Morgunblaðið - 30.12.2001, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
31. desember 1991: „Endalok
Sovétríkjanna marka einhver
mestu þáttaskil í sögu þess-
arar aldar, a.m.k. frá lokum
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Þetta ríki einræðis, kúgunar,
blekkinga og lyga hefur hvílt
eins og þungt farg á íbúum
þess sjálfs, nágrannaþjóðum,
sem hafa verið beittar ofbeldi
og píndar, og þjóðum heims,
ekki sízt hins vestræna heims,
sem tóku höndum saman til
þess að berjast gegn þessari
ógn.
Ótrúlegur fjöldi ein-
staklinga hefur varið blóma-
skeiði ævi sinnar til þess að
berjast gegn ofbeldi, sem
framið hefur verið í nafni sós-
íalismans, og lygum, sem
hafðar hafa verið uppi í nafni
sósíalismans. Þessari baráttu
er nú lokið. Fólkið í þeim lýð-
veldum, sem fyrrum tilheyrðu
Sovétríkjunum, fólkið í fyrr-
verandi leppríkjum og þjóðir
Vesturlanda eiga hins vegar
eftir að sitja lengi uppi með
afleiðingarnar af blóðugri
sögu Sovétríkjanna.“
30. desember 1981: „Nú eru
rúm tíu ár liðin síðan fram-
sóknarmenn mynduðu fyrstu
vinstri stjórnina eftir við-
reisnartímabilið. Á þessum
tíu árum hafa þrjár vinstri
stjórnir setið við völd í land-
inu, 1971–1974 og síðan 1.
september 1978. Undirtökin í
stjórnarherbúðum vinstri
manna hafa þeir haft, sem
töldu efnahagsstefnu við-
reisnarstjórnarinnar af hinu
illa. „Sönnum“ vinstri mönn-
um hefur verið það sérstakt
kappsmál að skerða athafna-
frelsið, frjálsa meðferð gjald-
eyris og innflutningsfrelsið,
sem viðreisnarstjórnin setti í
öndvegi við mótun efnahags-
stefnu sinnar. Á því ári, sem
nú er að líða, hafa vinstri
menn fengið vel að njóta sín
við landstjórnina auk þess
sem afli hefur verið meiri en
nokkru sinni fyrr og aðstæður
á útflutningsmörkuðum sjáv-
arafurða eins hagstæðar og
bjartsýnustu menn þorðu að
vona. En hvað blasir við nú
um áramótin? Fiskiskipaflot-
inn liggur bundinn í höfn. Sjó-
menn neita að róa nema kjör
þeirra séu bætt um að
minnsta kosti 18%. Útgerð-
armenn telja 23% hækkun
fiskverðs nauðsynlega til að
„standa á núlli“. Forvíg-
ismenn frystiiðnaðarins
benda á, að innlendur kostn-
aður hafi hækkað um 45–50%
á árinu en tekjur hins vegar
aðeins um 20–30%. Hvorki
sjósókn né vinnsla í frysti-
húsum hefst eftir áramótin
nema þessi vandi verði leyst-
ur.“
30. desember 1971: „Far-
mannaverkfallið hefur nú
staðið í u.þ.b. mánuð og mest-
ur hluti kaupskipaflotans hef-
ur stöðvazt. Enn ber ekki á
vöruskorti og umtalsverðir
erfiðleikar hafa ekki skapazt
vegna útflutningsins. En í við-
tölum, sem Morgunblaðið átti
fyrir nokkru við talsmenn
innflytjenda og útflytjenda,
kom fram, að standi verkfallið
eitthvað fram í janúarmánuð
má gera ráð fyrir, að það valdi
margvíslegum örðugleikum.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í
SLENDINGAR hafa um langan aldur
horft mjög til Danmerkur í leit að
hugmyndauppsprettum og fyrir-
myndum. Þar kemur auðvitað til hið
langa sögulega og pólitíska samband
landanna, sem hefur getið af sér að
mörgu leyti svipaða lýðræðishefð,
lagakerfi og stjórnsýslu, og um
margt líka menningu og hugsunarhátt, þótt
vissulega sé einnig margt ólíkt með þessum
frændþjóðum. Það hefur líka haft sitt að segja að
um langan aldur hafa fjöldamargir Íslendingar
menntazt í Danmörku og komið heim með nýjar
hugmyndir og fyrirmyndir frá Dönum.
