Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 69 Lengd 120 sm. Breidd 60 sm. Hæð 80 sm. Þyngd 23 kg. Kemur ósamsett. Góðar leiðbeiningar. Verð 29.900.- Heildverslun S. V. Sverrisson Langholtsvegur 115 b - 104 Reykjavík sími: 568 3920 - 897 1715 Stórkostlegur leikur fyrir alla fjölskylduna FÓTBOLTASPIL UNGIR jafnaðarmenn boða til opins fundar fullveldisdaginn 1. desember frá kl. 14–16 á efri hæð Húss Mál- arans í Bankastræti um Evrópusam- bandið og fullveldi Íslands. Fjallað verður um spurningar sem tengjast hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu og hvernig full- veldishugtakið hefur breyst undan- farin ár og áratugi. Frummælendur verða Valgerður Bjarnadóttir, Ög- mundur Jónasson, Árni Páll Árna- son og Magnús Árni Magnússon. Fundarstjóri er Ágúst Ólafur Ágústsson. Allir velkomnir. ESB og fullveldi Íslands KONUR úr Kvennadeild Reykjavík- urdeildar Rauða kross Íslands selja föndurvörur í Kringlunni laugardag- inn 1. desember frá kl. 13. Á boð- stólum eru handunnir munir sem tengjast jólunum. Konurnar hittast einu sinni í viku og föndra saman og rennur allur ágóði af sölunni til líknarmála og bókakaupa fyrir sjúklingabókasöfn sjúkrahúsanna, sem Kvennadeildin rekur, segir í fréttatilkynningu. Kvennadeild RKÍ selur föndurvörur LAUFABRAUÐSSKURÐUR verð- ur laugardaginn 1. desember kl. 14 í félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Kökurnar verða svo steiktar og seldar á kostnaðarverði. Fólk er beðið að hafa með sér skurð- bretti og hníf. Á sama tíma verður jólamarkaður í Gjábakka þar sem verða til sölu handunnar jólaskreytingar, nytja- og gjafavara. Jólalög verða leikin á harmonikku og súkkulaði með rjóma og bakkelsi verður selt á vægu verði. Allir vel- komnir, segir í fréttatilkynningu. Laufabrauð og jólamarkaður í Gjábakka SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur opinn hádegisverðarfund, í dag, föstudaginn 30. nóvember, kl. 12, í veitingahúsi Iðnó, 2. hæð, með dr. Hannesi Hólmsteini Gissurar- syni, prófessor í stjórnmálafræði, sem flytur erindi er nefnist „Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?“ Allir velkomnir. Hannes Hólmsteinn ræðir m.a. um hvernig þjóðir verða ríkar, hvers vegna Ísland var í þúsund ár eitt fá- tækasta land í Evrópu, hvers vegna landið varð ríkt þrátt fyrir fremur slaka hagstjórn á tuttugustu öld og hvað Ísland getur gert til þess að verða ríkasta land í heimi. Hann fjallar m.a. um nýjar mælingar á at- vinnufrelsi í einstökum löndum, kvótakerfið í sjávarútvegi, virkjanir á hálendinu og möguleika Íslands á að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð, segir í fréttatilkynningu. SUS með hádeg- isverðarfund Línur féllu niður Vegna mistaka í vinnslu féllu tvær línur niður í minningargrein Guð- mundar Péturssonar um Valgarð Bjarnason á blaðsíðu 51 í Morgun- blaðinu í gær, fimmtudaginn 29. nóv- ember. Málsgreinin sem aflagaðist við þetta er rétt svona: „Hann tók við formennsku Píluvina 1996 og var formaður í tvö ár en lét af for- mennsku þar sem sjúkdómur sá er nú hefur orðið honum að aldurtila hafði gert vart við sig.“ Hlutaðeig- endur eru beðnir afsökunar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT STARFSMANNAFÉLAG Reykja- víkurborgar býður félagsmönnum á menningar- og skemmtikvöld laug- ardaginn 1. desember kl. 20.30 í Fé- lagamiðstöðinni á Grettisgötu 89, 4. hæð. Húsið opnað kl. 20. Á dagskrá verður upplestur úr nýjum jólabókum, þeir sem lesa eru Arnaldur Indriðason og Einar Már Guðmundsson. