Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKI er ofsagt að Bjarni Haukur Þórsson sé í aðalhlutverki því hann er jafnframt eini leikari sýningar- innar Leikur á borði. Hann slær þó strax niður allar tilgátur í þá átt að hann sé að fara í eigin spor og reyna að endurtaka ofursmellinn Hellisbúann. „Þessi tvö verk eiga ekkert sameiginlegt annað en það að ég leik einn í þeim báðum. Að öllu öðru leyti er þetta gerólíkt og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera þetta. Leikur á borði fjallar ekki um samskipti kynjanna og sem leik- húsverk eru þetta gerólík verk. Hellisbúinn er saga þar sem leik- arinn talar beint til áhorfenda og leikur síðan stutta leikþætti inni á milli til útskýringar. Hér er ekkert slíkt á ferðinni. Þetta er hefðbundið gamanleikrit að því leyti að það fel- ur í sér söguþráð, með upphafi, miðju og endi. Leikarinn veit ekki af áhorfendum, fjórði veggurinn er á sínum stað. Mér fannst einmitt rétt að fara allt aðra leið úr því að ég ákvað að taka annan einleik og ég vona að fólk setji það ekki fyrir sig hvað þetta er ólíkt,“ segir Bjarni Hauk- ur. Hann segist reyndar hafa fengið handritið sent meðan á sýningum á Hellisbúanum stóð en lagt það til hliðar og snúið sér að öðru einsog að leika í Þjóðleikhúsinu (Blái hnötturinn, Vilji Emmu). „Ég lét Gísla Rúnar fá þetta og við vorum sammála um að ef þetta ætti að ganga hér heima væri ekki nóg að þýða það heldur yrði að staðfæra það líka.“ Efni verksins er í sem stystu máli að Samúel er nýútskrifaður leikari úr Leiklistarskóla Íslands og vegna þess að honum hefur ekki gengið nógu vel að komast að í leikhúsunum þá starfar hann við borðapantanir á vinsælasta veit- ingastað borgarinnnar. Þangað leit- ar allt fræga og fína fólkið og vill fá meðhöndlun í samræmi við það og Sammi þarf að beita öllum ráðum til að fá allt til að ganga upp – á hverju kvöldi. Þessi heimur er vissulega dæmigerður fyrir leikara í New York þar sem annar hver þjónn er lærður leikari en hér eru hlutföllin kannski heldur hagstæð- ari leikarastéttinni. „Ég þekki þennan heim mjög vel því ég lærði í New York og vann þar sem leikari og þjónn á veitinga- húsum. Þetta er ekki þó ekki eins ólíkt og ætla mætti því velflestir ís- lenskir leikarar þurfa að hafa tals- vert fyrir hlutunum áður en þeir stökkva inn í bitastæð hlutverk hjá stóru leikhúsunum. Þotuliðið vill sín borð Veitingabransinn er svo meira og minna hinn sami hvar sem er. Ég hef líka unnið á veitingahúsi í Reykjavík og fór svo á stúfana þeg- ar ég var að undirbúa þessa sýn- ingu og talaði við veitingamenn í borginni. Þeir segja allir sömu sög- urnar af „þotuliðinu“ í Reykjavík sem hringir og segist vera að koma við tíunda mann eftir hálftíma. Þekktir forstjórar birtast í dyrun- um á laugardagskvöldum með kon- una upp á arminn og vilja fá „borð- ið sitt“ strax. Þetta er umhverfið sem Sammi, leikari að vestan, vinn- ur í. „Leikritið gengur út á það að hann er að svara símtölum frá þotuliði borgarinnar, semja við yf- irþjóninn, matreiðslumanninn og framkvæmdastjórann til að fá allt til að ganga upp. Svo fer ákveðin atburðarás af stað og hann lendir í slæmum málum.“ Höfundurinn byggir leikritið á eigin reynslu og það var fyrst sýnt á leiklistarhátíð í New York og varð mjög vinsælt. Það var svo sett upp í stærra leikhúsi og síðan enn stærra og þá fór boltinn að rúlla fyrir alvöru og það hefur nú verið sett upp víða um heim við miklar vinsældir. Bjarni Haukur segir að banda- rískt leikhús leggi meiri áherslu á raunsæislega útfærslu og leikurinn sé tilþrifaminni en við eigum kannski að venjast. „Við leyfum okkur meira og höfum meira ímyndunarafl bæði sem leikhúsfólk og áhorfendur. Við göngum lengra í leikstílnum og textinn er orðinn blæbrigðaríkari. Gísli Rúnar fer á kostum í orðsnillinni og leikstjórinn Þór Túliníus er sérfróður um lík- amlega tjáningu á ýmsan máta. Það er líka miklu skemmtilegra að leika alla þessa karaktera og taka þá eins langt og hægt er. Hvernig svo sem til tekst,“ segir Bjarni. Hann bætir því við að það höfði ekkert sér- staklega til sín að leika einn, það fari bara eftir verkefnunum. Að þekkja sinn eigin markað Jafnhliða leiknum hefur Bjarni Haukur skapað sér starfsvettvang sem framleiðandi leiksýninga. Hann framleiddi gamanleikinn Með vífið í lúkunum í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur og hefur einnig sviðsett og framleitt upp- setningar á Hellisbúanum á Norð- urlöndunum, nú síðast í Noregi. Hann hikar ekkert við að lýsa rekstri sínum sem markaðsleikhúsi. „Þetta er auðvitað ekkert annað. Ég er ekkert í þessu styrkjadæmi en ég er heldur ekki með neina yf- irbyggingu á fyrirtæki mínu, Ís- lensku leikhúsgrúppunni. Ef ég væri með fólk í fastri vinnu þyrfti ég opinberan stuðning. Aðalatriðið er að passa að hlutirnir fari ekki úr böndunum. Markaðsleikhús er ekki rekið á þann hátt að kaupa sér flugmiða til London eða New York og fá sýningarréttinn á vinsælustu sýningunum sem þar eru í gangi. Markaðsleikhús byggist á því að þekkja sinn eigin markað og vita hvað er raunhæft og hvað ekki. Í Reykjavík seljast 350 þúsund sæti á hverju ári. Þar af eru um 150– 200 þúsund sem fara í Borg- arleikhúsið og Þjóðleikhúsið. Hvert fara hinir? Þetta er markaður. En miðaverðið er lágt og því verður maður að fara varlega í fjárfest- ingum.“ Bjarni Haukur lýsir þeirri skoð- un sinni að miðaverð á leiksýningar markaðsleikhúsa eigi að vera hærra en í styrktum leikhúsum. „Þannig er þetta alls staðar í kring- um okkur en á móti kemur að lín- urnar um verkefnaval eru þar mjög skýrar. Skýrari en hér. Mér er sama hvað hver segir en leikhús sem eru að fá 200–400 milljónir á ári í opinbera styrki eiga ekki að setja upp poppsöngleiki og farsa. Þetta snýst allt um að lágmarka áhættuna. Rétt eins í öllum öðrum viðskiptum. Það er ekki hægt að komast hjá því að taka einhverja áhættu með hverri uppsetningu en markaðsleikhús snýst um að hafa áhættuna sem minnsta. Ég væri t.d. ekki að setja upp Leik á borði núna nema af því að ég setti upp Hellisbúann Ég er að vinna með þekktar stærðir. Sjálfur hef ég leikið einleik áður, leikritið er gott og hefur gengið annars staðar, leik- stjórinn hefur mikla reynslu og einnig þýðandinn. Svo verður mað- ur að taka mið af því sem er að gerast í leikhúsunum á hverjum tíma. Nú eftir áramótin verða ekki mörg gamanleikrit í gangi. Ég met þetta því svo að nú sé góður tími til að frumsýna gamanleikrit. En hvernig til tekst er svo alltaf áhættan sem maður tekur. Það kemur ekki ljós fyrr en með frum- sýningunni.“ Snúist í kringum íslenska „þotuliðið“ Íslenska leikhúsgrúppan frumsýnir í Gamla bíói í kvöld gamanleikinn Leik á borði með Bjarna Hauk Þórsson í aðalhlutverki. Hávar Sigurjónsson átti samtal við hann. Morgunblaðið/Þorkell Samúel sinnir þotuliðinu í gegnum símann. havar@mbl.is eftir Becky Mode. Leikari: Bjarni Haukur Þórsson, Þýðing og staðfærsla: Gísli Rúnar Jónsson. Leikmynd og búningur: Axel Hallkell. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðmynd: Jóhann Örn Ólafs- son og J. Garðar Ólafsson. Leikur á borði SYRTLUBÆKUR Máls og menningar hafa komið út um nokk- urt skeið. Þetta eru heimsbók- menntir í vasabroti, vandaðar bæk- ur í hvívetna þar sem viðurkenndir höfundar og vandvirkir þýðendur leiða saman hesta sína. Hönnun bókarkápunnar er jafnan einstak- lega smekkleg og myndefnið ávallt táknrænt. Á bókarkápu nýjustu Syrtlunnar, Hinn týndi, eftir þýska rithöfundinn Hans-Ulrich Treichel, má sjá lítið, grátt egg í tómlegu og þyrnóttu hreiðri og við hliðina er egglaga form sem birtu stafar af. Myndin er táknræn fyrir líðan söguhetju bókarinnar, feitlagins drengs á gelgjuskeiði sem lifir í skugganum af Arnold, eldri bróður sínum, hinum týnda. Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari flúðu foreldrar drengsins frá Aust- ur-Þýskalandi til vesturs. Á flótt- anum gerðust hræðilegir atburðir sem aldrei er talað um í fjölskyld- unni en hvíla á öllum eins og mara. Sagan lýsir því hvernig sektar- kennd yfir öllum sköpuðum hlutum heldur foreldrum drengsins í hel- greipum og þrúgar sálarlíf hans alla ævi. Í stuttu máli er þetta geysilega vel skrifuð (þýdd) og úthugsuð saga. Hún er ekki löng en segir ótal margt um samskipti fólks og fjölskyldumynstur, beiskju og blygðun; refsingu, flótta og hryggð; samfélag og kuldalegar stofnanir þess; um leið og sjá má „táknmynd- ir af sundraðri þjóð sem óttast svo fortíð sína að hún reynist ófær um að horfast í augu við hana og miðla reynslu sinni til nýrra kynslóða,“ eins og segir í haganlegum kápu- texta. Þegar drengurinn er orðinn nógu gamall trúa foreldrar hans honum fyrir því að bróðir hans sé ekki dá- inn eins og hann hélt, heldur týnd- ur. Drengnum hefur fram að því þótt vænt um dáinn bróður sinn og sætt sig við þunga sorg, þögn, óþol- inmæði og afskiptaleysi foreldra sinna. Nú verður bróðirinn ógnun við tilveru hans, merkikerti sem hefur alltaf fengið alla athygli for- eldranna og þrengir sér inn í líf hans (sbr. 97). Þráhyggjukennd leitin að Arnold er endalaus þrautaganga milli stofnana sem tengjast óskilabarni nr. 2307 og smásmugulegum, tímafrekum rannsóknum í nafni vísindanna á þeim möguleika að barnið sé Arn- old. Fjölskyldumálin eru óútkljáð og tilfinningarnar bældar; dreng- urinn lifir í stanslausum ótta við skapofsa föður síns og grátköst móðurinnar, hann verður að geta í eyður, reyna að skilja flókið hegð- unarmynstur sem hann hefur ekki þroska til og dregur því undarlegar ályktanir. Sjálfsmynd hans verður smátt og smátt brogaðri, foreldr- arnir einbeita sér sífellt að glataða syninum en gleyma þeim sem fyrir er; höfnunin er algjör. Frásagnarhátturinn er fjarlægur og grimmur og undirstrikar dap- urlegan fáránleikann í samskiptum fjölskyldunnar. Mikið er um end- urtekningar í stílnum og kaldhæðn- islegt grín gert að sálarflækjunum, stofnanamálinu og ekki síst einni mest áberandi og öflugustu vís- indagrein nútímans, erfðavísindun- um. Langar skýrslur eru t.d. gerð- ar um það hvort fingraför og nefbein óskilabarnsins bendi til „miðlungi ósennilegs“ (96) eða sennilegs skyldleika við fjölskyld- una. Gerðar eru ótal mælingar, sýni tekin, fótafar rannsakað, lögun nasaholanna könnuð, halli eyrna- snepilsins miðað við eyrnaflötinn skoðaður o.s.frv. Allar niðurstöður rannsóknanna eru óljósar og mis- vísandi, á torskildu máli og skapa óvissu og ugg í huga drengsins. Þýðandinn, Árni Óskarsson, hef- ur góð tök á öllu saman og gildir einu hvort um er að ræða sálarlífs- lýsingar drengsins eða skýrslur um harðar staðreyndir. Máttur og vald tungumálsins er m.a. viðfangsefni sögunnar; hugleiðingar drengsins um t.d. ljósmyndir, líkamann, dauð- ann og sektina og skilgreiningar hans á eigin tilfinningum eru frum- legar og tregablandnar. Hér er á ferð óvenju sterk saga, áleitin í ein- faldleika sínum, óhugnanleg í ná- kvæmni sinni; með mögnuðum und- irtóni mannlegs ófullkomleika og grimmdar; og endirinn kemur á óvart. Hinn týndi er afar eftir- minnileg lesning. Í leit að glötuðum syni BÆKUR Skáldsaga Eftir Hans-Ulrich Treichel. Titill á frum- máli: Der Verlorene. Árni Óskarsson þýddi. Robert Guillemette hannaði kápu. 112 bls. Mál og menning, Syrtla, 2001. HINN TÝNDI Steinunn Inga Óttarsdóttir Reykholtskirkja Unnur Fadila Vil- helmsdóttir heldur píanótónleika kl. 15. Hún flytur píanósónötu op. 31 í Es-dúr eftir L.v. Beethoven, Ballöðu nr. 4 eftir F. Chopin og píanósónötu nr. 8 eftir S. Prokofiev. Unnur lauk píanókennara- og ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og doktorsprófi í píanó- leik í Bandaríkjunum. Aðgangseyrir er 1.200 kr. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Unnur Fadíla Vilhelmsdóttir Torfið, tímarit bókmenntafræðinema, er komið út. Útgáfa blaðsins er nú endurvakin eftir nokkurra ára hlé. Fyr- irhugað er að koma blaðinu út mán- aðarlega auk veglegs ársrits. Þá hefur heimasíða bókmennta- fræðinema verið uppfærð og end- urgerð. Slóðin er www.hi.is/nem/ Torfhildur. Tímarit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.