Almennt má segja að hugmyndir Íslendinga
um félagslega samhjálp og öflugt velferðarkerfi,
sem byggist á traustu og arðsömu atvinnulífi,
sæki margt til Skandinavíu, til „norrænu leiðar-
innar“ eða „norræna líkansins“, sem fyrir löngu
er orðið eitt af sameiningartáknum Norðurlanda.
Norræna leiðin hefur oft verið tengd við styrk
sósíaldemókrata í Skandinavíu en málið er þó
ekki svo einfalt; líkt og hér á landi ríkir breið sam-
staða um velferðarkerfið og ríkisstjórnir borg-
araflokka hafa ekkert síður staðið vörð um það en
stjórnir krata. Á seinni árum hefur frumkvæði að
endurbótum á velferðarkerfinu og viðleitni til að
tryggja grundvöll þess til framtíðar, án skefja-
lausrar útgjaldaþenslu, fremur komið af hægri
væng stjórnmálanna í Skandinavíu. Margir, líka í
röðum jafnaðarmanna, hafa á seinni árum jafn-
framt orðið til þess að gagnrýna óskilvirkni, skort
á valfrelsi og tilliti til einstaklingsbundinna þarfa
í hinu opinbera velferðarkerfi Norðurlandanna.
Fyrsti borg-
aralegi meiri-
hlutinn í sjö
áratugi
Úrslit kosninganna í
Danmörku fyrir rúm-
um mánuði benda til
að kjósendum þar í
landi hafi þótt kominn
tími til að gera breyt-
ingar. Þeir höfnuðu
ríkisstjórn sósíaldemókrata, sem setið hefur við
völd tæp níu ár, og borgaraflokkar fengu þing-
meirihluta í fyrsta sinn frá 1929. Venstre varð
stærsti flokkur landsins og í fyrsta sinn frá 1920
er Jafnaðarmannaflokkurinn ekki stærsti flokkur
landsins. Hinir fornu fjendur Venstre og Íhalds-
flokkurinn hafa nú myndað minnihlutastjórn,
sem verður að stjórna með því að gera bandalög
við aðra borgaraflokka, þ.m.t. Þjóðarflokk Piu
Kjærsgaard, eða við jafnaðarmenn, í einstökum
málum. Nafn Venstre hljómar orðið villandi,
a.m.k. hér á Íslandi, því að hugmyndaleg forysta
hægrimanna í Danmörku virðist nú hafa færzt frá
Íhaldsflokknum til Venstre. Nafnið á sér hins
vegar sögulegar skýringar og á rætur að rekja til
þess er tveir meginflokkar skipuðu Þjóðþingið
síðla á 19. öld, Venstre og Højre, en sá síðarnefndi
breytti nafni sínu snemma á 20. öldinni og varð
Íhaldsflokkurinn.
Málefni innflytjenda urðu aðalmálið í dönsku
kosningabaráttunni. Umræðan tók á stundum á
sig heldur ógeðfelldar myndir og allir flokkar lof-
uðu harðari afstöðu gagnvart innflytjendum, ekki
sízt Venstre. Þar kann þó að hafa ráðið miklu ótti
gömlu flokkanna við gengi Þjóðarflokksins, sem
hefur gengið lengst í tillögum um að breyta inn-
flytjendalöggjöfinni. A.m.k. ætti ekki að dæma
hina nýju stjórn Anders Fogh Rasmussen, leið-
toga Venstre og forsætisráðherra, út frá afstöð-
unni í innflytjendamálum eingöngu. Þvert á móti
bendir ýmislegt til að út úr stjórnarsamstarfi
Venstre og Íhaldsflokksins geti komið ýmsar at-
hyglisverðar stefnubreytingar, sem gætu haft
áhrif víðar á Norðurlöndunum ef vel tekst til.