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir mun kynna geisladisk sinn. Strætókórinn syngur og söng- hópurinn Veirurnar flytur nokkur lög. Í lokin mun Dúettinn 1656 sjá um fjörið. Ögmundur Jónasson verð- ur kynnir. Léttar veitingar verða seldar á vægu verði, segir í frétta- tilkynningu. Menningar- og skemmtikvöld FULLTRÚI Rúmfatalagersins mun afhenda styrk að upphæð þrjár millj- ónir króna til starfsemi Íþróttasam- bands fatlaðra laugardaginn 1. des- ember 14, en Rúmfatalagerinn er stærsti styrktaraðili Íþróttasam- bands fatlaðra fyrir Ólympíumót fatlaðra sem haldið verður í Aþenu 2004. Styrkveitingin fer fram í verslun Rúmfatalagersins á Smáratorgi. Í tengslum við styrkveitinguna standa Íþróttasamband fatlaðra og Rúmfatalagerinn fyrir uppákomu á Smáratorgi frá kl. 13.30 þar sem m.a. hljómsveitin Buttercup mun spila lag sitt „Desember“, frumsamið jólalag af jólageisladiski sambandsins, „Jól- in eru að koma“, auk fleiri laga sinna. Jólageisladiskur þessi er gefinn út til eflingar íþróttastarfs fatlaðra hér á landi. Á honum er að finna gömul og sígild jólalög í bland við nýrri auk þess sem á honum eru tvö ný frum- samin jólalög frá hljómsveitunum „Í svörtum fötum“ og „Buttercup“, en báðar hljómsveitirnar gáfu lögin og vinnu sína til sambandsins, segir í fréttatilkynningu. Gefa 3 milljónir til Íþróttasam- bands fatlaðra OPIÐ verður í húsakynnum Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, Hafnarstræti 20, við Lækjartorg, laugardaginn 1. desember, kl. 11. Þar mun Ragnar Arnalds fyrrver- andi alþingismaður hafa framsögu um Evrópusambandið og þróun þess. Að framsögu lokinni verða fyr- irspurnir og umræður. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. VG fundar um Evrópu- sambandið VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð á Vesturlandi efnir til fund- ar á Hótel Borgarnesi laugardaginn 1. desember kl. 14. Á fundinum verða stofnaðar tvær félagsdeildir vinstri- grænna í héraðinu, Borgarfjarðar- deild og Borgarbyggðardeild, segir í frétt frá stjórn VG á Vesturlandi. VG stofna deildir á Vesturlandi HIN árlega jólahlutavelta og kaffi- sala Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, verður laugar- daginn 1. og sunnudaginn 2. desem- ber í félagsheimilinu í Hátúni 12 kl. 14-17 báða dagana. Margir góðir vinningar í boði. Allir velkomnir. Jólahlutavelta Sjálfsbjargar HIÐ íslenska biblíufélag hefur gef- ið út jólamerki fyrir árið 2001 með mynd eftir listakonuna Ingrid Ros- enfeldt. Jólamerkin notar félagið til fjáröflunar. Í ár er safnað til styrktar Biblíu- félaginu í Úsbekistan sem vinnur að þýðingu Biblíunnar í fyrsta sinn og að útgáfu barnabiblíu sem dreift verður til barna í skólum, barna- heimilum og sumarbúðum. Um tvær milljónir Úsbeka eru kristnar. Hið íslenska biblíufélag sendir jólamerkin hverjum sem þau vilja og ræður fólk hve mikið það gefur í söfnunina, segir í fréttatilkynn- ingu. Jólamerki Biblíufélagsins HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Norðurlandanna samþykktu á fundi sínum síðdegis á miðvikudag að þjóð- irnar ynnu saman og aðstoðuðu hverjar aðra ef hermdarverkamenn beittu kjarnorku-, sýkla- eða efna- vopnum eða öðrum stríðstólum á Norðurlöndunum. Heilbrigðismálaráðherrarnir sam- þykktu sömuleiðis að efla þá sam- vinnu sem þegar er hafin á þessum sviðum og hjálpast að á þeim sviðum þar sem löndin eru þegar farin að vinna saman. Þessi samvinna gæti tekið til: samvinnu á sviði lyfjamála, bólusetningar, rannsókna og sér- fræðiaðstoðar. „Norðurlöndin vinna nú þegar saman á þessu sviði og voru fyrstu skrefin stigin í september þegar Danir, Svíar og Norðmenn efndu til óformlegra viðræðna um málið. Norrænu heilbrigðisráðherrarnir telja að Norðurlöndin hafa sameig- inlega alla burði til að tryggja öryggi íbúa sinna svo sem best verður gert á grundvelli þeirrar áætlunar um sam- vinnu sem samþykkt var á fundi í Haga Slott í Svíþjóð síðdegis. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, situr fund- inn í Haga, en með honum í för eru Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri og Haraldur Briem sóttvarna- læknir. Á fundinum í dag kom fram að dönsk heilbrigðisyfirvöld og Statens Seruminstitut hafa í framhaldi af fyr- irspurn frá Íslandi ákveðið að gefa Íslendingum 10 þúsund skammta af bóluefni við bólusótt og verður bólu- efnið afhent strax í desember. Á Norðurlöndum hafa framlög vegna efna- og sýklavopnavár verið aukin umtalsvert. Fram kom á fund- inum að Norðmenn hyggjast auka framlög til málaflokksins um rúmar 700 milljónir íslenskra króna til við- bótar því fé sem þegar er varið til efna- og sýklavarna,“ segir í frétt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Norræn samvinna um viðbúnað gegn hryðjuverkum STOFNFUNDUR Iðnskólafélagsins var haldinn á miðvikudag en til- gangur þess er að vera bakhjarl iðnmenntunar á Íslandi og iðn- og verkmenntaskóla á Íslandi. Til- ganginum skal náð með því að styrkja starfsemi Iðnskólans í Reykjavík og annara iðn- og verk- menntaskóla og koma óskum iðn- greina á framfæri við yfirvöld skóla og menntamála. Fulltrúar Félags bókagerðar- manna, Félags íslenskra gullsmiða, Félags meistara og sveina í fataiðn, Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík, Iðnskólans í Reykjavík, Mál- arameistarafélags Reykjavíkur, Meistarafélags í hárgreiðslu, Múr- arafélags Reykjavíkur, Múr- arameistarafélags Reykjavíkur, Samtaka iðnaðarins, Sveinafélags pípulagningarmanna og Veggfóðr- arafélags Reykjavíkur skrifuðu undir stofnsamþykktina en Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra var vottur að undirrituninni. Morgunblaðið/Þorkell Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, Valgerður Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra, Örn Guðmundsson, formaður Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, og Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, virða fyrir sér stofnsamþykktina. Iðnskólafélagið á að vera bakhjarl iðnmenntunar ÍSLANDSPÓSTUR hefur tekið í notkun nýja og öfluga póstflokk- unarvél, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í frétta- tilkynningu segir að póstflokk- unarvélin, sem er 21 m að lengd og 1,5 m að breidd, geti flokkað 10 bréf á sekúndu eða 36 þúsund bréf á klukkustund. Hún kostar um 100 milljónir og er gert ráð fyrir að fjárfestingin skili sér á tveimur árum. Markar þáttaskil Alls fara um 250 þúsund bréf um Póstmiðstöðina á sólarhring, en þau eru ekki öll véltæk vegna lög- unar. Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts segir að póstflokk- unarvélin marki kaflaskil í póst- málum á Íslandi, sem líkja má við það þegar vélknúin skip komu í stað seglskipa. Í fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Með fjárfesting- unni er Íslandspóstur að taka stórt skref í tækniþróun fyrirtækisins. Það er að tileinka sér nýja tækni og fá stöðugri gæði. Áætla má að líf- tími nýju flokkunarvélarinnar sé 7 til 10 ár. Að jafnaði má reikna með að 3 starfsmenn vinni við vélina.“ Vélin flokkar póstinn eftir póst- númerum í 96 hólf. Hún tekur mynd af bréfinu, les utanáskriftina og raðar bréfinu í hólf samkvæmt því. Hún les aðeins vélritaðar áletranir, ekki handskrift, og ræður við flest- ar leturgerðir. Morgunblaðið/Þorkell Óskar Örn Jónsson framleiðslustjóri tók nýju vélina í notkun. Ný póstflokkunarvél tekin í notkun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.