Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 19

Morgunblaðið - 30.12.2001, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 19 Almanak Háskólans Nýtt ár - Nýtt almanak Almanak Háskólans er ómissandi handbók á hverju heimili Fæst í öllum bókabúðum Prenttæknistofnun óskar landsmönnum árs og friðar, og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Það voru vonbrigði þegar í ljós kom að alvarleg mistök höfðu átt sér stað í mati sérfræðinganna á þorskstofn- inum og ráðgjöf hefði því verið veitt á röngum forsend- um. En viðbrögð Hafrannsóknastofnunarinnar og sjáv- arútvegsráðherra hafa verið til eftirbreytni. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur ferðast um allt land til að funda með sjómönnum og sjávarútvegsráðherra hefur kallað eftir úttekt á stofnuninni og efnt til málþings, þar sem gagnrýnendum stofnunarinnar gafst tækifæri á að viðra skoðanir sínar og ræða þær opinskátt við sérfræð- inga hennar. Það er óskandi að þessar aðgerðir styrki vísindastarf stofnunarinnar og leiði til betri og vandaðri ráðgjafar. Óhjákvæmilegt er að viðurkenna að ná- kvæmni og óskeikulleiki er mun minni en sumir tals- menn Hafrannsóknastofnunar hafa stundum gefið til kynna á liðnum árum. En með vísan til slíkrar viður- kenningar geta menn á hinn bóginn aldrei sótt skjól fyr- ir hentistefnu og happa- og glappaákvörðunum um há- marksafla í sannanlega takmörkuðum fiskistofnum. Á undanförnum árum hafa einatt staðið harðvítugar deilur um íslenskan sjávarútveg. Hefur einatt kveðið svo rammt að þeim átökum að leiða má að því rök að af- komu greinarinnar hafi staðið ógn af. Í kjölfar skýrslu auðlindanefndar, undir forystu Jóhannesar Nordals, hefur verið lagður grunnur að góðri sátt um málefni sjávarútvegsins. Það er ljóst, að þeir sem af gildum ástæðum hafa hvað fastast staðið gegn gjaldtöku á sjáv- arútveginn hafa gefið umtalsvert eftir af sínum sjón- armiðum, til þess að sátt mætti nást. Sjávarútvegurinn er undirstaða atvinnulífsins, ekki síst í hinum dreifðu byggðum landsins. Það verður því að gæta mikillar var- kárni í allri umfram gjaldheimtu af greininni og gæta þess að möguleikar hennar til að vaxa og eflast verði ekki skertir þannig að óbætanlegt sé. Þess er ekki að vænta að af leggist allar deilur um sjávarútveg á Íslandi. En með því að styðja af heilindum þá sáttargjörð, sem lögð hefur verið fram, ætti að nást bærilegur friður um greinina og hún fái þar með mögu- leika til að einbeita sér að því að auka verðmæti auðlind- arinnar þjóðinni allri til hagsbóta. Það skiptir mestu máli. IV VIÐ ÞESSI áramót verður dreift nýjum seðlum og smápeningum í evrulöndunum. Ýmsir hér á landi virð- ast halda að þá loks sé verið að taka upp hina sameig- inlegu mynt. Hún hefur nú verið í gildi í þrjú ár, þótt seðlarnir hafi verið ólíkrar gerðar og borið gamalkunn- ug nöfn, svo sem mark, franki og líra. Nú verður nafn- og útlitsbreyting gerð, en gildið verður óbreytt. Þrátt fyrir að hér sé því aðeins gerð formbreyting en ekki efn- isbreyting á myntinni má ætla að sálfræðileg áhrif að- gerðarinnar geti orðið nokkur. Væntingar hljóta að standa til að þau áhrif verði jákvæð á efnahagslíf land- anna sem í hlut eiga. Vandamál myntbreytingarinnar munu ekki koma í ljós fyrr en efnahagslegar forsendur í einstökum löndum myntarinnar skarast og þjóðirnar fara að kalla eftir misvísandi viðbrögðum hins sameig- inlega banka. Við slíkum áköllum á hann ekkert svar. Þessi hætta virðist enn mörgum hulin. Sérstaða Íslands, hvað þetta varðar, ætti þó að blasa við hverjum manni, sem nokkurt minnsta skynbragð ber á íslenskt efnahagslíf og hve sveiflurnar sem verða í hagkerfinu hér eru ólíkar því sem gerist á meginland- inu. Þróunin hér síðustu misserin hefði reyndar átt að opna jafnvel þau augu, sem þéttast eru lokuð. Í þeim til- vikum hefur