Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 78

Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. l i l i i i l l l i i i .  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur  DV Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! Á NÆSTUNNI verða Mosfellsbær, Hvalfjörður og Reykjavík helstu upptökustaðir fyrir bíómynd sem breskir og íslenskir kvikmyndafram- leiðendur og -gerðarmenn hafa tekið höndum saman um að gera. Útitökur eru þegar hafnar, en leiknar tökur hefjast á morgun. Stelur skipi fyrir elskuna Einar Þór Gunnlaugsson er höf- undur handritsins og hann mun einnig stýra verkinu sem nefnist Þriðja nafnið. Þar segir frá ungum Breta með vafasama fortíð sem kem- ur til Íslands. Hann verður að vonum ástfanginn af íslenskri stúlku og til að vinna hjarta hennar stelur hann skipi til að flytja hana á suðrænar slóðir. Segja aðstandendur myndina blöndu af spennu og ást með húmor í bland. Margir góðir leikarar hafa tekið að sér hlutverk í myndinni. Breski leikarinn Moses Rockman leikur skipaþjófinn. Hann hefur starfað við hin ýmsu bresku leikhús, auk þess að leika hjá breskum sjónvarpsstöðv- um, t.d. BBC, í nokkrum þáttum og þáttaröðum. Hann hefur einnig leik- ið í fjölda breskra kvikmynda. Elma Lísa Gunnarsdóttir leikur íslensku blómarósina. Hjalti Rögnvaldsson leikur líka stórt hlutverk, sveitar- stjórann Hákon í bænum þar sem skipið er í höfn. Bandaríski leikarinn Glenn Conroy leikur lögreglumann sem fylgist með. Hann er kvik- myndaleikari sem starfað hefur víða, en hin síðari ár mestmegnis í Bret- landi við leik í fjölda breskra sjón- varpsþátta og kvikmynda, auk þess að reyna fyrir sér á sviði hjá ýmsum óháðum leikfélögum. Fínir leikarar á uppleið „Þetta er kvikmynd sem verður á tveimur tungumálum,“ segir fram- kvæmdastjórinn Guðjón Sigvalda- son. „Íslendingarnir tala íslensku sín á milli en Rockman og Conroy tala ensku. Í bíó verður enskan textuð hér á landi og öfugt í Englandi. Conroy á að vera bandarísk persóna, en Rockman er af óljósum uppruna. Þetta er mjög myndarlegur maður, hann er dökkur yfirlitum og var m.a. stoppaður bæði í tollinum í Englandi og aftur við komuna hingað. Þetta eru báðir fínir leikarar, sem eru ekki orðnir mjög þekktir en eru á upp- leið.“ Þegar um samframleiðslu tveggja landa er að ræða er starfsliðið yf- irleitt einnig af báðum þjóðernum. Nú er einn breskur tæknimaður starfandi við myndina, auk þess sem öll eftirvinnsla mun fara fram í Bret- landi. Áætlað er að myndin verði tilbúin í apríl eða maí á næsta ári. Spenna, ást og húmor Einar Þór Gunnlaugsson leik- stýrir sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd. Þriðja nafnið í upptökur ÞAÐ ríkti fádæma eftirvænting í Sam- bíóunum í Kringlunni á miðvikudags- kvöldið þar sem fram fór formleg Ís- landsforsýning á Harry Potter og viskusteininum. Þessi fjölskyldumynd sem gerð er eftir fyrstu bókinni um strákinn göldr- ótta og vini hans fer sigurför um heim- inn þessa dagana og hefur þegar slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru. Myndin verður frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum um land allt, öllum Sambíóunum, í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri, í Háskólabíói og á Ísafirði. Alls verða þannig í boði 37.229 sæti yf- ir frumsýningarhelgina sem, að sögn Sambíósmanna, eru fleiri sæti en nokkru sinni áður hafa verið í boði hér á landi á eina mynd. Nú þegar hafa selst yfir 5.000 miðar í forsölu og upp- selt er á sýningu kl. 18 í dag. Íslandsforsýning á Harry Potter Harry heilsar landanum Morgunblaðið/Golli Alfreð Árnason, Þorvaldur Árnason og Róbert Wesley frá Sambíóunum standa stoltir við skreytingu í anddyri Kringlubíósins en þar má m.a. sjá uppstoppuðu ugluna Hedwig og sjálfan Harry Potter gægjast gegnum pottablómin. Morgunblaðið/Golli Þeir Erlingur Gunnarsson og Óskar Örn Ey- þórsson voru komnir með nammið og tilbúnir að kynnast Harry Potter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.