Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 11
Á RIÐ, sem senn er á enda runnið, er nokkurn veginn miðjan á kjör- tímabili Alþingis og ríkisstjórnar. „Mið-kjör- tímabilsþreytu“ virðist þó ekki gæta sérstaklega hjá ríkisstjórninni. Hún nýtur svipaðs fylgis meðal almennings og verið hefur og stuðningur við hana hefur verið tiltölulega jafn á árinu, í kring- um 60% að því er fram kemur í Þjóð- arpúlsi Gallups. Samanlagt fylgi rík- isstjórnarflokkanna hefur líka verið á svipuðu róli allt árið, á bilinu 53 til 59%. Fjórflokkurinn kemur alltaf aftur Þegar horft er yfir fylgiskannanir Gallups á árinu vekur það athygli hversu slétt og felld sú mynd er sem birtist; litlar sveiflur eru á fylgi flokkanna og innbyrðis röð þeirra sú sama allt árið. Sjálfstæðisflokkurinn stærstur, þá koma Vinstri grænir, svo Samfylkingin, þá Framsókn- arflokkurinn og loks Frjálslyndi flokkurinn. Gott gengi Vinstri grænna í skoð- anakönnunum og erfiðleikar Sam- fylkingarinnar, sem hefur verið langt undir kjörfylgi sínu frá 1999 allt árið, bendir til þess að hið klass- íska fjórflokkakerfi sé alveg hreint ótrúlega fast í sessi. Það hefur staðið af sér allar atlögur áratugum saman; hristi af sér Kvennalistann, sem lengi vel virtist ætla að festast í sessi sem fimmti flokkurinn, og það virðist sama hversu oft vinstri menn sam- einast, „stóri“ jafnaðarmannaflokk- urinn verður aldrei fullburða. Rétt eins og var mestallan lýðveldistím- ann er róttæki vinstri flokkurinn, bara undir enn einu nýju nafni, orð- inn stærri en „stóri“ krataflokkurinn sem vill höfða til miðjunnar – nú í árslok meira að segja talsvert mikið stærri, með 25% fylgi í síðustu könn- un Gallups en Samfylkingin fékk þá stuðning 16% svarenda. Sá munur er þó á röð flokkanna nú og lengst af eftir að fjögurra flokka kerfið festist í sessi, að Framsókn- arflokkurinn er orðinn minnstur í systkinahópnum og virðist ekki græða á samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn. Það er áleitin spurning hvort þetta verði framsókn- armönnum hvatning til að leita nýrra samstarfsaðila eftir næstu kosn- ingar, þegar þeir kunna að verða í oddaaðstöðu eins og oft áður. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings þrátt fyrir erfiðleika Það verður að teljast talsvert af- rek hjá ríkisstjórninni að halda sínu á árinu, því að margt hefur verið henni mótdrægt. Fyrst kom pólitískt fjaðrafok eftir dóm Hæstaréttar í ör- yrkjamálinu undir lok síðasta árs, þá verkföll kennara, sjómanna og flug- umferðarstjóra svo nokkrir hópar séu nefndir, kvótaskerðing og efna- hagssamdráttur og spillingarmál og afsögn stjórnarþingmannsins Árna Johnsen. Stjórnarandstaðan hefur ekki náð að gera sér nægilegan mat úr þessum málum, a.m.k. ekki á heildina litið. Þótt Vinstri grænir hafi náð að hagnýta sér óánægju með ýmis mál virðist Samfylkingin sjaldan ná vopnum sínum þótt góð tækifæri til að koma höggi á rík- isstjórnina varpi sér í fang hennar. Það fer þó ekki á milli mála að for- ystumenn ríkisstjórnarinnar eiga mikið undir því að á næsta ári gangi það eftir, sem þeir hafa sagt; að ókyrrðin í efnahagsmálunum sé tímabundin, að verðbólgan lækki á ný, gengi krónunnar jafni sig og horfur verði á að hagvöxturinn taki við sér á nýjan leik, m.a. vegna er- lendra fjárfestinga. A.m.k. enn sem komið er virðist almenningur hafa trú á að efnahagsniðursveiflan sé tímabundin, en komi batamerki ekki í ljós bráðlega er við því að búast að traust á ríkisstjórninni dvíni. Markaðurinn tekur við af handaflinu Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við vandanum í efnahagsmálum eru til marks um breytta tíma. Eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra orðaði það í viðtali hér í blaðinu sl. sumar, hefur ekki verið brugðizt við með því að grípa til „pataðgerða“, stórfelldra millifærslna, handstýr- ingar á gengi og vöxtum o.s.frv. eins og tíðkaðist áður fyrr við svipaðar