hið gagnstæða gerst og hinir efnahagslegu blindingjar hafa notað tækifærið og kallað eftir ís- lenskri evru og Evrópusambandsaðild, helst á morgun eða hinn, til að bregðast við tímabundnum úrlausnar- efnum! Nýjasta dæmið frá Argentínu, sem rambar á barmi gjaldþrots, er afar lýsandi, en hefur þó farið framhjá furðu mörgum. Það undirstrikar nauðsyn þess að meg- inforsendur efnahagslífs í sameiginlegu myntbandalagi séu einsleitar, ef ekki á illa að fara. Morgunblaðið, einn fjölmiðla, vakti þó athygli á þessari forsendu í leiðara á dögunum. Blaðið sagði „Ástandið í Argentínu sýnir a.m.k. að tenging lítils gjaldmiðils við annan stærri er engin skyndi- eða töfralausn í efnahagsmálum, þótt henni geti fylgt ýmsir kostir. Slíkt krefst afar aðhalds- samrar stefnu í efnahags- og ríkisfjármálum og mikils sveigjanleika í efnahagslífinu. Sjálfstæðri peninga- stefnu er hins vegar í raun fórnað, sem gerir erfiðara að bregðast við ytri áföllum. Ein forsendan fyrir því að tengjast stærra myntsvæði er að efnahagssveiflan sé svipuð á öllu svæðinu og að helztu viðskiptalöndin noti sama gjaldmiðilinn. Því er ekki að heilsa hvað varðar Ís- land og evrusvæðið við núverandi kringumstæður og að því leytinu getum við dregið lærdóma af reynslu Arg- entínumanna.“ Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð. V ÁRIÐ 1995, þegar 150 ár voru liðin frá endurreisn Al- þingis, vakti ég athygli á því, að íslenska þjóðþingið myndi hafa svipuð völd og áhrif og ráðgjafaþingið okkar frá 1845, gengju Íslendingar í Evrópusambandið og það þróaðist í þá átt sem áköfustu hugsjónamenn vildu, úr sambandi sjálfstæðra þjóða í sambandsríki. Sigurður Líndal prófessor, benti mér á, af því tilefni, að sennilega yrðu völd Alþingis þá orðin minni en ráðgjafarþingsins forðum tíð. Á þeim árum, sem liðin eru, hefur þróunin orðið örari í átt til sambandsríkis en nokkurn óraði fyr- ir. Nú síðast lýsti forsætisráðherra Belga, sem er í for- sæti Evrópusambandsins, því yfir, að forseta Evrópu ætti að kjósa í beinni kosningu, sambandinu ætti að setja eina stjórnarskrá æðri stjórnarskrám einstakra ríkja og utanríkismál, fjármál, skattamál, atvinnumál og dómsmál ættu að ráðast á hinum sameiginlega vett- vangi í Brussel. Hins vegar tók forsætisráðherrann fram að einstökum ríkjum yrði þó enn falið mikið vald, eins og hann orðaði það, og myndu þau áfram sjá um kennslumál, íþróttamál og fleiri þætti og hafa fullt for- ræði á útihátíðum og öllum slíkum viðbúnaði. Tillögur Belga á leiðtogafundinum í Laeken gengu í þessa átt og kommissjónin var á svipuðu róli, þótt fjarri væri að vísu, að reynt væri að gera alla draumsýn belgíska forsætis- ráðherrans að veruleika í þessum áfanga. Síðustu árin hefur þróunin gengið mishratt en örugglega þennan veg og ekkert skref verið stigið í gagnstæða átt, þrátt fyrir fögur fyrirheit ýmissa forystumanna í Evrópuríkjunum, þegar þeir hafa reynt að róa fólk heima fyrir. Á fyrr- nefndum leiðtogafundi voru þrír ákafir sambandsrík- issinnar valdir til að gera tillögur til sérstaks stjórnlaga- þings Evrópusambandsins sem halda skal innan tveggja ára. Það er fullkomlega eðlilegt, að til séu öfl hér á landi, sem ákaft vilja skoða kost og löst á Evrópusambands- aðild. En það sem hlýtur að vekja athygli og jafnvel undrun er, að þróun Evrópusambandsins virðist engu skipta fyrir þessa áhuga- og ákafamenn. Slíkir menn vilja einfaldlega ganga í Evrópusambandið og virðist mega einu gilda hvers konar samband það er að verða. VI VIÐ ÁRAMÓT horfa menn um öxl og leggja dóm á það sem nýliðið er. Menn geta þá valið úr það sem þeim þykir standa upp úr. Langt verkfall kennara stóð fram á þetta ár. Sjómannaverkfall olli miklu tjóni. Sjúkraliða- verkfall stóð lengi. Flugumferðarstjórar hafa verið með endurteknar verkfallshótanir. Pólitísk úlfúð með til- heyrandi