Einkaframtakið
til vegs og virð-
ingar
Fogh Rasmussen hélt
skömmu fyrir jólin
einkar áhugaverða
stefnuræðu í Þjóð-
þinginu, þar sem kvað
að mörgu leyti við nýj-
an tón í danskri þjóðmálaumræðu. Forsætisráð-
herrann lagði þannig sterka áherzlu á að hefja
einkaframtakið til vegs og virðingar á ný og á
mikilvægi og valfrelsi einstaklingsins, en jafn-
framt að breyta yrði velferðarkerfinu þannig að
það gagnaðist þeim, sem í raun þyrftu á því að
halda. Fogh Rasmussen stillti upp fjórum meg-
inmarkmiðum ríkisstjórnar sinnar:
„Í fyrsta lagi viljum við samfélag, þar sem við
setjum einstaklinginn framar kerfinu. Einstak-
lingurinn á að fá aukið frelsi til að móta líf sitt. Við
viljum gera upp við ósveigjanleg kerfi og tilhneig-
ingar til að svipta fólk sjálfræði eða steypa alla í
sama mót.
Í öðru lagi viljum við samfélag, þar sem við lát-
um okkur hina veikustu meiru skipta og sjáum
betur um þá. Bjargir velferðarsamfélagsins á í
auknum mæli að nota til að hjálpa þeim sem
standa höllustum fæti, sem ekki geta hjálpað sér
sjálfir. Fólk á að hafa frelsi til að grípa frumkvæði
og taka áhættu. En það á líka að vera til sterkt,
félagslegt öryggisnet, sem kemur til hjálpar ef
fólki mistekst.
Í þriðja lagi viljum við þróa og styrkja fjárfest-
ingar í framtíð Danmerkur. Það skiptir öllu máli
að skapa fleiri störf og auka framleiðslu í einka-
geiranum, því að það er á þann hátt, sem við get-
um útvegað fé til að bæta og þróa velferðarsam-
félagið. Og það á að hjálpa til með fjárfestingum
hins opinbera. En framtíð Danmerkur felst einn-
ig í betra fjölskyldulífi og lífsgæðum, betra um-
hverfi, betri menntun og meiri menningarstarf-
semi.
Í fjórða lagi viljum við að Danmörk taki með
virkum hætti að sér ábyrgð á að skapa og tryggja
frelsi og frið í umheiminum.“
Anders Fogh Rasmussen sagði að ríkisstjórn
hans vildi gera breytingar á stjórnsýslu, lögum
og reglum, en metnaður hennar næði lengra –
hún vildi tryggja endurnýjun með því að breyta
viðhorfum í samfélaginu: „Við eigum að breyta
viðhorfinu í dönsku samfélagi, þannig að það sé
eðlilegt að meta að verðleikum og verðlauna
þann, sem setur sér háleitt markmið og nær því –
þrátt fyrir erfiðleika.
Hvort sem það er stúlkan, sem berst út úr
vímuefnamisnotkun og skapar sér nýtt, gott og
öflugt líf. Drengurinn, sem brýzt úr félagslegum
fjötrum og kemst til mennta. Litla fyrirtækið,
sem gerir lítið úr efasemdamönnunum og tekst að
hefja útflutning á nýjan markað. Að setja sér
markmið og berjast fyrir því, það er seigla. Og
það hefur lítið með félagslega og efnahagslega
stöðu að gera. Mestu skiptir að hafa innri vilja-
styrk, trúa á eigið framtak.