aðstæður. Á undanförnum árum hef- ur ríkisstjórnin í stórauknum mæli látið frá sér stjórnartaumana í efna- hagsmálum og ákveðið að láta mark- aðinn ráða, í stað þess að grípa inn í gangverk efnahagslífsins með „handaflinu“ margfræga. Að hluta til er þetta hluti af alþjóðlegri þróun og að sumu leyti til marks um þá stað- reynd að Ísland er orðið miklu opn- ara og frjálslegra þjóðfélag, bæði efnahagslega og í öðru tilliti, en það var fyrir áratug. Bæði hefur Ísland undirgengizt alls konar alþjóðlegar skuldbindingar, sem takmarka svig- rúm stjórnvalda til að framfylgja stefnu, sem gengur á skjön við það sem gerist annars staðar, og jafn- framt verða stjórnvöld nú miklu fremur en áður að horfa til aðstæðna og atburða erlendis og alþjóðlegrar samkeppnisstöðu landsins er þau móta stefnuna innanlands. Ótalmörg dæmi eru um þetta frá liðnu ári. Þau umskipti, sem gerð voru á peningastefnunni í einu vet- fangi þegar horfið var frá fastgeng- isstefnunni, sjálfstæði Seðlabankans aukið og tekið upp verðbólgumark- mið, voru t.d. í raun óumflýjanleg í ljósi þess að fjármagnshreyfingar milli landa eru orðnar frjálsar. Vaxtamunurinn milli Íslands og ann- arra landa gerði það að verkum að aðilar á fjármagnsmarkaði gátu tek- ið stór erlend lán til endurlána inn- anlands og lágmarkað áhættu sína af þeim lántökum vegna gengisfest- unnar. Þetta jók á útlánaþenslu og gerði að verkum að helzta vopn Seðlabankans í baráttu við þenslu í efnahagslífinu, vextirnir, varð harla bitlaust. Alþjóðleg samkeppni harðnar Annað lýsandi dæmi eru hinar rót- tæku breytingar, sem gerðar voru á skattlagningu fyrirtækja á árinu. Mörg svokölluð þekkingarfyrirtæki eru mjög hreyfanleg, staðsetja starf- semi sína þar sem rekstrarumhverfi er hagstæðast og hika ekki við að flytja sig um set ef betri kostir bjóð- ast. Skattalækkanirnar og fleiri breytingar, sem áformaðar eru, t.d. afnám verðbólgureikningsskila og heimild til að gera upp reikninga fyr- irtækja og skrá hlutabréf í erlendri mynt, voru einfaldlega nauðsynleg aðgerð til að tryggja stöðu landsins í samkeppni ríkja heims um fjárfest- ingar þessara fyrirtækja. Þessar ákvarðanir hafa líka haft tilætluð áhrif eins og viðbrögð fyrirtækja á borð við Össur og Bakkavör við þeim sýna glögglega. Ef eitthvað er, á hin alþjóðlega samkeppni eftir að harðna á næstu árum og færa má rök að því að Ísland verði að bjóða enn hagstæðara rekstrarumhverfi, t.d. hvað varðar skattlagningu og reglugerðarumhverfi ýmiss konar, en mörg önnur ríki vegna fjarlægðar frá stórum mörkuðum, lítils heima- markaðar, hárra vaxta og annarra ókosta sem erfitt er að bæta úr. Stjórnvöld verða því að sýna hug- kvæmni við að laða hingað nýjan at- vinnurekstur og fjárfestingar og dugir ekki eingöngu að bjóða lágt orkuverð fyrir stóriðju. Útlend kjölfesta eftirsótt Þótt einkavæðingaráform rík- isstjórnarinnar hafi lent í marg- víslegum ógöngum, er það athygl- isverður flötur á einkavæðingunni að í grófum dráttum virðist ríkja póli- tísk samstaða um að bjóða útlend- ingum stóra hluti í stærstu og öfl- ugustu ríkisfyrirtækjunum til kaups. Kostirnir við erlenda kjölfestufjár- festingu í fyrirtækjum á borð við Landssímann og Landsbankann fel- ast ekki einvörðungu í innstreymi erlends fjármagns, heldur einnig í þekkingu og aðgangi að viðskipta- samböndum, sem eru þessum fyr- irtækjum nauðsynleg ef þau vilja hasla sér völl á alþjóðlegum sam- keppnismarkaði. Fyrir tíu árum – eða kannski er enn styttra síðan – hefði mörgum þótt það jaðra við landráð að gefa útlendingum hlut- deild í þessum mjólkurkúm þjóð- arinnar, en nú gera ósköp fáir at- hugasemdir við þessa viðskiptahætti. Bæði stjórn- málamenn og kjósendur þeirra eru stilltir á bylgjulengd hnattvæðing- arinnar og að því leyti hefur orðið mikilvæg hugarfarsbreyting á Ís- landi þau tíu ár, sem Davíð Oddsson hefur setið í stjórnarráðinu. Menn eru auðvitað misjafnlega al- þjóðavæddir