Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. l i l i i i l l l i i i .  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur  DV Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! Á NÆSTUNNI verða Mosfellsbær, Hvalfjörður og Reykjavík helstu upptökustaðir fyrir bíómynd sem breskir og íslenskir kvikmyndafram- leiðendur og -gerðarmenn hafa tekið höndum saman um að gera. Útitökur eru þegar hafnar, en leiknar tökur hefjast á morgun. Stelur skipi fyrir elskuna Einar Þór Gunnlaugsson er höf- undur handritsins og hann mun einnig stýra verkinu sem nefnist Þriðja nafnið. Þar segir frá ungum Breta með vafasama fortíð sem kem- ur til Íslands. Hann verður að vonum ástfanginn af íslenskri stúlku og til að vinna hjarta hennar stelur hann skipi til að flytja hana á suðrænar slóðir. Segja aðstandendur myndina blöndu af spennu og ást með húmor í bland. Margir góðir leikarar hafa tekið að sér hlutverk í myndinni. Breski leikarinn Moses Rockman leikur skipaþjófinn. Hann hefur starfað við hin ýmsu bresku leikhús, auk þess að leika hjá breskum sjónvarpsstöðv- um, t.d. BBC, í nokkrum þáttum og þáttaröðum. Hann hefur einnig leik- ið í fjölda breskra kvikmynda. Elma Lísa Gunnarsdóttir leikur íslensku blómarósina. Hjalti Rögnvaldsson leikur líka stórt hlutverk, sveitar- stjórann Hákon í bænum þar sem skipið er í höfn. Bandaríski leikarinn Glenn Conroy leikur lögreglumann sem fylgist með. Hann er kvik- myndaleikari sem starfað hefur víða, en hin síðari ár mestmegnis í Bret- landi við leik í fjölda breskra sjón- varpsþátta og kvikmynda, auk þess að reyna fyrir sér á sviði hjá ýmsum óháðum leikfélögum. Fínir leikarar á uppleið „Þetta er kvikmynd sem verður á tveimur tungumálum,“ segir fram- kvæmdastjórinn Guðjón Sigvalda- son. „Íslendingarnir tala íslensku sín á milli en Rockman og Conroy tala ensku. Í bíó verður enskan textuð hér á landi og öfugt í Englandi. Conroy á að vera bandarísk persóna, en Rockman er af óljósum uppruna. Þetta er mjög myndarlegur maður, hann er dökkur yfirlitum og var m.a. stoppaður bæði í tollinum í Englandi og aftur við komuna hingað. Þetta eru báðir fínir leikarar, sem eru ekki orðnir mjög þekktir en eru á upp- leið.“ Þegar um samframleiðslu tveggja landa er að ræða er starfsliðið yf- irleitt einnig af báðum þjóðernum. Nú er einn breskur tæknimaður starfandi við myndina, auk þess sem öll eftirvinnsla mun fara fram í Bret- landi. Áætlað er að myndin verði tilbúin í apríl eða maí á næsta ári. Spenna, ást og húmor Einar Þór Gunnlaugsson leik- stýrir sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd. Þriðja nafnið í upptökur ÞAÐ ríkti fádæma eftirvænting í Sam- bíóunum í Kringlunni á miðvikudags- kvöldið þar sem fram fór formleg Ís- landsforsýning á Harry Potter og viskusteininum. Þessi fjölskyldumynd sem gerð er eftir fyrstu bókinni um strákinn göldr- ótta og vini hans fer sigurför um heim- inn þessa dagana og hefur þegar slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru. Myndin verður frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum um land allt, öllum Sambíóunum, í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri, í Háskólabíói og á Ísafirði. Alls verða þannig í boði 37.229 sæti yf- ir frumsýningarhelgina sem, að sögn Sambíósmanna, eru fleiri sæti en nokkru sinni áður hafa verið í boði hér á landi á eina mynd. Nú þegar hafa selst yfir 5.000 miðar í forsölu og upp- selt er á sýningu kl. 18 í dag. Íslandsforsýning á Harry Potter Harry heilsar landanum Morgunblaðið/Golli Alfreð Árnason, Þorvaldur Árnason og Róbert Wesley frá Sambíóunum standa stoltir við skreytingu í anddyri Kringlubíósins en þar má m.a. sjá uppstoppuðu ugluna Hedwig og sjálfan Harry Potter gægjast gegnum pottablómin. Morgunblaðið/Golli Þeir Erlingur Gunnarsson og Óskar Örn Ey- þórsson voru komnir með nammið og tilbúnir að kynnast Harry Potter.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.