Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 8

Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Friðum augun um áramótin Mörg augu fóru forgörðum ÞVÍ MIÐUR hafaaugnskaðar afvöldum ógætilegr- ar notkunar á flugeldum og blysum verið árviss fylgi- fiskur þess annars skemmtilega tíma gaml- árskvölds. Það er aldrei of oft kveðið, að gengið skuli hægt um gleðinnar dyr, kapp sé best með forsjá og vanda skuli hvert verk, m.a. tendrun flugelda og blysa. Morgunblaðið ræddi við Guðmund Viggósson, forstöðumann og yfirlækni Sjónstöðvar Íslands, og fræddist m.a. um hvað væri til ráða yrði slys á heimilinu eða við brenn- una. Hversu algengir eru augnskaðar á áramótum? Í uppgjöri sem við Haraldur Sigurðsson, yfirlæknir á augn- deild Landspítalans, gerðum fyrir nokkrum árum á slíkum augnslys- um kom fram að leggja þurfti 35 sjúklinga inn á augndeild vegna meiriháttar augnáverka á 20 ára tímabili. Sjúkrahúsdvöl var að meðaltali rúm vika. Augnslysin voru í heild mun fleiri þar sem flest þeirra voru minniháttar og þurftu ekki innlagnar við.“ Eru það aðallega börn og ung- lingar sem lenda í slysunum? „Já, það er unga fólkið sem er í langmestri hættu og þá fyrst og fremst drengir á aldrinum 10 til 14 ára. Á þeim aldri eru þeir nógu hugaðir til að gera alslags tilraunir með skoteldana, en ekki nógu þroskaðir til að meta áhættuna rétt, því það er ekki síst við óhefð- bundna notkun púðursins sem al- varlegu slysin verða.“ Hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir slysin? „Með einföldum ráðum er í flestum tilvikum hægt að koma í veg fyrir augnslys af völdum púð- uráhalda. Menn verða að þekkja hvað þeir eru með í höndunum og fylgja vel leiðbeiningum framleið- anda. Þá ættu menn ávallt að nota hlífðargleraugu og hanska við meðhöndlun þeirra, öfugt við það sem máltækið segir, að hér dugi engin vettlingatök. Aldrei verður um of brýnt fyrir foreldrum að fylgjast vel með börnum, bæði þeim sem sjálf eru að verki og þeim sem nærstödd eru og láta aldrei ung börn annast kraftmikla skotelda. Með þessum einföldu ráðum má vissulega fækka alvar- legum augnáverkum. Fræðsla sem fjölmiðlar og félagasamtök eins og Blindrafélagið hafa staðið fyrir um notkun flugelda og hætt- ur þeim samfara á síðastliðnum árum hefur sannað gildi sitt.“ Hvað er það fyrsta sem ber að gera, verði slys í heimahúsi? „Það er í sjálfu sér ekki svo margt sem menn í heimahúsum geta gert við augnslysum. Sem betur fer er oftast um minniháttar áverka að ræða, eins og afrifu á glæru augans eða púðurbruna á augnalokum. Slíkum áverkum fylgja oft miklir verkir en þeir gróa þó yfirleitt vel og án fylgikvilla. Yfirhöf- uð ættu menn ekki að reyna að gera að augnáverkum sjálfir, þar sem það getur gert illt verra.“ Hver eru þá næstu skrefin? „Ef húð hefur brennst er mik- ilvægast að kæla brunasvæðið þegar í stað, t.d. með köldum bakstri og jafnvel snjó ef menn eru staddir utandyra. Ef þungt högg hefur komið á augað á að forðast að nudda það meðan ekki er vitað hvort það er heilt eða sprungið. Auga getur laskast alvarlega inn- vortis án þess að springa, t.d. þeg- ar blæðing verður inni í auganu. Slíkar blæðingar geta versnað við alla áreynslu. Best er því að halda ró sinni og leita sem fyrst læknis, t.d. á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.“ Hvað er það versta sem þú hef- ur séð? „Ég var á vakt áramótin sem tívolíbomburnar komust í tísku. Þær voru feiknaöflugar, nánast eins og sprengjuvörpur. Þau ára- mót fóru mörg augu forgörðum og ekki bara augun, því í sumum til- vikanna mölbrotnuðu höfuðbeinin einnig. Eftir slíka nótt veltir mað- ur því fyrir sér hvort fegurð skot- eldanna sé ekki of dýru verði keypt.