eins og gengur og það vakti athygli undir lok ársins að þótt það þyki orðið eftirsóknarvert að veita útlendingum hlutdeild í stærstu fyrirtækjum landsins eru þeir enn óvelkomnir sem smá- atvinnurekendur í landbúnaði. Landbúnaðarráðherranum finnst sjálfsagt að viðhalda í lögum hömlum á möguleika útlendinga til að stunda hér búskap þótt hörgull sé á Íslend- ingum, sem vilja leggja þessa elztu atvinnugrein landsmanna fyrir sig. (Þó voru fyrstu bændurnir á Íslandi auðvitað útlendingar, komu frá Nor- egi og meira að segja með þarlendar mjólkurkýr í farteskinu.) Fórnir í þágu umhverfisins? Á sviði umhverfismála verður æ augljósara að enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland. Íslenzk stjórnvöld krefjast þess að tekið sé tillit til sjón- armiða þeirra í öðrum ríkjum, t.d. hvað varðar hugsanlega mengun frá kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield í Bretlandi. Á móti kemur að við þurfum orðið að taka heilmikið tillit til alþjóðlegra skuldbindinga á sviði umhverfismála. Skýrasta dæm- ið er Kyoto-bókunin, sem setur allri samfélagsþróun og atvinnuuppbygg- ingu á Íslandi næstu áratugina til- teknar skorður, sem áður voru ekki fyrir hendi. Það er tiltölulega nýtt fyrir Íslendingum að þurfa t.d. að kaupa sér gasdrifinn bíl til þess að hjálpa til við að draga úr neikvæðum áhrifum hnattrænnar hlýnunar veð- urfars, en þetta er þó væntanlega bara forsmekkurinn að því sem koma skal. Spurningin er hvort stjórnmálamenn treysta sér til að út- skýra það fyrir kjósendum sínum að þeir kunni að þurfa að færa ein- hverjar fórnir í þágu umhverf- isverndar. Hnattvæðingin sækir okkur líka heim í líki þeirra hundraða eða þús- unda fólks af erlendu bergi brotið, sem sækist eftir því að búa og starfa á Íslandi. Málefni útlendinga hafa verið í brennidepli á árinu og verða það að öllum líkindum enn frekar á nýju ári, ekki sízt í ljósi þeirrar tor- tryggni og ótta, sem víða hefur graf- ið um sig eftir hryðjuverkin í sept- ember síðastliðnum. Á nýja árinu er líklegt að mjög reyni á það hversu umburðarlyndir og víðsýnir Íslend- ingar eru þegar á reynir gagnvart fólki af öðrum uppruna en íslenzk- um, einkum og sér í lagi ef svo fer að hér þrengist um atvinnu. Vænt- anlega bera menn þó gæfu til að læra af mistökum nágrannalandanna í þessum efnum. Öryggismálin og forgangsröðun í ríkisfjármálum Hryðjuverkin í september og sú þróun á alþjóðlegum vettvangi, sem þau hrundu af stað, mun hafa mikil bein og óbein áhrif á íslenzk stjórn- mál á nýju ári. Íslenzkir ráðamenn standa til að mynda frammi fyrir sömu spurningum og stjórnvöld í öðrum vestrænum löndum um hvort réttlætanlegt sé að takmarka per- sónufrelsi í þágu innra öryggis. Þá blasir við að vestræn ríki verða að endurskoða varnir sínar gegn hryðjuverkum. Augljóst virðist að auka þarf viðbúnað á ýmsum öðrum sviðum en í hefðbundnum hervörn- um. Í fyrsta sinn geta Íslendingar staðið frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir séu sjálfir reiðubúnir að leggja fjármuni af mörkum til að tryggja varnir og öryggi landsins, eins og önnur vestræn ríki hafa þurft að gera um árabil, og þá hversu mikla. Sú spurning mun án vafa verða tilefni mikilla pólitískra deilna um forgangsröðun í ríkisfjármál- unum. Hnattvæðing hugarfarsins Morgunblaðið/Sverrir Ráðherrar á Alþingi. Stjórnarandstöðunni tekst ekki að sauma að þeim en alþjóðleg þróun takmarkar æ meir svigrúm þeirra til ákvarðana. Bæði hefur Ísland undirgengizt alls konar alþjóðlegar skuldbindingar, sem takmarka svigrúm stjórnvalda til að framfylgja stefnu, sem gengur á skjön við það sem gerist ann- ars staðar, og jafnframt verða stjórnvöld nú miklu fremur en áður að horfa til aðstæðna og atburða erlendis og alþjóðlegrar sam- keppnisstöðu landsins er þau móta stefnuna innanlands. olafur@mbl.is Stjórnmál Ólafur Þ. Stephensen aðstoðarritstjóri MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.