Okkur á að finnast að við höfum getu, vilja og
dug til verka. Við eigum að viðurkenna góða
frammistöðu. Við eigum að hvetja og verðlauna
starfsmanninn, sem leggur mikið á sig, hinn fatl-
aða sem sigrast á erfiðleikunum og verður virkur
í atvinnulífinu, í menntun, íþróttum eða listum,
leiðtoga frjálsra félagasamtaka, eldhugana sem á
degi hverjum skapa verkefni og ná árangri í tóm-
stundastarfi og félagsstarfi. Við eigum að hvetja
og verðlauna þá, sem skapa eitthvað stórt á sviði
lista, arkitektúrs, verkfræði, hönnunar, íþrótta
eða á öðrum sviðum, þar sem þeir gera Dan-
mörku og það sem danskt er sýnilegt.“
Þetta verður að teljast hressandi pólitískur
andblær frá þessu grannlandi okkar, þar sem fólk
hefur kannski fremur átt ferköntuðum kenni-
setningum velferðarpólitíkurinnar að venjast
undanfarin ár.
Atlaga að
biðlistum í heil-
brigðiskerfinu
Margar af þeim hug-
myndum, sem Fogh
Rasmussen setti fram
í stefnuræðunni,
tengjast beint eða
óbeint ýmsum við-
fangsefnum, sem við er að glíma í íslenzkum
stjórnmálum og hljóta því að vekja athygli hér.
Bæði hér og víðast annars staðar á Norðurlönd-
unum eru t.d. biðlistar í heilbrigðiskerfinu viðvar-
andi vandamál. Hægristjórnin í Danmörku gefur
stór loforð í því efni. Áfram er gengið út frá því að
allir hafi frjálsan, jafnan og ókeypis aðgang að
heilbrigðisþjónustu. Stjórnin hyggst auka fjár-
veitingar til opinberra sjúkrahúsa verulega, um
meira en 18 milljarða íslenzkra króna, en hækkun
framlaga til einstakra sjúkrahúsa verður háð því
skilyrði, að þau auki skilvirkni og geri t.d. fleiri
aðgerðir á sjúklingum eða meðhöndli fleiri til að
stytta biðlistana.
Um leið lofar stjórnin því að fái sjúklingar ekki
meðhöndlun eða aðgerð á opinberu sjúkrahúsi
innan tveggja mánaða frá því að þeir fá tilvísun
um slíkt, megi þeir undirgangast sams konar að-
gerð á einkasjúkrahúsi sem gert hefur samning
við hið opinbera, eða jafnvel erlendis, án þess að
þurfa að greiða aukalega fyrir það.
Ríkisstjórnin lofar því að þessar tillögur verði
útfærðar nánar á fyrstu 100 dögum starfstíma
hennar og 1. júlí á næsta ári muni sjúklingar fá
frjálst val um það hvar þeir leita sér meðhöndl-
unar, hafi hinu opinbera heilbrigðiskerfi ekki tek-
izt að meðhöndla þá innan tveggja mánaða. Með
þessu leitast stjórnvöld auðvitað við að auka sam-
keppni í heilbrigðiskerfinu og hvetja til aukinnar
skilvirkni á sjúkrahúsunum með því að lofa þeim
meira rekstrarfé, sem standa sig bezt. Menn
hljóta að fylgjast rækilega með því hvernig þessi
tilraun tekst hjá frændum vorum.
Valfrelsi
aldraðra
Á sviði öldrunarþjón-
ustu lofar Fogh Rasm-
ussen einnig veruleg-
um breytingum. Í
stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherrann: „Rík-
ÁRAMÓT
Mesti vandi mannkynsinsum þessar mundir er ekkistyrjaldir eða annars kon-
ar hernaðarátök heldur fátækt,
hungur og sjúkdómar. Með hverju
árinu sem líður verður skömm
hinna ríku þjóða Vesturlanda og
að einhverju leyti Suðaustur-Asíu
meiri að snúa sér ekki að því af
alefli að takast á við þennan hrika-
lega og óhugnanlega vanda.