“ Telur þú að eitthvað af þeim flugeldum sem seldir eru og eru leyfilegir séu beinlínis hættulegir? „Já, tvímælalaust. Öflugustu skoteldarnir eru jafnframt þeir hættulegustu. Við sáum t.d. greinileg umskipti til hins verra áramótin 1987–88 þegar almennt var farið að nota mjög öfluga skot- elda, svokallaðar tívolíbombur. Þau áramót slösuðust 5 einstak- lingar mjög alvarlega á auga, þar af þrír vegna tívolíbomba. Tölu- verðar umræður og blaðaskrif urðu þá um hættuna af notkun flugelda og í framhaldi af því voru tívolíbombur bannaðar. Síðan þá hafa ekki sést jafnal- varlegir augnáverkar, sem betur fer. Erlendis hefur setning staðla um hámark leyfilegs púð- urmagns sannað gildi sitt. Örugglega væri til bóta að takmarka notkunina enn frekar, t.d. með því að setja staðla um skotelda sem einkaaðilum sé heimilt að nota, en kraftmestu skoteldana mætti einungis sér- þjálfað fólk meðhöndla. Vitað er að í ríkjum þar sem einungis sérþjálf- að fólk fær að meðhöndla flugelda, blys og sprengjur eru slys af þeirra völdum nánast óþekkt.“ Guðmundur Viggósson  Guðmundur Viggósson er fæddur í Reykjavík 1946. Út- skrifaðist frá læknadeild Há- skóla Íslands 1973 og er sérfræð- ingur í augnlækningum frá Lundarháskóla 1980. Starfaði á augndeildum Landakotsspítala og Landspítala frá 1981–87, en tók þá við stöðu forstöðumanns og yfirlæknis Sjónstöðvar Ís- lands. Maki Guðmundar er Líney Þórðardóttir hjúkrunarfræð- ingur og eiga þau dótturina Mar- gréti, 9 ára. Guðmundur á einnig Ragnar Bjart og Hrafnhildi Björt með fyrri maka sem er látinn. …best er því að halda ró sinni Gleðilegt Harry Potter-ár, með þökk fyrir góðærin. SÍÐAN í sumar hefur Þórsberg ehf. alið þorsk í fimm kvíum á Tálkna- firði. Fiskurinn var veiddur fyrri part sumars af dragnótabátnum Jóni Júlí og fiskinum sleppt í kvíar, sem staðsettar eru fram af Mjóaparti í innanverðum Tálknafirði. Um leið og fiskinum var sleppt í kvíarnar, var hann veginn, mældur og merktur. Það er hluti af rannsóknarverkefni sem unnið var jafnhliða eldinu. Rannsóknin beinist m.a. að því að kanna áhrif mismunandi fóðurs á vöxt og holdgæði fisksins. Að rannsókninni stóðu Logi Jóns- son frá Háskóla Íslands, Hafrann- sóknarstofnun, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, starfsfólk Þórsbergs og Ari Wendel sjávarlíffræðingur, sem stjórnar rannsókninni. Þá var haft samráð við Fiskistofu vegna verkefnisins, en þyngdin á fiskinum þegar hann fer í kvíarnar er lögð til grundvallar við kvótaútreikning vegna eldisins. Útibú Hafrannsókna- stofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Ísafirði, sem komu að þessu verkefni, eru hluti af Þró- unarsetri Vestfjarða á Ísafirði. Vöxtur og holdgæði könnuð Reglulega á eldistímanum var fiskurinn veginn og mældur, en eins og áður sagði beindist rannsóknin m.a. að því að kanna áhrif mismun- andi fóðurs á vöxt og holdgæði. Öðr- um hópnum var einungis gefið sand- síli og loðna, en hinn hópurinn fékk aðeins steinbítsafskurð. Ekki hefur verið unnið úr niðurstöðum rann- sóknanna. Frá því í byrjun júlí þegar fiskurinn byrjaði að taka fóður og fram yfir miðjan desember að hon- um var slátrað hefur hann nær tvö- faldað þyngd sína. Byrjað var að slátra úr kvíunum um miðjan desember og hafði fisk- urinn þá verið sveltur í tæpan mán- uð. Hann er unninn í söltuð flök í fiskvinnslu Þórsbergs ehf. Smæsta fiskinum verður haldið eftir í kvíun- um og alinn fram á næsta haust. Þetta er þriðja árið sem fyrirtækið stendur að þorskeldi í Tálknafirði og að sögn Guðjóns Indriðasonar fram- kvæmdastóra er áformað að halda þessu eldi áfram, enda til nokkurs að vinna, meðan verð á kvóta er með þeim hætti sem er í dag. Þá fellur nokkuð til af steinbítsafskurði hjá fyrirtækinu, sem nýtist vel í eldið. Eldisþorski slátrað að lokinni rannsókn Tálknafirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.