Örn Jónsson framleiðslustjóri tók nýju vélina í notkun. Ný póstflokkunarvél tekin í notkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.