Það er til marks um kolrangt
gildismat að fjölmiðlar á Vestur-
löndum, þ. á m. á Íslandi leggja
gífurlega áherzlu á umfjöllun um
hernaðarátök og pólitísk átök af
margvíslegu tagi en leiða að veru-
legu leyti hjá sér frásagnir af fá-
tækt, hungri og sjúkdómum, sem
herja á heilu heimsálfurnar. Með
því stuðla þeir að því að hinar ríku
þjóðir heims lifi áfram í sjálfs-
blekkingu og loki augunum fyrir
því, sem máli skiptir. Og það er
ömurlegt til þess að vita, að það er
reynsla hjálparstofnana um allan
heim að um leið og athygli fjöl-
miðla beinist í aðrar áttir verður
erfiðara að afla fjármuna til þess
að takast á við vanda, sem enn er
til staðar.
Ekkert viðfangsefni er stærra
og veigameira á fyrstu árum 21.
aldarinnar en einmitt þetta. Ríku
þjóðirnar eru sjálfselskar og eig-
ingjarnar. Eigingirnin ætti að
knýja þær til róttækra aðgerða
vegna þess að verði ekki gripið til
þeirra munu hinir fátæku og
hungruðu milljarðar flæða yfir vel-
megunarríkin og ryðjast inn í mat-
arbúr þeirra. Og eftir því sem vel-
megun eykst stækka markaðir og
auka enn á ríkidæmi og bæta lífs-
kjör.
Með því að takast á við fátækt-
ina, hungrið og sjúkdómana leys-
um við líka mörg þeirra vanda-
mála, sem nú verða tilefni stríðs-
átaka. Þeir sem hafa nóg fyrir sig
og sína grípa yfirleitt ekki til
vopna. Að vísu verða alltaf til
stjórnmálaleiðtogar, sem fyllast
stórmennskubrjálæði og telja sig
til þess fædda að leggja undir sig
lönd, en það er fátæktin og neyðin,
sem skapar jarðveg fyrir slíka
menn. Um leið og okkur tekst að
draga úr henni tala þeir fyrir
daufum eyrum.
Við Íslendingar getum nýtt okk-
ur stöðu okkar í samfélagi ríku
þjóðanna til þess að vekja þær til
vitundar um það, sem að þeim
snýr. Í þeim efnum getur rödd
okkar skipt máli enda á fátæka
fólkið í heiminum sér fáa mál-
svara. Þetta er líka verðugra verk-
efni fyrir vel menntaða og upp-
lýsta smáþjóð en tilburðir og
viðleitni til að hafa dægurpólitísk
áhrif á alþjóðavettvangi.
Í samanburði við þessi vandamál
er sá vandi, sem við glímum við frá
ári til árs, lítilvægur. Í þessu sam-
hengi erum við þjóð, sem á ekki
við nein vandamál að stríða.
Við eigum að fagna því og vera
stolt af þeim árangri sem við höf-
um náð. Það eru ekki nema rúm-
lega hundrað ár síðan þjóðin bjó
enn í moldarkofum.
Nú er auðlegð okkar hins vegar
orðin slík að við eigum að snúa
okkur að því af auknum krafti að
hjálpa öðrum þjóðum til þess að ná
sama árangri. Það á að vera kjarn-
inn í starfi okkar á alþjóðavett-
vangi á nýrri öld. Þar getum við
lagt mikið af mörkum og þar höf-
um við verk að vinna. Og þar er
okkur í mörgum tilvikum treyst
betur en stærri þjóðum eins og
dæmin sanna vegna þess, að öllum
er ljóst, að smæðar okkar vegna
höfum við engin önnur markmið en
þau, sem allir sjá.
Morgunblaðið óskar lesendum
sínum gleðilegs árs og þakkar
samfylgdina á árinu sem er að líða.