stóryrðum um málefni öryrkja reis í tilefni óljóss dóms Hæstaréttar frá árinu á undan. Skipulags- stofnun setti virkjunaráform fyrir austan í mikið upp- nám. Tónlistarkennarar og þroskaþjálfar voru í löngu verkfalli og fleira af þessu tagi mætti tína til. Fljótt á lit- ið virðist þetta því hafa verið hörmungarár. En var það svo? Auðvitað ekki. Það einkennir allt sem að ofan var talið að um heimatilbúnar hrellingar er að ræða, en ekki utanaðkomandi áföll. Af því má drjúgan lærdóm draga. Tekjumegin í dálkinn má bóka betri tíðindi. Tekist hefur að verja kaupmátt launa. Íslenskir fjárfestar hafa farið mikinn erlendis sem nýleg kaup Bakkavarar eru glöggt dæmi um. Álver Norðuráls stækkar um 50% á árinu. Íslensk erfðagreining gerði fimm ára samning við erlendan lyfjarisa og er mögulegt verðmæti hans sagt vera nærri 30 milljörðum króna. Sama fyrirtæki lauk gerð korts yfir erfðamengi mannsins fyrst fyrirtækja í heimi. Fjárlög voru afgreidd með góðum afgangi, þrátt fyrir samdrátt í tekjum ríkissjóðs. Lögfestar voru um- fangsmiklar skattaumbætur fyrir fólk og fyrirtæki. „Ís- lenska samningsmarkmiðið“ náðist á loftslagsráðstefnu í Marokkó. Aðilar á vinnumarkaði náðu með atbeina rík- isins mikilvægu samkomulagi sem treystir undirstöður kjarasamninga. Mjög dró úr viðskiptahalla á árinu. Ær- in rök leiddu til að umhverfisráðherra hlaut að fallast á Kárahnjúkavirkjun. Sjávarútvegsráðherra sá ástæðu til að auka heildarafla í rækju, ýsu, ufsa, skarkola og stein- bít sem nam um 33 þúsundum þorskígildistonna. Þegar tekju- og gjaldadálkarnir eru skoðaðir saman kemur sem betur fer á daginn að góðkynja atburðirnir eru líklegri til að hafa varanleg áhrif en þeir illkynjuðu. Það boðar gott. Og til þess að forðast að leggja okkar mál í eigin gerð skulum við sjá hvaða einkunn við fengum frá öðrum. Í apríl sl. skipaði Fraser-stofnunin í Kanada okkur í 15. sæti af 123 yfir þau lönd sem byggju við best frjálsræði í efnahagsmálum. Fékk Ísland einkunnina átta og hefur aldrei fengið hærri einkunn. Í sama mánuði veittu bandarísku umhverfissamtökin Global Green Íslandi umhverfisverðlaun sín vegna stefnu landsins í orkumál- um. Í júlí skipaði þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna Íslandi í sjöunda sætið af 174 á lista yfir staði sem ákjós- anlegast væri að búa á, þegar horft er til heildar- lífsgæða. VII SUMIR virðast halda að kjósendur meti flokka og stjórnmálahreyfingar einkum eftir því, hvaða afstöðu þau taka til þeirra dægurflugna sem fljúga hjá hverju sinni. Mér er nær að halda að þessu sé ekki þannig farið. Ég held að íslenskir kjósendur horfi fremur til þeirra meginmarkmiða og hugsjóna sem flokkar og forystu- menn þeirra standa fyrir, og til þess hve mikla staðfestu og stefnufestu þeir sýna frá einum atburði til annars. Enda sýnir sagan að þeir sem heilsteyptastir eru í mála- tilbúnaði sínum duga betur til lengdar en hinir sem dansa eftir þeirri músik sem skoðanakannanirnar leika hverju sinni. Því er til dæmis oft reynt að koma til skila með yfirboðum á Alþingi Íslendinga, að einn flokkur sé meiri vinur velferðarkerfisins en annar. Fólk sér í gegn- um það og veit að góð sátt ríkir um traust velferðarkerfi á Íslandi, þar sem þeir fjármunir sem menn hafa úr að spila eru vel nýttir. Hin pólitíska spurning, sem þá stendur út af, er þessi: Hvaða menn, flokkur eða flokkar eru líklegastir til að tryggja að á Íslandi sé efnahagslíf- inu sköpuð heilbrigð skilyrði, svo það geti gert stjórn- völdum og landsmönnum kleift að standa undir því vel- ferðarkerfi, sem þjóðin vill búa við? Frammi fyrir þessari spurningu standa menn jafnan á Íslandi, og það mun ætíð skipta miklu að henni sé á úrslitastundum svarað rétt. Ég þakka löndum mínum samfylgd á liðnu ári og óska þeim gleðilegs nýs árs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.